Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Qupperneq 17
DV. FIMMTUDAGUR10. NOVEMBER1983.
17
Lesendur Lesendur Lesendur
„ÖUum má vera Ijóst að mikið smáfískadráp á sór stað hjá togurum, þegar meðalþyngd á lönduðum físki
er 2,3kg, "segir bréfritari m.a.
Smáfiskadráp togaranna:
Flottrollið hættulegt
7878—0126 hringdl:
Það er staðreynd að spár fiskifræð-
inga um þorskinn standast ekki. Þetta
er annað árið í röð að ekki næst þaö
aflamagn sem þeir mæltu með og vant-
ar mikið á. Siöastliöiö ár og nú í ár fer
þorskmagnið sem veiðist stööugt
minnkandi og má búast við að ekki ná-
ist nema 200 þúsund tonn á næsta ári.
Það er athyglisvert að þorskur sem
var veiddur af togurum á síðastliðnu ári
var 2,3 kg að meðalþyngd, en þorskur
sem veiddur var af bátum 4,6 kg miðað
við óslægðan fisk, samkvæmt upp-
lýsingum frá Fiskifélagi Islands.
öllum má vera ljóst að mikið smá-
fiskadráp á sér stáð hjá togurunum
þegar meðalþyngd á lönduðum fiski er
2,3 kg. Það er skoðun margra að það
hefði átt að banna flottrollið fyrir
löngu. Norðmenn bönnuöu það fyrir
nokkrum árum vegna þess að þeir
töldu það hættulegt þorskstofninum á
sínum miðum. Þorskur veiddur í það
er venjulega frekar smár. Þegar stór
höl fást í það skemmist fiskurinn í híf-
ingu og springur vegna þrýstings sem
verður á honum þegar pokinn er
dreginn upp rennuna með 20—50 tonn-
um í, en það er algengt að fá það í flot-
trollið. Fiskurinn er allur dauður á inn-
an viö klukkutima, en það tekur marga
klukkutíma að vinna svona stór höl
niður. Frágangur vill vera misjafn í
svona tömum. Þetta er ekki gott hrá-
efni og svona fiski er stundum hent að
hluta i landi.
Ef fiskirækt á þorski yrði tekin upp
hér á landi myndi engum detta í hug
að veiða hann þegar hann hefur náð
tveimur kílóum að þyngd.
PANTANIR
SÍMI13010
HÁRGREIÐSLU8T0FAN
KLAPPARSTÍG 29.
FURUHILLUR
Hillustærðir: 30x80 og 50x80
Uppistöður: 61, 112 og 176 cm.
Útsðlusta&ir: REYKJAVlK: JL-Húsið húsgagnadeild, Liturinn Siðumúla 15, KÓPAVOGUR: Byko
Nýbýlavegi 6, HAFNARFJÖRÐUR: Málur Reykjavikurvegi 10, KEFLAVlK: Dropinn, AKRANES:
Verslunin Bjarg, BORGARNES: K.B. Borgarnesi, HELLISSANDUR: K.B., ÖLAFSVlK: Verslunin
Lára, STYKKISHÓLMUR: Húsið, PATREKSFJÖRÐUR: Rafbúð Jónasar, BOLUNGARVlK: Jón Fr.
Einarsson, ISAFJÖRÐUR: Húsgagnaverslun Isafjarðar, HVAMMSTANGI: Versl. Sig. Pálmas.,
BLÖNDUÓS: Kaupfélag Húnvetninga, SAUÐARKRÓKUR: Hátún, SIGLUFJÖRÐUR: Bólsturgerðin,
ÓLAFSFJÖRÐUR: Versl. Valberg, DALVlK: Versl. Sogn, AKUREYRI: Grýtan Sunnuhlíð, HÚSAVlK:
Kaupfélag Þingeyinga, EGILSSTAÐIR: Verslunarfélag Austurlands, SEYÐISFJÖRÐUR: Versl. Dröfn,
NESKAUPSTAÐUR: Nesval, REYÐARFJÖRÐUR: Lykill, FASKRÚÐSFJÖRÐUR: Versl. Pór, VlK,
Kaupfélag V-Skaftfelling, VESTMANNAEYJAR: Þorvaldur og Einar, SELFOSS: Vöruhús K.A.
ÚLPUR
B I
Hummel-úlpur í
stærðum 10-extra
large.
Verð frá kr.
1.495.
Litir: Ijósblátt, hvítt,
dökkblátt, rautt,
hvítt, dökkblátt.
^ KNEISSL
Knessl-úlpur í
stærðum 36-54.
Verð kr. 1.940.
Litir: einlitt blátt,
rautt, Ijósblátt.
Má nota sem
vesti, rennilás á
ermum. Einnig
fyrirliggjandi vatt-
húfur í öllum
stærðum.
Verð frá kr. 433.
LÚFFUR í MIKLU ÚRVALI.
KREDITKORTAÞJÓNUSTA.
PÓSTSENDUM.
sportbúðin Ármúla 38 Sími 83555