Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Blaðsíða 21

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Blaðsíða 21
DV. MIÐVIKUDAGUR11. JANUAR1984. Tíöarandinn „Leikfélagi janúarmánad- ar” í karlaritinu Playboy. Er Ijósmynd af þessu tœi nidurlœgjandi fyrir konur? Sumum kann að virðast svo en vœntanlega finnst mörg- um að kvenþjóðin megi kallast fullsœmd af svo gjörvilegum fulltrúa. Penny Baker heitir hún og er tœp- lega 19 ára gömul. Meöal annars efnis eru þarna greinar eftir Truman Capote, Irwin Shaw og Kurt Vonnegut, ljóö eftir John Updike, gleöimál eftir Art Buchwald, smásögur eftir Ray Bradbury, Anton Tsékoff og nóbelsskáldið Gabriel Garcia Marquez. Hvaö í ósköpununum vilja menn um- fram þetta efni? Eg held aö þaö sé leitun aö bókmenntaritum sem flagga jafnágætum nöfnum og þeim sem skrýða síðurnar í janúarblaöi Play- boys aö þessu sinni enda hefur vænt- anlega veriö meira lagt í sölumar en oft áöur því að þetta eintak er reyndar útgefið í tilefni þrítugsafmælis blaös- ins. Marquez og gullasninn Nú vill svo vel til aö margar bækur eftir Marquez hafa birst á íslensku, að vísu hörmulega illa þýddar sumar, og það er gaman aö sjá hvaða sögu hann . hefur valiö til birtingar í karlablaðinu Playboy. Þetta er saga um nýgift hjón, suöur-amerísk, sem fara í brúðkaups- ferö til Evrópu og aka um meginlandið á spánnýjum Bentley. Svo illa tekst þó til um ferðir þeirra hjóna aö konan unga særist á fingri og dregur þaö hana til dauða, en eigin- maöurinn flækist ráðvilltur um París- arborg og veit ekki sitt rjúkandi ráö, konulaus og eigi mælandi á franska tungu. Saga þessi er þrungrn kynhvöt og ná- vist dauðans eins og títt er um sögur þessa suður-ameríska höfundar, en maður fær þaö samt fljótlega á tilfinn- inguna aö annaöhvort hann eöa ein- hver bókmenntaráöunautur tímarits- ins hafi stillt þannig strengi aö sagan falli sem haganlegast inn í þá umgjörð sem Playboy notar. Blaðiö er nefnilega furöulega fast í stílnum og frávik sjald- 21 Tíðarandinn KONANí HUGUM KARLANNA —velgengni karlaritanna sýnir af stöðu karlmanna tilfagrakynsins „Karlmenn þeir sem prýða síður tískuritsins GQ eru gjarnan fíngerðir og nettir borgarbúar, smáfríðir og mjaðmagrannir — jafnvel skeggið er tildurslegt og sýnilega rœkilega snyrt af sérfrœðingum áður en skeggberinn ekur á bifreið sinni upp í kyrrð og ró óbyggðanna. . .” gæf og þegar þess er gætt að Marquez er kommúnisti og svarinn and- istæðingur auövalds og auðvaldsrita þá gefur þaö auga leiö aö ekki hefur hún verið skorin viö nögl fjárhæðin sem hann fékk í pósti fyrir þessa skradd- arasaumuðu smásögu. Frá Playboy til Screw Vigdís Baldursdóttir, verslunar- stjóri í bókabúö Braga viö Lækjargötu, sagöi mér aö Playboy seldist langmest hinna dæmigerðu karlarita og sá sem grandskoðar hin blööin af þessum toga hlýtur aö dásama smekkvísi íslenskra karlmanna á eftir. Hustler er trúlega þaö tímarit sem iengst gengur meö ósiölegar myndbirt- ingar og frásagnir og kann aö vera aö rit þetta sé heldur vafasöm kynfræösla ungum sveinum og óiiörönuöum. A milli Playboy og Hustler má setja allnokkur karlarit, svo sem Mayfair, og þaö er jafnan áberandi aö eftir því sem siðgæöinu hrakar þá hrakar enn- fremur hinum tæknilegu myndgæðum og ekki síður g jörvileika fy rirsætanna. Erlendis er víöa kostur á enn rudda- legri ritum en Hustler, til dæmis Screw, en nafniö eitt er þess eölis aö hinir siöavöndu hnykla brýrnar og kreppa hnefana í buxnavösunum — og efnisvaliö mun vera í samræmi viö nafnið. En þessháttar svaðafengin klámrit eru ekki seld hériendis aö minnsta kosti ekki i hinum stærri bóka- verslunum. Tískurit fyrir karlmenn eiga ólíkt erf iöra uppdráttar en tískublöö kvenna en þó er nú sjáanleg mikil viöhorfs- breyting í þessum efnum. Bandariska karlatískuritið GQ (Gentlemen’s Quarterly) nýtur þó töluverörar hylli í Reykjavík og einnig munu ítöisk rit um sama efni seljast nokkuö. Kvenmynd karlarita Nú er þaö keppikefli allra ritstjóra aö selja blöö sín sem mest þeir mega og þá leiðir af sjálfu aö þeir reyna að þægja lesendum sínum eftir megni hvaö varðar myndir og texta. Eg hef veriö aö blaöa í þessum karla- ritum og ráöa af efrii þeirra hvaða mynd þau draga upp af hlutverkaskipan kynjanna og þó að hætt sé viö aö slík viðleitni kafni aö miklu leyti í get- sökum þá sýnist mér samt fáeinar út- línur sæmilega ljósar. Þaö blasir til dæmis viö aö kven- mynd karlaritanna hefur ekki tekið neitt miö af allri þeirri krassandi jafn- réttisumræðu sem riöiö hefur húsum f jölmiölanna á liönum árum. Þessi rit sýna konuna sem glaöværan rekkju- naut, búinn ýmsum samræðisíþróttum og því sköpulagi holdsins sem augaö gleður. Vitaskuld örlar hvergi á þeirri skoöun aö konur séu ekki andlegar verur til jafns viö karlmenn — þaö er bara ekki í verkahring þessara rita aö fást umslíka hluti. Hitt kemur aftur á móti dálítið á óvart aö karlmynd þessara blaöa er ansi óljós og þar má greina stóra breytingu frá því sem áöur var. Playboy sýndi hér á árum áöur kjól- klædda karlmenn með viskíglas í hendi og berbrjósta konur sér viö hliö í hana- stélsveislum en ljósmyndum af karl- mönnum hefur fækkaö til mikilla muna íþessublaöi. Nettir karlmenn Karlmenn þeir sem prýöa síður tískuritsins GQ eru gjarnan fíngerðir og nettir borgarbúar, smáfríöir og mjaðmagrannir — jafnvel skeggiö er tiláurslegt og sýnilega rækilega snyrt af sérfræðingum áöur en skeggberinn ekur á bifreiö sinni upp í kyrrö og ró óbyggðanna þar sem ljósmyndarinn bíöur átekta meö vélar sínar. Það er aö vísu varasamt aö ganga mjög langt í þá átt aö draga almennar ályktanir af myndefni rita sem þess- ara en freistandi er það engu aö síður. Mér sýnist kariaritin gefa nokkuö glögga vísbendingu um aö konurnar hafi ekki tekið neinum umtalsveröum stakkaskiptum í hugum þeirra sem karlaritin kaupa — þær eru kátar, fall- egar, til í tuskiö og umfram allt: fá- klæddar. Og líklega hafa konur veriö þannig frá árdaga sköpunarverksins aö minnsta kosti í hugum karla. Þaö er ólíklegt aö karlaritin hafi nokkur áhrif í þessa veru en gífurleg sala þeirra um allar jaröir sannar svo aö ekki verður um villst hver er af- staða kaupendanna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.