Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Blaðsíða 6

Dagblaðið Vísir - DV - 11.01.1984, Blaðsíða 6
6 DV. MIÐVIKUDAGUR11. JANUAR1984. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Það er nokkuð margt sem þarf i fískisúpuna eða sittiitið af hverju. Hér er það allt tiibúið. / skálinni er soðið af beinum, roði og haus, búið að sia það vel. Smálúðan og rauðsprettuflökin skorin i hæfilega bita og látin út ipottinn, þegar búið erað baka súpuna upp. Umsjónarmenn: ÞórunnGestsdóttir og Arnar Páll Hauksson Góö fiskisúpa er herramannsniatur og reyndar veisluréttur. Þetta er aðal- réttur en ekki forréttur á undan stór- steik. Viö getum kinnroðalaust boðiö gestum i þennan mat hvort sem er sem aðalrétt kvöldsins eða miðnæturrnat. Uppskriftin hér á eftir er sögö fyrir 4— 5 manns og er þá vel útilátiö og sá fjöldi matargesta stendur eflaust sadduruppfrá boröum. Mestur tíminn viö lögun fiski- súpunnar fer í undirbúning fisksoös- ins. Súpan er líka best er viö sjóöum bein, fiskhausa og roö i soðkraft. Og auövitaö getum viö líka safnaö soöi af annarri fisksoöningu, til dæmis ýsu. Viö notum flatfisk i súpu dagsins og humarhala og rækjur. En þaö njá að sjálfsögðu breyta til og nota annan skelfisk, kræklinga og fleira. Einnig getur ýsan okkar líka verið prýðiicg með öðrum fiski í súpuna. Það er með þessa uppskrift eins og aðrar í til- raunaeldhúsi DV, við komum með grunnhugmyndir og svo getur hver og einn spilað ,,frítt”. Fiskisúpa Soð 11/21vatn 2tesk. salt 6græn piparkorn 3/4 tesk. fish seasoning l/2sítróna (sneiðar) 1 matsk. blaðlaukur (púrra) Bein.roðoghausar Ef ekki er notað soð, þá er ágætt að nota meira af fish seasoning kryddi og fiskisoðkrafti + vatni í staðinn fyrir soðaf beinum. Súpan 800 g beinlaus, roðlaus fiskur (rauöspretta og smálúða) 100 g humar (skelflettur) lOOgrækjur 2matsk. blaðlaukur (þunnarsneiðar) 100 g gulrætur, þunnar sneiðar 1 iítil dós sveppir 1/4 agúrka 11/2 dl rjómi 2dl hvítvín 60ghveíti 60gsmjör Verklýsing Soðtilbúningur þegar notað er heimatilbúið soð. 1. Roðiö skafið og hreinsað. Við notum nú heila smálúöu og rauð- sprettuflök. Við skerum hausinn af smálúöunni og síðan er hún skorin eftir miðju frá haus og niöur á sporö. Þá er rist út frá skuröinum til hliöanna. Þannig fást fjögur flök úr flatfiski. 2. Fiökin roðflett. 3. Nú eru bein, roö og haus sett í pott meö köldu soðefninu, þ.e. vatni og kryddi. Soöiö við vægan hita í 30—40 mínútur. Síað. Þegar svo allt hefur soðið sinn tima eða mallað ipottinum erþað besta eftir, setjast að snæðingi. Þarnaer brauðið Hka komið á sinn stað, en. . . 2. Blandið gerinu saman við vökvann, látið bíða smástund. 3. Blandiö matarolíu, kurlaða hveit- inu, klíöinu og helmingnum af hveit- inu saman við í skálina. Hreinsiö skálarbarmana meö sleikju. Stráið 1—2 dl af hveiti yfir deigið svo ekki myndist skán efst á því. 4. Breiðið hreint stykki eöa pappír yfir skálina til aö halda yl á deiginu. Látiö skálin'a standa á heitum stað þar til deigiö hefur stækkaö um helming. 5. Sláið deigiö niður, bætiö þá hveiti í og hnoðið þar til deigiö sleppir hendi og borði, þ.e.a.s. að það festist ekki við borðið. 6. Skiptið deiginu í 4—6 hluta og mótið aflöng brauð eða smábrauö. Látið þau lyfta sér á plötu þar til þau hafa stækkaö um þriðjung eöa eru mjúk viðkomu. 7. Brauðin bökuö í miðjúm ofninum viö 225°C ca 15 mínútur eða þar til brauðin eru oröin gulbrún. TILRAUNAELDHUS DV Matarmikil fiskisúpa og steinseljubrauð Humarinn Þegar notaöur er humar í skel þá er hann settur í sjóöandi saltvatn og soöinn í ca 2—3 mínútur. Þá er auðvelt að brjóta skelina utan af. Og við notum auðvitaðsoðiðí súpuna. Súputilbúningurinn 1. Grænmetið, blaölaukur, gulrót og agúika, sneitt í mjög þunnar sneiðar. 2. Fiskurinn skorinn í frekar litla bita. 3. Súpan bökuð upp. Við byrjum á því aö bræða smjörið í potti. Hveitið sett út og hrært i bollu. Heitu soðinu hrært smátt og smátt út í. Hrært vel í og þegar þetta er hæfilega þykkt eru gulróta- og blaðlaukssneiðarnar ásamt smálúðu og rauösprettu- bitum Iátnar út í. Soöiö í ca 5 mínútur við vægan hita. 4. Þá setjum við humarinn, frosnar rækjurnar og agúrkusneiðarnar út í og þetta er látið malla í nokkrar mínútur til viðbótar. Að síöustu er það svo punkturin yfir i-ið, súpan er bragöbætt meö rjómanum og víninu. Vinnutíminn er um ein klukkustund ef viö höfum haus, bein og roð í soöið. Hráefniskostnaður í fiskisúpuna er 384 krónur, sem er nokkuð mikið og þó, þetta er veislumatur fyrir fjóra til fimm og aðalréttur. Með súpunni berum við fram heima- bakað brauð og þá kemur uppskriftin aðþví. Steinseljubrauð 2 1/2 dl köld mjólk 21/2 dl heitt vatn 5 tesk. þurrgcr (törgær í pakka) 2matsk. matarolía 1 dlkurlaðhveiti eða valsaö hveiti 2 matsk. hveitiklíð ca 15dlhveiti 2 tesk. salt Ofan á brauöiö 3 tesk. parmesan ostur 1 tesk. steinselja stráö yfir hálfbakað brauöið. Vinnutími er um 85 mínútur, þar af hefunar-og bökunartími 60 mínútur. Hráefniskostnaöur um 30 krónur. Verklýsing 1. Blandiö saman kaldri mjólk og heitu vatni, vökvinn á þá aö vera yl- volgurca37°C. Við veröum aö athuga vel aö hafa réttan hita á deigvökvanum, ef hann er of heitur drepast gersveppirnir og brauöið lyftir sér ekki. Ef vökvinn aftur á móti er of kaldur er deigið lengi aölyftasér. Og annaö er rétt aö benda á viö brauðbaksturinn aö ef deigið er haft lint lyftir það sér fy rr en ella. Brauðin eru best ylvolg og nýbökuð. Við getum fryst þau og síðan hitaö þau upp rétt fyrir neyslu, bæði í venjulegum ofni og eins örbylgjuofni. Tilraunum er lokið í dag, eftir viku komum viö meö rjúkandi kjötsúpu — fleytifulla af grænmeti. -ÞG. Ylvolgtognýbakaðbrauðið úrofninum. DV-myndir GVA.'

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.