Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Blaðsíða 4
4 DV. MIÐVDCUDAGUR11. JANOAR1984. Jógvan Asbjörn Skaale kom tH íslands að læra af reynslu íslenskra sjónvarpsmanna; Jógvan tíl hægri og Pétur Guðfinnsson, framkvæmdastjóri sjónvarps, til vinstri. DV-mynd Bj. Bj. Kafteinninn á sjóræn- ingjaskútunni verður skipstjóri á flaggskipinu! Samtal við Jógvan Asbjörn Skaale, sjónvarpsstjóra íFæreyjum „Eg hef alls ekki vonda samvisku — þaö var ekki um neina fjármuni aö tefla, heldur vorum viö aö ögra og knýja fram ákvöröun um færeyskt sjónvarp og viö sáum okkur ekki aöra Ieið færa. Hvaö Danina áhrærir, þá töpuöu þeir engu og ég held aö viö höfum sýnt fyllstu sanngirni,” sagöi Jógvan Asbjörn Skaale, kennarinn sem stjórnaöi ólöglegri sjónvarpsstöð í Færeyjum en tekur nú innan skamms viö stjórnartaumum hins nýja, fær- eyska Ríkissjónvarps. Sú hin ólöglega stöð, sem Jógvan stýröi, var stofnuö í Þórshöfn áriö 1979. Hún lét sendimenn sína í Kaupmanna- höfn taka upp á VHS-snældur efni danska sjónvarpsins, koma þeim áleiöis til Þórshafnar með skipum eöa flugvélum og þar völdu Færeyingarnir úr þaö besta til sýningar hjá sjálfum sér. Fljótlega tóku aðrir eyjarskeggjar höndum saman viö hina framtaks- sömu Þórshafnarbúa mn útsendingu hins danska sjónvarpsefnis og nú má telja að nærri 80% íbúa Færeyja njóti góös af. Aö sjálfsögöu er þessi starfsemi kol- ólögleg eins og aö framan greinir og á þaö hefur Jógvan ekki dregiö neina dul. Forvígismönnum danska sjónvarpsins er vel kunnugt um starf- semina en hafa séö í gegnum fingur viö syndarana í trausti þess aö viðunandi lausn yröi fundin mnan tíöar. Og nú er lausnin sem sagt fundin — spánný, opinber færeysk sjónvarps- stöö tekur til starfa meö pomp og prakt þann 1. apríl næstkomandi og fyrrver- andi kafteinn sjóræningjaskútunnar veröur skipstjóri á þessu glæsilega. flaggskipi færeyskrar fjölmiölunar. Forstjóri sauma- stofu og sjónvarps Jógvan Asbjörn Skaale er 37 ára aö aldri, léttur í skapi og glaövær í allri framgöngu. Hann er kennari aö mennt en auk kennslunnar hefur hann ástund- aö margt um dagana, malbikaö götur í Þórshöfn, stritað á hafnarbakkanum, tekiö til hendinni í frystihúsum, málaö listaverk, snúið plötum á diskótekum og einu sinni lék hann á sviði — þaö var hlutverk forstjórans í Saumastofunni, eftir Kjartan Ragnarsson. „Þaö eru margskonar tæknilegir örðugleikar fyrirsjáanlegir, en viö skulum sigrast á þeim,” segir Jógvan meö einbeitni. „Viö viljum til dæmis sýna allt nor- rænt efni ótextað, en komi það frá danska sjónvarpinu er það því miður meö dönskum texta og því viljum viö skiljanlega ekki una. Viö veröum þess vegna einhvern veginn að komast í bein tengsl við norrænu stöövarnar og fá efnið þaöan milliliöalaust. Bandarískar bíómyndir viljum viö sýna textaöar á færeysku en ekki dönsku og þaö er líka vandkvæöum, bundiö. Þetta veröur erfitt en Róm var ekki byggð á einum degi! ” — Hvers konar efni íslensku sækistu einkum eftir? „Fréttum og fræösluefni sem Island varöar — og ekki meö dönskum texta!” — En varla ætliö þiö Færeyingar aö (styöjast við útlenda dagskrárliði ein- 'göngu? Hafiö þiö ekki í hyggju aö framleiða eitthvaö sjálfir? „Jú, þaö stendur til. Við ætlum að byrja með ýmiskonar færeyskt frétta- efni og svo sjónvarpsþætti fyrir börn sérstaklega. En þaö tekur sinn tíma aö koma því öllu í gang. Viö verðum bara þrír fastráönir og afnotagjöldin munu svo skera úr um hversu mikið fé viö fáum til þess aö ráöa menn til hinna ýmsu verka.” Gamanið kárnar Jógvan Asbjörn Skaale og kappar hans á sjóræningjastööinni færeysku hafa vissulega starfaö handan laga og Jógvan Asbjörn Skaale lók forðum forstjórann i Saumastofunni eftír Kjartan Ragnarsson en nú er hann orðinn forstjóri færeyska sjón- varpsins. DV-myndBj. Bj. réttar en þó aö slíku fyrirkomulagi fylgi ýmiskonar amstur og jafnvel áhætta þá hafa þeir notiö frelsis og sjálfræöis sem nú mun óhjákvæmilega hverfa úr sögunni. Ríkissjónvarpið færeyska veröur aö lúta pólitísku ráði, rétt eins og íslenska sjónvarpið og kann þá að kárna gamaniö á stundum. Fyrst í stað mun stööin senda út efni 4 kvöld í viku en ekki er afráðið hvaöa kvöld veröa sjónvarpslaus. Þaö vakti vissa kátínu íslenskra sjónvarpsáhorfenda, þegar greint var í fréttatímanum frá heimsókn Jógvans og þeim lærdómi sem hann myndi draga af starfsemi íslenska sjón- varpsins aö þá uröu einhver mistök í útsendingunni svo að viðtaliö fór úr- skeiöis. Ég færði þetta kátlega atvik í tal viö Jógvan og spuröi hann hvort honum fyndist ekki nauðsynlegt aö kynnast vítunum einnig hér á landi svo aö hann gæti varast þau sjálfur heima viö, en þessu gráa glensi tók hann með ljúf- mannlegum hlátri, rúllaði sér vindling og svaraöi eftir dálitla umhugsun: „Danska sjónvarpið er nýlega búiö að koma sér upp nýju, rándýru stúdiói en þeim veröa á mistök í útsendingu nánast hvert einasta kvöld. Islend- ingar gera sín mistök og eins veröur ekki hjá því komist aö Færeyingar munu gera ærin mistök þegar þar aö kemur!” -BH Idagmælir Dagfari I dagmælir Dagfari I dag mælir Dagfari Brotnar tennur og gat á haus Við, sem ekki iökum aörar íþróttir en þær aö hlusta á Jónínu í morgun- leikfimi og Hemma Gunn, ásamt því að horfa stundum á Bjarna Fel og Ingólf, eigum erfitt með að skilja hvað rekur menn til keppni í íþrótt- um. Dagfarsprúðir menn birtast stilltir og rólegir á sjónvarpsskerm- inum, ganga hægt að einhverri járn- stöng og umhverfast á augabragði þá þeir snerta jámið. Fyrst er rumið og þrútnað, stunið og blásið, uns skyndilega er rekið upp ægilegt stríðsöskur þá lóðunum er lyft. Eftir þessa tilkomumiklu athöfn er lóðun- um grýtt í gólfið og jafnskjótt rennur af móðurinn. Er engu líkara en járn- stangir þessar séu gæddar þeim mætti, aö hver sem kemst í snertingu viö þær umturnist og losni ekki úr álögunum fyrr en hann hefur sleppt hönd af stöng. Afrekin eru svo mæld og vegin með tilliti til fyrri æðis- kasta. Mættum við pappirsbúkar þá fremur biðja um hina lokkandi rödd Jónínuíútvarpinuámorgnana. Sagt er að hún örvi marga til að grípa í það sem hendi er næst þegar fólk er í svefnrofunum og taka nokkrar léttar morgunsveiflur. Næst þá holl og ánægjuleg hreyfing þótt ekki fylgi mikið öskur þá lyftingunni er náð. En það er þetta með keppnis- mennina. Ekki er annað að sjá og heyra en margir þeirra megi þakka fyrir að sleppa með beinbrot og aðr- ar skrokkskjóður því lifshættan er greinilega mikil. Iþróttasíður blaða eru fullar af hrollvekjandi frásögn- um af meiðslum keppnismanna og þeim Iæknisaðgerðum sem þarf að fremja á lemstruðum búkum íþrótta- manna. I vikublaði sem gefið er út á Vest- fjörðum mátti á dögunum lesa viötal við kunnan knattspymukappa. Yms- ar kárinur hefur sá góði maður mátt þola. Eða eins og sagði orðrétt í blaö- inu: „Hann hefur ristarbrotnað, puttabrotnað, brotið tennur, fengið gat á hausinn, meiðst á öxl, verið skorinn upp i hné, legiö 8 mánuði bakveikur, fyrir utan annað smott- erí. Samt er engan bilbug á honum að finna.” Þetta getur maður nú kallað að fórna sér i þágu góðs mál- staðar, enda er góð íþrótt gulli betri, eins og allir vita. Það þýðir hins vegar lítið fyrir okkur sófamenn að benda á stað- reyndir og vara við hættunni sem er samfara íþróttaiðkunum. Fleiri og fleiri ánetjast heilsuæðinu sem felst í hlaupum og stökkum, lyftingum og kýlingum með bolta. Ymsir máls- metandi menn hafa þó komið til liðs við okkur sófamenn. Nægir þar að nefna Sigga komiðisæl, sem segist í bók sinni vera á móti öllum íþróttum, svo sem gönguferðum og skíðaferð- um. Samt heldur fólk áfram að þyrp- ast í skíðalöndin og streyma á kapp- leiki. Ekki bætir það úr skák, að ýmsir forystumenn í þjóðfélaginu eru svo ósvífnir að ræða það opinberlega hversu hollt og heilnæmt sé að stunda laugarnar. Þetta megum við hafa og kunnum ekki önnur ráð en herða okkur við reykingarnar því rikiskassinn verður að hafa sitt til að standa straum af læknisaðgerðum þeim er óhjákvæmilega fylgja íþróttaæðinu. Það er líka gustuk að hjálpa Al- bert sem alltaf er að hjálpa öðrum. Nú síðast er komið á daginn, að það var fyrir tilstilli Alberts sem Jón dómsmála frá Seglbúöum lét sleppa konu nokkurri úr steininum áður en hún hafði lokið við að sitja af sér hundasekt. Svona getur íþróttaand- inn náð að blása á lög og reglugerðir, enda er aldrei að vita hvar hundur er fyrir í fleti. Þótt við andíþróttamenn séum vist komnir í stóran minnihluta meðal þjóðarinnar þá látum við ekki deigan síga og höldum okkur við morgunleikfimina hennar Jónínu. Dagfari

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.