Dagblaðið Vísir - DV - 12.12.1983, Blaðsíða 42
42
DV. MÁNUDAGUR12. DESEMBER1983.
TILBOÐ
óskast í eftirtaldar bifreiðar:
Ford Transit árg. 1976
Ford Transit árg. 1977
FordTransitárg. 1978
Hin/OKMárg. 1980
Chevrolet Van, 12 manna, árg. 1977 (nýupptekin vél).
Bifreiðar þessar eru til sýnis hjá Bílaleigu Flug-
leiöa við Flugvallarveg. Sími 21188.
FLUGLEIDIR
Tilkynning til
launaskattsgreiðenda
Athygli launaskattsgreiöenda skal vakin á því að eindagi
launaskatts fyrir mánuðina ágúst, september og október er 15.
desember nk. Sé launaskattur greiddur eftir eindaga skal
greiöa dráttarvexti til viðbótar því sem vangreitt er, talið frá
og með gjalddaga. Dráttarvextir eru 4% á mánuði.
Launaskatt ber launagreiðanda að greiða til innheimtumanns
ríkissjóðs, í Reykjavík tollstjóra, og afhenda um leið launa-
skattsskýrslu í þríriti.
Fjármálaráðuneytið.
♦ * »-
JÓLASKOR
¥
*
w
4
k
■k
w
*
Teg: 1.
Litur: hvitt leður.
Stærðir: 21-30.
Verð kr. 450,-
Teg: 3.
Litir: svart og hvítt leður.
Stærðir: 28—40.
Litir: rautt og bleikt leður.
Stærðir: 28 — 34.
Verð kr. 545.
Litil númer.
m
¥
*
¥
:+l
Teg: 5.
Litur: blátt vatnsþétt leður,
loðfóðraðir.
Stærðir: 24—27.
Verð kr. 985,-
Teg: 2.
Litur: rautt leður m/hvitum
böndum.
Stærðir: 21—30.
Verð kr. 450,-
it
*|
*
M
*
Teg: 4.
Litur: rautt leður.
Stærðir: 30 — 34.
Verð kr. 625,-
Teg: 6.
Litir: brúnt og rautt leður, loð-
fóðraðir.
Stærðir: 28 — 34.
Verð kr. 895,-
$ STJÖRNUSKÓBÚDIN
Lauaavpgj 96 \/ia a c.:z__
Laugavegi 96 Við hliðína a Sljornubiði Simi 23795
*■'
*
Prjónaskapurinn
er aukabúgrein
— rætt við Þórunni Aðalsteinsdóttur úr Aðaldal
sem hefur fulla atvinnu af því að pr jóna
Þórunn frá Miðhvammi innan um árangurinn af aukabúgrein sinni,
prjónaskapnum. Sýningargestir á Húsavik lágu flatir fyrir peysunum
sem hanga uppi þarna á bakvið hana. D V-mynd JBH.
Það leyndi sér ekki að sýningarbás
Þórunnar Aðalsteinsdóttur frá
Miðhvammi í Aðaldal vakti mikla at-
hygli hjá þeim sem skoöuðu iðnaðar-
og þjónustusýninguna í félagsheimil-
inu á Húsavík fyrir nokkru. Fóik hóp-
aðist þar að, gramsaði í húfum,
vettlingum, sokkum og fleiru sem
var á borði á gólfinu og dáðist að
prjónaflíkunum sem héngu á grind á
bakvið, sérstaklega þótti hvít peysa
stela senunni.
Þó mikið væri aö gera hjá Þórunni
við að sinna gestunum tókst að ná af
henni nokkrum mínútum í spjali.
Hún sagöist vera bóndakona i
Miðhvammi en ekki búkona. „Bóndi
minn býr með kýr en ég halla mér að
prjónaskapnum. Þetta er eiginlega
aukabúgrein hjá mér.”
Búin að stunda þetta lengi?
„Bara síðastliðið ár í þessum
mæli. Það má segja að ég hafi haft
þetta sem aukavinnu í 1 til 2 ár.”
Hvernig selurðu framleiðsluna?
,,Ég prjóna aöallega fyrir fólk eftir
pöntun.”
Og hvað prjónarðu?
„Ætli megi elíki segja allan prjóna-
fatnað, frá nærfötum upp í kjóla, og
allt er þetta vélprjónað.”
Fer ekkert í verslanir af þessum
prjónavörum?
„Þaö er mjög lítið hægt að komast
inn á slíka markaði. Kannski er h’ka
ennþá meira gaman að prjóna fyrir
einstaklinga sem koma með sínar
eiginhugmyndir.”
Hefuröu lært eitthvað sérstaklega
aðprjóna?
„Ég er heimalærð en var þó hka í
húsmæðraskólanum á Varmalandi á
sínum tíma.”
Er hægt aö verða ríkur á ávona
prjónaskap?
„Eg hef fulla vinnu af þessu og það
er hægt að hafa þokkaleg laun með
mikilh vinnu. Maður Ufir ekki á
svona löguöu ef aöeins eru unnir fá-
einir klukkutímar á dag.”
Notaröu eitthvert sérstakt garn?
„Nei, ég er ekki með neitt eitt garn
frekar en annað. Yfirleitt hef ég
samt garn fyrirliggjandi en ef fólk
vih getur það komið með það.”
Verðiö á prjónavörum Þórunnar
getur varla talist hátt sé borið saman
viö margt innflutt sem fæst í verslun-
um. Virtist muna þar helmingi á,
jafnvel meira. Taldi Þórunn að verð
á heimavinnu væri nú yfirleitt mjög
hagstætt.
Þaö var ekki orðið hægt að trufla
prjónakonuna lengur, mannfjöldinn
við bás hennar jókst stöðugt og fyrir-
spumum rigndi yfir hana. Þórunn
var að lokum spurð hvort hún hefði
verið ein af þeim sem aldrei sleppa
prjónunum?
„Eg hef aUtaf gert mikiö að því að
sauma og prjóna enda hefur ekki
veitt af, börnin eru 6. Upphaflega var
ekki meiningin að fara út í prjóna-
skapinn sem atvinnu. Þetta byrjaði
með því að ég prjónaði eina og eina
flík af greiðasemi. -JBH/Akureyri.
NÝ BARNABÓK
Hvaða augum
lítur barnið
dauðann?
Hvernig bregst sex
ára drengur við
þegar pabbi hans
deyr?
Hver er skilningur
hans á að lífið
haldi áfram?
Sagan lýsir á raunsæjan hátt hvað hrærist í
huga sex ára drengs, sem missir pabba sinn í
bílslysi. Efnið vekur okkur til umhugsunar
um hvaða augum við lítum á dauða náinna
ástvina.
Saga sem allir hafa gott af að lesa. HílSlíl llf
JSáAI