Dagblaðið Vísir - DV

Ulloq
Ataaseq assigiiaat ilaat
Tidligere udgivet som

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Qupperneq 16

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Qupperneq 16
16 DV. ÞRÍÐÍÚDAGlÍáÍ5.I'ÍÓ\)ÉWÍBER ÍMÍ Spurningin Ertu farínn að undirfoúa jófin: Kristján Þorgrrnsson smlftir: Smávegis. Eg er farinn aö kaupa eina og eina gjöf. Siefanía Hávaröanládir húsmóðte: E3dd( ennþá. Guölaug M. Jonsdóöte húsmóftte. Eg er eöt-, hvað ferin að ka^pa jólagjafir. Ragnhidur Santfmtt húsmóðte: Aðans, en þaðerlíöö. Guftný Guðmindsdóttte húsmóðir: Ég er farin að kaipa efiii í föt á bömin. Pálira Asrmmdsdóöir húsmóðir: Eg tek þessuröega. Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Er nokkurt rétt- læti í þessu? Eiginkona meðlagsgreiðanda skrif- ar: Vegna mikilla skrifa að undan- förnu um hag einstæöra foreldra og meölagsgreiðslna til þeirra langar mig að skrifa nokkrar línur. I Morgunblaöinu þann 4/11 er sagt: Er nokkurt réttlæti í þessu? og er þá átt viö gífurlega hækkun á framfærslukostnaði undanfarna mánuði á framfærslu barna ein- stæðra foreldra og á að skora á meölagsgreiðendur að hækka meðlagsgreiðslur. Þetta þykir mér allfurðulegt því eins og allir vita hefur oröið mikil skerðing á launa- kjörum hins almenna launþega og þýðir ekkert að kafa dýpra í vasann hjá meðlagsgreiöendum sem hafa orðið fyrir sömu tekjuskerðingu og hinir einstæðu foreldrar. Meinið er sem sagt aö finna í þjóðfélaginu sjálfu og stjórnarstefnu þess nú um aö taka höndum saman um aö spara og hækka ekki launin og því alls ekki hægt að velta því yfir á meðlags- greiðendur og láta þá borga sem upp á vantar. Svo er þaö annað að þær tölur sem Félag einstæðra foreldra hefur látið reikna út fyrir sig sem meöalkostnað við framfærslu barns eða 77.520 kr. á ári er algerlega óraunhæft og væri þá aöeins fyrir hátekjufólk aö leyfa sér þann lúxus aö eiga 2—3 börn. Eg er gift og 2 barna móðir og vinn úti fullan vinnudag (eins og einstæð móðir) og mætti af því ráða að við heföum góöar tekjur. En það kemur hvergi fram á skattaframtali að u.þ.b. helmingur launa minna fer í barnapössun því að ég er jú gift og fæ þar af leiðandi ekki inni á barna- heimilum borgarinnar, þau eru fyrir forgangshópa (einstæða foreldra + námsfólk). Einnig er mjög brýnt aö það komi skýrt fram að fjöldinn allur af ein- stæðum foreldrum gengur fyrr eða síðar í hjónaband eða fer í sambúö og er þá engin ástæða né réttlæti í því að fara fram á hækkun meölags til þessa hóps því að nýr maki hlýtur í flestum tilvikum að taka á sig ábyrgð og skyldur við sína fjöl- skyldumeðlimi. Það væri hreint og beint veriö að gera út af við meðlagsgreiðendur og fjölskyldur þeirra að hækka meðlag Flugvallargerð á Grenada og íslandi Magnús B. Finnbogason skrifar: Það hefur veriö viðurkennt af flestum þjóðum heims aö innrás Bandaríkjamanna á Grenada hafi verið gerð í þeim tilgangi aö stöðva uppbyggingu hernaðarmannvirkja þar á þeim forsendum að væri ógnun við Bandaríkin vegna nálægðar eyjarinnar. Að þessari uppbyggingu munu hafa unnið menn frá hinum svoköll- uðu kommúnistaríkjum, Rússar, Kúbumenn, Kóreumenn og fl. Stjórnendur eyjarinnar létu í veðri vaka að hér væri verið að gera flugvöll til aö auka ferðamanna- streymi til landsins. Bandaríkjamenn, sem aö sjálf- sögðu hafa fylgst vel með þessum að- gerðum, töldu aö hér væri annaö og meira á ferðinni og hófu innrás á eyna til að stöðva frekari fram- kvæmdir, enda tortryggnin milli þessara þjóða orðin að geðveiki. Þegar svo er komið er aldrei aö vita til hvaða örþrifaráða er gripiö og er innrásin afleiðing af því sálar- ástandi. Atburöirnir á Grenada eru ekki nema lítið brot af því sem er að ger- ast í hernaöarátökum stórveldanna. Það er ekki til sá blettur á jarðkúl- unni sem ekki hefur verið þaul- kannaður í sambandi við hernaðar- bækistöðvar, og ekki aðeins á jarð- kúlunni heldur einnig úti í geimnum. öll þessi hugsun snýst um það að ná sem bestri aöstöðu til árása á ímynd- aðan andstæðing. Þessi pólitíska brjálsemi er ekki aðeins hjá stór- þjóðum. Hún er farin að smita út frá sérumallar jarðir. Viö Islendingar þurfum líka flug- völl (segja forráðamenn þjóðar- innar), við þurfum varaflugvöll, til að auka aöstreymi ferðamanna til landsins. Við þurfum líka meira (segja forráðamenn þjóðarinnar). Við þurfum fleiri radarstöðvar til að leiðbeina flugvélum og fylgjast með óboðnum gestum hér á norður- slóðum. Og við þurfum líka fleiri olíuhafnir segja forróðamenn þjóðarinnar. Hvernig augum skyldu nú t.d. Rússar líta á þessa flugvelli okkar og ohuhafnir? Skyldi þeim ekki finnast allt þetta umstang eitthvað grun- samlegt, svona í nábýli við sig. Eins og Ameríkönum á Grenada? Rúss- arnir eru víst ekki síður tortryggnir gagnvart framkvæmdum en Ameríkanarnir. Það er kannski nóg að segja þeim að þeim komi þetta andskot.. . ekki við. En ekki er það nú trúlegt. Það þarf síst að búast við því, eftir það sem á undan er gengið,’ að þeir séu neitt prúðmannlegri í þessum sökum en Ameríkanamir. Svo hafa þeir líka fordæmið fyrir því hvernig á að bregðast við í svona til- fellum. Þeir munu ábyggilega ekki hika við aö snúa skotpöllum sinum með kjarnorkuflaugum í átt til Is- lands og mun þaö fara eftir geðþótta þeirra hvenær hleypt er af. En erum við þá ekki sjálfir að kalla yfir okkur þessar ógnir? Jú, auðvitað erum við að því. Það er heldur ekki við öðru að búast þegar forráðamenn þjóðarinnar eru orðnir svo sýktir af pólitískri blindu að þeir sjá ekki hvaö er rétt eöa rangt. Létt tónlist á morgnana í RÚV „Undertaker” skrifar: Eg vil taka undir meö „Einum morgunóhressum” sem sendi ykkur línur fyrir stuttu um uppástungu þess efnis aö létt tónlist væri leikin af segul- bandi á morgnana milli kl. 6 og 7. Og auðvitað mætti leika hana miklum mun lengur. Þaö er nefnilega mjög lítið um létta tónlist af þeirri teg- und sem kallast „klassísk” létt lög í hljóðvarpinu. Mest af hinni léttu tónlist er dægurlög sem annaðhvort eru vin- sæl i augnablikinu eða hafa veriö vinsæl einhvern tíma. Það sem ég á við er að meira verði leikið af plötum sem hafa að geyma tónlist á borð við þá sem stundum heyrist rétt fyrir kvöldfréttir eða örstutta stund ef bíða þarf eftir næsta dagskrárlið. Þetta eru gjarnan lög leikin af góðum hljómsveitum, svo sem Roy Anderson, Kostelanetz, Les Baxter, Roberto Inglez (sá sem var með hljóm- „Undertaker" vill fá melre ef léttri tónlist I morgunútvarpið, menn eins og Glenn Miller, þann horfne snilling. sveit á Savoy-hótelinu í London um árabil). Áreiðanlega á útvarpið enn góðar plötur með þessum frægu hljóm- sveitum. Einnig má nefna góðar „big- band” hljómsveitir aðrar, Glen Miller o.fl. Og af nýrri kynslóðinni t.d. Herb Albert og fleiri í þeim dúr, og auðvitað Mezzoforte. Allt eru þetta hljómsveitir sem höföa mjög til þeirra sem hafa ánægju af góðri og vandaðri tónlist af léttara tag- inu sem kemur fólki í gott og þægilegt hugarástand. — Þetta er sú tegund tón- listar sem einnig er oft notuö sem ..background” tónlist á góðum veitingahúsum og hótelum þar sem smekkur og stíll er hafður i hávegum. Vonandi verður þessu nú vel tekið í hljóðvarpi okkar og það munu margir meta það að verðleikum. Ekki á þessi beiðni neitt skylt við starfsemi útfarar- stjóra — en ekki fannst hentugra heiti yfir þann sem gjarnan „tekur undir” með öörum. nú. En það er kannske það sem á aö gera? Við verðum samtlíka að láta enda ná saman. Eg veit það að þaö er ekki mikiö að taka við þessum peningum en það getur verið erfitt að borga þá. Það verður að skipta þessu í 2 hópa eftir aöstæðum. Við getum ekki greitt þeim sem eru komnir í sambúð eöa hafa gengiö í hjónaband jafnmikið og þeim sem eru algerlega einir. Meðlagsgreiðendur hljóta að hafa rétt til að byrja nýtt líf án þess að það sé alltaf verið að heimta meira og meira af þeim og þar af leiöandi getur hjónaband þeirra verið í hættu því það eru ekki allir makar sem sætta sig við að stór hluti teknanna renni inn í önnur heimili sem ekki þurfa i raun á þeim að halda. Genesis er vinsæl og því ófært eð log hennar skuli aðeins vera fíutt hálft i sjónvarpinu. Genesis aftur á skjáinn 3249-8272 hringdi: Mig Iangar að koma á framfæri kvörtun minni vegna þáttar Eddu Andrésar, Skonrokks. Lagiö sem er efst á lista Reykjavíkur var aðeins sýnt hálft núna nýlega. Lagið heitir Mama með hljómsveitinni Genesis. Ég og aðrir fleiri viljum að lagið veröi endur- flutt. Ef hún Edda hefur ekki rúm fyrir lagið í þættinum þá ætti hún að sýna það í öðrum þætti. Þetta lag er efst á listum og lög sem eru á vinsælda- listum ættu aö vera flutt af eðhlegum ástæðum. Mig langar til að biöja hana aö flytja þetta lag aftur því það er í miklum metum, ekki bara hjá mér heldur líka mörgum öörum. Skuldbreytingar lána: Tóm blekking K.S. á Akureyri skrifar: Eg hef ekki rekið mig á tillits- semi bankanna vegna skuldbreyt- ingar á lánum. Við hjónin höfum staðið í þessum breytingum síöan í júlílok. Okkur hefur verið sagt aö sækja um þrjár skuldbreytingar en þetta fer aldrei í gegn. Viö fengum lögtaksbréf um dag- inn svo aö ég talaði við lögfræðing. Hann sagði mér aö það væri ekki búið að semja þessi lög. Þetta er allt saman tóm blekking. Ég talaði við bankastjóra þessa banka og hann sagði að sér kæmi þetta ekki viö þegar ég ætlaöi að semja um greiöslur á lánunum. Hann gaf það í skyn að ekkert væri hægt að gera fyrir okkur af því að viö ættum ekkert inni í bankanum. Við byrjuðum aö byggja 1980 og seldum í september því aö við réðum ekki lengur við neitt. Við erum sex í heimili. Maðurinn minn hefur 8 tíma vinnu og ég 5 tíma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.