Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Side 35

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Side 35
DV. FIMMTUDAGUR10. NOVEMBER1983. i 35 DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL DÆGRADVÖL „Nú, eruö þiö komnir,” sagöi Sigríð- ur Stefánsdóttir, einkaritari Ragnars Halldórssonar hjá ISAL, brosandi þegar viö Bjarnleifur ljósmyndari birt- umst. Sigríður hefur veriö einkaritari í tuttugu ár, þar af sextán ár hjá íslenska álfélaginu í Straumsvík. Fyrst hjá Philipp Miiller og síðan hjá Ragnari Halldórssyni. Áður en hún fór til Álfélagsins vann hún hjá Eimskip, sem einkaritari Ottars Möller. „Eg er nú ósköp róleg í tíðinni í frístundum mínum, er aðallega heima með fjölskyldunni. Og kannski er starfið helsta áhugamálið,” svaraöi Sigríður er viö spurðum um dægradvöl hennar. „Eg hef þó alla tíð gert mikið að því að lesa og er reyndar nýbúin með ævi- sögu Kristjáns Sveinssonar augnlækn- is.” „Mjög góð bók,” bætti hún við. Sigríður sagöi að eitt af sínum helstu áhugamálum á sumrin væru ferðalög og þá væri nær eingöngu gist í tjaldi. „Viö fórum í sumar út í Flatey á Breiðafirði og höföum mjög gaman af. Eins höfum við oft skroppið austur í Skaftafell og á svæðið í kringum Kirkjubæjarklaustur.” — Eitthvað farið með Ferðafélag- inu? „Já, við höfum gert talsvert aö því. Hef meðal annars farið í nokkrar fjallaferðir og gengiö á Langjökul, Snæfellsjökul og Eyjafjallajökul.” — Ertu í einhverjum klúbbum? „Nei, ekki er það. Og þó, ég er í einka- ritaraklúbbnum en hann er tveggja ára. Við erum eitthvað um 38 til 40 í honum.” Sigríður er fædd í Hafnarfirði. Er sannur Gaflari eins og stundum er sagt. Hún er með verslunarskólapróf og starfaði um tíma í London. — Og hvemig er að vera einkarit- ari? „Það er ágætt. Eg hef verið mjög heppin með yfirmenn og þetta er f jöl- breyttstarf.” -JGH Ingibjörg Helgadóttir hefur verið einkaritari Harðar Sigurgestssonar i tvö ár. I\lú er hún i öldungadeildinni i Hamrahlið á kvöldin. „Mér finnst mjög gaman en stefni þó ekkert frekar á stúdentspróf." D V-myndir Bjarnleifur Ingibjörg Helgadóttir fæddist á Rauf- arhöfn. Þriggja ára aö aldri flutti hún til Húsavíkur og nú, tuttugu og þremur árum síðar, býr hún í Reykjavík og er einkaritari hjá forstjóra Eimskips, Herði Sigurgestssyni. „ Jú, ég hef nóg að gera í frístundun- um, en þær fara flestar í skólapuð því ég byrjaöi í öldungadeildinni í Hamra- hlíö í fyrra,” sagði Ingibjörg er við heilsuðum upp á hana hjá Eimskip og impruöumá áhugamálunum. Ingibjörg sagðist eingöngu hafa farið í öldungadeildina vegna þess að sig hefði langað til að prófa hana. Stefni ekkert frekar á stúdentspróf „Mér finnst mjög gaman, en stefni Félagsfræði og tölvunarfræði eru uppáhalds „öldungadeildarfögin” hennar Ingibjargar Helgadóttur, einkaritara Harðar Sigurgestssonar hjá Eimskip þó ekkert frekar á stúdentspróf. Er eingöngu að gera þetta fyrir sjálfa mig og held örugglega áfram hér sem einkaritari.” Hún hefur verslunarpróf frá Verslunarskóla Islands og hóf störf hjá Eimskip um áramótin ’79/’80. Einka- ritari Harðar hefur hún verið í tvö ár. En áfram um öldungadeildina. — Uppáhaldsfögin? „Eg hef haft einna mestan áhuga á félagsfræðinni og tölvunarfræðinni á þessari önn.” Það má kannski búast viö að það verði fé- lagsfræðingur sem starfar hér sem einkaritari í framtíðinni, skjótum við inní. „Nei, ekki held ég þaö.” Fer í sund fyrir vinnu Þrátt fýrir skólapuðið í frí- stundunum gefur Ingibjörg sér tíma til að trimma örlítið. Fer til dæmis í sund á hverjum morgni og syndir þetta frá 200 til 400 metra. „Byrja alltaf á því að fara í sund fyrir vinnu, nema þegar ég sef yfir mig.” — Kemur það oft fyrir? „Nei, sem betur fer ekki, en þó svona stundum eins og gengur.” Létt var yfir samtalinu og við leiðum talið að gömlu góðu skíðaíþróttinni sem Norðlendingar hafa löngum stundaðaf kappi. „Jú, ég fer á skíði eins og sönnum Norðlendingi sæmir, get ekki verið þekkt fyrir annað,” svarar hún hlæj- andi. Er Völsungur ,,Annars fór ég mjög sjaldan á skíði sem unglingur heima á Húsavík en tók skíðadelluna í fyrravetur. Keypti mér þá skíði og fór um hverja helgi.” — Og þú ert Völsungur eins og hinir Húsvíkingarnir, er það ekki? „Jú, jú. Að sjálfsögðu held ég með besta fé- laginusemeríbestabænum.” -JGH. „Ágætt að lesa skriftina hans” — segir Guöríöur Steinsdóttir, einkaritari hjá Davfð Scheving Thorsteinssyni í tuttugu ár „Jú, jú, ég er orðin vön skriftinni hans Davíðs, það er ágætt að lesa hana,” svaraði Guðríður Steinsdótt- ir, einkaritari Davíðs Scheving Thor- steinssonar, skriftarspurningu okk- ar, en hún var einmitt að vélrita ræðu fyrir Davíð er okkur bar að. Guðríður hefur starfað sem einka- ritari Davíðs í tuttugu ár eða frá því að hún hóf störf hjá fyrirtækinu Smjörlíki hf. ,,Eg verð nú að teljast frekar :heimakær manneskja og eyði því flestum frístundum heima við,” sagði Guðríður, um leið og við tylltum okkur í fundarherbergi fyrirtækisins. Ágœtt aö slappa afheima , „Helgarnar notum við, sambýlis- maður minn og ég, oft til heimsókna til vina og ættingja eöa þá aö við fáum heimsóknir. Okkur finnst líka .bara ágætt aö slappa af heima í rólegheitunum, ég tala nú ekki um ef eitthvað skemmtilegt er í sjónvarp- ;inu.” Guöriður sagöist hafa ferðast mikið áöur fyrr, bæði innanlands og erlendis. Og innanlands hefði hún oftast farið með Ferðaf éiaginu. „Maður fór út um allt á sumrin, nánast um hverja helgi. ” — Einhver skemmtileg ferð sem •þú manst sérstaklega eftir? •<------------------------------- Skemmtileg hálendisferð „Þær eru nú margar eftirminnileg- ar. En ég man þó sérstaklega eftir þrettán daga hálendisferð, sem ég fór fjrir um tíu árum. Mjög skemmtileg ferð. Við ókum norður Sprengisandinn. Leiðin lá síðan meöal annars að Eldgjánni, Herðubreiöarlindum og Öskjuvatni. Við fórum svo Kjöl til baka.” „En ég hef nú ferðast minna síð- ustu árin,” bætti hún við. Viö spyrjum hvort hún sé eitthvaðí sportinu svokallaða? „Það er nú ekki mikið og ég get tæplegast talist mikil sportmann- eskja. En er þó í leikfimi hjá Báru tvisvar i viku, hef verið þar ööru hver ju í nokkur ár.” Kaidur og svalandi svalinn En svona að lokum, þú notar auðvitað ekkert nema sólblóma ofan á brauðið? „Nei, nei, þaö er aö sjálfsögðu ekk- ert nema sólblóma ofan á brauðið. Og fyrst við vorum að ræða um' ferðalög áðan er þá ekki rétt að nota tækifærið og minna á kaldan og sval- andi svalann í ferðalögin.” -JGH Guðríður Steinsdóttir er hér að líta á nótur ásamt Davíð Scheving Thorsteinssyni. Hún hefur verið einkaritari hans i tuttugu ár. Og hér sýnir hún okkur skriftina sem Davíð finnst nú reyndar skrítið að Guðríður skuli nokkurn timann hafa skilið. D V-mynd Bjarnleifur.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.