Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Blaðsíða 6
6
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR1985.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Lyktsterkt
þjóöráö viö
ræktunina
Breskur landeigandi greip til
þess aö bera ljónaskít i staðinn
fyrir húsdýraáburð á ræktunarreiti
sína til þess aö stugga burt hjartar-
dýrum er vildu sækja í verömæta
akrana. En hann varö fljótlega
uppiskroppa því aö þessi tegund á-
buröar er fágæt í Bretlandi.
Einn dýragarðurinn hljóp undir
bagga með honum og útvegaði
honum í staöinn þaö sem mokaö er
frá tígrisdýrum og hefur þaö gert
svipað gagn.
fsraelsmenn gripu fyrir
mörgum árum fyrstir til þess
bragðs aö bera ljónaskít á ræktar-
lönd sín því aö ljónalyktin fældi
gasellur frá gróöurreitunum.
Aftökufrestaö
vegna knattleiks
Þúsundir manna sem mætt höföu
á póló-leikvanginn í Lagos í Nígeríu
til þess aö horfa á opinbera aftöku,
fóru fýluferö því aö aftökunni var
frestaö. Hún rakst nefnilega á póló-
knattleik sem fara átti fram um
leið þennan sunnudag.
Hinn dauðadæmdi var einn þess-
ara ræningja sem herjað hafa á er-
lend skip á ytri höfninni í Lagos
undanfarin ár.
Afmælitilrauna-
glasabama
Breskur kvensjúkdómalæknir
efndi til mikillar afmælisveislu á
sunnudaginn við Cromwell-sjúkra-
húsiö í London. Veislan var til
heiðurs meira en 30 tilraunaglasa-
bömum, þar á meðal tvennum þrí-
burum.
Ian Craft yfirlæknir sjúkra-
hússins vildi með veislunni vekja
athygli á hverja gleði þessi aðferö
til frjóvgunar óbyrjum heföi fært;
mörgum barnlausum heimilum. — j
Á sjúkrahúsi hans eru nú samtals
komnar 58 fæðingar þar sem börn-
in haf a komið undir í tilraunaglasi.
tilraunaglasi.
Getavísindin
endurskapaö
risaeölurnar?
Háskólakennari í jarösögu- og
dýrafræði við Queensháskóla í Bel-
fast skrifar í tímaritiö New
Scientist að vísindamenn kunni í
framtiðinni að skapa að nýju löngu
útdauðar dýrategundir, eins og til
dæmis risaeölur fomaldar.
Dr. Michael Benton heldur því
fram að sú stund muni renna upp
að vísindamenn geti búið til eggja-
hvítuefnin i beinin i dínósár með
réttri samsetningu gena og réttum
eiginleikum. Veltir hann vöngum
yfir þeim möguleika að eitthvert
dýr yröi látiö ala slíkan skapnaö
eftir gervifr jóvgun og meögöngu.
Kennarinn vísar þama til
tilrauna vísindamanna meö
frumur og nýjar samsetningar á
þeim og sammna eins og í plöntum
og skriðdýrum ýmsum.
Taka höndum
samangegn
bamakláminu
Sænsk og bandarísk yfirvöld
hafa tekið höndum saman til þess
aö sporna gegn bamaklámi.
Bandarískir embættismenn hafa
verið í ferðum í liösbón i Svíþjóð,
Hollandi og Danmörku til að fá
yfirvöld þar til liðs viö yfirvöld í
Washington til að berjast gegn
framleiöslu og dreifingu á bama-
klámi. Sameiginlegar yfirlýsingar
hafa verið gefiiar um að þessi iðja
sé forkastanleg og að með öllum
ráðum þurfi að k veða hana niður.
Fjöldi embættismanna
handtekinn út af
njósnunum á Indlandi
Fimm embættismenn, flestir úr málsins sem uppvíst varð um þessa
vamarmálaráðuneytinu, vora hand- helgi. — Áður höfðu tólf embættismenn
teknir á Indlandi í gær í kjölfar njósna- og þrír kaupsýslumenn indverskir ver-
Spjöllin af völdum súrs regns stinga í augun í Svartaskögi í V-Þýskalandi
en loftmengun frá verksmiðjum á Bretiandseyjum er aö hluta kennt um.
Gramir Bretum út
ið handteknir en vestrænn diplómat
var látinn yfirgefa land fyrirvaralaust
áður en til brottvísunar kæmi.
Dagblöðin á Indlandi segja aö
Frakkland, Vestur-Þýskaland og
Bandaríkin, auk Sovétríkjanna, hafi
öll verið viðriðin njósnir þessar og að
sex diplómötum til viðbótar hafi verið
sagt aö hafa sig á brott af landinu.
Kemur fram í þessum blaöafréttum
að trúnaöarmál um landvamir og
kaupsýslumál hafi verið seld útlend-
ingunum fyrir stundum ekki meira en
einaviskíflösku.
Njósnahneyksli þetta hefur leitt til
þess að einn helsti aðstoöarmaður
Rajivs Gandhis forsætisráðherra, P.C.
Alexander, hefur sagt af sér eftir að
eitthvað af starfsfólki Alexanders var
handtekiö.
Sérstakur ríkisstjórnarfundur var
haldinn út af þessu máli sem einnig
kom til umræöu í þinginu í Nýju Delhí í
gær. Rannsókn beinist nú að öllu
starfsfólki varnarmálaráðuneytisins.
Æðardúnssængur
til Ameríku?
Óskar Magnússon, Washington:
Aðfaranótt mánudags var ein kald-
asta nótt sem mælst hefur í um 20 borg-
um Bandaríkjanna. Frostið fór niður
fyrir mínus 20 gráður hér í Washington
og mjög nistandi. örfáir sáust á ferli í
úthverfum borgarinnar. Bílar fóru
seint og illa í gang, enda menn hér ekki
undir slíka frosthörku búnir.
Hús eru mjög illa einangruö og þvi
skreytt um þessar mundir með frost-
rósum á gluggum. Á mánudagsmorgni
vora skólar lokaöir vegna kulda. Ein-
ungis höröustu Islendingar mættu í
skóla þrátt fyrir allt. Ameríkanar
kvarta mest yfir næturkuldanum og
má vel vera að markaður sé aö
skapast fyrir íslenskan æðardún í dún-
mjúkarsængur.
af súm regni
Kanadamenn
minnka selveiðina
Sænskir vísindamenn hafa afþakkað
4,5 milljóna króna styrk frá Bretum til
þess að rannsaka áhrifin af súru regni.
Þeir kenna mengun frá breskum iðn-
aði um spjöll á skógum og stöðuvötn-
um á Norðurlöndum.
Tilgangur með þessu tilboði er að
kaupa frest svo aö Bretlandi geti hald-
ið áfram að spúa eimyrju yfir
Evrópu,” sagði Sten Bergström hjá,
veðurstofu Svíþ jóðar.
Taldi hann siðferðilega rangt að
þiggja peninga frá breskum orkuiðn-
aði á meðan Bretland neitaði að draga
Kona, sem ákærð hefur verið fyrir
morð á gamanleikaranum John
Belushi, ákvaö í gær að fara til Banda-
ríkjanna af fúsum og frjálsum vilja.
Hún hefur verið í Kanada og barist þar
gegn því að verða framseld.
Kathy Evelyn Smith hefur verið á-
kærð um annarrar gráðu morð fyrir að
gefa Belushi fíknilyf. Rannsóknar-
úr brennisteinsinnihaldi útblásturs frá
stórum verksmiöjum en slík loftmeng-
un er talin valda miklu um myndun
súrs regns.
I nóvember í vetur var þvi lýst yfir
af Norðurlöndunum að þúsundir stöðu-
vatna og skóga á Norðurlöndum hefðu
orðið fyrir mengun sem bærist frá
Bretlandseyjum.
Bretland neitaði í desember að
ganga í lið með f jórtán öðrum Evrópu-
ríkjum, Sovétríkjunum og Kanada til
þess aö draga 30% úr loftmengun á
næsta áratug.
dómur í Los Angeles komst að þeirri
niðurstöðu að Belushi hefði dáið vegna
þess að hann fékk of stóran skammt af
heróíni og kókaíni á 30 tíma eiturlyf ja-
fylleríi.
Smith er kanadisk. Hún hefur fengiö
að ganga laus gegn 100.000 dollara
tryggingu.
Solveiðimaöur heggur afl varnar-
lausum kópi. Eigi skal höggva,
sagja dýravinir.
Þessa vertíðina kann að verða
dregið mjög úr selveiöi Kanadamanna
sem einatt hefur verið mótmælt af
dýravinum og umhverfisvemdar-
mönnum seinni árin. En hún verður
ekki lögð alveg niður, að því er John
Fraser, sjávarútvegsráðherra
Kanada, segir.
Þó kunngerði eina fyrirtækið á
Nýfundnalandi sem keypt hefur sel-
skinn af self öngurum að það muni ekki
kaupa nein selskinn þessa vertíðina.
Carino Ltd. sagöi í siöustu viku aö mót-
mæli selveiðiandstæðinga og hörð sam-
keppni frá Grænlandi og dönskum sel-
föngurum, sem byðu selskinn gegn
lægra verði, réði þessari ákvörðun
fyrirtækisins.
I fyrra voru aðeins veiddir 5000 selir
við Kanada, og þá aöallega kjötsins
vegna, þar sem andstæðingum sel-
veiöa tókst aö fá Efnahagsbandalag
Evrópu til að banna innflutning á sel-
skinnum. Aður veiddu Norðmenn og
Kanadamenn um 300 þús. seli árlega.
Fraser ráðherra lét í veðri vaka að
Kanada leitaði um þessar mundir
nýrra markaða fyrir selskinn.
FER FÚS TIL
BANDARÍKJANNA
Um 40 prósent námamanna hafa snúifl aftur til vinnu, segir yfirstjórn
námanna.
Námamenn
í vinnu
Námamenn og yfirstjóm kolanáma í
Bretlandi töluðust við í fýrsta skipti í
þrjá mánuði í gærkvöldi. Deiluaðilar
eru ósammála um hversu þeim varð
ágengt i viðræðunum.
Arthur Scargill, leiðtogi náma-
manna, sagði að eftir viðræðumar
hefði komið upp ný von um árangur í
deilunni.
En kolaráðið sagði ekkert hafa bent
til þess að beinar samningaviðræður
lægju fýrir í náinni framtíð. Kolaráð
stjórnarinnar sagði að í gær hefðu 1.847
menn snúið aftur til vinnu. Nú væru 40
prósent hinna 188.000 námamanna i
vinnu.
Verkalýðsfélagið sagði að tölurnar
væra falsaðar.