Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1983, Side 14

Dagblaðið Vísir - DV - 26.11.1983, Side 14
14 DV. LAUGARDAGUR 26. NOVEMBER1983. ROKKSPILDAIU ROKKSPILDAN ROKKSPILDAN Psychic TV. öll frábærri spilamennsku og há- punktur framlags þeirra var lagiö Söngull. Einar söng meö í öllum lögum. Þótt hann væri ekki í beinni útsendingu var sýnd vídeóspóla með honum í sjónvarpi uppi á sviði. Psychic TV öll sviðsframkoma og tónlist Psychic minnti á sértrúarflokk frá miðöldum. Tónlist þeirra er sárs- aukafull áheyrnar, eiginlega and- tónlist. Þeir notuöu ýmis dularfull hljóðfæri eins og auglýst hafði verið til að skapa mjög þunga og ógn- vekjandi stemmningu. Þaö var eins og hljómsveitin væri að lepja dauðann úr hauskúpu og vissulega var stillimyndin á sjónvarpinu þeirra hauskúpa. Það virðist á góðri leið meö að verða venja á hljóm- leikum að hafa sjónvarpstæki uppi á sviði, Crass voru með það síðast og Psychic TV nú. Genesis P. Orridge, söngvari hljómsveitarinnar og höfuðpaur, söng af miklum krafti um hinstu rök tilverunnar, dauðann, trúna og róm- versk kaþólska kirkju. Hann vitnaði einnig í Velvet Underground og Lou Reed. Velvet Underground starfaði fyrir nærri 20 árum í New York og áhrifin frá henni voru greinileg í tón- list Psychic TV. Sami dauöans há- vaði, veggur af hljómum sem virtust ekki af þessum heimi. Það er erfitt að lýsa tónlistarlegri upplifun sem þessari í oröum en þeir sem mættu, og það var enginn smáf jöldi, geta þó reynt að miðla þeim, sem ekki mætíu, áhrifunum á hvaða hátt sem þeir gera það. Já, þaö var troðfullt hús og Ásmundur í Gramminu gekk um með ánægjusvip. Loksins virðist vera kominn grundvöllur fyrir að flytja inn erlendar hljómsveitir, ekki óska eftir og biðja um að fá að spila síst þar sem margar þeirra beinlínis hér á landi. -ÁDJ. Undarlegustu tónleikar hér á landi í langan tíma voru haldnir í Mennta- skólanum við Hamrahlíð á mið- vikudagskvöld. Auðvitað þurftu menn að bíða eftir að tónleikarnir hæfust, þeir voru auglýstir kl. 9 en hófust ekki fyrr en um hálftíu leytiö. Menntaskólinn í Hamrahlíð er fyrir ýmissa hluta sakir ekki allra heppilegasti staðurinn fyrir hljóm- leikahald, hljómburður er frekar slappur og sviðið of lágt. Þaö var Sveinbjörn Beinteinsson allsherjar- goði sem hóf tónleikana meö listilega kveðnum rímum sem hann flutti á sinn sérstæða hátt. Eftir rímurnar kom stutt hlé og andrúmsloftið varö rafmagnað. Menn biðu spenntir eftir því aö sjá hvort dæmið gengi upp, hvort Einar Örn yrði í beinni út- sendingu eöa ekki. Frést hafði um morguninn að einhver vandkvæði væru á því að ná honum í gegn um gervihnöttinn og svo fór, því miöur, að Einar komst ekki í gegn. Hilmar örn Hilmarsson kom upp á svið og tilkynnti aö ekki yrði af mynd- sendingu en hins vegar yrði Einar í símasambandi. Kuki Kukl hóf spilamennsku sína á því að barið var í stórt og mikið málm- gjall og á eftir fylgdi flautuleikur og trommusláttur. Sigtryggur barði húðirnar af mikilli leikni og miklu ör- yggi. Skömmu síöar fór aö heyrast í Einar Erni og það var vægast sagt draugaleg stemmning að vita af Einari syngjandi í Lundúnum en samt þarna á sviðinu. Þau Björk, Birgir, Guölaugur, Einar hljóm- borösleikari og Sigtryggur skiluðu Hljómsveitin Kukl. Poppbókln er koitiin nt I Poppbókinni eru einnig frásagnir atkvæðamikilla aðila innan popps- ins. Þeir eru: — Bubbi Morthens rokkkóngur. Hann segir m.a. frá músíklegu upp- eldi sínu og aðdraganda og uppgangi íslensku nýbylgjunnar. — Egill Olafsson, Stuðmaöur með stóru essi. Hann rekur m.a. 18 ára langan og litskrúðugan músíkferil sinn. — Arni Daníel, blaðamaöur DV og Vikunnar. Hann lýsir m.a. kostum og göllum poppfréttamennskunnar. — Magnús Eiríksson tónskáld. Hann gefur m.a. góö ráð í sambandi við lagasmíðar. Þá er Poppbókin — I fyrsta sæti loksins komin út eftir langar og strangar fæðingarhríðir. I Poppbók- inni er aö finna grófan útdrátt úr sögu íslenskrar poppmúsíkur frá því Hljómar stilltu saman strengi á fyrri hluta sjöunda áratugarins. Fjallað er um söngtextagerö og kunnustu stefnur í poppmúsík eru skilgreind- ar. Birtur er listi yfir helstu íslensku poppplöturnar og 25 poppáhugamenn velja bestu íslensku plöturnar. Hönnun plötuumslaga er skoöuð og sagt er frá stéttarfélögum músík- anta og söngtextahöfunda. Öll hljóð- ritunarver í landinu eru talin upp og eins hljómplötuútgefendur. — Siggi pönkari. Hann viðrar skoöanir pönkaranna á poppinu. — Ragnhildur Gísladóttir yfir- grýla. Hún upplýsir m.a. um vinnu- brögð skallapopparanna og uppgjör hennar við þá. — Ásmundur Jónsson plötuútgef- andi. Hann ræðir m.a. um plötuút- gáfu á Islandi. Utgefandi Poppbókarinnar — I fyrsta sæti er bókaútgáfan Æskan. Skrásetjari bókarinnar er Jens Kr. Guö. «JE1MS Einar komst nærri því alvegígegn Mögnud stemmn ing í Hamrahlíö

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.