Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Qupperneq 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. NOVEMBER1983.
VIKU 06
HEI6AR
FEROIR
LONDON
Kiktu á okkar ágætu London-
pakka. i þeim eru freistingar
sem einstaklega gaman er aö
falla fyrir. Helgar- og vikuferöir,
meö glæsilegum gistimögu-
leikum. Verö frá: 12.035.
GLASGOW
Það er örstutt til Glasgow, aöe-
ins tveggja tíma flug. Helgar-
ferðir á laugardag, verð frá:
8.202 kr
Vikuferöir á þriöjudag, verö frá:
13.077 kr
Inmfalið: flug, gisting, morgun-
veröur.
EDINBORG
Vikuferðir: 13.248.
Helqarferðir: 8.208.
LUXEM
BURG
Til allra átta frá Luxemþurg.
Það er hægt að byrja góöa Ev-
rópuferð í Lux, vegna legu
landsins. En aö dvelja í Lux til
aö eta, drekka og versla er
auðvita lika stórsnjallt. Viku-
og helgarferðir, og flug og bíll.
AMSTERD
Helgarferöir. Brottfarir þriöju-
daga og föstudaga.
Verö frá: 8.145.
PARIS
helgar- og vikuferöir
frá 12.754
KÖBEN
„Besta vinkona íslenskra utan-
landsferöa", helgar- og viku-
ferðir. Helgarferðir alla laugar-
daga frá kr: 8.804.
Vikuferðir alla þriöjudaga frá
kr 12.618.
Jólafargjald frá: 8.430
STOCK
HOLM
Jólatargjald frá: 9.611
OSLO
Jólafargjald frá: 7.688
HELSINKI
Alla föstudaga, flug til Stokk-
hólms og meö lúxus-ferju til
Finnlands frá föstud.-mánu-
dags. Verð frá: 12.285 kr.
GAUTAB
Jólafargjald fra: 8.333
FERÐA
MIOSTOÐIN
ADAl HlHÆ D ■'
S. ,‘H 1.13
IMeytendur Neytendur Neytendur Neytendur
Verð á uppþvottavélum:
MARGAR TEGUNDIR
A BOÐSTOLUM
Stöðugt eiga sér stað breytingar á
uppþvottavélum. í könnun er gerð var.
í Noregi kom í ljós að þær eru orðnar
hávaðaminni, nota minna vatn og
minni orku og þvottatíminn er orðinn
skemmri — án þess að þetta komi
niður á árangri vélanna.
Þurf um við
uppþvottavél?
Hvort uppþvottavél sé skynsamleg
fjárfesting er háð ýmsu. Fjölskyldu-
stærð getur skipt máli og hvort for-
eldrar eru báðir útivinnandi. Svo getur
uppþvottavél haft þýðingu fyrir þá
sem likar illa að þvo upp með höndum.
Verð á uppþvottavélum
Við höfum gert smákönnun á nokkr-
um uppþvottavélum sem fáanlegar
eru hér á markaðnum. Þessi könnun er
fyrst og fremst verðkönnun en einnig
höfum við getið nokkurra eiginleika
hverrar vélar. Það yfirlit er engan
veginn fullnægjandi. Til að fá full-
komnar upplýsingar verða kaupendur
að afla þeirra hjá viðkomandi verslun.
Hvers þarf að gæta
Það er margs sem þarf að gæta
þegar uppþvottavél er keypt. Þar má
nefna: hversu mikið vatn notar hún,
hversu mikinn straum notar hún og
hvað langan tíma tekur þvotturinn.
Einnig er mikilvægt að fá upplýsingar
um hversu hávær vélin er. Algengt var
áður fyrr að uppþvottavélar væru
nokkuð háværar en það hefur reyndar
batnað mikið sl. ár. Háværar upp-
þvottavélar geta verið tii óþæginda,
sérstaklega þar sem eldhús eru opin.
Einnig er vert að athuga hversu
mikil ábyrgð er á vélunum. öll
heimilistæki eiga að hafa minnst eins
árs ábyrgð. Mikiivægt er að kanna
hvemig varahlutaþjónustunni er
háttað.
IMotkun á vélunum
Nú er yfirleitt ekki talin þörf á að
skola vandlega alla hluti sem settir em
í vélaraar. Einungis þarf að f jarlægja
lauslega hluti, s.s. bein og tannstöngla
o.fl.
Til að spara rafmagn er æskilegt að
reyna að hafa vélamar alltaf fuilar og
þvo aðeins þegar það er nauðsynlegt.
Ekki er ráðlegt að þvo alla hluti í
uppþvottavél. Nokkrar gerðir af
kristal og postulini geta skemmst við
háan vatnshita. Plast getur einnig -
aflagast við mikinn hita. Mörg viðar-
áhöld geta breytt lögun og lit við þvott-
inn. Best er fyrir þá sem hafa upp-
þvottavél að kaupa einungis hluti sem
taldir era þola þvott í slíkum vélum og
enn fremur að fara vel eftir leið-
beiningum frá framleiðanda.
Könnunin
Við undirstrikum að þessi könnun er
ekki könnun á gæðum þessara véla.
Við ráðleggjum því þeim er ætla að
festa kaup á uppþvottavélum að hafa
samband við sem flesta framleiðendur
og reyna að vega og meta hvaða vél
hentar best. Allar þessar vélar eru út-
búnar margs konar tækninýjungum
sem ekki eru nefndar. Allar eru þær úr
ryðfríu stáli að innan.
Flestar nýjar vélar geta notað bæði
heitt og kalt vatn. Með því að láta vél-
ina taka inn heitt vatn sparast sá timi
sem fer annars í að hita upp kalt vatn.
Þar sem hitaveituvatn er notað er
vafasamt hvort það borgar sig að taka
inn heitt vatn beint i vélaraar. Ástæðan
fyrir því er að kisillinn sem er i hvera-
vatninu getur eyðilagt leirtau og sest
einnig í leiðslur vélarinnar. Þar sem
vatn er hins vegar hitað upp með olíu
eða rafmagni getur komið til greina að
nota heitt vatn beint inn á vélina. Þetta
verða kaupendur að kanna vel þegar
ráðist er í kaupin.
-A.P.H.
General
Electric
GSD900D.
VERÐ KR.
28.100,00
Umboð: Hekla hf.
Vélin er mjög vel hljóðeinangruö.
Hægt er að nota mismunandi mikla
orku eftir því hvað við á. Eitt þvotta-
kerfi notar mjög lítið af vatni og er
hentugt þegar verið er að þvo hluti
sem ekki eru mjög óhreinir. Einnig er
hægt að sleppa þurrkuninni og láta
leirtauiö þorna af sjálfu sér.
Eumenia
GW 522 SE
VERÐ KR.
22.080,00
Umboð: Rafbraut sf.
Vélin hefur fimm þvottakerfi og
tekur mataráhöld fyrir 10 manns. Hún
notar 251 af vatni og orkunotkun er 1,5
kwst. Þvottatíminn er 50 mínútur. Hún
er byggð til að fella inn í innréttingu.
Utanmál hennar er: hæð 82 cm, breidd
50 cm og dýpt 60 cm. Sökkullinn er
stillanlegur frá 0—200 mm.
AEG
Favoritt
400 U
VERÐ KR.
22.225,00
Umboð: Bræðurnir
Ormsson hf.
Munurinn á þessum tveimur vélum
er sáralítill. Sú dýrari hefur 6 þvotta-
kerfi en hin hefur 4. Einnig er litar-
munur, dýrari vélin fæst í brúnum lit
en hin einungis í hvítum.
Báðar vélarnar taka inn á sig bæði
kalt og heitt vatn, allt að 70°C. Þær
AEG
Favoritt
231 U
VERÐ KR.
20.932,00.
hafa sjálfvirkan skammtara fyrir,
glansvökva. Mögulegt er aö þvo borð-
búnaðfyrir 12—14 manns.
Belgurinn, innri klæðning á hurð,'
sigtið og hitaelementiö er allt úr
ryðfríu stáli.
Utanmál vélanna er: breidd 60 cm,
dýpt 57 cm og hæð 82 cm. Með hjálp
AEG Vario sökkla og ramma er hægt
að samræma vélarnar eldhúsinnrétt-,
ingunni.
Cylinda 1100
VERÐ KR.
22.500,00
Cylinda 1200
(sama og Völund 230 R)
VERÐ KR.
24.550,00
Cylinda 1200
micro
VERÐ KR.
29.900,00
Umboð: Fönix sf.
Þessar vélar eru framleiddar í Sví-
þjóð. Þær geta þvegið mataráhöld eftir
14—16 manns. Nota bæði kalt og heitt
vatnalltað90°C.
Þegar notað er kalt vatn er orku-
notkunin 2,0 kwst. við venjulegan upp-
þvott en þegar heitt vatn er notaö er
orkunotkunin einungis 0,3 kwst. Meðal-
þvottatímí þegar notað er kalt vatn er
100 minútur en þegar heitt vatn er not-
að er hann 50 mínútur.
Vélarnar eru taldar hijóðlátar.
Cylinda 1200 er talin nota fremur litla
orku þegar heitt vatn er notað og einn-
ig hljóðlát.
Dýrari gerðirnar hafa einkum mögu-
leika á sparnaöarstillingum, sé notað
kalt vatn eða aðgangur að ódýru
næturrafmagni.
Stærð vélanna er: hæð 82—87 cm,
breidd 59,5 cm og dýpt 59,5 cm.
ADG826
VERÐ KR.
22.019,00
in hefur 4. Báðar hafa þær sparnaðar-
ofa og geta notað bæði heitt og kalt
atn. Þær taka mataráhöld eftir 12
oanns. Stærð: hæð 85 cm, breidd 59,6
p Hvnt 59.7 rm.
Philips
ADG822
VERÐ KR.
18.938,00
Umboð:
Heimilistæki hf.
Báðar vélarnar eru eins að lögun og
útliti. Sú dýrari hefur 6 þvottakerfi en