Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Qupperneq 16
16
DV. FIMMTUDAGUR10. NOVEMBER1983.
Spurningin
Finnst þór að eigi að friða
Fjalaköttinn?
Haraldur Sveinbjömsson verkamaö-
ur: Nei. Þaö á umfram allt að rífa
hann. Ég tel hann ekki athyglisverð-
an.
Anna Snorradóttir húsfreyja: Já,
tvímælalaust. Þetta er sögulegt og
fallegt hús og ég er hlynnt því að varð-
veita gömul verðmæti. Við eigum svo
lítiðaf þeim.
Agúst Steindórsson, vinnur i Straums-
vik: Ég er lítið inni i þvi máli og hef
enga skoðun á því.
Hrafn Þórhallsson véistjóri: Mér er
alveg sama um þessa gömlu hjalla.
Klara Sigurðardóttir húsmóðir: Ég
veit það ekki. En það verður að
minnsta kosti að gera við það. Þaö er
svo ljótt eins og það er nú.
Sigurbjörg Armannsdóttir húsmóðir:
Ég er almennt hlynnt friöun gamalla
húsa en þetta eru mál sem þarf að
vega og meta hverju sinni.
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Lesendur
Varphænur íbúrum sinum.
HÆNSNI, KAUPM
OG BLAÐAMENN
Agnar Guðnason, blaðafulltrúi bænda-
samtakanna, skrlfar:
I þeim umræðum sem farið hafa
fram undanfamar vikur um stofnun
eggjadreifingarstöðvar hefur gagn-
rýnin fyrst og fremst beinst aö því að
um einokun yrði að ræða og verðið sett
jfast. Þar væri engu hægt að þoka. A
neytendasíðu DV þann 3. nóvember sl.
kom fram að allir verslunarstjórar,
sem blaðamaður hafði samband viö,
voru andvígir stofnun dreifingarstöðv-
ar á eggjum. Þeir nefndu máli sínu til
stuðnings verðið á kindakjöti og verð-
lagningu þess, það væri fastskorðað og
engu hægt að hnika til. Þetta segja þeir
gegn betri vitund eftir stærstu kjötút-
sölu sem haldin hefur verið hér á landi.
A þessari sömu síðu í DV var birt
verð á 13 mismunandi tegundum
neysluvara í 5 verslunum. Þar kemur
fram aö munurinn á hæsta og lægsta
verði á eggjum er aðeins 12%. Það
þykir ekki mikið þar sem óheft og
frjáls samkeppni ræður. Maöur hefði
nú haldið að á einokunarvörunni kinda-
kjöti væri enginn verðmunur. Það er
nú öðru nær. Á lambalundum var
munurinn á hæsta og lægsta verði 24%,
á kindahakki 27%, á kindakæfu 34% og
á nautalundum tæp 17%. Varla eru
þessar tölur til aö sanna ágæti frjálsr-
ar samkeppni.
Hvernig væri nú ef DV setti einhvem
af sínum ágætu blaöamönnum til aö
kanna þetta eggjamál ítarlega. Kom-
ast að því hvemig verslun með egg er
háttað í öðrum löndum. Hver er fram-
leiðslukostnaður, hvemig er heilbrigð-
iseftirlit, hvemig er flokkun á eggjum
og ótal margt annað mætti skoða. Þaö
væri mikill fróöleikur að fá samanburð
á verðlagningu eggja og t.d. mjólkur
hér og i nágrannalöndum okkar.
Fimmtugum ekkert fært?
„Fimmtugt gamalmenni” skrifar:
Elín Pálmadóttir skrifaði athyglis-
verðar „Gárur” sl. sunnudag i
Morgunblaðið. Elín fjallar í grein
sinni um það misrétti (ekki milli
kynja) að algengt virðist orðið að
fólki um fimmtugt sé neitað um
vinnu vegna aldurs. Reyndar verða
karlar fyrir sliku engu síður en
konur. I sama Morgunblaði er
auglýsing frá fyrirtæki sem virðist
vera borgarstofnun en þaö auglýsir
eftir starfsmanni sem þarf að vera
vanur vélum og sagt er „æskilegur
aldur 18 til 45 ára. Laun samkv.
BSRB 10. lfl.” Elín nefndi í sinni
ágætu grein dæmi um konu sem var
neitað um símavörslu vegna aldurs
en hún mun hafa rétt losaö 50 ára
aldur. Þama var um að ræöa stööu
hjá heilsugæslustöð í Reykjavík.
Þetta er mjög alvarlegt mál, reynd-
ar reginhneyksli. Þaö skal tekið
undir spumingu Elinar.Ætlar sá aðili
aö hætta störfum hjá heilsugæslunni
í Reykjavík um fimmtugt sem neit-
aði fimmtugu konunni um vinnu við
símagæslu vegna aldurs?
Þessi mál og önnur lík eða eins eru
fjölmörg og vissulega væri Jafnrétt-
isráði sómi að því að kynna sér þau.
Jafnréttisráð á væntanlega aö vinna
að jafnrétti kynjanna og einnig aö
jafnrétti fólks af sama kyni. Það er
ekki jafnrétti aö stelpugopi sé tekinn
fram yfir fullorðna og trausta konu
einungis vegna aidurs eða útiits. Sér-
staklega er til skammar aö slíkt
skuli gerast hjá stofnun sem er rekin
af riki og borg sameiginlega.
Svona erum við:
Takk fyrir
Unnur hringdi:
Hún vildi koma þakklæti sínu á
framfæri við sjónvarpið vegna
þáttarins Svona erum við. Þessi
þáttur f jallaöi um þroskaheft böm.
Sérstakar þakkir vildi hún færa
Emu Indriðadóttur og forráða-
mönnum sjónvarpsins fyrir þennan
þátt.
Svar óskast
Jósep Guöbjartsson á Akureyri
hringdi:
Hann vildi koma á framfæri
áskorun til Guðmundar J. eða As-
mundar Stefánssonar um aö svara
grein sinni sem hann skrifaði í Dag
á Akureyri 31. október. Þar voru
ýmsar spumingar sem hann vildi
fá svar við, þar á meðal um launa-
mál.
Léttlögí
útvarpið
Jónahringdi:
Ég vil endilega koma þakklæti mínu
til forráðamanna útvarpsins á Akur-
eyri fyrir létta og . skemmtilega dag-
skrá. Þaö veitir víst ekki af að létta
svolítið lund í skammdeginu. Þeir eiga
hrós skilið. Gjaman mætti Otvarp
Reykjavíkur létta ögn dagskrá sína
með léttri dagskrá, meira af tónlist og
léttara efni fyrir börn. Gjaman mættu
vera fræðsluþættir fyrir börn og ungl-
inga.
Ökumenn,
sýnið tillitssemi
Annahrlngdi:
Nú þegar skammdegið fer í hönd
og blessuð bömin fara stormandi
út í kuldann þá vil ég gjaman biðja
alla ökumenn um að taka tiliit til
þessara barna því þau eiga að erfa
landið. Aldrei er nógu mikið talað
um þessa hluti. ökumenn, sýnið
bömunum okkar tillitssemi.
Endursýnið mynd-
inaum DarioFo
Jarþrúður Pétursdóttir hringdi:
Jarþrúður sagðist hringja fyrir
hönd fjölda manna til aö hvetja
sjónvarpið til að endursýna
myndina um Dario Fo sem var
sýnd 30. okt.
Forsætisráðherra:
„Hefði
betur
orðið
kúasmali”
Jóhann Þórólfsson skrifar:
Steingrímur Hermannsson, þessi
góði ráðherra, hefur ferðast um
landiö til að biðja fólk aö spara og
herða sultarólina, eins og hann
kallar þaö.
A sama tíma kaupir hann handa
sjálfum sér dýran bíl meö alls kon-
ar fríðindum. Ekki nóg með það,
heldur lætur hann setja í síma, sem
sagt er að kosti á annað hundraö
þúsund krónur.
Auðvitað verða skattborgarar að
greiða fyrir.
Þetta kallar maöur aö skara eld
að sinni köku.
Nei, hann Steingrímur hefði
betur oröið kúasmali, þá heföi hann
ráðið við verkefnið. Framsóknar-
menn ættu að taka Halldór As-
grímsson til fyrirmyndar og for-
manns. Þar er ungur ráðherra á
ferðinni, sem er í miklu áliti og
þjóðhollur fulltrúi, en ekki eigin-
hagsmunaseggur, eins og margir
þingmenn eru, þó að þar séu und-
antekningar á. En þeir eru bara of
fáir. Halldór vill þjóð sinni vel.
Ekki vantar að forsætisráðherr-
ann sé með spamaðarhjal — eng-
inn peningur til og allir sjóðir tóm-
ir. Samt er hægt að hækka kaup
þingmanna um 50% og höfðu þeir
þó gott kaup fyrir og ýmis
hlunnindi. Þar að auki er hægt að
byggja risaflugstöð í Keflavík. Þá
eru nógir peningar til. Hver skilur
nú málflutninginn?
Sagt er að um 60% þjóðar-
tekna séu í erlendum skuldum. Ég
fæ ekki betur séð en þær aukist
áfram og eftir nokkur ár verður Is-
land þá nýlenda Ameríku. Vonandi
verður það þó aldrei, en þá þarf að
snúa af þessari braut.
Það kæmi mér ekki á óvart þó að
Framsóknarflokkurinn yrði
minnstur flokka eftir næstu
kosningar.
Ætli viO fáum fíjótíega aO sjá David
Bowie i sjónvarpinu syngja lagió
China giri?
David Bowie
og China Girl
R.K. Akureyri skrifar:
Mig langar aö koma með eina spum-
ingu til forráöamanna sjónvarpsins og
hún er svona: Er það satt að video-
filman með laginu China girl með
David Bowie hafi komið hingað til
landsins og sjónvarpið endursent
hana?Hversvegna?
Er það út af því að þau sjást nakin?
Mitt álit er það að mér finnst miklu
eðlilegra að sjá fólk nakiö heldur en
jmanndráp og annaö. Em þau ekki
íeins og aðrir?
Svar:
Að sögn Hinriks Bjarnasonar er
honum ekki kunnugt um þessa video-
filmu.