Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Blaðsíða 2
2 DV. MÁNUDAGUR12. DESEMBER1983. Stubbur heldur tónajól Jólagetraun DV, 6. hluti Nú er gaman hjá Stubbi félaga okkar. Hann er kominn í Tívolí í Kaupmannahöfn og situr þar á veit- ingahúsi meö einu ástsælasta tón- skáldi Dana. Stubbur er mikill höfö- ingi eins og allir vita og þarf ekki annaö en aö skoða vinningana í jóla- getraun DV til aö sjá að þaö eru orð aðsönnu: APPLE-tölva,takkasímar meö 10 númera minni og líkams- nuddtæki af bestu gerö. Því pantaöi hann veitingar hjá þjóninum í Tívolí handa sér og tónskáldinu í von um aö þær kæmu gesti hans á sporiö og maöurinn færi aö semja svo sem einn polka. Hver var gestur Stubbs í Tívolí og hvaö samdi hann eftir að hafa bragöaö á veigunum. Krossið við rétta svarið eins og venjulega og sendið svo allar úr- lausnirnar saman í pósti til: DV, jólagetraun, Síöumúla 14 R., fyrir 30. desember. Dregiö veröur úr lausn- um á þrettándanum, 6. janúar. — Sjáðut Þarna kemur þjónninn dansandi með veitingarnar. A. □ G. F. Hándel, Messias B. □ F. Schubert, Malarakonan fagra C. □ H. C. Lumbye, Kampavínspolkinn Nafn........ Heimilisfang Sími........ HATIÐAR SVIPINN Nýr litur á stofuvegg, eóa skálann, seturnýjan svip á heimilið EFNtHin viöurkenda VITRETEX plastmálning. Glært lakk á tréverkió f rískar þaó upp og viöarlitaó lakk gef ur því nýjan svip. efnI' cuprinol GOODWOOD*poiyurethaneiakk. rGC0M8NOOD-. Glap|||fi nýjung frá (iij&rinol ætluðf*f fnisgögn, gluggapS'stá, hvers konár annað tréverk fííjplötur. 3 áferðir i glæru: gtansandi, hálfmatt og matt. 6 viðarlltir, sem viðarmýnstrið sést i gegnum. Dósastærð: allt frá % lítra. GOODWOOD SPECIAL: Grjóthörð nýjung frá Cuprinol. Sérstaklega ætlað á parkett og korkgólf. Slippfélagið Málningarverksmiðja Sími 84255. 9. einvígisskák Smyslov og Ribli í Lundúnum: Smyslov tók enga áhættu —og nú þarf Ribli að vinna tvær af þeim þremur skákum sem eftir eru til þess að jaf na metin Fyrrum heimsmeistari Vassily Smyslov stýröi 9. einvígisskákinni viö Zoltan Ribli af öryggi inn í jafn- teflishöfn í Lundúnum í gær. Tafl- mennska hans í skákinni var mjög skynsamleg með tilliti til stööunnar í einvíginu en hann gætti þess aö kæfa alla mótspilsmöguleika Ungverjans í fæöingu. Strax í byrjun þótti sýnt hvert stefndi, er Smyslov hafnaöi áskorun Riblis um að tefla s vokallaöa Benóní- vöm, sem gefur möguleika á báöa bóga. Upp kom Tarraseh-afbrigðið af drottningarbragöi, sem reynst hefur Smyslov vel í einvíginu. Ribli vildi flækja taflið en „gamli maðurinn” haföi ekki áhuga á því — lokaði miö-' boröinu og staðan fékk á sig jafn- teflislegt yfirbragö. Jafntefli samiö eftir 28 leiki. Ástandið er því orðiö alvarlegt fyrir Ribli sem þarf aö vinna tvær skákir af þeim þremur sem eftir eru af einvíginu til þess aö jafna metin. Smyslov hefur tveggja vinninga for- skot, er með 5 1/2 vinning gegn 3 1/2 vinningi Riblis. Hvítt: Vassily Smyslov Svart: ZoltanRibli Tarrasch-vöm. I.d4 Rf6 2.RÍ3 e6 3x4 c5(!) Ribli er í sóknarskapi og býöur upp á hina stormasömu Benóní-vörn, sem upp kemur eftir 4.d5. Auövitaö tekur Smyslov ekki áskoruninni — jafntefli er hálfur sigur. 4.e3 d5 5.Rc3 Rc6 6.cxd5 exd5 Eftir 6.-Rxd5 væri komin upp sama staöa og í 5. og 7. skákinni sem Smyslov vann svo glæsilega. Nú vill Ribli taka á sig stakt peö á miöborö- inu, sem gefur sóknarfæri. 7. Be2 cxd4 8.exd4(!) Svona teflir enginn, enda á svartur ekki í erfiöleikum meö aö jafna taflið. En miöborðið læsist og minni möguleiki á flækjum. 8. -BÖ6 Virkara en hinn sjálfgefni 8.-Be7. Ribli hefur ákveöiö framhald í huga og tekst að blása örlitlu lífi í taflið. 9. Bg5 Be610.0—0 h6 Bh4 g5! Nú fer hver að verða síðastur til aö jafnametin! 12.Bg3 Re413,Bxd6 Dxd614.Rd2 Rökrétt og sterkt. Undirbýr aö reka hinn vel stæöa riddara svarts á e4 burt og er sjálfur á leiö yfir á drottningarvænginn þar sem búast má við aö Ribli reyni aö finna kóngi sínumskjól. 14. —0—0—0 15.Hcl Kb8 16.Rb3 Bc8 17.f3 Rxc318.Hxc3 b619.Bb5 Bb7 20.Del! Vel leikiö ef staðan í einvíginu er höfö í huga. „Hótar” að skipta upp á drottningum meö 21.Dg3 og taka mesta púörið úr stöðunni. Svartur nær ekki aö hindra þetta, því að ef 20,—Ka8 21.Dg3 Df6 tvöfaldur hvítur í c-línunni og hefur stöðu-yfirburði. 22. -Re7 21.Dg3 Rf5 22.Dxd6+Rxd6 23. Bd3Rc4 24.Hbl Auövitaö ekki 24.Bxc4 dxc4 25.Hxc4? vegna 25.-Ba6 og vinnur skiptamun. Smyslov valdar sitt peð og fyrr eöa síöar mun hann reka riddarann af höndum sér og þá blasir jafnteflið viö. 24. -Hhe8 25.Kf2 Ba6 26.Rcl Bb5 27.Re2 Rd6 28.Hbcl Bxd3 — Og Rigli bauö jafntefli um leiö, sem aö sjálfsögöu var þegiö. Skák Jón L Áraason

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.