Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Side 7

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Side 7
DV. FIMMTUDAGUR10. NOVEMBER1983. 7 eytendur Neytendur Karfa með grillkartöflum og poka viö hliðina ð körfunni. I þessari verslun geta viðskiptavinir sjálfir ráðið hvortþeir kaupa eina kartöfíu eða fíeiri. DV-myndir: APH. Mandarínur Á mandarínum er æöi misjafnt verð. I fimm verslunum fengust þær en ekki sama verö í neinni þeirra. Og yfir fjörutíu króna mismunur á lægsta og hæsta veröi. Kjötbirgðir Við spuröumst fyrir um „útsölu- kjötið” í verslunum. I einni voru til nokkur læri og hryggir í kæliboröi og voru þaö einu birgðirnar. I sumum var þaö allt uppselt en í einni voru til birgö- ir sem aö sögn kaupmannsins dygöu út þennan mánuö. Kílóverö á læri og hrygg er 105 krónur af gamla kjötinu og 145,50 og 146,40 á því nýja. Kartöflur Viö spurðumst fyrir um sölu kart- aflna í lausri vigt. Samkvæmt heil- brigöisreglugerð mun vera bannað aö selja neytendum kartöflur í lausu og byggt á því aö sóðaskapur fylgi um- búöalausum kartöflum í matvöru- verslunum. I fimm verslunum af sex kom í ljós að kartöflur hafa verið seld- ar í lausu, en ekki var það í þeim öllum þá stundina sem viö vorum á ferð. Voru þeir kaupmenn, sem við ræddum við, sammála um að viðskiptavinir þeirra væru mjög ánægöir með þessa þjónustu. Einn kaupmaðurinn var að setja kartöflur í hillur þegar okkur bar aö garöi og voru þær kartöflur vigt- aðar á staönum og settar í glæra plast- poka. Kostaði kílóiö 20 krónur af þessum kartöflum. I einni versluninni var karfa með grillkartöflum, mjög stórum kart- öflum, og pokar viö hliðina á körfunni og vigtuðu viöskiptamenn sjálfir það magn sem þeir kusu aö kaupa. Oánægja neytenda meö fyrirkomu- lag þaö sem Grænmetisverslun land- búnaöarins hefur á pökkun kartaflna í 2 1/2 kg poka og 5 kg poka hefur verið mikil undanfarin ár. Margoft hefur verið bent á það að nauðsynlegt sé að fá kartöflur í minni umbúðum en þær eru ókomnar á markaðinn enn. Þeir kaupmenn sem selja kartöflur í lausu hafa komið til móts viö óskir sinna viðskiptavina og er ekki nema gott um þaðaðsegja. Tveggja og hálfs kílós kartöflupoki kostar í dag 49,10 krónur. Þær kart- öflur sem seldar eru i lausu á 20 krónur kílóið eru aöeins dýrari, eða 50 krónur tvöoghálftkíló. -ÞG. Fyriitiyogja í ferðamálum Þú getur byrjað strax í SL-ferðaveltunni SL-ferðaveltan gerir farþegum okkar kleift að búa nú þegar í haginn fyrir nœsta sumar. safna á auðveldan hátt álitlegum farareyri og skapa sér þannig ánœgjulegt sumarleyfi, laust við hvimleið- ar fjárhagsáhyggjur. SL-ferðaveltunni svipar til venjulegrar spariveltu, - nema í einu grundvallaratriði - sem einmitt gerir gœfumuninn. Líkt og í spariveltunni leggur þú mánaðarlega inn ákveðna upphœð á Ferðaveltureikning í Samvinnu- bankanum og fœrð upphœðina síðan endurgreidda í einu lagi að 3ja til 10 mánaða sparnaði loknum, ásamt láni frá bankanum jafnháu sparnaðarupphœð- inni. Þú hefur þannig tvöfalda upphœð til ráðstöfunar að ógleymdum vöxtunum. Sérstaða SL-ferðaveltunnar er síðan fólgin í því að þú greiðir lánið á 5-12 mánuðum, 2 mánuðum lengri tíma en venja er til. Samvinnuferðir-Landsýn íjármagnar íramlengingu endurgreiðslu tímans, hver greiðsla verður léttari og sumarleyfið greiðist upp án fyrirhafnar. Þökk sé SL-ferðaveltunni og fyrirhYggju þinni. Þú þarft ekki að hugsa þig tvisvar um, -tryggðu þér tvöfaldan ferðasjóð strax. Samvinnuferdir - Landsýn AUSTURSTRÆTI 12 - SÍMAR 27077 & 28899 SL ferðavelta Sparnaðar- tímabil Mánaðarlegur sparnaður Sparnaður í lok tímabils Lánfrá Sam- vinnubanka Ráðstöfunarfé meðvöxtum Mánaðarleg endurgreiðsla Endurgreiðslu- tími 3 mánuðir 2.000,00 4.000,00 6.000,00 6.000,00 12.000,00 18.000,00 6.000,00 12.000,00 18.000,00 12.004,00 24.216,00 36.428,00 1.333,30 2.646,60 3.960,00 5 mánuðir 6 mánuðir 2.000,00 4.000,00 6.000,00 12.000,00 24.000,00 36.000,00 12.000,00 24.000,00 36.000,00 24.741,00 49.690,00 74.639,00 1.735,60 3.451,30 5.166,90 8 mánuðir 8 mánuðir 2.000,00 4.000,00 6.000,00 16.000,00 32.000,00 48.000,00 16.000,00 32.000,00 48.000,00 33.524,00 67.256,00 100.988,00 1.903,90 3.787,70 5.671,60 10 mánuðir 10mánuðir 2.000,00 4.000,00 6.000,00 20.000,00 40.000,00 60.000,00 20.000,00 40.000,00 60.000,00 42.540,30 85.288,70 128.037,00 2.039,50 4.059,00 6.078,50 12 mánuðir Gert er ráð fyrir 35% innlánsvöxtum og 37,024% útlánsvöxtum og lántökukostnaði (stlmpli-, lántöku- og greíðslugjaldi). Vaxtakjör eru háð ákvörðun Seðlabankans. Framangreind vaxtakjör gilda frá 21.9. 1983. Nú bjóðum við alla þá sem horfa fram á veginn með hagsýnina að leiðarljósi velkomna til okkar á sýninguna Skrifstofa framtíðarinnar í Sýningarhöllinni á Bíldshöfða. Við kynnum þar fjölbreytt úrval okkar af Silver-Reed og Message rafmagnsritvélum, ritvinnslukerfum Silver-Reed og Televideo, Ijósritunarvélum frá U-Bix, tölvuprenturum'frá Nec, Star og Silver-Reed og að sjálfsögðu sýnum við fjölbreytt notkunarsvið Televideo tölvunnar við hinar ólíkustu aðstæður. IBM PC í allri sinni dýrð! Síðast en ekki síst kynnum við nú í fyrsta sinn á íslandi drottningu einkatölvanna, IBM Personal Computer sem verið hefur ieiðandi í allri framleiðslu einkatölva í heiminum.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.