Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Qupperneq 8
8
DV. ÞRIÐJUDAGUR15, NOVEMBER1983.
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Útlönd
Hika ekki við að
fóma lífinu
gegn eldfiaugum
— en fyrstu NATO- eldf laugarnar komu til Bretlands í gær.
— USA gerir Sovétst jórninni tilboð um takmarkanir
kjamorkuvopna sem sennilega verður hafnað
Fyrstu stýriflaugamar, sem NATO
ætlar aö setja upp í Vestur-Evrópu,
komu til Bretlands í gær viö lítinn fögn-
uð flestra og óblíðar móttökur and-
stæöinga kjarnorkuvopna sem höföu
uppimótmæli.
Séra Bruce Kent, presturinn sem er í
forsvari CND-samtakanna bresku (er
beita sér gegn kjarnorkuvopnum),
sagöi aö 120 þúsund fylgismenn hans
mundu sjá til þess, aö aldrei yrði unnt
aö beita eldflaugunum. „Ef nauösyn
lOOþúsund
Bretar deyja
ártega af
reykingum
Reykingar valda dauða um 100
þúsund Breta árlega og eru reyking-
ar langstærsta banameiniö hjá þjóö-
inni, segir í nýrri skýrslu um tóbaks-
reykingar.
Skýrslan er frá konunglega lækna-
skólanum og segir þar aö þriöja
hvert krabbameinsdauösfall í Bret-
landi eigi rætur aö rekja til tóbaks-
reykinga og 250 af hverjum 1000 ung-
mennum muni deyja fyrir aldur
fram vegna þeirra.
Þetta er þriðja skýrsla þessarar
stofnunar varðandi heilsuspjöll af
reykingum (á 20 árum) og þykir lík-
leg til þess aö vekja upp nýjar um-
ræður í Bretlandi um skaðsemi
reykinga.
Eftir fyrri skýrslur stofnunarinnar
var bann lagt við sjónvarps-
auglýsingum á vindlingum en lækn-
ar vilja víðtækara bann og aö tóbaks-
sölum eða framleiöendum veröi
meinuö tengsl viö íþróttir.
Skýrslan gefur til kynna að 10 þús-
und mannslífum mætti bjarga á
Bretlandi innan næstu 10 ára ef
tóbaksnotkun væri skorin niöur um
fjóröung.
Ríkisstjórnir hafa veriö tregar til
að missa skattatekjur af tóbaks-
sölunni.
krefur,” sagöi hann í sjónvarpsviðtali,
„munu félagar í CND fórna lífi sínu tl
þess aö hindra það.”
Hópar mótmælenda reyndu aö
hindra umferð inn og út um breska
þingiö eftir aö Michael Heseltine
varnarmálaráöherra kunngeröi að
fyrstu amerísku stýrisflaugamai
veriö fluttar í gær með flugvél til
Bretlands (af alls 160 eldflaugum sem
til Bretlands eiga aö fara).
Hann og Margaret Thatcher
forsætisráðherra báru á móti því aö
koma stýriflauganna veitti Moskvu-
stjóm tilefni til þess aö rifta samninga-
viöræðunum viðBandaríkin (íGenf).
Þetta eru fyrstu eldflaugamar af 572
sem NATO ákvaö (1979) að setja upp í
V-Evrópu í lok þessa árs til mótvægis
við SS-20 eldflaugar sem Sovétmenn
hafa miðaðar á skotmörk í V-Evrópu.
— Eldflaugunum á aö koma fyrir í V-
Þýskalandi, Italíu, Belgíu og Hollandi.
Heseltine sagöi aö hvenær sem væri
gætu menn hætt viö eldflaugaáætlun-
ina ef niðurstööur viðræönanna í Genf
réttlættuslíkt.
Bandaríkjastjórn hefur gert
Sovétríkjunum nýtt tilboð um tak-
mörkun kjarnorkuvopna. Er í því lagt
til að hvorir um sig fækki eldflaugum
sínum uns eftir veröi einungis 420
kjamorkuoddar hjá hvomm.
Moskvustjómin mun svara tilboðinu
formlega í dag en TASS-fréttastofan
sovéska sagði í gær að tilboöið væri
algjörlega óaögengilegt fyrir
Sovétríkin.
Eitt af fómardýrum bardagafýsninnar í Líbanon liggur hér á þessari mynd í
sjúkrarúmi í Trfpólí en stórskotarimmumar hafa komið haröast niður ó
óbreyttum borgumm.
Bardagar við
Beirút
- botnlanginn f jarlægður úr Assad Sýrlandsforseta
Bardagar vom hertir umhverfis
höfuðborg Líbanon í gær og komu
sendingar stórskotaliös niöur bæði í
vestur- og austurhluta Beirút. Höröust
var þó skothríðin viö kristna hluta
borgarinnar (austur).
Þessi hertu átök fylgja í kjölfar þess
aö frestað var fundi Amin Gemayels,
forseta Líbanon og Hafez al-Assad, for-
seta Sýrlands, eftir að sá síðamefndi
fékk botnlangakast á sunnudaginn og
var lagöur inn á sjúkrahús til upp-
skurðar. Líöan hans er sögö nú eftir
atvikum góö.
Vopnahlé komst á síöasta miöviku-
dag og hefur að mestu verið virt þar til
ígær.
Átök lágu niðri viö Trípólí í gær en
þar hefur Yasser Arafat, leiötogi PLO,
sagt sig reiðubúinn til að senda friðar-
samninganefnd til Damaskus til aö
semja um endi á bardögunum í N-
Líbanon.
Dæmdur til dauða
af meðföngum sínum
Yorkshire-ristarinn, Peter Sutcliffe,
;em myrti 13 konur á N-Englandi áður
;n til hans náðist, er sagöur „dæmdur
il dauöa” af meöföngum sínum í
’ankhurst-fangelsinu.
Sagt er aö undirheimakóngar hafi
)Oðiö 100 þúsund sterlingspunda verö-
aun hverjum þeim sem fyrirkemur
iutcliffe. Helst á aö veita honum
cvalafullan dauðdaga meö hnífi eins
ig fórnarlömb hans sjálfs hlutu flest.
Þaö er þegar búiö aö sýna Sutcliffe
:inu sinni banatilræöi í fangelsinu en
tilræðismaöurinn var yfirbugaður eftir
aö hann haföi skorið Sutcliffe illa í and-
litiö. Fyrrum meöfangi Sutcliffes segir
aö annaö tilræöi hafi veriö ráögert í
kapellu fangelsisins en Sutcliffe fengið
pata af því í tæka tíö.
Sutcliffe er sagður egna alla fanga
upp á móti sér meö framkomu sinni í
fangelsinu. Stríöir hann þeim á því
aö konur þeirra leiti huggunar hjá
öörum karlmönnum meöan þeir eru
lokaöir inni og tilkynnir þeim aö þær
séu „næstar á lista hjá honum”.
Larry Flynt, útgefandi klámrita, svarar dómurum fúkyröum, úr guilhúðuðum
hjólastólnum.
Mafían notar spilavítin
til að víxla huldufé
Italskir dómarar rannsaka núna
tengsl milli mafíunnar og spilavíta á
Italíu og hafa látið handtaka bæjar-
stjóra Campione d’Italia sem er
paradis milljónamæringa viö
Luganovatn.
Rannsóknaraögeröir þessar hófust
á föstudag og hafa síöan 25 stjóm-
endur spilavíta og opinberir
embættismenn veriö handteknir.
Grunur yfirvalda er sá aö spila-
vítin á N-Italíu hafi veriö notuö til
þess aö koma allt aö 300 milljörðum
líra mafíunnar og fleiri bófahópa í
umferð. En þá er átt viö peninga-
seðla sem bófar telja lögregluna
hafa númerin á. — Sumum spila-
vítunum hefur verið lokaö vegna
rannsóknarinnar.
Luganovatn er í Sviss og Campione
d’Italia er umgirt svissnesku yfir-
ráöasvæöi en lögreglan og tollþjónar
földu einkennisbúninga sina í ferða-
töskum á meðan þeir fóru yfir landa-
mærin til þess að gera skyndihúsleit í
spilavítinu og hjá bæjarstjómanum
sem grunaður er um spillingu í
starfi.
Það er taliö að bófar kaupi fyrir
„óhreina peninga” fjallháa stafla af
spilapeningum í spilavítunum, veöji
lítilsháttar en skipti síðan spila-
peningunum aftur fyrir aöra mynt en
þeir höfðu sjálfir lagt fram. Stundum
láta þeir millifæra innleggiö á einka-
banka í Comi.
Lögreglan fékk pata af þessu með
vitnisburðum mafíubófa sem margir
voru handteknir í Napólí og víðar í
júníísumar.
Bmno Caccia, saksóknari í Torínó,
hafði fyrirskipaö húsleit í spilavítinu
í St. Vincent skömmu áöur en hann
var myrtur í j úní í s umar.
Hrópar
fúkyrði
Dómari geröi Larry Flynt, útgef-
anda klámblaösins „Hustler” (auk
annara blaða), aö greiöa 10 þúsund
dollara fyrir hvem dag sem líöur þar
til hann f æst til þess aö greina réttinum
frá því hvar hann fékk hljóöritanir sem
sagöar eru geyma hótanir í garð John
de Lorean bílafr amleiöanda.
De Lorean hefur veriö ákæröur fyrir
hlutdeild í samsæri til smygls á
kókaíni en ágóöann var taliö að hann
ætlaöi aö nota til þess aö bjarga bíla-
verksmiðju sinni á N-Irlandi undan
hamrinum.
Dómarinn sektaði Flynt um 25 þús-
und dollara fyrir að hafa ekki mætt í
réttinum 1. nóvember til þess aö af-
henda umræddar hljóöritanir. — Flynt
leyföi blaöamönnum aö heyra hljóörit-
unina sem var af símtali. Heyrist de
Lorean þar segja: „Eg vil ekkert hafa
meö eiturlyf aö gera. Ég reyndi aö
segja ykkur svo en þiö hrædduð mig.”
— önnur rödd (talinn vera James
Hoffman, uppljóstrari á snærum þess
opinbera) heyrist segja: „Þú stendur
við þitt. Augljóslega lifir þú lengur
þannig.”
Mikill öryggisbúnaður var viö rétt-
arhöldin vegna Flynts sem fastur er
við gullhúðaðan hjólastól vegna fötlun-
ar sem hann hlaut fyrir kúlu tilræðis-
manns.
Fyrir viku þurfti hann aö verja sig
fyrir hæstarétti vegna 80 mUljón doU-
ara meiöyröamáls sem höföað er gegn
„Hustler” tímariti hans. Hrópaði hann
þá ókvæðis- og klúryröi að hæstarétt-
ardómurunum. — Svipað lét hann
f júka gegn dómaranum í gær og kvaöst
aldrei mundu láta uppi hvemig hann
hefði komist yfir hljóöritunina.