Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Page 14
14 DV. FIMMTUDAGUR10. NOVEMBER1983. Menning Menning Menning Menning Málverk miðja vegu Myndlist Aðalsteinn Ingólfsson * '- ; Tuulikki Lehtinen í Norræna húsinu Tónleikar Tuulikki Lehtinen planóleikara I Norrœna húsinu 6. nóvember. Efnisskró: Johann Sebastian Bach: ítaiski kon- sertinn; Ludwig van Beethoven: Sónata op. 53 — Waédstein; Sergei Prokofioff: Sónötur nr. 3 op. 28 og nr. 8 op. 84. Það var engin smáefnisskrá, sem finnski píanóleikarinn Tuulikki Lethinen valdi að leika á tónleikum sínum í Norræna húsinu. Daginn áöur hafði hún leikið hana í Borgames- kirkju. I sjálfu sér var efnisskráin á engan hátt óvenjuleg. Svona rétt eins og annar hver stórpíanisti hefur bangaö saman í tímans rás, að öðru leyti en því, að fæstir hafa þor til aö setja tvær Prokofieffsónötur á sama prógrammið. Samsetning efnisskrár- innar skiptir samt, þegar á allt er litið, minna máli en leikurinn sjálf ur. Á eða á ekki? Vel mætti eyöa lœigu máli í vanga- veltur um það hvort pianistar ættu að leika verk Bachs. Hann hafði alls ekki Tónlist EyjólfurMelsted ■' aðgang að því hljóöfæri og hefði eflaust skáldað allt öðruvísi hefði það verið uppfundið um hans tíma. En staðreyndin er sú að þetta gera píanistar hvort sem mönnum líkar betur eða verr. Tuulikki Lehtinen hélt sig innan ramma við- tekins Bach-píanóstíls og lék með lipurð og af röskleika. Waldstein- sónötuna lék hún ekki síður rösklega og ekkert vantaði upp á kraftinn, en heildarsvipurinn var ekki aUtof sann- færandi. Tekniskt í góðu lagi en heldur akademisk spUamennska. TuuUkki Lehtinen fer ekki dult með aödáun sína á Prokofieff. Bæði sést þaö á efnisvali hennar og þá er það ekki síður að heyra í leUc hennar. Þar kemur Uka glögglega í ljós hæfni henn- ar sem píanóleikara, því þaö fer eng- inn fyrirhafnarlaust í gegnum þaö torf sem músUc hans yfirleitt er. Og Tuulikki Lehtinen skUaði þessu öUu samviskusamlega og allörugglega, en gjaman hefði hún mátt slaka dálitið á sínum strangakademisku hömlum. EM Um sýningu Gunnars Arnar, Jóns Axels og Vignis Jóhannssonar í Listasaf ni ASÍ Sem hugtak er „nýja málverkið” orðið svo þvælt og sUtið að þaö er nánast gagnslaust þegar að því kemur að ræða þróun í myndlist yngri kyn- slóðar Ustamanna hér á landi. Þeir sem telja sig meöal áhangenda þessa málverícs hafa sjálfir tæpast greitt úr flækjunni meö grunnfærnum yfirlýs- ingum og útskýringum, í fjölmiðlum sem annars staðar. Á prenti og í mín eyru, hefur því veriö haldiö fram af þeim sem þyk jast vita að a) Kjarval og Sveinn Bjömsson í Hafnarfirði séu meðal brautryðjenda hins ,,nýja mál- verks” á Islandi b) aö eldri málarar geti ekki málað þetta ,,nýja málverk” c) að það sé á einhvem hátt tengt rokk- tónlist, d) aö það sé andóf Ustamanna gegn tíðarandanum, í póUtík sem menningarlífi. Hvernig þetta aUt kem- ur heim og saman veit ég ekki. Margir ólíkir, tvö viðhorf En grun hef ég um að aUar tUraunir tU að finna samnefnara fyrir hiö „nýja málverk” á íslandi séu á sandi reistar, og þegar öUu sé á botninn hvolft sé hér um að ræða stóran hóp ungra málara, mjög svo lauslega tengda innbyrðis, og hver og einn þeirra leggi eigin skUning í umrætt hugtak. Hvaö sem Uöur mglmgslegum for- sendum margra þessara málara, sýnist mér í stórum dráttum sem tvenns konar viöhorfa gæti í þeim verkum sem þeir gera. Annars vegar em þeir sem enn halda í ýmis grund- vaUaratriði málaraUstar, eins og hún hefur veriö stunduð á Vesturlöndum öldum saman, þ.e. læsUegt myndrými, heUlegan myndflöt, fígúra- tífa skírskotun, virðingu fyrir efninu, svo fátt eitt sé nefnt. „Nýmælin” í málverkumþeirra felast m.a. í breyttu sálfræðilegu inntaki, óvæntum tengsl- um myndþátta innbyrðis, nýstárlegri efnismeðferð og talsverðum lántökum, þ.e. stUbrögö og efni Ustasögunnar eru tekin tU handargagns á meðvitaöan hátt. Voðaverk á striga Fjrir aðra er Ustsköpunin eins konar voðaverk sem unniö er með oUuUt, pensli og striga. Sjálf myndgerðin getur verið algjörlega úr tengslum viö hið þekkjanlega, verður gjarnan að einkarlegri skrift eða táknsmíöum. Ekki eru þær smíðar heldur bundnar viö striga, heldur má framkvæma þær á húsveggjum, gólfi, lofti, — á næstum hvaða fleti sem er. Oft hefur maður á tilfinningunni aö markmiö margra ungra málara sé í raun konseptúels eðUs og hafi næstum ekkert með efni- viöinn, málningu og striga, aö gera. Fyrir nokkrum árum hefðu þeir stefnt aö svipuðu marki meö aðstoð ljós- mynda og skýringartexta. Þar er e.t.v. fundin skýring á tortryggni þeirra í garð alls þess sem snýr að hinum viðteknu vinnubrögðum listmálara. Þaö má aUs ekki hafa ánægju af málningarvinnunni, slíkt er óþarfa dekur við úrelta fagurfræði. Leikgleði Ætti ég aö benda á nokkra fulltrúa í fyrri flokknum, mundi ég hiklaust vísa tU þremenninganna Gunnars Amar, Jóns Axels Björnssonar og Vignis Jóhannssonar sem nú sýna, því miöur við skammarlega aðsókn, í Listasafni ASI. Þótt margt beri á mUU í verkum þeirra, eru þeir sameinaðir í þeirri virðingu sem þeir bera fyrir mynd- fletinum sem vettvangi átaka sem endurspegla innri og ytri veruleUca, í trú sinni á áhrifamátt miðils síns, málverksins, viö upphaf ársins 1984, en umfram aUt í stórhug sínum og leik- gleði. Hver þeirra stendur meö sínum hætti með annan fótinn í gamaUi hefð, meö hinn inni á nýjum lendum. Hin skyndilegu umskipti sem orðið hafa í málaraUst Gunnars Arnar hafa oröið mörgum undrunar- og jafnvel áhyggj uefni. Menn eru ekki vanir því að Ustamenn söðli um þegar þeir eru búnir að koma sér upp „stíl” og föstum kúnnum. En dirfska Gunnars Arnar er bersýnUega sprottinn af djúpstæðri þörf, löngun til endumýjunar, svo mjög sem málverk hans geisla af ein- lægri sköpunargleði. Upp á yfirborðið I stað þess að búa sér til rými til átaka, markað af forgrunni og bak- grunni og öUu því sem sUku fylgir, hefur Gunnar öm fært athafnasvið sitt upp á yfirborð flatarins. Þar meö er honum frjálst að Ufga viö flötinn allan, jaðra á miUi, meö líflegum pensildrátt- um, í stað þess að þurfa aö einbeita sér að myndkjarna. Að teUcna meö máln- ingu hefur hvort eð er ætíð verið lista- manninum hugstæðast. Og um hvað f jaUa svo þessi málverk, — fyrir utan sköpunargleðina? spyr sá sem ekki er viss. E.t.v. um hið frumstæða, gróteska í manninum, baráttuna við syndina (í ormaUki), dýrið í hverjum manni? Mér segir svo hugur að Gunn- ar örn eigi efth- að virkja þessa mynd- gerö enn frekar, koma á jafnvægi hins skynræna og vitsmunalega í henni. Eitt málverka hans þykir mér standa upp úr mörgum ágengum: Nr. 3, af hinum glaðhlakkalega en jafnframt grimmilega Pierrot, fífUnu. Ógn undir niðri I ársgömlum málverkum Jóns Axels Björnssonar bar talsvert á hinni ljóð- rænu Unu hins ítalska málverks, eins og hún var lögö af málurum á borð við Chia og Cuccji, — þó án allrar eftir- öpunar. Ljóðræna Italanna er ekki alveg fyrir bí í nýjum málverkum Jóns Axels, sjá t.a m. þokkafuUar sveigjur og kúrfur í ýmsum þeirra. „Léttúö” Italanna hefur nú samt verið tempruð meö skammti af germönsku hugarfari, eins og mér sýnist koma fram í grófari teikningu, t.d. í andUtsdráttum, losaralegri Ut- beitingu, umfram aUt íógnvekjandi undirtón málverkanna. Mörg lýsa þau atburðum sem viö fyrstu sýn virðast ögn kímUegir, en eru á mörkum mar- traðar þegar grannt er skoðað. ÖU tök Jóns Axels á þessu málverki sínu, tæknUeg sem efnisleg, eru svo þroskuð að undrum sætir, þegar haft er i huga að hann er ósigldur nýUði i hópi myndlistarmanna. Heimsendir í myndum Vignir Jóhannsson er hér á landi þekktastur fyrir grafik sína, en birtist í fyrsta sinn sem Ustmálari á UM sýningunni í vor. Hann er að mörgu leyti mesti „klassíker” þremenning- anna, málar risastórar og vöðva- miklar mannverur í myrku, en þó læsi- legu rými. Yfir þeim er talsverð heimsendastemmning, sem mjög er í tísku nú á vargöld, en vinnubrögð Usta- mannsins eru hins vegar svo glað- hlakkaleg að áhorfandinn hlýtur að draga einlægni hans í efa. Og þegar einlægni og handbragð haldast ekki í hendur, myndast nokkurs konar til- finningalegt tómarúm miUi myndar og áhorfanda. En enginn skyldi efast um örlæti Ustamannsins, löngun hans til að skapa verk sem máU skipta. I mynd hans nr. 23, sem ég kalla Pegasus, — af vængjuðum hesti sem stendur í ljósum loginn, gerist einmitt eitthvað sem manni stendur ekki á sama um. AI Gunnar örn — Nafnlaus mynd, 1983. Jón Axal Bjömsson — Nafnlaus mynd, 1983. Vignir Jóhannsson — Nafniaus mynd, 1983. fjölbreytt iSVCaDUBLAÐ .ftarsínunn er ASKB 27022

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.