Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Blaðsíða 8
8 DV. MIÐVIKUDAGUR11. JANUAR1984. Útlönd Utlönd Útlönd Útlönd Jórdaníukóngur á sjúkrahúsi Með blæðandi magasár mitt í stjómarskiptum og fyrstu samkomu þingsins eftir tíu ára hlé Hussein Jórdaníukonungur hefur verið lagður inn á sjúkrahús í Amman með blæðandi magasár. Læknir hans segir að líðan hans sé þó með ágætum og að hann sé á batavegi en konungur mun þó veröa á sjúkrahúsinu nokkra daga til viðbótar. Veikindi hins 49 ára gamla Jórdaníu- konungs sækja að þegar hann er í miðjum ráðherraskiptum innan ríkis- stjórnarinnar og hefur kvatt þing Jórdaníu saman eftir tíu ára hlé. Nýi forsætisráðherrann Ahmed Obeidat og 19 meðráðherrar hans í nýju stjórninni urðu aö heimsækja kon- ung á sjúkrabeðinn og sverja emb- ættiseiðana þar viö rúmstokkinn. — Obeidat, sem var yfirmaður leyniþjón- ustunnar í átta ár og innanríkis- ráðherra síöan 1982, leysir af hólmi Modar Badran sem sagði af sér. Ekki er víst hvort konungur, sem ríkt hefur í Jórdaníu í rúm 30 ár, verði oröinn nægilega hraustur til þess að geta verið viö þingsetninguna á morgun. Ráögert hafði verið aö hann sækti ráðstefnu leiðtoga múhameðs- trúarríkja sem haldin veröur í mar- okkó í næstu viku og í opinbera heim- sókn ætlaði hann til Indlands síöar í þessum mánuði. Badran, fráfarandi forsætis- ráöherra, sagði af sér þegar þingið skyldi kallað saman og stjórnar- . skránni breytt svo að fram megi fara nýjar þingkosningar. Gert er ráð fyrir að íbúar á austur- og vesturbakka árinnar Jórdan fái 30 fulltrúa hvorir í nýja þinginu. A vestur- bakkanum býr um ein milljón Palest- ínuaraba, en hann var hernuminn af Israelum í stríöinu 1967. Rashid !i röndóttu skyrtunni) kannast nú orðið við sitt rétta nafn i yfir- heyrsium portúgölsku lögreglunnar en neitar að hafa hleypt af bana- skotinu. VAR IVITORDIMEÐ MORDINGJUM SARTAWAIHJÁ PLO Varsjárbandalagsríki afhentu NATO tillögu um eiturefnavopn Unnið að uppgreftrinum i kirkjugarOinum viO Buenos Aires, en þar hafa fundist nær 500 óþekkt iík. ÁOur hafa verið grafin upp nær 250 iik i öðrum kirkjugörðum þar sem þau hafa verið grafin með leynd i ómerktum gröfum. Sífellt f innast fleiri óþekkt lík Nær 500 óþekkt lík hafa verið grafin upp í kirkjugarði við Buenos Aires þar sem þau virðast hafa verið grafin í leynd á stjórnarárum herforingjanna í Argentínu milli 1976 og 1982. Fundist hafa skotsár á höfði nær helmings þessa fólks. Þetta er stærsti h'kfundurinn í leit Argentínumanna að þeim þúsundum sem hurfu í „skítugu herferðinni” er herinn rak gegn vinstrisinna skæru- liðum í landinu á síðasta áratug. Mannréttindahópar telja að á milii 6000 og 30.000 manns haf i horfiö þá. Mörg hkanna bera merki pyndinga og meiðsla og þykir hugsanlegt aö þarna séu fundnir einhverjir af póh- tískum andstæðingum herforingja- stjórnanna sem hurfu sporlaust. Um suma spuröist síöast að þeir hefðu verið handteknir af lögreglu eða for- ingjum hersins og færðir á brott í bif- reiðum lögreglunnar eða leyniþjónust- Varsjárbandalagið lagöi fram til- lögu um bann við eiturefnavopnum í Evrópu í gær. Embættismenn sovéska utanríkisráöuneytisins afhentu starfsmönnum NATO upp- kast af tillögunni. Erlendir sendi- ráðsstarfsmenn í Varsjárbandalags- ríkjum segja að engin tilviljun sé að tihagan er sett fram nú rétt fyrir Stokkhólmsráöstefnuna um afvopnunarmál. Hafa erlendir sendiráðsstarfs- menn jafnframt lýst yfir tortryggni vegna þessarar tillögu, segja hana setta fram í áróðursskyni og segja að nú hafi Stokkhólmsráðstefnan aukist að mikUvægi vegna þess aö öllum afvopnunarviðræðum mUU stórveld- anna hefur verið slitiö í bUi. Ráðgert er að utanríkisráðherrar stórveldanna, þeir Shultz og Gromyko, hittist á ráðstefnunni í Stokkhólmi sem hefst nú þann 17. janúar. Sovétríkin slitu viöræöum um meðaldræg kjarnorkuvopn í nóvember sl. og um langdræg kjarn- orkuvopn stórveldanna nokkru síðar. I tiUögu Varsjárbandalagsríkj- anna var sagt aö bann við eiturefna- vopnum í Evrópu myndi draga úr hættunni á stríði og auka gagnkvæmt traust. En NATO-ríkin hafa þegar sett fram tUlögu um allsherjarbann við eiturefnavopnum, ekki aðeins bundið við Evrópu og féllust Banda- ríkin á fuUt eftirlit með aö shku banni væri framfylgt. Sovésk yfirvöld hafa hingað tU neitað að ræða eftirhtsaðgerðir í smáatriðum og hefur það verið mik- U1 þrándur í götu viðræðna. I til- lögunni sem NATO var afhent í gær sagði aö flókin tækniatriöi varöandi eftirht meö að banni væri fram fylgt skyldu rædd síöar. Umsjón: Guðmundur Pétursson og Herdís Þorgeirsdóttir Yassir Arafat og Sartawi sem myrtur var af róttæklingum innan PLO vegna hófsemdar iskoðunum og friðar- og samningsvilja. Palestínuarabinn, sem sakaöur er um að hafa myrt Issam Sartawi á al- þjóðaþingi jafnaðarmanna í Portúgal í apríl síðasthðnum, ber enn á móti því að hann hafi skotið banaskotinu. „Eg var hvergi nærri,” sagði Mo- hammed Hussein Rashid, sem er hættur að reyna aö fela sig á bak við falskt nafn á fölsku vegabréfi frá Mar- okkó og kannast orðið viö að vera Palestínuarabi. Sartawi var fulltrúi í framkvæmda- ráði PLO og talinn meðal þeirra hóf- samari sem hlynntari væru samninga- leiðunum. Rashid segist núna hafa verið í vit- orði með tilræðismönnunum og hafa átt að draga að sér athyghna svo að hinir slyppu. Oskar hann þess að verða látinn laus svo að hann geti farið tU fé- laga sinna. Falska vegabréfiö útskýrir hann sem öryggisráöstöfun er alhr skæruhðar Palestínuaraba viðhafi, dulnefni og fölsuð persónuskilriki til þess að hefndir vegna hryðjuverka þeirra verði ekki látnar bitna á aðstandendum. Ofbeldi í skólum Reagan forseti hefur hvatt bandarísku þjóðina til aö snúast gegn glæpum og ofbeldi í skólum. Vitnaði hann til skýrslu mennta- málaráöuneytisins frá 1978 sem sýndi aö mánaðarlega yrðu um þrjár milljónir táninga, einkanlega í þéttbýh, fyrir barðinu á glæpum í skólum. Sama skýrsla sýnir að mánaöarlega eru um 6000 kennar- ar rændir og um 1000 leiðbeinend- ur sæta svo harkalegum líkams- árásum að þeir þurfa læknis meö. Allt gerist þetta inni á skólalóöum eða innan veggja skólannna.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.