Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Blaðsíða 4
4
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR1985.
Ríkið kaupir 140 bfla:
Bflainnflytjendur
með sveittan skallann
Bifreiðainnflytjendur sitja nú með
sveittan skallann og útbúa tilboö í
um 140 ríkisbifreiðar sem ráðgert er
aökaupa á næstunni.
„Viö sendum öllum bifreiðaum-
boðum lista yfir þá bíla sem viö ætl-
um að kaupa. Hér er um töluvert
merka nýjung aö ræða þar sem leit-
að er tilboöa á opnum markaöi,”
sagði Ásgeir Jóhannesson, forstjóri
Innkaupastofnunar ríkisins. „Það er
fræðilega hugsanlegt aö allir bílarnir
fáist hjá sama aöila þó ég dragi stór-
lega í efa gð sú verði reyndin,” sagöi
Ásgeir. „Ovist er hversu mikinn af-
slátt við fáum í svona magnkaupum
en innflytjendur eru víst að þreifa
fyrir sér með afslátt erlendis frá
vegna þessa. Svo er frjáls álagning á
bílum.”
Bifreiöainnflytjendurnir hafa
skilafrest fram til næstu mánaöa-
móta og þá kemur í ljós hver hreppt
hefur hnossiö eða hluta þess. Gömlu
bilamir verða þá seldir á bílamark-
aði sem Innkaupastofnunin kemur á
laggirnar.
Meðal annars er leitaö tilboöa í
kaup á nýjum lögregiubílum og má
því eins búast við að útlit þeirra
breytist í næstu framtíð ef tilboðin
verða þess eðlis.
I bilaflota rikisins eru nú 880 bif-
reiðar og 20 bifhjól. Meginhluti flot-
ans er í þjónustu Vegagerðarinnar,
lögreglunnar, Pósts og síma og Raf-
magnsveitna ríkisins.
-EIR.
Undir nœstu helgi fara hjólin'
að snúast ó ný hjá Bæjarútgerð
Reykjavikur. Allir litlu togarar
Bæjarútgerðarinnar eru nú farnir á
miðin. Fyrstur fór Ottó Þorláksson
og er hann væntanlegur í land
næsta föstudag. Um næstu helgi
eru svo Jón Baldvinsson og Hjör-
leifur væntanlegir. Að sögn for-
svarsmanna fyrirtækisins er litið
um að vera í Bæjarútgerðinni þessa
daga þar sem enginn fiskur er til en
það breytist á föstudag. Myndin er
tekin er Hjörleifur lét úr höfn fyrir
helgina.
-KÞ/DV-myndS
Stórkostleg
skemmdar
verk í Selja-
skóla
Stórkostleg skemmdarverk voru
unnin i Seljaskóla um síðustu helgi. Að
sögn rannsóknarlögreglumanna var
aðkoman í skólann með þvi ljótara sem
þeir höfðuséð.
Skemmdarvargamú- gengu
berserksgang inni i skólahúsnæðinu.
Þar mölvuðu þeir og eyöilögðu allt sem
nöfnum tjáir aö nefna. Lamið var í
hurðir með hamri. Ritvélum hent í
gólfið. Speglar brotnir. Flöskum grýtt í
veggi og glerbrot stóðu út úr. Segul-
bandstæki og húsbúnaður eyðilagður.
Skrúfað frá krana svo að vatn lak um
öll gólf og svona mætti lengi telja.
Rannsóknarlögreglan vinnur nú aö
rannsókn þessa máls.
-EH.
Sjafnardömu-
bindikomaá
markaðíapríl
Framleiðsla á dömubindum og
barnableium gæti hafist hjá Sjöfn á
Akureyri um mánaðamótin mars og
apríl. Fest hafa veriö kaup á vélum frá
sænska fyrirtækinu Dandi og eru þær
væntanlegar í byrjun mars, að sögn
Aðalsteins Jónssonar, verksmiðju-
stjórahjáSjöfn.
Aðalsteinn sagði að hann vonaði aö
viðskiptavinum líkaði framleiðslan
vel. Afkastageta verksmiðjunnar yrði
það mikil að hægt yrði að anna innan-
landsmarkaði.
Vélunum verður komiö fyrir í ný-
byggmgu Sjafnar sem enn er ekki fariö
að nota. Aðalsteinn sagöist vona að
hægt yrði að flytja sápu- og svampgerð
og lager verksmiðjunnar í nýja húsiö
um svipað leyti og dömubinda- og
bleiuframleiöslan byrjaði.
Hjá Sjöfn starfa nú milli 60 og 70
manns á Akureyri og í Reykjavík.
JBH/Akureyri
í dag mælir Dagfari
í dag mælir Dagfari
í daq mælir Dagfari
Sögukennslan í Háskólanum
Maður að nafni Svanur Kristjáns-
son, sem hefur að atvinnu að kenna
islenskum háskólastúdentum stjórn-
málasögu, hefur nýlega sent frá sér
ritgerð, þar sem gerð er sú uppgötv-
un að Kommúnistaflokki tslands
hafi verið fjarstýrt frá Sovétríkj-
unum. Segir þar meðal annars frá
ályktun sem samþykkt var og send
út af Komintem árlð 1924, þar sem
sérstaklega er f jallað um ísland. Þar
er íslenskum kommúnistum lögð sú
lína að splundra Alþýðuflokknum og
eyðileggja tengsl bans við verkalýðs-
hreyfinguna.
Þetta kunna að þykja tíðindi meðal
þeirra sem kenna stjórnmálasögu í
Háskólanum. En fyrir þá tslendinga,
sem nokkuð em komnir til ára sinna,
er ekki verið að opinbera annaö en
það, sem lá i augum uppi áður en is-
lenskir kommúnistar ákváðu að
sigla undir fölsku flaggi.
Allt frá því að kommúnlstar létu að
sér kveða hér á landi, ýmist í nafni
Kommúnistaflokks, Sósíalistaflokks
eða Alþýðubandalags, hefur það
veríð opinbert leyndarmál að þeir
hafa verið undirdeild i æðsta ráðinu í
Kreml, tekið við fyrirmælum og
tilskipunum og verið auðmjúkir
þrælar þess aiheimskommúnlsma,
sem hefur haft það að takmarki að
leggja undir slg helminn.
Þeir vom að visu ekki nógu stórir
karlar til að viðurkenna þrælahlut-
verk sitt og afgreiddu fullyröingar
þar að lútandi sem hverja aðra
Morgunblaðslygi. Þóttust meira að
segja vera föðurlandsvinir og frelsis-
hetjur í sjálfstæðisbaráttu tslend-
inga og afneituðu tengslum sínum
við Moskvu með yfirlæti. tslenskir
kommúnistar gengu jafnvel svo
langt að væna aðra stjórnmáiamenn
um landsölu og drottinsvik og börð-
ust gegn Atlantshafsbandaiaginu og
samvinnu vestrænna þjóða á þeirri
forsendu að verlð væri að svikja
landið í hendurnar á útlendingum.
Er raunar afar fróðlegt að iesa þá
sögu og þann málflutning í ljósi
þeirra staðreynda að allan timann,
meðan á þessum landráðabrlgslum
gekk, vom kommúnistarnir hand-
bendi og þý hjá vaidlnu í Kreml og
Komintera og lærðu áróðursklisj-
urnar utan að samkvæmt kokkabók-
um alheimskommúnismans.
Það segir hinsvegar aðra og ekki
síöur merkllega sögu að nú, 1985,
skuli lærðir menn í fræðunum telja
það sem meiriháttar uppgötvun og
sagnfræðilegt nýjabrum að þessi
tengsl skyldu hafa verið tU staðar
mUli ísleuskra kommúnista og
Komintern. Háskólakennarar, sem
eru væntanlega ráðnir tU sögu-
kennslu i æðstu menntastofnun
landsins í þeirri trú að þeir kunni
skU á stjórnmálasögunui, ættu ekki
að þurfa að setja upp undrunarsvip
þegar þeir segja frá jafn sjálfsögð-
nm og alkunnum staðreyndum.
Eða hvað hafa mennirnir verið að
kenna í ÖU þessi ár? Hafa þeir
kannski verið að uppfræða háskóla-
æskuna um aUt annað? Hafa þeir
kannski verið að lesa upp úr Atóm-
stöðinni, kommúnistaávarpinu eða
flokkssamþykktum Alþýðubanda-
lagsins í þelrri bláeygðu trú að þar
væri binn heUagi sannleikur falinn?
Svanur þessi Krlstjánsson er
flokksbundinn alþýðubandalags-
maður. Hann er elnn af mörgum nyt-
sömum sakleysingjum þessarar
þjóðar, sem ánetjast hafa þeirri
vUlukennlngu að kommúnistar á ís-
landl væm baraanna bestir. Hann er
greinUega ennþá aö lesa mannkyns-
söguna tU að læra hana. Væri ekki
nær að Háskólinn réði tU sin fólk í
sögukennslu sem þarf ekki að skrifa
ritgerðir og vísindarit tU að finna það
út að kommúnlstar em kommún-
istar? Dagfari.