Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Síða 36

Dagblaðið Vísir - DV - 10.11.1983, Síða 36
36 DV. FIMMTUDAGUR10. NOVEMBER1983. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Heimsins stærsta brúðkaupsterta — kom nafni Simon Spies f Guinness-bókina Danski ferðaskrifstofukóngurinn sentímetra há og vó fjögur og hálft Simon Spies er kominn í heimsmeta- tonn. bók Guinness. Brúðkaupstertan sem Hafi einhver áhuga á að baka aðra bökuð var þegar Simon gekk í það eins tertu fylgja hér með helstu heilaga með vinkonu sinni, Jannie, magntölur: 11. maíívor, kom nafni hans í bókina Tíu þúsund egg, hálft tonn af frægu. hveiti, hálft tonn af sykri, hálft tonn Brúðkaupstertan var heldur engin flórsykur. Auk þess óhemju magn af smásmíði. Hún var tíu metra og 69 marsípani og súkkulaði. Brúðkaupstertan stóra. Efst á myndinni má greino bakara vera aö leggja síðustu hönd á verkið. Sérstakan körfubíl þurfti til að lyfta honum alla ieið upp. Forseti ísiands og borgarstjórinn i Reykjavík sátu á milli forsetahjónanna frá Grmnhöfðaeyjum, Maria Pereira og Carlina Pereira. AFRÍKUFORSETI í VEISLU HJÁ BORGARSTJÓRA Forseti Grænhöfðaeyja sótti Islendinga beim í síðustu viku, sem kunnugt er. Opinberri heimsókn hans lauk fyrra miðvikudag og hélt hann þá heimleiðis um Ijxidon. Grænhöfðaeyjar eru í Atlantshafi úti fyrir Afríku, fyrir sunnan Kanaríeyjar, sem margir Islendingar þekkja af eigin raun. Grænhöfðinginn, eins og margir vildu kalla forsetann, þá meöal annars kvöldverð á Kjarvalsstöðum í boði borgarstjórans í Reykjavík, Davíðs Oddssonar. Þar var samankomiö margt fyrirmenna, þar á meöal forseti Islands, Vigdís Finnbogadóttir, ráð- herrar úr íslensku ríkisstjórninni og úr ríkisstjórn Grænhöföaeyja. Hin opinbera heimsókn þótti takast vel. Veðrið setti að vísu sitt strik í reikninginn en það breytti ekki miklu. ! DV-myndir: BRENNHEITUR TENNISÁHUGI Hver hefur ekki heyrt brandarann um golfleikarann sem gerði smáhlé á leiknum og tók ofan meðan líkfylgdin fór framhjá golfvellinum? Félagi hans hafði orð á því hvað þetta væri nú hugulsamt af honum að votta hinum látna þannig virðingu sína. „Við vorrnn nú búin að búa saman í þrjátiu ár,” svaraði þá hinn, því það var ein- mitt verið að fylgja eiginkonu hans til grafar. Tennis virðist vera mönnunum á myndinni álíka mikið áhugamál og golfið eiginmanninum í skrýtlunni. Þeir láta ekki húsbruna taka frá sér ánægjuna, jafnvel þótt eldurinn sé í félagsheimili tennisklúbbsins. Myndin var tekin í Kaupmannahöfn.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.