Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Síða 17

Dagblaðið Vísir - DV - 15.11.1983, Síða 17
DV. ÞRIÐJUDAGUR15. NOVEMBER1983. 17 Lesendur Lesendur Lesendur Lesendur Nú má skúrkurinn hann J. R. fara að vara sig i Vígamönnum. Vígamenn í skólana? ÁGÆTIS HUGMYND Karl Gauti svarar lesendabréfi um Vígamenn: Þaö gæti verið ágætis hugmynd aö sýna í skólum landsins. Það væri hægt aö sýna á árshátíöum eöa íþróttahá- tíðum. Þaö er hægt aö ná í okkur á æfingum hjá Karatefélaginu Þórshamri, Brautarholti 18, 4. hæö, mánudaga, miðvikudaga og föstudaga á kvöldin. Opinber sýning til styrktar lands- liðinu í karate veröur sennilega í byrjun janúar. Annars gladdi þaö okkur Vígamenn aö viö skyldum slá skúrknum honum J.R. í Dallas viö. „Það er lágmark að sólóstjarna undirbúi sig og só ekki með allt á síðasta snúningi," segir Hrafnhildur Sigurðardóttir i svari sinu til Hallbjarnar kántrý. Engar gyllivonir með Hallbjörn Hrafnhildur Sigurðardóttir í Borgar- nesihringdi: Eg vil þakka Hallbirni fyrir svariö sem birtist í DV 8. nóv. en ég syrgi þaö aö svona stjarna skuli ekki vera komin þaö langt á brautinni aö geta ekki komið fram með hljómsveit og trekkt gesti sína í stuö. En það er eins og þeir sem nú eru komnir í hóp stjarnanna geti alltaf boöiö okkur þaö sem þeim hentar og er þægilegast og ódýrast fyrir þá. Okkur ska! bara líka baö vel. Eg vil svo líka svara bréfi Sigurðar Helga sem birtist 9. nóvember. Það er enginn misskilningur hjá mér. eöa þekkingarleysi aö lögin hafi veriö leikin af bandi og aö Hallbjörn hafi raulaö meö. Þú mátt kalla það sólóstjörnur eöa hvaöeina annað fyrir mér. Þaö er lágmark að sólóstjarna undir- búi sig og sé ekki með allt á síðasta snúningi. Þaö er langþægilegast og ódýrast aö geta tekið lögin upp á spólu í eitt skipti fyrir öll og stungið henni í tækiö, raulað með og geyst svo á sam- komur út um borg og bæ. Ég er sannfærö um aö allflestar hljómsveitir geta leikið lögin hans Hallbjarnar, ekki síöur en önnur lög, en þaö skiptir mig engu máli. Ég, ásamt fleira góöu fólki, fékk bara nóg af Hallbirni og viö gerum okkur engar gyllivonir um næsta dansleik meö honum. FiÖLSKYLDAN Á GÖTUNNI Einn í f járkröggum skrifar. Mig langar aö spyrja ráöamenn fjár- mála hvaöa lausn þeir hafi handa þeim sem hafa oröiö aö selja íbúöirnar sinar vegna skulda, meiripartur skuldir hjá lögfræðingum í innheimtu. Enginn af- gangur, nema síður sé. Síðan fá þessir sömu menn. íbúö hjá Verkamannabústöðum í Reykjavík. Þeir fá ekki lán í banka til að borga lögfræðingum því alltaf spyr banka- stjórinn meö sínu valdsmannlega yfir- bragði: Hefurðu viöskipti viö bank- ann? Skuldarinn segir nei. Því miður lánum við bara þeim sem skipta viö bankann og svarið er nei. Nú spyr ég, hvernig getur maöur átt viðskipti viö banka þegar kaupiö dugir ekki fyrir skuldum og heimilishaldi? Það er hlaupið upp til handa og fóta og lánin lengd hjá þeim eiga íbúð og geta veðsett hana. En hvaö um hina? Þeir mega eiga sig og halda áfram að berjast, hafa sínar áhyggjur, hlaup- andi á milli peningastofnana þar sem þeir fá nei, og síðan til lögfræöinga til aö fá frest fram aö næsta uppboöi. Síðan er íbúöin seld á uppboöi, fjöl- skyldan lendir á götunni, síöar jafnvel skilnaður. Þá er aöeins um eina leiö aö velja, fara á bæinn eins og sagt var í gamla daga. Hvaö kostar borgina á einu ári að halda uppi 5 manna fjölskyldu? Kostar þaö ekki meira en þaö sem vantaði upphaflega til aö borga skuld- irnar sem eru kannski ekki meiri en ca 70—100 þúsund. Hafa þeir sem valdið. hafa hugsaö um þetta? örugglega ekki. Því legg ég til að það veröi veitt f jármagn til aö aðstoða þetta fólk svo komist verði hjá meiri vandræöum en þegar er orðið. Einnig skora ég á þá sem eru í þessari aöstööu, sem aö framan greinir, aö láta heyra í sér á opinberum vettvangi. Það er ekki hægt aö sneiða framhjá þessu fólki, rétt eins og þaö væri ekki til. SANITAS PILSNER EKKIAD ÁSTÆDULAUSU! Okkar framlag í vcrðbólgubaráttunni Sanitas

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.