Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Blaðsíða 10

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Blaðsíða 10
10 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR1985. Frjáist.óháð dagblað útgáfufélag: FRJÁLS FJÖLMIDLUN HF. Stiórnarformaóur og útgáfustjóri: SVEINN R. EYJÓLFSSON. Framkvæmdastjóri og útgáfustjóri: HÖROUR EINARSSON. Ritstjórar: JÓNAS KRISTJÁNSSON og ELLERT B. SCHRAM. Aðstoðarritstjórar: HAUKUR HELGASON og ELÍAS SNÆLAND JÓNSSON. Fréttastjórar: JÓNAS HARALDSSON og ÓSKAR MAGNÚSSON. Auglýsingastjórar: PÁLL STEFÁNSSON og INGÓLFUR P. STEINSSON. Ritstjórn: SÍDUMÚLA 12—14. SÍMI 686611. Auglýsingar: SÍÐUMÚLA 33. SÍMI 27022. Afgroiðsla, áskriftir, smáauglýsingar, skrifstofa: ÞVERHOLTI 11. SÍMI 27022. Sími ritstjórnar: 686611. Sctning, umbrot, mynda- og plötugerö: HILMIR HF., SÍOUMÚLA 12. Prentun: Árvakurhf. . Askriftarverð á mánuði 310 kr. Verð í lausasölu 30 kr. Helgarblað 35 kr. Aö þola vextina Alla mannkynssöguna hafa 10% raunvextir verið hefð- bundnir. Raunvextirnir, sem nú eru á ýmsum lánum hér á landi, eru því ekki háir, sagnfræðilega séð, þótt þeir vaxi í augum þjóðar, sem upp á síðkastið hefur vanizt nei- kvæðum vöxtum og meira að segja gert út á þá. Margir gagnrýna hið svonefnda vaxtaokur á þeim for- sendum, að atvinnulífið þoli ekki vextina, einkum svo- nefndir undirstöðuatvinnuvegir. Þar sé arðsemin í mörgum tilvikum lítil sem engin. Það hljóti að leiða til ófarnaðar, er fyrirtæki með 2% arðsemi sæti 5% raun- vöxtum. Svona einfalt er dæmið að vísu ekki. Arðsemi fjárfest- ingar, sem lán eru tekin fyrir, getur verið mun meiri en arðsemin af starfsemi fyrirtækisins í heild. Orkusparandi aðgerðir geta til dæmis verið mjög arðsamar í fiskimjöls- verksmiöju, þótt ekki sé arður af rekstrinum í heild. Hitt er áreiðanlega rétt, aö mikið af íslenzkri fjárfest- ingu gefur ekki arð og stendur ekki undir raunvöxtum. Við sjáum það ef til vill bezt af því, að ár eftir ár er fjár- fest um 25% þjóöartekna, án þess að þjóðarbúið eflist. Sum árin rýrnar það meira að segja. Þetta sýnir ekki, að raunvextir eigi að lækka eða gerast öfugir. Þetta sýnir, að viö eigum að vanda betur til fjár- festingar, gera meiri arðsemiskröfur til hennar. Og sæmilegir raunvextir eru einmitt leið til að koma aga á athafnaþrá og lánafíkni okkar. Við getum gengið lengra í þessu en flestar aðrar þjóðir af því að við búum við óvenjulítið atvinnuleysi og í raun- inni við offramboð atvinnutækifæra. Við þurfum því ekki að hvetja til fjárfestingar á félagslegum forsendum og getum frekar einblínt á arðsemina. Atvinnugreinar eru einkar misjafnar að þessu leyti. Á sumum sviöum er arðsemi fjármagnsins neikvæð, svo sem í hefðbundnum landbúnaði. Þá er einnig ljóst, að fjárfesting í stóriðju er ekki heppileg í hinum íslenzka fjármagnsskorti. Við eigum að láta útlendinga um slíkt. Almennt séð má reikna meö, að arðsemi f jármagns sé mest í ýmsum léttum iðnaði, einkum þeim, sem gerir mestar kröfur til nákvæmni, hugvits og þekkingar. Tölvu- tækni og laxeldi ber oft á góma, þegar fjallað er um efni- legar greinar, þar sem búast má við, að fjárfesting skili arði. Þótt fullar arðsemiskröfur séu gerðar á öllum sviðum, sem teljast til atvinnulífsins, getur verið nauðsynlegt að slaka á klónni á öðrum sviðum af félagslegum ástæðum. Þar ber hæst húsnæðislánin og námslánin, sem hið opin- bera greiðir niður og líklega ekki nógu mikiö. Ef gera á ungum Islendingum kleift að eignast þak yfir höfuöið, er ekki nóg að efna loforð stjórnarflokkanna um 80% lán til 40 ára. Það verða líka að vera annúitetslán og ekki með hærri raunvöxtum en 4—5%. Frá þessu sjónar- miði eru 6—8% raunvextir lífeyrissjóða of háir. Ennfremur er ljóst, að sumt bókvit verður ekki í askana látið, þótt annað bókvit sé arðbært. Ef menntun á að vera almenningseign, er ekki hægt að reikna með, að allir námsmenn geti endurgreitt námslán og raunvexti af þeim. Afföll á þessu sviði eru óhjákvæmileg. Þannig geta félagslegar aðstæður leitt til verulegs eða fulls afsláttar arðsemiskrafna. Um leið verða menn að gera sér grein fyrir, að lánsfé af slíku tagi verður ekki notað í annað á meðan. Minna verður aflögu til arðbærrar fjárfestingar og þjóðarbúið vex hægar en ella. Jónas Kristjánsson. A MIÐJUM VETRI Nú er daginn aftur fariö aö lengja og einkanlega tökum viö eftir því í heiöskíru. Fimbulvetur er í Evrópu og í Bandaríkjunum og jafnvel á Ind- landi verður fólk úti í frosthörkum, meðan við hér norður undir heim- skautsbaug erum að heita laus við alla þjáningu vetrar, nema hvað kuldakastið í Evrópu mun valda hækkun á olíuvörum, þannig að þrátt fyrir allt sleppum viö nú ekki viö kuldakastið þar. Mér skilst aö dagur- inn sé nú tveim klukkustundum lengri, en hann var um vetrarsól- stöður, eða frá sólaruppkomu til sólarlags en dagsbirtu nýtur í um það bil níu klukkustundir á dag á Samlagssvæöinu, sem verður aö teljast gott fyrir þá sem skamm- degiö leikur illa. Skólastarf hefur færst í eðlilegt horf og eftir viku kemur Alþingi saman og þá verður byrjaö að stjórna landinu aftur, að manni skilst, því fremur lítið hefur veriö um stjórnarstörf undanfarið, ef frá er talin hækkunin á kjarnfóöurgjald- inu, svo að fugl og svín hætti að ógna Áburðarverksmiðju ríkisins og kindakjötframleiðslunni. Gjaldið mun valda um 12—15% hækkun á eggjum og öðrum afurðum svo- nefndra aukabúgreina. Sem er útaf- fyrir sig gott í landinu þar sem með „stjómun” hefur tekist að ná jafn- vægi í svonefndar hefðbundnar bú- greinar, og f ramleiðum viö nú árlega um 1300 tonn af osti umfram þarfir, um 500 tonn af smjeri og um 3000 tonn af sauðaketi, og getur Fram- leiösluráð því sagt eins og kerlingin: Það veldur hver á heldur. Búmark ráösins kostar meöalheimili nú um 150 þúsund krónur í útflutningsbætur á ári, en „bótaréttur” m*m verða um 600 milljónir króna, eða andvirði um 400 hundruð blokkaríbúða, er greiða verður á þessu ári, eöa 1985, þaö er að segja ef þingið verður með sams- konar framleiösluráði og rænu, eins og verið hefur undanfarin ár. Sjálfstæðisflokkurinn með miðstjórnarfund Ekki er alveg ljóst hvort Þorsteini Pálssyni tókst að fá kjamfóður- gjaldið saltað, en þó mun ráöherra- nefnd hafa verið sett í máhö. Ög ef frá eru taldar SALT viðræður Geirs HaUgrímssonar utanríkisráðherra og Jóns Helgasonar landbúnaðar- ráðherra um kjarnfóðurgjald, var fremur lítið um að vera í pólitíkinni. Þó hélt miðstjórn Sjálfstæðisflokks- ins fund, en það var þó skaði, að ekki mun nema einn af ráðherrum flokks- ins hafa mætt á fundinn, þar sem þó voru fluttar, að því að manni er sagt, 40 líkræður um stjórnarsamstarfið. Ekki telja menn að fundurinn breyti einu eða neinu, þótt til tíðinda kunni hinsvegar að draga á haustfundi Sjálfstæðisflokksins, sem nú á að halda í vor. Landsfundir Sjálfstæöis- flokksins munu stærstu pólitísku fundimir, sem haldnir eru á Islandi. Fulltrúar rrtunu nálgast eitt þúsund, svo að flokkurinn er stór. Við fram- sóknarmenn höfum því nokkrar áhyggjur af stjómarsamstarfinu og það hygg ég að almenningur hafi líka. Þessir flokkar hafa það nefni- lega umfram aðra, að innan þeirra eru menn sem bera skynbragð á fjár- mál og viðskipti. Er það ljósara en ööru fólki í pólitík aö þjóðarfram- leiðslan verður að aukast, því höfuðatvinnuvegirnir, eða gömlu at- vinnuvegimir, duga ekki lengur f yrir munaði vorum og þörfum, þótt sveitaþingmenn séu þar í nauðung- arvinnualladaga. Árangurinn af stjórnarsamstarf- Eftir helgina JONAS GUÐMUNDSSON RITHÓFUNDUR inu hefur þó til þessa einkum skilað sér í hjöðnun verðbólgu. Það er t.d. táknrænt að Reykjavíkurborg þarf nú ekki lengur aö nærast á erlendum lánum seinustu mánuði ársins, sem er nánast einsdæmi og var þó vinstri stjórnin á borginni góð. Aögæsla var viðhöfð í fjármálum, þótt helstu eyðsluklær borgarinnar og dag- vistarglópar mynduðu þann meiri- hluta svona til hálfs. Það var því annað en skemmtan fyrir þá Kristján Benediktsson og Sigurjón Pétursson að halda höfði og tékkhefti í sandkassanum innanum fólk, sem telur almenning allan betur kominn á stofnunum en á eigin vegum og út- haldi í hrakviðrum lífsins. Samt átel- ur maöur í sjálfu sér eigi aðra mannúðarstefnu en þá, sem framin er í erlendum bönkum, þegar skulduro er safnað handa framtíö- inni, handa óvitum, sem verða í fyll- ingu tímans að borga öll Gerðuberg- in og Fellahellana, eða hvað þetta nú allt heitir, sem á vorum dögum á að koma í staðinn fyrir æsku hjá unglingunum. En sé aftur vikið að miðstjómar- fundi Sjálfstæöisflokksins, — miðstjómarfundi hinna sætislausu, hefðum viö flest kosið að fá þaðan línu, því ekki verður betur séð en að nú lifi Islendingar einhverja örlaga- ríkustu tíma í sögu lýðveldisins, þar sem þjóðin megnar ekki lengur að vinna fyrir sér. Mjólkursamsalan fimmtug Um þessar mundir er Mjólkursam- salan í Reykjavík fimmtug og mun mikið verða um dýrðir á þeim bæ, sem von er. Á seinasta aöalfundi, sem haldinn var aðfaranótt föstu- dagsins langa, eða skírdags í fyrra, kom í ljós að sala á mjólk og mjólkurvörum, öðrum en rjómaís og gosa nam um 800 milljónum króna og þrátt fyrir 3% samdrátt í mjólkur- drykkju mun salan í fyrra (1984) hafa numið um einum milljarði króna, sem ekki er nú amalegur bísness, þegar menn ráöa því nánast sjálfir hvað haft er á femunum — og vita það einir — því ekki viröist þingiö hafa neina burði til þess að hafa afskipti af mjólkurversluninni, sem þó varðar hag allra heimila í landinu. Það er því fróðlegt að skoða hvað áunnist hefur á þessum 50 árum. Þegar mjólkurlögm voru sett og komu til framkvæmda með þeirri stóru athöfn, aö mjólkurstöð Mjólkursamlags Kjalnesinga (viö Snorrabraut) var tekin leigunámi meö bráöabirgöalögum og réttum eigendum vísað á dyr og þeim bannaö að selja mjólk. Þá kostaði mjólk í Reykjavík 35 aura lítrinn, en gerilsneydda mjólk seldi Mjólkurfélagið og búið á Korpúlfsstööum. Mjólkurlítrinn kostaði þá 35 aura í Kaupmannahöfn, en dönsk króna var þá sama og ís- lensk aö verðgildi. Nýmjólk kostaði þá 25 aura á Akureyri, lítrinn. I dag kostar lítrinn hjá Mjólkur- samsölunni kr. 29,10 (óniðurgreidd), en kr. 26,50 lítrinn út úr búð. I Kaup- mannahöfn kostar lítrinn í dag, óniðurgreitt, íkr. 17,85 lítrinn (F0TEX) og léttmjólkurlitrinn 14,20 íkr. en einokunin hér selur léttmjólk- ina á sama verði og nýmjólk, þótt þarna sé um mun ódýrari afurð að ræða, eða afbrigði af undanrennu, sem kunnugt er. Því miöur hefi ég ekki handbærar tölur um meðalnyt í kúm á Samlags- svæðinu árið 1935, en varla hafa framfarirnar oröiö miklar, því meðalnyt í dag á kú mun á bilinu 3— 4000 lítrar á ári, meðan meðalnytin annars staöar á Norðurlöndunum er á bilinu 6—8000 lítrar á ári. Þannig að þótt gervigras sé gott á Laugar- dalsvöllinn, virðist þaö ekki eins hentugt handa nautpeningi. Og spyrji menn, hvers vegna er þetta svona, þá stendur á þessa leið á bls. 314. í riti Jóns J. Aðils sagnfræð- ings um Einokunarverslun Dana á Islandi: . . .„einokunarkaupmenn fóru mjög að vild sinni eftir að sam- keppnin var útilokuð.”... og á bls. 516 .. ,”allt fór eftir vild þeirra og geðþótta í viðskiftunum við lands- menn.”? Margt er þó til fyrirmyndar hjá Mjólkursamsölunni. Ekki verður því neitað og íslenskar mjólkurvörur eru yfirleitt góðar og eins gosi. Einokunarverslun Dana á Islandi stóöfrá 1602—1787. Jónas Guðmundsson rithöfundur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.