Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Page 10

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Page 10
10 Útlönd Útlönd Útlönd DV. FIMMTUDAGUR10. NOVEMBER1983. Útlönd Umsjón: Guðmundur Pétursson Dtivs on ,i |>uh!it st'i !<>i roiporation. Ciouittíl wuikns .K'n’picd n 4,8% n< rt'.tsf 1h-< ausc fhc tmitms arc *a< iUclv iw.uc thai ihc IiÍvjIh'i ihc sclilcmcnt, thc uioiU’cr the Sikdihood oí' morc jobs icing h.'uuicd ovcr thc privatc con- tractors.' But why not cvcrywhcrc clsc in thc public scctor? l)o wc nccd ail thc vvatcr vvorkcrs? It is rcmarkablc hovv small a proportion of UK homcs wcrc affcctcd aftcr fivc wccks of strikcs. Could nol morc vvatcr workcrs' jobs (c.g., rcpairs to burst mains) bc put out to private contractors? Ú’hy not morc local productívity dcals for vvatcr vvorkcrs instcad of national avvards, as in British Stcel. Overseas Analysis in raiíway larcs ín spitc <>l hugé suli- si<lics (X8.()0m ]>.a.) Irom ccntral govcrn- mctU? Why is thc cost of cxprcss bus opcrations (withöut subsidy) oniv a quartcr of tiic cost of rttnning rail scrviccs (cvidcncc in thc Scrpcll rcport)? Why arc wc kccping opcn uncconomic pits and subsidising thc coaimincs (X700m p.a.) whcn wc havc six tnonths’ stock of coai, a stcadily incrcasing sur- plus to our rcquircmcnts, hul too cxpcnsivc to scli in thc vvorid markcts? Aii thcsc arc pubiicj|áCtor managc- tncnl challcngcs vvhich has sínguiarly faiicd employer. Physician, hf di • o HAXYES //. GISSl 'RAKSOX The Fish Wari A Lesson from Icel Thc lceiandic prcssurc from intcrvcntlon: onc govcrnrnent mcasurc grcates difficuhies that promc ín ‘•U Ch< 3 iic government's attcmpt to managc iceiand's fish stocks a Apftii >m a powcrful produccr group, thc trawicrmcn, ytclds va) P<^r‘opBail. Thc tvvo major cconomic problcms in lccland arc inflation (too many kronur running aftcr not cnough goods) and over-investment in the fishcrics (loo many travviers running aftcr not cnough fish). Both problcms arc, oi' coursc, produccd hy govcrumcnt — by politi- cians cagcr to satisfy votcrs in thc agc of democracy hut lct us coniinc our attcntion n> thc iattcr. The i< eiandi< govcrttmcnt has unilat- ciailv cxtcndcd Iccland's tcniforia! watcis tim'c tjmcs in thc lasi 25 ss'aiN, Imin 1 í<> 12 milcs ín 1958, lioin l‘* 50 milcs in S71?. aiuí, Im.sllv, from !•> 1M)() mílcs ín 1 *) 75. Thrsc cMcnsí< Thc Iccland argumcnts. morc depcr any olher a mattcr but <miv 9k.,a t'sa f.?s</sestSf»o*„"o</r incomc argumcn around nation. p.nt < , '0 r>, i< > n 50 W .IN < .i! <■ ..<!>. tllC ! .... "•CL • "»nnn« Sc* Sr$ nr*es <*/£*****& !««* ***££?*** % 'At,, Á að skoða fiskveiðiréttindi eins og laxveiðihlunnindi — séreign eigenda veiðijardanna? Hagfræðiritið The Joumal of Economic Affairs, sem gefið er út í samráði við Efnahagsmálastofnun- ina í Bretlandi, birti í einu mánaðar- rita sinna fyrr á árinu grein eftir Islendinginn Hannes Hólmstein Gissurarson, þar sem hann gerir eignarrétt á fiskimiðum eða öllu heldur á fiskistofnunum sjálfum að umræöuefni. I greininni víkur Hannes að því hvernig komið er fiskveiöimálum Islendinga sem á sínum tíma byggðu kröfur sínar til útfærslu fiskveiðilög- sögunnar m.a. á þeim rökum að þeir mundu betur nytja fiskistofnana og gæta sín gegn hættu á ofveiði en ætl- andi væri öðrum þjóðum. — Hefur vafalitiö mörgum breskum togara- manni fundist forvitnilegt að lesa um vanda Islendinga vegna of stórs togaraflota þegar ekki er lengur undan ásókn breskra togara að kvarta. Hannes bryddar í greininni á þeirri hugmynd að á fiskveiðiréttindi verði almennt litið líkt og laxveiöihlunn- indi sem alfarið eru í höndum eig- enda veiðijarða sjálfra. Slær hann fram til athugunar að veiðiréttindum verði úthlutað til eignar sem síöan geti gengiö kaupum og sölum. „Hagfræðingar erlendis velta mjög fyrir sér um þessar mundir spumingunni um eignarréttinn á fiskimiðum og nýtingu hans,” sagði Hannes í örstuttu spjalli við frétta- mann DV þegar hann var hér stadd- ur vegna landsfundar Sjálfstæðis- flokksins, en annars dvelur hann í vetur í Oxford. „Hugmyndin um eignarréttinn, sem ég slæ fram í greininni, er ekki splunkuný. Eg varpaöi henni fram einu sinni í erindi á vegum Stjómunarfélagsins áriö 1980 en henni var fálega tekið,” sagði Hannes. „Arið 1981 hitti ég á ráð- stefnu erlendis prófessor Gordon Tullock frá George-Mason-háskól- anumfí Virginíu og sagði hann mér að hann hefði í ritgerð 1962 velt vöng- um yfir samskonar hugmynd. Þegar ég blaðaði í skrifum hans sá ég að prófessor Tullock hafði helgað dr júg- an kafla greinarinnar þorskastríði IslendingaogBretam.a... ” Fer greinin úr hagfræðiritinu hér óstytt á eftir eins og hún birtist undir fyrirsögninni: Fiskistríð: Lexía frá íslandi Tvö helstu vandamál íslensks efnahagslífs em verðbólgan (of margar krónur til kaupa á of litlu vörumagni) og offjárfesting í fisk- iðnaðinum (of margir togarar til veiða á of litlu fiskimagni). Bæöi þessi vandamál eru heimatilbúin auðvitað af valdhöfum vegna ákafa stjórnmálamanna til þess að þókn- ast kjósendum á lýðræðistímum. En við skulum halda okkur við síðar- nefnda vandann. Ríkisstjórn Islands hefur einhliða fært út fiskveiðilögsögu landsins þrí- vegis á síöustu 25 árum. Ur 4 í 12 míl- ur árið 1958. Ur 12 í 50 mílur árið 1972, og loks úr 50 í 200 míiur árið 1975. Þessar útfærsiur, sem urðu mögulegar vegna þróunar á alþjóð- legum hafrétti, ollu alvarlegum deil- um, venjulegast kallaðar „Þorska- stríðin”, við stjóm Bretlands. Islend- ingar reifuðu málið þrennum rökum aðallega. Ein voru þau, að þeir væru háðari fiskveiöum en aörar þjóðir. - Það vsri um líf og dauða að tefla fyrir þá, þar sem einungis væri spuming um aukatekjur fyrir aðrar þjóðir. önnur rök vom þau, að fiski- miðin umhverfis Island heyrðu Islendingum til. Þau væm frá náttúr- unnar hendi hluti af auðlindum Is- lands. Þriðju rökin voru þau, að Islendingar mundu betur en aörar þjóðir nytja þessa auðlind, sem hörgull væri á, og að þeir mundu grípa til nauðsynlegra ráða til þess að viðhalda fiskistofnum, er þættu í hættu á ofveiði. Það sem síðan hefur hinsvegar skeð er það, aö íslenska stjómin hefúr leyft veiði á meiri fiski en flestir eða allir fiskifræðingar hafa talið ráölegt. Þriðja röksemdin fyrir útfærslu fiskveiðilögsögu Islands er þá eftir á að hyggja ekki ýkja hald- góð. Vandinn er sá, að það eru of margir togarar. Hvernig mátti það veröa? Vegna pólitísks þrýsting á „togara fyrir hvem bæ” (og síðan annan til viðbótar), og stjórnmála- mennirnir hafa, eins og vænta mátti, beygt sig fyrir þeirri kröfu. Ríkis- trygging hefur verið veitt fyrir lánum (allt að 80% af kaupverði togara) og þaö opinbera veitt bein lán (venjulegast 50—60% af kaup- verðinu) til kaupanna. Þaö hæðilega við þetta er, að síðan hefur þetta óviðunandi ástand veriö notað til réttlætingar á frekari ríkisaf- skiptum, þar sem of margir togarar kalla á nauðsyn skömmtunar. Viröist mér þetta glöggt dæmi fyrir kenningu prófessors. F. A. Hayeks úr bókinni „Leiðin til ánauðar”: Ein ríkisafskipti skapa þörf fyrir fleiri. Rikisafskiptastefna er smitandi sjúkdómur. Ríkisstjómin leitast nú við að tak- marka aflann með reglugerðum. Sjávarútvegsráðuneytið skammtar veiðarnar með ýmsum hætti:, tak- markar leyfðan veiðitíma, notkun veiðarfæra, aðgang að fiskimiðum og svo framvegis. Það þýðir, að stór hluti fjárfestingarinnar í fiskiönað- inum er óvirkjaður. Peningum hefur einfaldlega verið kastað á glæ. En hvemig má leysa vandann? Það, sem gerst hefur, er það, að vara, sem kallast mátti „frjáls”, er komin í hörgul. Með öömm orðum: Það verður að úthluta henni. Það sýnir síðan, hve djúpt samhyggjan hefur fest rætur á Islandi (eins og öðmm vesturlöndum), að einvörðungu hafa komið til umræðu tvær lausnir, sem eru báðar sín hvor tegundin af samhyggju. Þessar lausnir eru eftir- farandi: Miðstjómarsamhyggja: Stjórn- völd skammta auölindirnar, ákveða hverjum hlotnast að veiða og hve mikið þeim leyfist að afla. Þetta er lausnin, sem flestir stjómmálamenn aðhyllast á Islandi, þar sem skömmtun er aö verða æ víðtækari. Markaðssamhyggja: Stjórnvöld halda uppboð á fiskveiöiréttindum. Markaðshyggjunni er meö öðrum orðum leyft að skammta réttindin. Þetta er lausnin, sem flestir íslenskir hagfræðingar mæla með. En sjó- menn spoma gegn henni og sjá, að þetta þýðir í reyndinni þjóönýtingu fiskimiðanna (en virðast ekki gera sér grein fyrir þeirri þjóðnýtingu sem í reynd leynist í núgildandi kerfi úthlutunar og sköttunar á fiskiðnað- inum). Annað sem mælir gegn þess- ari lausn er, að hún færir stjómmála- mönnum í hendur enn nýja tekjulind, sem þeir em ekki líklegir til þess að nytja eins vel og einkaframtakið. En þaö eru aðrar lausnir, eins og allir vita, sem þekkja til efnahags- mála Austurríkis. Undaríegt nokk hafa þær naumast heyrst nefndar á Islandi. Alþýðufrjálshyggja: Fiskveiði- réttindin em boðin upp t.d. fimmta hvert ár, af einkafyrirtæki, sem allir Islendingar em í upphafi gerðir að hluthöfum í. En hlutabréfin eru gjaldgeng á markaði (til þess að leyfa fólki að velja milli sparnaðar og neyslu). Þetta er að mínu viti ekki mjög ólík hugmynd, og Samuel Brittan hjá Norðursjávarolíufélagi Bretlands setti fram. I reyndinni er þetta lýðræðislegri útgáfa af annarri lausninni, sem að ofan var getið. Tekjumar renna beint tU borgar- anna i stað þess aö falla í hendur „fuUtrúa” þeirra. Séreignarfrjálshyggja: Hin hefð- bundnu og núgildandi fiskveiðirétt- indi eru viðurkennd sem eignarrétt- ur og gerð markaðshæf. Það mundi tákna, að upphafleg úthlutun eignar- réttar byggðist á hlut í aflanum. T.d. fyrirtæki, sem veiðir 5% af heildar- þorskafla árið núU, fengi eignarrétt tU 5% af heUdarþorskafla, sem sam- þykktur yröi í framtíðinni (ef sér- fræðingum sýndist svo). Utgerð, sem fengiö hefði 10% af heUdarsUdarafla, fengi sambærilegan eignarrétt og svo framvegis. Með þessu yrði settur á laggimar markaður veiðiréttinda. Það virðist ekki óeöUlegt, því að þegar allt kemur til alls þarf maður að kaupa veiðijörð með laxveiðiá tU þess að eignast hlut í laxveiðinni. Er það að mestu eftirlátið jarðareig- endum að ákveða atriöi eins og veiði- sókn eða heildarafla. Með öðrum orðum eru þeir látnir sjálfir um að líta eftir hagsmunum þeirra sjálfra. Á svipaðan hátt þyrfti maður að kaupa togaraútgerð (eða veiðirétt sUks fyrirtækis) tU þess að öðlast eignarétt á hluta af fiskistofninum. Auðvitaö em á þessu agnúar. Kannski mest áberandi sá, aö skyndibreytingar kunna að verða á fiskislóðum, nýjar nytjafisktegundir kunna að finnast, aðrar hefðbundn- ari forgangast. Þessi fjórða lausn er vel athugunar virði. Einn akkurinn er sá, að hún er ekki eins mikiU gervitilbúningur og önnur og þriðja lausn eru. Markaður- inn er ekki tUbúningur. Hann er þró- aður úr gUdandi aðstæöum. Lausnin einfaldlega felst í þvf að láta sjómönnum og útgerðinni eftir ábyrgðina, að beina eiginhagsmun- um þeirra að viðhaldi, vernd og margföldun fiskistofnanna. Utvegs- menn mundu ekki lengur njóta ókeypis af. Þeir yrðu eigendur. Það yrðu auövitað ýmis vandamál að leysa og kynni svo að fara, að mín lausn þætti ekki gjaldgeng. Eitt er þó víst. Það hefur verið grútarlykt af hinni stjórnmálalegu lausn tU þessa.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.