Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Side 13
DV. MÁNUDAGUR12. DESEMBER1983.
13
4 skipti voru gefnar skipanir um aö
setja langdrægar eldflaugar í við-
bragösstööu. Þaö má búast viö svip-
uðum fjölda mistaka hjá sovéskum
tölvum. Hefur þú hugleitt, lesandi
góður, hve mjór hann er og ótryggur
sá þráöur mannlegra og tæknilegra
mistaka sem framtíö alls lífs á þessari
jöröbyggirá?
Þetta minnkandi svigrúm og stiröar
samningaviöræöur um afvopnunarmál
valda því aö spenna í samskiptum stór-
veldanna fer vaxandi og eykur sífellt
hættuna á kjarnorkuátökum.
Eins og Alva Myrdal hefur sagt: Viö
kaupum okkur aukiö óöryggi fyrir
stööugt hærri upphæöir.
Stórveldin tvö, Sovétríkin og Banda-
ríkin, eru komin í sjálfheldu og halda
jafnframt stórum hluta heimsbyggöar-
innar í gíslingu með viðkvæmu og
ótryggu ógnarjafnvægi. Og þaö sem
meira er, þeir leyfa sér að halda öllu
lífi þessarar jaröar í lófum sínum.
Eins og tröllin sitja þeir og leika sér að
fjöreggi mannsins meöan samvizka
mannanna sefur eins og Hlyni kóngs-
son foröum.
Stefna ógnarjafnvægis hefur leitt til
hratt vaxandi vopnakapphlaups. Þaö
ógnar framtíðarvonum bamanna
okkar og þaö veikir baráttu okkar gegn
fátækt, hungri og sjúkdómum. Þaö
hefur alið á hernaöarhyggju sem jafn-
framt eykur hættuna á kjarnorku-
átökum. Þaö sem viö þurfum nú eru
nýjar friðarumleitanir ekki nýjar eld-
flaugar.
Kvennalistinn vill
kjarnorkuvopnafrystingu
Kvennalistinn telur því:
aö öll kjarnorkuveldi ættu að sam-
þykkja ótvírætt aö bera ekki kjam-
orkuvopn að neinni deilu. Upphaf
kjamorkuátaka myndi leiöa til sjálfs-
morðs þjóöa og mannkynsmorös.
Viö teljum aö allar þjóðir ættu aö
fallast á sannanlega frystingu á hönn-
un, tilraunum, framleiðslu og uppsetn-
ingu á kjarnorkuvopnum. Sú frysting
ætti síöan aö leiöa til fækkunar og
endaniegrar útrýmingar kjarnorku-
vopna úr vopnabúrum þjóöanna.
Vopnaeftirlit og fækkun vopna krefst
endumýjaðrar og alvarlegrar til-
raunar til að ná samstööu um alls-
herjar bann viö tilraunum meö kjam-
orkuvopn. Þeim samningaviöræðum,
sem hafa veriö í gangi, ætti aö halda
áfram af kostgæ&ii og góöum ásetningi
meö tilliti til hagsmuna beggja aöila.
Undangengnar afvopnunarviöræður
sýna þó aö samningar eru yfirleitt
langt á eftir hönnun og f jölgun kjam-
orkuvopna.
Það er þess vegna vert aö leggja
áherzlu á aö til eru aðrar leiöir aö
markmiöi friöar og sátta en hefö-
bundnar samningaleiöir. Bæði Banda-
ríkin og Sovétríkin hafa tækifæri til aö
taka sjálfstætt frumkvæði til að draga
úr spennu, til aö minnka hættuna á
kjamorkustríði, og leiða samninga-
viöræðurnar út úr þeirri sjálfheldu
sem þær eru komnar í. Á þennan hátt
mætti breyta þeirri stefnu, sem vopna-
kapphlaupiö hefur tekið.
Kvennalistinn telur að bæði banda-
ríska þjóðin og sovézka þjóðin verði aö
læra meira hvor um aöra, kynnast
betur til aö eyða hleypidómum og
tortryggni. Hin staðlaöa sýn sem þær
hafa nú hvor af annarri torveldar öll
samskipti þjóöanna. Þessari óvina-
ímynd veröur að eyöa. Mér kemur í
hug ungi maðurinn sem ég hitti í
neöanjarðarlestinni í New York í
sumar og ræddi opinskár og forvitinn
við mig um friöarmál. „Þaö væri bara
þetta meö Rússana, þeir eru allt ööru-
vísi en við, þeir em allir eins, klæöa sig
allir eins, eru alvarlegir, gráir, hafa
enga kímnigáfu, hlæja aldrei og svo
eru þeir á móti okkur og ætla að ráöa
niðurlögum okkar.” Hvaða upplýs-
ingar og hugmyndir um Bandaríkja-
menn skyldi svo hinn almenni borgari
Sovétríkjanna hafa? Ætli sú mynd sé
meira aölaöandi eöa líklegri til að örva
friösamleg samskipti? Nei, þessum
viöhorfum væri hægt að breyta meö
því aö auka verulega vísindaleg,
tæknileg og mennningarleg samskipti,
feröamennsku og verzlun. Þaö er
nauðsynlegt aö auka þær upplýsingar
sem þjóöimar hafa hvor um aöra meö
notkun sjónvarps og annarra fjöl-
miöla.
Signý og Hiyni
Þaö eru meira en tveir áratugir
síöan Albert Einstein sagöi: Viö þörfn-
umst verulegrar hugarfarsbreytingar
ef mannkyniö á aö lif a af.
Viö verðum aö byrja aö hugsa á
nýjan hátt, án þeirrar blekkingar að
hægt sé aö komast hjá kjamorkustríöi
endalaust, meö því aö beita stefnu
ógnarjafnvægis, án þeirrar blekkingar
aö viö getum lifaö í öryggi aö eilífu í
skugga kjarnorkuvopna, án þeirrar
blekkingar aö hægt sé að takmarka
eöa lifa af kjamorkustríö. Engin deila
Austurs og Vesturs er jafnmikilvæg og
gagnkvæm nauðsyn okkar til aö
forðast kjamorkustyrjöld. — Aöeins
með samvinnu en ekki deilum getum
viö lært aö lifa saman, ef viö viljum
lifa, og ég trúi því aö þrá okkar tU aö
lifa sé miklu sterkari en ótti okkar
hvertviöannaö.
Þess vegna er líka löngu mál aö sam-
vizka og ábyrgð mannanna vakni af
svefni Hlyna kóngssonar.
Lífsvon og hugrekki mannanna til aö
mótmæla ragnarökum eru vökul í lfld
Signýjar karlsdóttur og hún veit að
það má vekja Hlyna með söng svan-
anna.
Það er mikið í húfi að fyrstu skrefin
út úr þessari bUndgöu kjamorku-
vopnahótana veröi stigin og þaö eru
hagsmunir okkar aUra að leiöa trölUn
tvö út úr sjálfheldunni og bjarga fjör-
eggi okkar. Þess vegna þörfnumst við
SignýjarogHlyna.
1 þessu efni em hagsmunir og vel-
ferö Islands og aUs heimsins sameigin-
leg, þ.e. aö kjamorkuvopnum verði
aldrei beitt.
Jafnframt er þaö skylda Islendinga,
eins og aUra annarra þjóða, aö leggja
sitt af mörkum til aö tryggja lausn
þessa ógnarlega vanda.
8.12.1983.
Guðrún Agnarsdóttir,
þmgmaöur
Kvennalista.
Valgerður Bjarnadóttir
Opinbert starfsfólk þessa lands, ekki
síöur en annaö fólk í þessu landi, er
agalaust. Fólk er agalaust vegna þess
aö þaö hefur aldrei þurft að standa
ábyrgt geröa sinna. Menn, sem reka
fyrirtæki, standa ekki ábyrgir geröa
smna. MiUifærslur, pennastrik og
styrkir bjarga þeim. Menn sem eru í
lögreglu þessa lands standa ekki
ábyrgir geröa sinna. Yfirboöurum
þeirra viröist þaö helst í sinn hag aö
þagga niður aUan oröróm eöa kærur
um misferli eöa mistök í starfi. Vegna
þessara viöbragða yfirvalda mun ekki
verða bót á. Menn munu halda áfram
að viröa aö vettugi starfsreglur sem
þeim eru' settar. Hinn almenni borgari
ervamarlaus.
Viö, hinn almenni borgari, erum
vamarlaus. Sorgir okkar eru kaUaöar
út í talstöðvar, viö týnum frakkanum
okkar og lögreglan lúber okkur. Sé
kvartað er annaöhvort þagaö eða
okkur sjálfum kennt um. Þetta er óþol-
andi. Viö búum hvorki í PóUandi 1983
né Þýskalandi 1943.
Þaö er e.t.v. ekki rétt aö hvetja menn
tU baráttu gegn ofurefUnu. En mál
Skafta á aö verða mál almennings
gegn yfirvöldum, sem hafa brugðist,
yfirvöldum sem misskilja hlutverk
sitt. Viö megum ekki þola yfirhylming-
ar og ábjTgöarleysi. Börnin okkar
veröa aö geta treyst lögreglunni. Þaö
munu þau ekki geta ef skrípaleikurinn
helduráfram.
Valgerður Bjarnadóttir,
Haðarstíg 2,
Reykjavík.
Pepsi
JÓLAVERÐ
í flöskustærðum 0,251. og 1 lítri
Látið brasöið ráða