Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Blaðsíða 2

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Blaðsíða 2
2 DV. MIÐVIKUDAGUR11. JANUAR1984. Slæmt atvinnu- ástand á Akureyri — ástandið íReykjavík versnar dagfrá degi Horfur í atvinnumálum eru nú víðast hvar verri en verið hefur um langt skeið. Atvinnuleysi er einnig víðast meira en verið hefur á þess- um árstíma. Sums staðar fer ástandið dagversnandi. I Reykjavík eru tugir manna færðir á atvinnuleysisskrg á degi hverjum. Á Akureyri voru 250 manns atvinnulausir um áramótin. í mörgum tilfellum er um tímabundið atvinnuleysi að ræða. Fisk- vinnslan mun kalla stóran hóp þessa fólks aftur til vinnu þegar vertíð hefst. En vegna samdráttar í fiskveiðum mun vinna þess fólks verða minni og stopulli en áður. Ólíklegt þykir að mikil atvinnuaukning verði á öðrum sviðum. DV kannaði ástandið í atvinnumálum á nokkrum stöðum á landinu og fara þær upplýsingar hér á eftir. , ÖEF Reykjavík: Hundrað misst atvinnu frá áramótum Ekki lengur skömm að atvinnuleysisbétunum —segir Helga Enoksdóttir, formaður Verkalýðsf élags Grindavíkur „Æðimörgum hefur hingað til þótt skömm að því að þiggja atvinnuleysis- bætur en nú er þetta að breytast. Nú virðist fólk hafa meiri þörf fyrir at- vinnuleysisbæturnar og það er meðal annars skýringin á því að hér eru nú fleiri skráðir atvinnulausir en áður á sama tíma,” sagöi Helga Enoksdóttir, formaður Verkalýðsfélags Grindavík- ur. I Grindavík eru nú 76 á atvinnuleys- isskrá en á sama tíma í fyrra voru þeir 54. Þó komst f jöldi atvinnulausra upp í 70 í janúarmánuði á síðasta ári. En Helga taldi aö atvinnuleysi ætti enn eftir að aukast í Grindavík það sem eftir væri af þessum mánuði. ,,Þetta er ekki verra ástand en var á þessum árstíma í fyrra. Þá var ástandið að því leyti verra að þá vissi enginn með vissu hvort frystihúsið hæfi starfrækslu aftur. Nú eru ekki nema 12 manns sem hafa ekki von um atvinnu en hinum hefur aöeins verið sagt upp tímabundið vegna sam- dráttar í fiskvinnslu en veröa ráönir aftur þegar fiskvinnslan tekur til starfa,” sagði Helga. Helga sagöi að þaö væri einkennandi fyrir þetta atvinnuleysi, eins og alltaf áöur, að það bitnaði harðast á konum. Af þeim 76 sem nú eru skráðir atvinnu- lausir eru 60 konur en 16 karlar. Karlamir væru áfram við vinnu í fisk- vinnsluhúsunum við ýmis störf en konunum væri sagt upp. ÖEF Helga Enoksdóttir, formaður Verkalýðsfélags Grindavikur, með atvinnuleysisskrána fyrir framan sig. DV-mynd EÓ Ágreiningur innan Kvennaframboðsins Ágreiningur innan Kvenna- framboðsins í Reykjavík hefur leitt til þess að Lára V. Júlíusdóttir hefur sagt af sér öllum nefndarstörfum fyrir Kvennaframboðið. Ágreiningurinn stendur meðal annars um hvort greiða eigi rekstrarkostnað fyrir 7 lækna við læknamiðstöövarnar í Domus Medica ogáÞórsgötu. Lára Júlíusdóttir átti sæti í heilbrigðisráði og var varamaður í stjórn sjúkrastofnana. Hún hafði þar greitt því atkvæði að þessi kostnaður yrði greiddur en borgarfulltrúar Kvennaframboðsins lögðu fram tillögu í borgarráði um að þessi kostnaður yrði felldur út úr f járhagsáætlun. „Borgarfulltrúamir lögðu þessar til- lögur fram í borgarráði 3. janúar án þess að þær hefðu verið bornar undir mig. Það er erfitt fyrir mig að sitja áfram í heilbrigðisráði eftir að þessar tillögur em komnar fram því að þær stangast á viö það sem ég hef áður samþykkt,” sagði Lára V. Júlíusdóttir. „Það var vitað að það var ósamkomu- lag um þetta mál, en það var leyst með þvíað farið var framhjá mér og tillaga borgarfulltrúanna ekki borin undir mig á neinum stigum. Þetta varð til þess að upp úr sauð. Eg vil ekki starfa undir þessum vinnubrögðum.” ÖEF Láttu okkur framkallá jólamyndirnar fyrir þig og þú færö þær 30% stærri, á veröi venjulegra mynda. Framköllum allar gerðir filma, bæði svart - hvítt oq lit FILMUMÓTTÖKUR: Regnboga-litir hf., Suðurl.br. 20, R. Söluturninn Siggi & Valdi hf., Hringbr. 49, R. Btla- og bátasalan, Hafnarfirði. Tískuversl. Lips, Hafnarstr. 17, R. Spesían, Garðabæ Bókabúð Braga, Lækjargötu 2, R. Söluturninn Örnólfur, Snorrabr. 48, R. Bókav. A. Bogas. - E. Sigurðsson, Austurvegi 23, Seyðisf. Versl. Ós, Knarrarbergi 2, Þorlákshöfn Versl. Þór, Búðavegi 35, Fáskrúðsfirði Gestur Fanndal, Suðurgötu 6, Siglufirði Kf. Þór, Þrúðvangi 31 Hellu Kf. V-Barð., Hafnarbr. 2, Bíldudal Rafeind, Bárustig 11, Vestmannaeyjum._____________ Ef þú sendir okkur filmu í pósti, sendum við þér myndirnar um hæl, ásamt nýjum filmupoka. SUÐURLANDSBRAUT 20 SÍMI82733 Rúmlega eitt hundrað manns hafa bæst í hóp atvinnulausra í Reykjavík frá áramótum. I gær voru um 730 manns skráðir atvinnulausir í Reykja- vik, en síðasta dag desembermánaðar voru 614 á atvinnuleysisskrá. Til samanburðar má geta þess að 31. desember 1982 voru 302 á atvinnu- leysisskrá í Reykjavík. REGIÍÐOGA LfTIR Atvinnuleysi í borginni er mest meðal verkafólks. I fyrradag voru 181 verkamaður og 140 verkakonur á at- vinnuleysisskrá. Iðnverkamenn töld- ust 17 og iönverkakonur 6, verslunar- menn 35 og verslunarkonur 38. At- vinnuleysi er meira meðal kvenna en karla. I heild voru skráðar 278 konur og 226 kariar. ÖEF Flestir bátar liggja enn i Grinda- vikurhöfn og afþeim sökum er litla atvinnu að hafa í fiskvinnslu. En reiknað er með að ástandið skáni um og eftir næstu mánaðamót. DV-mynd EÓ.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.