Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Blaðsíða 9

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Blaðsíða 9
DV. MIÐVIKUDAGUR11. JANUAR1984. Útlönd Utlönd Utlönd Útlönd Kosningaþátttaka íDanmörku sló öll met: Stórsigur íhaldsmanna Framfaraflokkur Glistrups nærþvíþurrkaður út en ástandið að öðru leyti svipað og áður Þaö verður aö fara allt aftur til árs- ins 1943 til að finna viðlíka kosninga- þátttöku og var í dönsku þingkosning- unum í gær. 1943 streymdi fólk á kjör- stað til að sýna Þjóðverjum að Danir væru einfærir um að sjá um sín mál sjálfir. I gær streymdu Danir á kjörstað og veittu Ihaldsflokknum slíkt brautar- gengi aö frambjóðendur hans áttu vart orö til að lýsa ánægju sinni, 26 þing- menn voru orönir að 42 og í leiöinni sáu kjósendur til þess, að þingmenn Framfaraflokks Glistrups urðu sex í staðsextán. Ekki munaði nema rúmu 1 1/2% að sá flokkur yrði að engu á einum degi. Jafnaðarmenn töpuðu tveim þing- mönnum, miödemókratar sjö en aðrir flokkar bættu eilítið við sig eða stóðu í staö. Þrátt fyrir allt þýða þessar kosning- ar ekki neinar stórbreytingar í dönsk- um stjórnmálum og við liggur að ástandið sé óbreytt frá því sem áður var. Samanlagt hafa borgaraflokk- unum aðeins bæst tveir nýir liðsmenn á kostnað vinstri flokkanna og ríkis- stjórn Poul Schliiters er eftir sem áður minnihlutastjórn. Stórsigur Ihalds- flokksins er á kostnað annars stjómar- flokks, miðdemókrata og svo Fram- faraflokksins þannig aö allt er við það sama hvað varðar styrk stjórnarinnar. 90 þingmenn þarf til þess að meiri- hiuti sé í höfn, stjórnarflokkarnir fjórir (Ihaldsflokkurinn, Kristilegi þjóðarfl., miðdemókratar og Venstre) hafa 76 og ná ekki meirihluta nema með stuðningi bæði vinstri radikala og Framfara- flokksins en þingmenn þeirra flokka segjast ekki geta verið í stofu saman. Stjórnarandstaðan hefur á aö skipa 83 þingmönnum en ólíklegt þykir aö jafnaðarmenn telji heppilegt að taka sér forystuhlutverk í slíkri minnihluta- stjórn eins og sakir standa. Poul Schliiter forsætisráðherra mun því að öllum líkindum tilkynna Margréti Danadrottningu það í dag að minnihlutastjórn hans sitji óbreytt áfram og reyni að stjórna eftir bestu getu. Enn á stjórnin eftir að koma fjár- lagafrumvarpi sinu í gegnum þingið en vandræöin með þaö voru einmitt til- drög þessara þingkosninga. Að mörgu leyti er hér um tímamóta- kosningar að ræða. Þaö er einsdæmi að jafnaðarmenn tapi fylgi í kosningum eftir setu borgaralegrar ríkisstjórnar: Það er einnig einsdæmi að Ihalds- flokkurinn sigri eftir setu í ríkisstjórn. Hvað sem því líður er ljóst aö 88,4% þeirra 3,8 milljóna Dana, sem voru á k jörskrá, hafa séð til þess að Jafnaðar- mannaflokkurinn er ekki lengur sá ein- ráöi risi í dönskum stjórnmálum og hann hefur verið í áratugi. Ihalds- flokkurinn er 15 þingmönnum á eftir sem næststærsti þingflokkurinn. NIÐ URSTÖÐ UTÖL UR Flokkar atkvœði þingmanna- fjöldi (og áður) Jafnaðarmenn 31% 57 (59) Vinstri radikal 5,5% 10 ( 9) íhaldsfl. 23,4% 42 (26) Sós. þjóðarfl. 11,5% 21 (21) Miðdemókratar 4,6% 8 (15) Kristil. þjóðarfl. 2,7% 5 ( 4) Venstre 12,1% 21 (21) Vinstri sósíal. 2,6% 5 ( 5) Framfarafl. 3,6% 6 (16) Réttarsambandid og þrír kommúnista-smáflokkar fengu engan mann kjörinn (nádu ekki 2%) en fjórir þing- menn bœtast við frá Grœnlandi og Fœreyjum. Kjörsókn var 88,4% en á kjörskrá voru 3,8 milljónir. Frá Eiríki Jónssyni, fréttamanni DV íKaupmannahöfn Poul Schliiter ísigurvímu: erum nýtt afl” „Vilji þjóðarinnar er ljós, hún vill að fjögurra flokka ríkisstjórn okkar haldi áfram og það ætlum við svo sannarlega að gera,” sagði Poul Schliiter, forsætisráðherra Dan- merkur, þegar ljóst var að flokkur hans hafði unnið sinn stærsta sigur í manna minnum. Þegar Schliiter tók viö formennsku í flokknum áriö 1975 voru þingmenn hans tíu. Nú eru þeir orðnir 42. Að vísu var engin ofsakæti í há- tíðarherbergi íhaldsmanna í Kristjánsborgarhöll í nótt, menn höfðu lengi vitað að hverju stefndi. Aftur á móti var engu líkara en flug- eldasýning væri hafin í Tvívolí þegar foringinn leyföi þeim 170 erlendu ljósmyndurum, sem komnir voru til Danmerkur vegna kosninganna, aö mynda sig. Geislarnir flugu um loftið og skullu allir sem einn á brosandi andliti sigurvegarans. ,4 kvöld er orðið til nýtt afl í dönskum stjórnmálum, mótvægi gegn jafnaðarmönnum, þjóðin skilur að við höfum verið að vinna þarft verk,” sagöi Poul Schluter á frétta- mannafundi í nótt, þar sem fulltrúi DVvartil staðar. Poul Schliiter frammi fyrir kvikmyndavélum og um 170 erlendum fréttamönnum sem komu tll Kaupmannahafnar gagngert til þess að fylgjast með kosningunum. — Myndin var simsend í morgun. Anker Jörgensen daufur í dálkinn: „Við höfum tapað” Anker Jörgensen, leiðtogi danskra jafnaöarmanna, sem yfirleitt er leiftrandi af f jöri, var ekki svipur hjá sjón þegar DV leit inn í höfuðstöövar hans í Kristjánsborgarhöll er úrslit dönsku kosninganna lágu f yrir í nótt. „Við höfum tapað þessum kosning- um,” sagði hann, „en þó ekki jafn- ' mikiö og andstæðingarnir hafa spáð okkur síðustu vikurnar.” „Utkoma þessara kosninga er eng- ' inn sigur fyrir borgarflokkana, aðeins fyrir Ihaldsflokkinn og það er ! óhugsandi annað en að taka verði til- lit til okkar í þeim aðgerðum sem ríkisstjórnin hyggst beita sér fyrir.” ! Þrátt fyrir allt var glatt á hjalla á kosningahátíð jafnaðarmanna, menn glöddust yfir því aö hafa ekki tapað nema tveim mönnum. Annar þeirra er Mogens Camre sem sótt hefur Island heim og kvæntur er skáldkonunni Idu Andersen. Glistrup á þing — og svo aftur í fangelsið „Þetta var rétt mátulegt á þá, ég hef lengi sagt að Framfara- flokkurinn sé á villigötum eftir að þeir hættu að láta mig ráða,” sagði Mogens Glistrup, er honum voru færðar þær fréttir í Horseröd-fang- elsið að flokkur Hans hefði tapað tíu þingmönnum af sextán á einni nóttu. Sjálfur náði Glistrup kosningu i Kaupmannahafnarkjördæmi og er því aftur orðinn þingmaður og þing- helgur, eins og það heitir. Hann mun því ganga út úr fangelsinu strax og kjörstjórn hefur lokið störfiun og taka sæti sitt á þingi strax og það kemur saman í fyrsta skipti eftir kosningar (24. janúar). Fyrsta mál þingsins verður að' öllum líkindum að svipta Glistrup GUstrup í fangaklefa sínum túlkar þinghelginni og senda hann aftur í kosninganlðurstöðumar sem sönnun fangelsið. þess hvernig fari þegar hann fái ekki Hann fær þó tveggja vikna fri að ráða í Framfaraflokknum. þangaötil. Anker Jörgensen var daufur í dálk- inn þegar fréttamaður DV kom í höfuðstöðvar jafnaðarmanna í gær- kvöldi þegar að úrslitum dró. — Símamynd DV.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.