Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Qupperneq 12

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Qupperneq 12
12 Frjáist,óháð dagbiað Útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIÐLUN HF. Sfíómarformaðurogútgáfusfjdri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoóarritstjóri: HAUKUR HELGASON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjó<-ar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P.STEINSSON. Ritstjóm: SÍDUMÚLA12—14. SÍMI B6A11. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA33. SÍMI 27022. Afgreiósla,áskriftir,smáauglýsingar,skrifstofa: ÞVERHOLTI11. SÍMI27022. Sími ritstjómar: 86611. Setning, umbrot, mynda-og plötugerð: HILMIR HF., SÍÐUMÚLA12. P rentun: Árvakurhf., Skeifunni 19. Áskriftarverðá mánuði 250 kr. Verð í lausasölu 22 kr. Helgarblað 25 kr. Átök eggjaframleiöenda Einokunarsinnar halda áfram baráttu sinni fyrir eggja- samlagi þrátt fyrir harða andstöðu úr ýmsum áttum. Á fundi Sambands eggjaframleiðenda á laugardaginn voru einokunarsinnar hraktir á undanhald. En þeir eru ekki fallnir frá hugmyndum sínum, ef að líkum lætur. Við borð lá, að Samband eggjaframleiðenda klofnaði vegna deilna um mál þetta. Einokunarsinnar báru upp á fundinum tillögu um stofn- un „eggjadreifingarstöðvar” í samræmi við samþykkt meirihluta fundarmanna á fundi sambandsins í febrúar. Hugðust þeir fá nýja meirihlutasamþykkt fyrir því einokunarfyrirkomulagi, hvað sem tautaði og raulaði. Hins vegar kom fram á fundinum nú frávísunartillaga frá tuttugu og fimm félagsmönnum, sem samanlagt framleiða meirihluta eggja, sem eru á markaðnum. Þessir tillögumenn bentu á, að stofnun eggjasamlags með einkaleyfi á dreifingu á eggjum væri brot á reglum um atvinnufrelsi. Ennfremur væri það hróplegt ranglæti að reisa dreif- ingarmiðstöð fyrir fé úr kjarnfóðurssjóði, sameiginlegum sjóði, í trássi við stóran hluta eggjaframleiðenda. Flutningsmenn frávísunartillögunnar sögðust mundu ganga úr Sambandi eggjaframleiðenda, ef tillaga einokunarsinna yrði samþykkt. Sambandið klofnaði ekki að þessu sinni. Samþykkt var viðbót við tillögu einokunarsinna, svohljóðandi: „Stöð- inni veröi þó ekki veitt einkasöluleyfi, enda telur fundur- inn eðlilegt, að aðrir eggjaframleiðendur, sem ekki æskja þátttöku í dreifingarstöð þessari, geti notið samsvarandi fyrirgreiðslu af hálfu stjórnvalda, kjósi þeir að setja á stofn aðrar dreifingarstöðvar.” Andstæðingar einokunar höfðu því nokkurt erindi, og var fundinum frestað til næstu mánaðamóta og beðið álits Framleiðsluráðs landbúnaðarins. 1 Framleiðsluráði sitja hörðustu einokunarpostularnir. Þeim mun að líkindum ekki þykja nóg að gert með því fyrirkomulagi, sem boðað er í endanlegri samþykkt fundarins. Einokun er að sjálf- sögðu ekki hin sama, ef stórir hópar framleiðenda geta staðið utan hennar. Þar sem samlag í einhverri mynd, þótt ekki yrði algert, hlýtur að leiða til hærra verðs á eggj- um, ættu þeir, sem utan hennar stæðu, að eiga greiða leið til að selja egg ódýrar. Hættan er sú, að dreifingarmiðstöö, sem margir fram- leiðendur settu á stofn með stuðningi úr kjarnfóðursjóði, leiddi til verðhækkunar almennt á eggjamarkaðnum. Þeir, sem stæðu utan slíkrar dreifingarmiðstöðvar, mundu þá freistast til að fylgja á eftir miðstöðvarmönn- um með verðhækkanir. Tjónið yrði neytendanna. Einokunarsinnar vilja enn ganga í sameiginlega sjóði eggjaframleiðenda, þótt þeir tali nú um, að aðrir eggja- framleiðendur „geti notið samsvarandi fyrirgreiðslu af hálfu stjórnvalda.” Ekki er séð hvernig slíkt yrði í fram- kvæmd. Neytendur mega ekki láta ginnast af flóknu orðalagi á samþykktum. Þeir verða að gera sér ljóst, að sölumál á eggjum hafa reynzt allvel með því fyrirkomulagi, sem verið hefur. Breytingar munu verða til hins verra. Haukur Helgason. DV DV.'ÞRIDJUÐAGUít 15: NOVEMBER.1983..r. „Er betra að þiggja en að gefa?” Þegar viö erum minnt á ástand mannlífsins í þróunarlöndunum meö fréttum og upplýsingum um hungur, sjúkdóma og örbirgö þá hljómar slík fjölmiðlun eins og lygasaga eöa brjálaö ævintýri. Ástandið er svo gjörsamlega frábrugöið okkar veru- leika og viömiöunum aö okkur er fyr- irmunaö aö finna því stað í saman- buröi við okkar daglega líf. Við neit- um í raun aö trúa hversu ástandiö er hrikalegt eöa teljum aö þetta ástand snerti ekki okkar ábyrgðarsvæði. Samt eru Islendingar kunnir af hjálpfýsi og samúöarkennd með þeim sem höllum fæti standa í lífs- baráttunni. Frjáls félög, sem telja þúsundir einstaklinga, skipuleggja í landinu öflugt hjálpar- og líknarstarf þar sem fómfýsi og mannvemd er kraftur starfsins. En þaö er eins og viö þurfum aö sjá neyöina með eigin augum eöa að finna á annan hátt fyr- ir áþreifanlegri nálægö hennar til þess aö svara neyðarkalli meö hjálp. Að gefa... Framlag Alþingis nú tii þróunar- aöstoöar er tæp 0,05% af þjóöarfram- leiöslu en ætti samkvæmt skuldbind- ingum á vettvangi Sþ. að vera 0,7%. En ef betur er aö gáö er þessi tala í raun miklu lægri því íslenskt ríkis- vald hefur ekki veigrað sér við und- anfarin ár aö keppa viö fátæk þróunarlönd um úthlutun ódýrra lána úr alþjóðlegum þróunarsjóö- um og þegið úr þeim upphæöir er nema margföldu framlagi sínu til þróunaraðstoöar. Þaö er hvort tveggja í senn átakanlegt og hryggi- legt fyrir þjóö sem vill njóta virðing- ar og reisnar í samfélagi þjóöanna aö vera opinber aö slíkum tvískinn- ungi. Landssafnanir islenskra hjálpar- stofnana sýna aö stór hópur fólks krefst þess aö þjóöin efli þróunarað- stoö viö bágstadda í fjarlægum lönd- um og stjórnvöld marki utanrikis- stefnu af einurð og samkvæmni sem miöi aö efnahags- og félagslegum kerfisbreytingum í samskiptum norðurs og suöurs. Þó hungrað og bágstatt fólk fjarlægra landa eigi ekki kosnmgarétt á Islandi og hafi kannski ekki hagsmunagildi í augum islenskra þingmanna þá kann aö vera aö hópur íslenskra kjósenda vilji aö aðstoö við þetta fólk verði efld á sama hátt og viö teljum eðli- legt aö okkur sjálfum sé hjálpaö þeg- arneyöinblasirviö. Og þiggja... Við þáöum meö fegins- og þakk- andi hendi erlenda aðstoð, er nam mörgum ársframlögum okkar í þróunaraöstoð, vegna Vestmanna- eyjagossins og uppbyggingarstarfs- ins þar. Við þáðum og kröföumst alþjóðlegs stuðning í sjálfstæðisstríö- inu um landhelgina. Fáum þjóöum er jafnmikilvægt aö njóta skilnings og velvilja í alþjóðlegum viðskiptum eins og okkur. Enginn getur neitaö aö við erum meira og minna háö alþjóölegum velvilja og erum stund- um sjálf hjálparþurfi og þiggjum þá meö sjálfsagðri hendi aðstoö sem veitt er í nafni fórnfýsi og kærleika. Eða afsaka... Kenningin um aö við höfum nóg með okkur sjálf stenst því ekki. Hver sem skoöar máliö af sanngimi án fordóma sér að íslenska þjóðin er rúmlega aflöguf ær til þeirra sem búa viö hungurkjör, aðstæöur sem eng- inn núlifandi Islendingur þekkir í. bœjarttyrunum." "■f Gunnlaugur Stefánssoi sínu daglega lífi. Islenska þjóðin neytir á þessu ári áfengis og tóbaks fýrir einn og hálfan milljarö króna. Framlag ríkisvaldsins til þróunaraö- stoðar á þessu ári nær ekki einu pró- senti af þeirri upphæö ef tekiö er miö af framlaginu til Þróunarsamvinnu- stofnunar Islands. öllum er ljóst aö íslensk þjóö bjargar ekki ein sér öllum hungruð-. um og þjáöum með aukinni þróunar- aðstoð. En sú staöreynd getur ekki svipt okkur ábyrgö af því að leggja af mörkum til hjálpar- og þróunar- starfs. Þjáningar fólks eru jafnsárar hvort sem það þjáist fjarri eöa nærri bæjardyrunum. Aö vísu heyrum viö tæpast neyðarópin í daglega lífinu þó flestum sé kunnugt um hversu sár ogörvæntingarfull þau eru. Afsak- anir um aö hjálparstarf eigi ekki rétt á sér, því það komist ekki hjálpar- þurfi til skila eða aö þróunaraöstoö sé einungis pólitískur stuöningur við misvitra og spillta fursta þróunar- landa, hjálpa ekki né draga úr þján- ingum þessa saklausa fólks sem líö- ur. Enginn neitar aö ekki hafi átt sér staö mistök og óhöpp í hjálpar- og þróuriarstarfi og öll þróunaraöstoð hlýtur aö bera þess merki aö hún er veitt viö erfiöar og vanþróaöar aö- stæður. Hjálparstofnanir leggja megináherslu á að koma sjálfar aö- stoöinni til skila án pólitískra af- skipta viðkomandi landsstjómar. En vona... Hjálparstofnun kirkjunnar starfar t.d. að þróunarverkefni í S.-Súdan. Þar starfa Islendingar meö innfædd- um aö uppbyggingarstarfinu án ihlutunar stjórnvalda. Á sama hátt hefur Hjálparstofnunin staöiö aö matvælasendingum til Póllands og unniö aö dreifingu í samvinnu viö kirkjuna þar án íhlutunar pólskraí stjórnvalda. Hér eru tvö dæmi nefnd af mörgum. En ef átt er viö það að hjálparstarf viö saklaust fólk eigi' ekki rétt á sér því menn eru ósam- mála pólitískri stefnumótun stjóm- valda í viðkomandi landi þá liggur þar til grundvallar pólitískur mæli- kvaröi en ekki líknandi kærieikur sem mótar hjálparstarf kirkjunnar. Hjálparstarfiö spyr hjálparþurfi ekki um pólitískar skoðanir né veitir hjálp með pólitískum skilyröum. Grundvöllur hjálparstarfs kirkjunn- ar er sá að bjarga lífi. Ef hjálpar- starfinu tekst að bjarga einu lífi frá. dauða þá dugar sú forsenda ein til þess aö fleirum veröi að hjálpa. Gunnlaugur Stefánssou, fræðslufulltrúi Hjálparstofnunar kirkjunnar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.