Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Síða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Síða 8
8 DV. MÁNUDAGUR12. DESEMBER1983. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Gdansk 1980 þar sem yfirvöld viður- kenndu að „Eining” væri lögleg sam- tök, hefði verið „mikill sáttmáli um réttindi vinnandi fólks, sem aldrei verði eyöilagður”. Bætti hann því viö að nóbelsverðlaunin mundu vekja nýjar vonir meðal Pólver ja. „Ég er enn sannfærður um að við eigum engra annarra kosta völ en koma okkur saman. Þau erfiðu vanda- mál sem við Póllandi blasa, verða aðeins leyst með raunverulegum viðræðum milli ríkisvaldsins og þjóöarinnar,” sagði Walesa. Kommúnistayfirvöld Póllands hafa neitað að viðurkenna Walesa sem annað en óbreyttan borgara og þau hafa fordæmt verðlaunaveitinguna sem pólitískt áróðursbragð Vestur- landa. — Walesa lagði ekki í að fara sjálfur til Osló til að veita verðlaunun- um viðtöku af kvíöa fyrir því að honum yrði ekki leyft að snúa aftur til Póllands. Bogdan Ciwinsky (félagi í ,,Einingu”, búsetturíBrussel). Erindið var flutt í Oslóarháskóla, en Danuta Walesa eiginkona „Ein- ingar”leiðtogans haföi tekið viö friðar- verðlaunum Nóbels á laugardag fyrir hönd Lech Walesa. — Walesa sagðist veita verðlaununum viðtöku fyrir hönd „Einingar”. „Pólska þjóðin hefur ekki látiö bugast. Né heldur hefur hún valið ofbeldisleiðina og bræðravígin. Við munum ekki láta kúgast fyrir ofbeldi. Við látum ekki svipta okkur verkalýðs- réttinum. Við munum aldrei sætta okkur við að fólk verði sent í fangelsi vegna sannfæringar sinnar,” rijælti Civinsky fyrir munn Walesa. Eins og í ræðunni, sem Danuta hafði flutt fyrir Walesa, gerði Walesa sem minnst úr sínum hlut og lýsti sjálfum sér sem pólskum verkamanni viö skipasmíðastöð í Gdansk. Sagði hann að samkomulagið í ,,Sá, sem einu sinni hefur orðið meðvitaður um mátt einingar og hefur andað að sér lofti frelsisins, verður ekki malaður,” sagði Leeh Walesa í erindi, sem flutt var fyrir hans hönd af Walesa vill gera lítið úr sinum hlut og kallar sig verkamann í skipasmíðastöð í Gdansk. Stöðvuðu gám f ullan af tölvum Bresk yfirvöld hafa látiö stöðva sendingu af amerískum tölvum sem grunur leikur á aö hafi átt að fara til Sovétríkjanna. Stöövaöur var gámaflutningabíll á suðurströndinni, sem var með sex há- þróuð tölvukerfi innanborös (750 þúsund dollara farm) þegar hann ætlaði með ferju yfir til Frakklands. Þrír menn sem voru á bílnum eru til yfirheyrslu hjá tollyfirvöldum. Tölvurnar voru fluttar til Bretlands frá Bandaríkjunum undir ákvæðum sem banna endursölu þeirra til kommúnistaríkis. Grunur hefur vaknaö um að senda hafi átt farminn áfram til Tékkóslóvakíu. Bandarisk yfirvöld kvíða því að há- þróaður tæknibúnaður sem framleidd- ur er í Bandaríkjunum sé seldur úr Evrópu til Sovétríkjanna og þar notaður i hemaðarþágu og geimvís- inda. „Höfum ekki iátið bugast" — segir Walesa í erindi sem flutt var fyrir hans hönd eftir afhendingu friðarverðlauna Nóbels í Osló THOMSON TAKMARK HINNA VANDLÁTU Thomson ísskápar, hvort heldur þeir eru litlir eöa stórir, eru búnir fjölda tæknilegra nýjunga, s.s. rafeindastýr- ingu sem sparar orku og gefur mögu- leika á aðskildum kerfum fyrir frysti og kæli. Frábær hönnun á hillum skapar mikiö geymslurými og sveigjanleika. Verð frá 15.598 kr. (Stgr.) Thomson uppþvottavélin hefur 5 mis- munandi þvottakerfi, þar af tvö orku- sparandi. Tæknilega fullkomin vél á góðu verði. Verð frá 17.581 kr. (Stgr.) Topphlaðin fyrirferðarlítil þvottavél, sem tekur 5 kg. af þvotti, er 40 cm. breið, tekur heitt og kalt vatn, fáanleg með innbyggðum 2 kg. þurrkara, hefur vinduhraoa frá 300-850 snúninga á mín. og spamaðarkerfi. Verð frá 23.828,- kr. (Stgr.) (m/innb.þurrkara) n h FBíí S $ SAMBANDSINS ÁRMÚLA 3 SÍMAR 38900 - 38 903 Sjónvarps- myndin örvaði mótmælin Um 30 þúsund konur tóku þátt í mót- mælum viö flugstöðina í Greenham Common á Englandi, þar sem nokkrar af hinum nýju stýriflaugum NATO eru taldar niðurkomnar. Réðust þær á þriggja metra háa girðinguna sem umlykur flugstöðina og varð giröingin sumstaðar undan aö láta. — Ovopnaðir hermenn stóöu þar fyrir innan og vörnuöu konunum að komast lengra. Lögreglan handtók 42 konur og 18 til viöbótar voru teknar fastar, komnar inn fyrir girðinguna. — Einn yfir- lögregluþjónn var sleginn í rot. Sumar konurnar dvelja nú við flug- stöðina í tjöldum þriðja veturinn í röð í í að mótmæla „umsátri” vegna and- stöðu þeirra við kjamorkuvopn. Á laugardagskvöld var sýnt í sjón- varpi á Bretlandi hin umtalaöa sjón- varpsmynd Dagurinn eftir, semfjallar um afleiðingar kjamorkustríðs á bandaríska borg. PRENTARADEILAN GÆTIBREIÐST UT UM BRETLAND Leiðtogi eins öflugasta prentara- félags Bretlands sagði í gær að þaö gæti komið til landsverkfalls prentara um óákveöinn tíma í deilunni sem staðið hefur undanfarnar vikur í blóra við ný verkalýðslög Thatcherstjórnar- innar. NGA (grafíska félagið) hefur verið sektað af dómstólum um 700 þúsund sterlingspund vegna aðgerða sinna í blaðadeilunni undanfamar vikur, en það hefur boöaö til sólarhringsverk- falls á miðvikudaginn. Joe Wade framkvæmdastjóri NGA sagði í útvarpsviðtali í gær að horfast yrði í augu við það, aö verkfallið gæti staðið í óákveðinn tíma. Prentarafélagið vonast til þess aö verkfallið á miðvikudag afli því stuðn- ings og samúðarverkfalla annarra verkalýðsfélaga ef eftir verður óskað. Deilan hefur staðið í sex vikur og hófst þegar blaðaútgáfa og prent- smiðja í Warrington á N-Englandi rak sex prentara sem fyrirvaralaust höfðu lagt niöur störf í mótmælaskyni við að ráðnir höfðu verið í blaðaprentsmiðj- una prentarar sem ekki vildu ganga í stéttarfélagið. I samúðarskyni lögðu prentarar nokkurra stórblaða í London niður vinnu og aðkomumenn úr öörum stéttarfélögum tóku þátt í verkfalls- vörslu við blaðaprentsmiöjuna í Warrington. Hefur nokkmm sinnum komið til handalögmála milli verkfallsvarða og lögreglu sem hefur veitt prentsmiðj- unni vernd. Verkfallsmenn hafa ekki getað stöðvað prentsmiðjuna né dreif- ingu blaöanna frá henni. Hin nýju lög Thatcherstjórnarinnar setja sektarviðurlög við ólöglegum verkföllum og sömuleiðis eru bönnuð afskipti utanaðkomandi af vinnudeilu. Hafa dómstólar lagt hald á eignir viö- komandi stéttarfélaga (alls um 10 niilljónir sterlingspund) til tryggingar fyrir sektargreiðslum og hugsanlegum skaðabótum til handa vinnuveitand- anum. Eiganda prentsmiðjunnar í Warring- ton, Eddie Shah, hefur verið hótað meö margvíslegum hætti. Einn daginn var ekið heim í húsgaröinn hans fimm eftirlíkingum af líkkistum. Þrjár voru litlar en þau hjónin eiga þrjú böm.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.