Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Page 14

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Page 14
14 DV. MÁNUDAGUR12. DESEMBER1983. Menning Menning Menning Menning ÍFRELSITRÚAR Snillingar áferð EN EKKIHAFTI Ingimar Erlendur Sigurðsson: Ljóð á Lúthersári. Víkunítgáfan, 1983. Ingimar Erlendur hefur gert sér lítiö fyrir og sett saman allvæna ljóðabók á því ári Marteins Lúthers sem senn er að kveöja. Þetta eru ekki allt saman ljóð um Lúther, heldur ort í nálægð hans, en þó mis- jafnlega nærri. Ljóðin eru hartnær 80 á jafnmörgum blaðsíöum og mörg hver fáyrt. Sigurbjörn Einarsson biskup ritar „þakkarorö” framan við bókina og segir m.a. „Minnig Lúthers hefur ekki alltaf farið varhluta af íslensku mislyndi og einsýni. En bannfæringar hafa ekki hrinið á honum, hvorki fyrr né síöar. Og kristin arfleifð Islendinga er í skuld við hann, sem ekki veröur metin, og kristin hugsun í þessu landi sem annars staðar getur ekki lifað án þess að sækja glæður af arni hans. Höfundur þessarar bókar hefur kennt þess loga, sem brann með Marteini Lúther og lýsir af honum. Því tengir hann bókina minningu hans. Og hún er vissulega lúhersk að því leyti, að hún er einlægur vitnis- burður um þá leit og spurn og þrá, sem aöeins einn getur svaraö — og hefursvarað.” Það er kannski rétt, aö þessi ljóð eru ekki sérlega lúthersk að því leyti' að boöa eða lýsa trúarkenningu Lúthers eins og hann setti hana fram á sínum dögum, né heldur undir- strikun á fordæmingu hans á stirön- uðum mannakenningum páfans og vafasömum verkum eins og afláts- sölu og bannfæringu í umboði Krists. En þau eru ort undir stjömu einlægni hans, hugrekkis og uppreisnaranda. Og eftir daga fimm hundruö ára, sem hafa margbreytt heiminum og trúaráherslum hans, er það ekki mergur máls aö skýra og skilgreina guðfræðilega kenningu Lúthers, heldur taka undir kröfuna um endumýjun og mannfrelsi. Margt það sem Lúther kenndi á lítt við nú á dögum, og lútherska er ekki fólgin í fastheldni við það. Uppreisn Lúthers var fólgin í kröfunni um það að trú og trúariökun tengdi sig viö tímann, aölagaði sig manninum í hverjum sporum. Ef viö legðum áhersluna á Lúthersfræði hefðum viö enn stirðnað í sporum páfans, sem Lúther reis gegn. Lútherska er því ööru fremur krafa um endurnýjun, fylgd við hraðfara menningu og aðlögun að nýrri vitneskju og lífsönn. Ljóð Ingimars Erlends eru í þessum anda. Þau eru leit að lausn mannsins á vegi Lúthers, í þeim sporum sem hann stendur nú en ekki fyrir fimm öldum. Upphafsstef bókarinnar vitnar um þetta: Að nokkur skuli nenna að nota lífshátt þenna. Til ösku upp að brenna og eldsins hvergi kenna. Ingimar Erlendur, sem áður á árum var söguskáld, viröist nú alveg hafa söðlaö um og valið sér ljóðaveg. Hver ljóðabókin hefur rekið aðra síðustu árin, og a.m.k. tvær hinar síðustu hnigið aö langmestu leyti aö trúarlegum efnum. I fyrra kom bókin Helgimyndir í nálarauga og nú Ljóð á Lúthersári. Þessi trúariðkun skáldsins er þó engan vegmn úrræði Andrés Kristjánsson bugaðs manns sem leitar friðar og hugbóta í trú eftir áföll lifsins, heldur aö sumu leyti uppreisn, nýtt mat í nýjum sporum. Að sönriu vísar hann ekki auömýktinni á bug sem dyggð, en hún veröur að vera valfrjáls. Hann stillir manninum með nokkrum hætti upp gegn trúar- kenningunni og valdi hennar, krefst frelsis og réttar hans til þess að lifa í samræmi við eðli sitt, tíma og hug- sjónir í sátt viö trúna, og ber fram kröfuna um það að trúarkenningin og birting hennar lagi sig betur aö manninum á nýjum tímum en veröi ekki löð sem hann á að falla og mótast í. Þetta er auðvitað hin eina, sanna og hreina lútherska. Hví kveikir ekki kirkjan eld, kærleiksbál, er kirkjan einnig ofurseld eyöisál? Þannig spyr hann í upphafi fyrsta ljóös bókarinnar, Ávarpi. Og litlu síðar gerir hann þá kröfu aö trúin geri jarðnesk hjörtu fleyg. Þetta smáljóö kallar hann Hálægð: Hár er þeirra hrokinn sem hneykslismálum unna og kristinfræði kunna, himinn guðs er hokinn í hátign þeirra manna Þetta kallar hann Krossfró: Guð hér gerðist maður, gekk til móts við oss heimur harla glaöur hengdi guð á kross. Fólkið varö svo fegið, frótilhiminssté, allir fengu eigið endurlausnartré. Ingimar Erlendur er orðsterkt skáld og kveður fast aö, en á yfir- bragði kennir nokkurs hrjúfleika sem þó bregður ferskum og ásæknum blæ á mörg þessara stuttu kvæða. Hann er óragur aö reyna á þolrif máls og lesanda. Ljóöstíll hans er með olnbogaskotum, og í fyrstu snertingu viö ljóð er maður í vaífa og á varðbergi, en þegar maður hefur lesið það nokkrum sinnum, er sem viömót þess breytist. Ingimar Erlendur fer ekki troðnar slóðir. Hann er nokkur einfari, iðkar sérstæða málbeitingu og leitar ekki samfylgdar. Hann vill helst ekki ferðast á lánshestum. Það er fengur að því, er ljóöskáld tekur að helga sig trúmálum með þessum hætti, ekki sem þjónn og taglhnýtingur kenninga, heldur sem maður er gerir kröfu á hendur þeim um aðlögun sér til handa og sínum tíma. Þess vegna er þessi bók hressileg lesning og góður stuðningur við trúarlegt hugrekki. En það er svolítil fyrirhöfn að lesa hana sér til gagns. Andrés Kristjánsson. William Heinesen: Ráfl vifl illum öndum. Þorgeir Þorgeirsson þýddi. Kápumynd og myndskreytingar: Zacharias Heinesen. Mál og menning, Reykjavík, 1983. 233 bis. Ráö við illum öndum kom út á frummálinu, dönsku, árið 1967. Höfundurinn, William Heinesen, er islenskum lesendum vel kunnur af listilegum þýðingum Þorgeirs Þor- geirssonar og er þetta sjöunda bókin í sagnasafni þeirra á íslensku. Hér er um að ræða fjölbreytt safn smásagna og frásöguþátta þar sem ýmist er slegið á strengi hyldjúprar sorgar eða ærslafenginnar gleði eða höfundur bregður yfir sig hjúpi ævin- týra og töfra eöa skellir sér út í iðu öfga og ofurraunsæis. Nafli heimsins, það er sá blettur sem maður býr á. Og svo var um Þórshöfn í Færeyjum, minnstu höfuðborg í heimi. Þar skeði allt. Til dæmis hin harmþrungna ástarsaga, sem einnig er skopleg, um hana Leónóru, yfirstéttarstúlkuna glettnu í álfaliki, og hann Leónard, yngis- piltinn listfenga og fátæka. Þetta skeði rétt undir aldamótin 1900. Það var fjör í atvinnulífinu, útlendingar reistu verksmiöjur þar sem fátækir „hafnarmenn” gátu unnið fyrir bein- hörðum peningum. En einn góðan veöurdag eru útlendingamir horfnir með allan auðinn og dætur sínar fagrar. Eftir sitja fátækir strákar sem allt er tekiö frá, bæöi ástin og vonin. Ámiður heitir önnur saga. Þar segir m.a. „af mönnum og afturgöngum, af dularfullum viðburðum í ögur- byggö og litlum lífsglöðum anda sem heyrist syngja í ánni.” Líka ,,um sorg og kransahnýtingar og um hitt sem er svo óheyrilega nýstárlegt og voldugt.” Þessi saga er þjóðsagna- ættar og gæti eins hafa gerst á Islandi í byrjun 20. aldarinnar, svo nauða- líkir voru lífshættir okkar og Fær- eyinga. Þaö er sama hvaða efni William Heinesen tekur fyrir, allt verður honum aö skáldskap, jafnvel bæjar- lýsing Þórshafnar: „Lífið hefur víða sett mark sitt á ásjónu þessa gamla og reynda höfuð- staðar — það gengur svona upp og ofan en mjakast þó yfirleitt fram- ávið. Bankar hrynja og rísa á nýjaleik upp, voldug og grórn drift fer í súginn en margar smærri taka við. Fyrirmenn, skrautlegar per- sónur og sérvitringar hverfa af sjónarsviðinu en rísa til nýs lífs í þrautfáguðum ódauðlegum skrítl- um. Brosið stendur allt af sér.” (155) Bókmenntir Rannveig G. Ágústsdóttir Lokakaflinn heitir Flugur — sinfónisk tilbrigöi fyrir strengi og pípara, slagverk og drápstól. Þetta er bráðfyndin frásögn af dvöl skálds á yfirgefnum bóndabæ í Suöur- Frakklandi þar sem það hyggst dveljast viö skriftir um skeið. Þarna er frásagan raunsæ og smásmuguleg í byrjun, minnir lesanda á Þórberg og naflaskoðun hans. Síðar nær draumaheimur yfirhöndinni og ekki hægt aðskilja hann frá veruleikanum. Skáldiö lýsir ægilegum ofskynjunum og hremm- ingum. Þaö er hreinsunareldurinn sem maðurinn þrammar í gegnum og stígur að lokum út hreinþveginn og endurnærður, tilbúinn í slaginn þessa heims með tvær hendur tómar bókstaflega, því ritvélin er horfin og annaö veraldlegt góss. William Heinesen birtist tvíefldur í þessu verki. Mál og stíll er töfrandi og þýðing Þorgeirs tekur jafnvel fram því sem áður hefur komiö út. Það má segja að textinn sé andleg veisla alla bókina út í gegn. Það leynir sér ekki þegar snilling- ar eru á ferð. Rannveig. Gæfi almættið að hún spilaði alltaf svona vel Tónleikar Sinfóníuhljómsveitar íslands í Hó- skólabíói, 8. desember. Stjórnandi: Gabriel Chmura. Einsörigvari: Kristinn Sigmundsson. Efnisskrá: Frans Liszt: „Les Preludes"; Gustav Mahler: Adagietto úr Sinfóniu nr. 5;Wolfgang Amadeus Mozart: Aría greifans úr Brúðkaupi Figarós; Richard Wagner: Söngur til kvöld- stjörnunnar úr Tannhöuser; Ludwig van Beet- . hoven: Sinfónia nr. 7 í A-dúr, op. 92. Það muna víst flestir eftir hljóm- sveitarstjóranum sem stýrði svo eftirminnilega þegar Birgit Nilsson húsvitjaöi hjá okkur um árið. Og nú var hann aftur hingaö kominn til að. stjóma hljómsveitinni okkar. Góður fannst mér Chmura, hér um árið, en honum hefur vaxið enn ásmegin og er satt að segja meö allra bestu hljómsveitarstjórum, sem hér hafa stjómað. Veröur ekki annað sagt en að það sé afar upplífgandi að fá tvo frábæra stjórnendur hvom á eftir öðrum til aö stýra hljómsveitinni okkar hér úti á klakanum. Ekki fyrr þorað Tónaljóð Liszt var fyrst á skránni — vel spilað í flestu. Einleikslínur blásaranna, flautu, klarínettu, óbós og horns allar mjög vel útfæröar, en liðsheild hornanna ekki alveg til jafns viö hitt að gæðum. Strengimir voru pottþéttir, einnig í Mahler. Ekki1 hef ég fyrr heyrt þá þora að leika jafninnilega og af jafnmikilli tilfinn- ingu þá sjaldan að gh'mt hefur verið viö Mahler hér fram til þessa. JOHN SCOFIELD & CO Aðeins eitt aðfinnsluvert Hófst nú Kristins þátturSigmunds- sonar, en hann var í stuttu máh ein- hver glæsilegasti söngur sem heyrst hefur úr íslenskum barka. Hið eina aðfinnsluverða var að ekki skyldu áheyrendur fá meira að heyra. Mað- ur skyldi halda að herra Chmura teldi sig hafa not fyrir svona söngv- ara í Werther annaö kvöld í Colmar (þ.e. 9.des.). Tónleikar Jazzvakningar i Gamla biói 5. desember, Trió Johns Scofield; mofllimir auk hans, Steve Swallow og Adam Nussbaum. Enn færir Jazzvakning unnendum góðs jassleiks glaöning, jöfur gítar- leikaranna, John Scofield. Fyrir tón- leikana hafa afrek kappans verið rækilega upptalin í fjölmiölum öllum, og óþarfi er að endurtaka það hér. Með Scofield voru engir auk- visar á ferð. Steve Swallow sem ávann sér óskoraöa hylli íslenskra jassgeggjara í vor, þegar hann var hér á ferð með Gary Rurton, og Adam Nussbaum slagverkamanni. Nafn hans þekktu menn ekki jafnal- mennt hér á slóðum og hinna, en eftir tónleikana í Gamla bíói hygg ég að menn eigi eftir aö muna hann vel og lengi. Lúta eigin lögmálum Það er í senn tímaeyösla og pappírs aö tíunda fæmi kappanna. Leikur þeirra allra þriggja er af hæsta gæöaflokki. Allir þrír eru. harðskólaðir jassleikarar, sem standa í leik sínum föstum fótum í jasshefð síns heimalands. En á hinn bóginn varpa þeir af sér oki hefðar- innar, eða hinna sögulegu tengsla, sérstaklega strengjaleikararnir tveir. Bæöi John Scofield og Steve Swallow taka sín rafmögnuðu hljóð- færi sem sérstæð fyrirbæri með eigin lögmálum, en ekki bastarða gítars og kontrabassa. Og þar skilur með þeim og svo mörgum jassleikar- anum sem löngum hefur þurft, eða taliö sig þurfa, aö réttlæta sinn raf- magnaða leik með höfðun til frum- hljóðfæranna, gítars og bassa, en sem eiga fátt orðið sameiginlegt' annað en stillinguna og nöfnin. Höfðað til frumþátta Á sömu forsendum höföa þeir einnig til skyldleikans viö dægur- músík nútímans, ófeimnir og af óumdeilanlegri kunnáttu og smekk- vísi. Á ég þar viö að þeir á stundum leika allt að velsæmismörkum hljómstyrksins. I einhverjum brös- um áttu þeir allan tímann viö suð í græjunum, aöallega gítarinn, sem verkaði afar truflandi, en í mörgu var laglega unniö við hljóöstjóm, úr því hún þurfti endilega aö vera til staðar í hinu makalausa hljómhúsi, Gamla bíói. Þeir beita miklum styrk sem hverjum öðrum effekt í leik sínum. Og í húsi eins og Gamla bíói er auövelt að skynja sitt eigiö frum- stæða fyrirbæri, líkamsheym, þegar þannig er leikiö. Finna hvemig tónar bassans og slagur trumbunnar bylja á kvið og hafa þind heyrandans fyrir trampólín og hvernig hátónar gítars- ins dansa á hvirfli og hríslast niður eftir hnakka og áfram eftir hrygglengjunni. En það er ekki fyrr en farið er aö brúka þessi höfuðelement diskobylj- andans sem aðeins einn af uppbygg- ingarþáttum fjölbreytilegs íeiks að hægt er að viðhafa orðið list um leik af þessu tagi. Fjölbreytni í leik og kunnátta verða líka að fá aö vera með, og þá hluti skortir ekki hjá John Scofield og co. .-EM. ■ Tónlist Eyjólfur Melsted Eins og til að kóróna góöa tónleika lék hljómsveitin, undir stjórn hins frábæra Gabriels Chmura Sjöundu Beethoven, eina fegurstu hljómkviðu sem samin hefur veriö. Sjaldan hef- ur hljómsveitin okkar veriö eins vel með á nótunum. Nú vitum við að hún getur (eða má að minnsta kosti láta hana gera) byggt upp jafna stígandi og hnígandi og ofið hinn fínasta hljómvef. Gæfi almættið að hún spil- aði alltaf svona vel. EM

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.