Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Blaðsíða 32

Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Blaðsíða 32
DV. MANUDAGUR12. DESEMBER1983. 'Jiiumiih BÓMULLARUNDIRFATNAÐUR VERSLUNIN HORN KÁRSNESBRAUT 84 KÓPAVOGI D V-mynd Róbert Jörgensen. Stykkishólmur: Kvenfélagiö gerir bæjarbúum dagamun Frá Róbert Jörgensen, fréttaritara DV í Stykkishólmi. Kvenfélag Stykkishólms efndi til árlegs basars og kaffisölu í Félagsheimili Stykkishólms sunnu- daginn 4. desember. Þar var á boöstólum margt eigulegra muna og sem fyrr var allt selt á gamla verðinu. I samtali við Kristínu Björnsdóttur, formann kven- félagsins, kom fram að kvenfélagið hefur veriö með basar frá því upp úr 1950. Hún sagði einnig að kvenfélagiö hefði veriö með sölu á kertum og jólapappír. Hagnaður af sölunni sem og hagnaður af basarnum fer sem oftar allur til styrktar nýrri kirkju- byggingu. Þess má geta að það voru konur í bænum sem drifu í kirkju- smíði þegar gamla kirkjan var byggð. Kristín sagði aö kaffisalan væri óvenjumikil og vonandi yrði svo áfram. Hún sagðist vera bæjarbúum þakklát fyrir frábærar undirtektir. Jafnhliða kaffisölunni var stór- kostleg dagskrá. Lúðrasveit Tónlistarskóla Stykkishólms lék undir stjórn Haf- steins Sigurðssonar. Jóhanna Guömundsdóttir, stjórnandi kirkju- kórsins, lék á píanó með Daöa Þór Einarssyni, skólastjóra Tónlistar- skólans, en hann lék á básúnu. Kirkjukór Stykkishólmskirkju söng undir stjórn Jóhönnu Guðmunds- dóttur og einsöngvari með kórnum var Friðrik Kristinsson. Að iokum léku saman á þrjár blokkflautur og gítar DaöiÞórEinarsson,Hafsteinn Sigurösson, Jóhanna Guðmunds- dóttir og Lárus Pétursson. Þeim sem komu fram undir kaffi- drykkju var mjög vel tekið og óspart klappað lof í lófa. Þarna voru líklega saman komin milli 350 og 400 manns. -GB. NÚ er greni- skógurinn þéttur afjólatrjám ★ Rauðgreni ★ Eðalgreni ★ Leiðisvendir, leiðiskrossar Viðskiptavinir athugið: Okkar jólatré hafa aldrei komiö í hús. Það trvggir barrheldnina. MIKLATORGI OPIÐ 9-21 SÍMI 22822 ROYAL Royal er sígild veggsamstæöa meö mismunandi uppstillingamöguleikum. í neöri skáp: Færanleg hilla. Möguleiki á hljóm- plötuinnréttingu og flauelsklæddri silfurskúffu. Allar hurðireru meö stilianlegum lömum. Lýsing er í öllum yfirskápum. Póleraö gler í glerskápum. í barskápnum er spegill og glerhilla. Stillanlegir demparar á huröinni. Allar huröir og skrautlistar á framstykki skápsins eru úr massífri eik. Allt handverk er í sérflokki. Uppstilling no. I BxHxD 270x 195x30 og 44 Uppstillingno.il BxHxD 270x 195x30og 44 Uppstilling no. III BxHxD 270xl95x30og44 H HÚSGAGNA-f val Smiðjuvegi 30 Kópavogi Simi 72870 HUHHHHUUUUUVUUVUUUUU.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.