Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Qupperneq 12
12 DV. FIMMTUDAGUR10. NOVEMBER1983. Frjálst.óháö dagbiað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stjórnarformaður og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóriogútgáfustjóri: HÖRÐUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aöstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjórn: SÍÐUMÚLA 12—14. SÍMI 86A11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgreiösla, áskríftir, smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning,umbrot, mynda-ogplötugerö: HILMIR HF., SÍDUMÚLA12. Prentun: Árvakur hf., Skeifunni 19. Áskriftarverð á mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Gegn einokun? Neytendur vænta þess eftir landsfund sjálfstæöis- manna, að hindraö verði einokunarkerfi í sölu eggja-, svína- og alifuglakjöts. Nú mun reyna á hina ungu forystu Sjálfstæðisflokksins að koma í veg fyrir ráðabrugg um aukna einokun. Á landsfundinum kom fram tillaga þess efnis, að fundurinn mótmælti ráðgerðri einkasölu á eggjum og fleira. Nokkrir bændafulltrúar í landbúnaðarnefnd fundarins snerust öndverðir. Tillagan var síðan útvötnuð. Fundurinn samþykkti að vísa henni til þingflokks og miðstjórnar Sjálfstæðisflokksins til meðferðar. Talsmenn neytenda á landsfundinum kváðust líta svo á, að í sam- þykkt fundarins fælist, að sjálfstæðismenn höfnuðu einokunarhugmyndunum og fælu forystumönnum sínum að hindra framgang þeirra. Sú túlkun byggðist meðal annars á yfirlýsingum Geirs Hallgrímssonar um and- stöðu ráðherra Sjálfstæðisflokksins við ráðagerð Fram- leiðsluráðs landbúnaðarins og nokkurra annarra bænda- forkólfa um að setja sölu á eggjum, svína- og alifuglakjöti í einkasölukerfið. Ráðabrugginu er beint gegn hagsmunum neytenda og ýmissa stærstu framleiðendanna. Nái það fram, mun verð á þessum landbúnaðarvörum rjúka upp. Hér er eitt hið stærsta mál á ferð á tímum krappra kjara margra heimila. Einokunarhugmyndirnar verða að teljast í al- gerri andstöðu við opinbera stefnu Sjálfstæðisflokksins um frelsi á markaði. Neytendur hafa látið í sér heyra, svo sem í Alþýðusam- bandi Islands og á iðnþingi fyrir skömmu. 1 sexmanna- nefnd Framleiðsluráðs landbúnaðarins sitja enn fulltrúar Landssambands iðnaðarmanna og Sjómannafélags Reykjavíkur. Alþýðusambandið hætti fyrir nokkrum árum aðild að nefndinni vegna yfirgangs fulltrúa bænda- félaganna. Enginn töggur hefur verið í hinum svonefndu neytendafulltrúum. Bændafulltrúarnir hafa fengið sitt fram. Nú er talað um, að „neytendafulltrúarnir” muni hætta í þátttöku í sexmannanefnd, verði af einkasölu á eggjum. Réttara hefði verið að þeir væru löngu famir þaðan. Talsmenn hins rotna einokunarkerfis landbúnaðarins eru ekki vanir að láta sér segjast vegna andmæla. Þeir njóta styrks ráðherra Framsóknarflokksins. Framsóknarmenn hafa eins og alþjóð veit löngum farið sínu fram í þessum efnum og samstarfsflokkar þeirra í ríkisstjórnum jafnan beygt sig í duftið. Fylgzt verður með, hvernig forystumenn Sjálfstæðis- flokksins bregðast nú við. Svara þeir kalli landsfundarins og hindra ráðagerðirn- ar um einokun? Spurt er, vegna þess að sjálfstæðismenn hafa fyrrum ekki verið þeir fulltrúar neytenda, sem þeir ættu að vera. Afgreiðsla landsfundar Sjálfstæðisflokksins á eggjamál- inu er betri en engin. En langtum æskilegra hefði verið, að talsmenn neytenda hefðu staðið á kröfum um skýra at- kvæðagreiðslu og þá væntanlega náð fram yfirgnæfandi mótmælum við einokunarhugmyndirnar. Það tryggir í sjálfu sér ekki neitt, þótt tillögu sé vísað til meðferðar í þingflokki og miðstjórn. Vonandi eiga talsmenn neytenda í Sjálfstæðisflokknum ekki eftir að iðrast þessa. Sjálfstæðisflokkurinn er að sjálfsögðu langstærsti stjórnmálaflokkur neytenda í landinu. Hann verður þá að sýna, að hann geti staðið undir því merki. Haukur Helgason. Mikil tíðindi og sum ill Þaö veröur ekki sagt að viö lifum á viðburöalausum tímum. Síðustu dagar og vikur hafa þar ekki verið undan- tekning, þótt s vo sleppt sé aö minnast á hörmulegustu atburði þeirra, sjóslysin. A hinu pólitiska sviöi hafa ýmsir atburðir gerst. Sumir þeirra eru alvarlegs eölis, aðrir grátbroslegir og enn aörir eiga eftir aö hafa mikil og varanleg áhrif, enda þótt framtíöin ein geti skorið úr um hvemig þau verða. Yfirburðasigur Þorsteins Með þessu síöasta á ég einkum viö hinn mikla yfirburðasigur Þorsteins Pálssonar á landsfundi Sjálfstæöis- flokksins. Vissulega munu fylgismenn hans og væntanlega allir sjálfstæöis- menn telja hann ákaflega ánægjulegan og meö betri pólitískum tíöindum sem þeir hafa lengi heyrt. Hér skal ekkert úr gleði þeirra dregiö og Þorsteini óskaö til hamingju með þennan mikla sigur. Oneitanlega hlýtur þaö aö vera honum og Sjálf- stæöisflokknum öllum til styrktar og ánægju hversu afgerandi úrslitin uröu. Á því leikur enginn vafi aö mikill meirihluti Sjálfstæðisflokksins stendur aö baki Þorsteini og hann tekur við heilsteyptu afli. Hinn afgerandi sigur hans hlýtur aö stuðla aö nokkurri kyrrö á hinum pólitíska vettvangi. Það var auöheyrt á Þorsteini eftir aö úrslit iágu fyrir aö hann ætlar sér aö snúa sér fyrsta kastið aö flokksstarf- inu og byggja þaö upp eftir ókyrrð síðustu ára. Um leið mun hann enn treysta sig í sessi, því væntanlega gætir hann þess í leiðinni aö flokks- Kjallari á fimmtudegi Magnús Bjamf reðsson vélin snúist rétt, hvort heldur er í hægagangi eöa átökum. Vafalítið er þó að ekki unir ungur og framgjam flokksformaöur því lengi að vera utan ríkisstjómar. Vera kann aöhann gangi inn í núverandi ríkisstjórn án kosn- inga, en heldur er þaö ósennilegt. Þaö gæti því aöeins orðiö aö hann mæti stöðu ríkisstjórnarinnar mjög jákvæða, þannig aö stjórnarrof væri h'klegt til aö vekja óánægju kjósenda. Þá væri væntanlega hægt aö hrókera eins og einum ráðherra út úr ríkis- stjóminni og setja hann í þægilegan bankastjórastól, svo fonmaöurinn gæti átakalaust komist inn. En ef hinn nýi formaöur metur stöð- una þannig að nýjar kosningar geti fært flokki hans verulega aukinn þing- styrk og um leið oröiö rós í hans eigið hnappagat mun hann vafalítiö shta stjórnarsamstarfinu svo efnt veröi til kosninga. Þetta aht veröur framtíðin aö leiöa í ljós og Þorsteinn að fá frið til að setja svipmót sitt á stjómmáUn, en þaö að stærsti flokkur þjóðarinnar virðist nú sameinaður aö nýju efth- margra ára voik eru mikil tíðindi í íslenskum stjómmálum. Hrun þorskstofnsins — alvörukreppa? Alvarlegustu tíöindi af vettvangi þjóðmálanna sem ég hefi heyrt í langan tíma eru yfirlýsúigar fiskifræð- Uiga um hrun þorskstofnsins. Mér er ekki ljóst hvort almenningur gerU- sér almennt grein fyrir hve alvarleg tíð- indi hér eru á ferö. Séu þessar spár þeirra réttar eöa eitthvað nálægt því rétta, þýöa þær stórminnkaðar þjóðar- tekjur, gífurlegan samdrátt í útflutn- ingi og valda hættu á umtalsveröu atvmnuleysi víös vegar um land. Sá samdráttur sem verða mun þá í öUu þjóðfélaginu er miklum mun meU-i en til aö mynda aðgeröir ríkisstjórnar- innar hafa valdiö og munu valda. Og þaö sem allra verst er aö viö þessum ótíðindum er á engan góöan hátt ijægt aöbregöast. Til þess aö geta þaö heföi þurft fyrir mörgum árum aö hefja aðgerðir. Aðgerðir sem margoft hefur veriö bent á, aðgerðir sem flestallir stjómmála- menn hafa í orði taliö nauösynlegar en alUr vanrækt á borði. Arum saman hefur verið á þaö bent hve fávíslegt það er aö byggja alla afkomu þjóöarinnar á einum atvrnnu- vegi, sjávarútveginum. AUar skýrslur Fáein atriði um Grenada-málið Skrif Magnúsar Bjarnfreössonar og Haralds Blöndal um innrásina í Grenada í DV 3. og 4. nóvember eru varla svaraverö vegna þeirrar fáfræöi, fordóma og ofstækis sem einkenna þau. En þessi skrif eru raunar dæmi- gerö fyrir málflutning þeUra sem hafa reynt aö mæla mnrásmni bót. Eg ætla aö reyna aö tina til nokkur atriði þessa máls. Löglegar aðgerðir? Haraldur Blöndal segir að ekki hafi veriö „nema eöUlegt aö nágrannaríkin sameinuöust um aö skakka leikinn og koma aftur á lögum og reglu. Slíkt er alþekktí þjóöarrétti og hefur nokkrum sUinumkomiö fyrir.” Reagan forseti Bandaríkjanna fuU- yrðir að innrásin sé í samræmi við alþjóðalög og sáttmála SameUiuöu þjóðanna og Samtaka Ameríkuríkja (OAS). FjöUniölar hér hafa étiö þetta upp eftir Reagan en hvergi hef ég séð minnst á í hverju þetta lögmæti só fólgið, og hefði verið fróðlegt ef lög- fræðingurinn Haraldur Blöndai heföi útlistaö það nánar í staö þess aö láta menntunartitU sinn undir greinUini gera órökstudda fullyrðingu trúan- lega. Nú vUl svo til að ég hef séð bandarísk stjórnvöld hampa þeirri túlkun lög- spekmga smna aö innrásin sé í sam- ræmi viö 51. grein og 8. kafla sáttmála SÞ. I 51. greininni er raunar talaö um rétt tU sjálfsvarnar, „Ef ráðist er með hervaldi á meðlim hinna sameinuðu þjóða ...” I 8. kafla (52. grein) er EinarÓlafsson talaö um rétt tU, ,aö gera megi svæðis- samninga eöa stofna svæöisstofnanU- til meðferðar á málum tU varöveislu heimsfriði og öryggi, sem hæfUeg þykja tU svæðisframkvæmda, svo fremi sem slíkir samningar eöa stofnanir og störf þeirra aö ööru leyti séu í fullu samræmi vcið markmið og reglur hinna sameUiuðu þjóða”, (undirstrikanirmínar). > Jafnframt er lögö áhersla á friö- samlega lausn slíkra mála og aö eng- um þvUigunaraögerðum sé beitt án heUnUdar öryggisráösms (53. grein). Ef við litum í sáttmála Samtaka Ameríkuríkja sjáum við líka að aftur og aftur er lögð áhersla á aö leita skuli tU hrns ýtrasta friðsamlegra leiða tU lausnar ágreiningsmálum. Það er ekki aö sjá að innrásaraðUarnir hafi gert neitt til aö leita friðsamlegra lausna áöur en UinrásUi var gerð á Grenada. Stjórn Kúbu, sem fordæmdi valdarániö strax, sendi frá sér tilkynningu 21. október um að samkvæmt þeim upplýsmgum sem hún hefði væru engir erlendir borgarar í hættu. Jafnframt lýsti stjórnm yfir vUja srnum til aö hafa samvUinu viö Bandaríkjastjórn um aö frnna lausn á málinu án þess að beita valdi eða íhlutun. Nú heföi hin áhyggjufulla ríkisstjórn Bandaríkj- anna átt að grípa fegins hendi slíkt tilboö þess ríkis sem mest samskipti A „Hér er ekki rúm til að rekja aðdraganda ^ byltingarinnar á Grenada, en sé þróun mála þar á síðustu tveim áratugum skoðuð kemur í ljós að byltingin var bæði eðlileg og fullkomlega réttlætanleg.”

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.