Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Blaðsíða 3

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Blaðsíða 3
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANÚAR1985. 3 Ekki bjartsýnn á neinn árangur — segir Guðmundur Einarsson um tilboð Alþýðubandalagsins um samstarf vinstri f lokkanna „Ég er ekki bjatsýnn á aö þessar viöræður geti leitt af sér neinn árangur,” sagði Guömundur Einars^ son, þingmaður Bandalags jafnaöar- manna, um þaö tilboð Alþýðubanda- iagsins aö stjórnarandstöðu- flokkarnir taki upp viöræður um frekarasamstarf. Guömundur sagði að Bandalag jafnaöarmanna hefði ekki tekið formlega afstöðu til bréfs Alþýðu- bandalagsins sem barst i síðustu viku. „Menn hafa rætt þetta og sjá ekki hvað út úr þessum viðræðum gæti komið. í samræðum manna á milli hefur þessu verið tekið mjög dauflega. Stærstu stjórnarandstööu- flokkarnir, Alþýðuflokkur og Alþýöu- bandalag, eru einnig í andstöðu við mörg stór mál sem við höfum lagt fram, til dæmis frumvarp okkar um verkalýðshreyfinguna. Þeir hafa heldur ekki viljað rjúfa samtrygg- ingu flokkanna i stjórnkerfinu eins og komið hefur i ljós við kosningar til bankaráða. Þannig að ég sé engar forsendur fyrir þessum viðræðum,” sagði Guðmundur Einarsson. Guðrún Agnarsdóttir, þingmaður Kvennalistans, sagöi að bréflö hefði verið tekið fyrir á þingflokksfundi en engin formleg afstaða tekin. Bréfið mun verða lagt fyrir framkvæmda- ráð samtakanna. Guðrún sagöist ekki vita hvenær það yrði. ,,Ég held að það liggi ekkert á þessu. Við mun- um gefa okkur góöan tima til að svara,” sagðiGuðrún. Jóhanna Sigurðardóttir, varafor- maöur Alþýðuflokksins, sagði að ekkert hefði verið fjallað um bréflð innan hennar flokks. Það yrði að líkindum tekið f^rir á fundi fram- kvæmdastjórnar i næstu viku. ÖEF Eskifjörður: Fóru suður í fimm mínútur Utvarpsráð með fund á Akureyrí Utvarpsráðsfundur verður í fyrsta skipti haldinn á Akureyri á föstudag- inn kemur. Fundinn sitja ennfremur Markús öm Antonsson útvarpsstjóri, Jónas Jónasson, deildarstjóri útvarps- ins á Akureyri, og Hörður Vilhjálms- son, fjármálastjóri Ríkisútvarpsins. Að sögn Ingu Jónu Þórðardóttur, for- manns útvarpsráðs, er tilefni fundar- ins á Akureyri tengd starfseminni sem orðin er þar á vegum Ríkisútvarpsins. Ætlunin er að helga RÚVAK þennan fund, fjalla um málefni deildarinnar og væntanlega útvíkkun hennar með staðbundnu útvarpi. Búast má við að fyrir fundinum liggi niðurstöður mæl- inga Pósts og sima á sendingar og mót- tökuskilyrðum fýrir staöarútvarpið. Annar tilgangur norðurferðarinnar sagði Inga Jóna að væri sá að útvarps-' ráðsmenn fengju að kynnast aðstöö- unni fyrir norðan og ræða við starfs- menn og dagskrárgerðarfólk RÚVAK. JBH/Akureyri Frá Emil Thorarensen Eskifirði: Heilsugæslustöðinni á Eskifirði barst höfðingleg gjöf i síðustu viku, tæki til mælinga á miöeyra. Slíkt tæki hefur ekki áður verið í eigu heilsu- gæslustöðvarinnar. Er þessi gjöf Esk- firðingum og Reyðfirðingum afar kær- komin. Hingað til hafa menn þurft að fara til Reykjavikur til að láta mæla heymina. Prófunin tekur u.þ.b. fimm mínútur. Gefendur voru Lionsklúbbur Eski- fjarðar, Kvenfélag Eskifjaröar og Kvenfélagið á Reyðarf irði. Kostar tæk- ið sextíu þúsund krónur þegar búið er að fella niður aðflutningsgjöld. Auðbergur Jónsson héraöslæknir veitti gjöfinni móttöku. Sagði hann að það ætti eftir að koma i góðar þarfir. I máli Auðbergs kom fram að mjög langan tima tekur að fá nauðsynleg- ustu tæki til heilsugæslustöðvarinnar. Því miður sinnti ríkisvaldið þessum málum ekki eins og skyldi. Að lokum sagði Auðbergur, af sinni alkunnu gamansemi, að næst vantaði sig fram- köllunartæki fyrir röntgenmyndir og svohjartalínurit. -EH. HVAÐA KEPPNI? Aö undanförnu hafa í auglýsingum birst ummæli tveggja mætra rallkappa par sem peirsegja aö í keppni sé betra aö aka afturhjóladrifnum bíl. Flestir bílstjórar vita hins vegar aö í öllum almennum akstri hefur framhjóladrif yfirburöi yfir afturhjóladrif- iö ekki síst í snjó og annarri ófærö. Afturhjóladrif er í góðu lagi fyrir rallkappa ef þeir svo kjósa. Framhjóladrifiö er hins vegar það eina rétta fyrir okkur hina í allan venjulegan akstur þar sem eina keppnin er aö komast klakklaust á leiöarenda, líka þeg- ar snjóar. FRAMHJOLADRIF, VELDU LÁTTU AÐRA UM ÁHÆTT- KAUPTU ÖRYGCIÐ UNA. (/#70/ ER AUÐVITAÐ FRAMHJÓLADRIFINN. (/#70/45 Super á götuna 280.000.- kr. KOMDU OG KÍKTU Á KJÖRIN. anno EGILL VILHJÁLMSSON HF. Smidjuvegi 4, Kópavogi. Símar 77200 - 77202.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.