Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Blaðsíða 8

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Blaðsíða 8
8 t>V. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR1985. Neytendur Neytendur Neytendur Neytendur Á flottum græj- ■ r mm ■■■ ' um uppi i fjalli Starfsfólk skíöastaöanna er komiö upp í f jöll og búið er að gera flest tU- búið fyrir skíöaóöa Islendinga. Neyt- endasíöan gerði sér ferö í bæinn í síö- ustu viku og heimsótti sjö skíðaversl- anir á Reykjavíkursvaéðinu til þess að kanna úrval og verölag á skíðaút- búnaði. I skíðabrekkum Islendinga þykir enginn maður meö mönnum nema hann mæti í fjalUö á finustu græjum og í flottum göUum en hér er ætlunin að kanna verölag á skíöum, binding- um, stöfum og skóm, bæði fyrir svig- skíðamenn og gönguskiöamenn. Fyrst lá leiðin, hins vegar, í Fjöör- ina til að athuga úrval skíðaboga sem festa á á bifreiðar þar sem skíð- in eiga að vera staðsett á meðan á akstri stendur til skíðastaðanna. Nokkuð mikið úrval var af bogum þessum og verð þvi afar misjafnt — aUt frá 987 krónum og upp í 3.900 krónur. Best er að kaupa sem þynnsta bogana — boga sem taka minnsta veörið á sig, til að koma í veg fyrir meiri bensíneyðslu. Ef skíðabogamir eru mjög þykkir gæti eyðsla bílsins aukist að einhverju magni. Skíöaverslanimar sem neytenda- síðan heimsótti voru: Fáikinn, Sport- val, Vesturröst, Sportmarkaðurinn, Sport, Skátabúöin, UtUíf og Skíða- leigan Hringbraut v/Umferöarmið- stöðina. Þess skal getið að hér er neytenda- síðan eingöngu að segja frá tegund- um og verðlagi en ekki gæðum. Fólk það sem hugsað hefur til þess að kaupa skiði hefur eflaust ákveðna upphæð í huga sem þaö ætlar sér að eyða í skíöakaupin, svo að þessar upplýsingar sem hér birtast geta verið upphafiö í leit að góðum skíða- útbúnaði. JI Skiðabogar kosta f rá 987 krónum upp i 3.900 krónur. DV-mynd GVA. I litlu húsi viö Umferðarmiðstöðina við Hringbraut er til húsa Skíðaleigan Hringbraut. Skíöaleigan er ekki bara leiga heldur einnig verslun sem versl- ar með nýjar skíðavörur sem koma frá Þýskalandi, Austurríki og Finnlandi. Skíöaleigan tekur notuð skíði upp i ný skíði. Einnig er skíðaleigan með svokallaðan kaupleigusamning sem þýðir að verðandi viöskiptavinir — þeir sem ætla að kaupa ^geta fengið skiðin leigð fyrst um sinn til áð athuga hvaða skíði myndu best hæfa hverjum. Síöan, ef viðskiptavinurinn ætlar sér að kaupa skíðin, þá gengur leigan upp í kaupverðiö aö hálfu, en þó aldrei meira en nemur 15 prósentum. Þessi þjónusta er mjög þægileg fyrir þá sem vilja hella sér út í skíðasportið en geta ekki ákveðið hvort kaupa eigi göngu- eða svigskíði. Fólk getur þá fyrst um sinn leigt hvort tveggja og prófað sig áfram. Erbacher frá Þýskalandi er aðal- uppistaðan í skíðaleigunni. Leiga fyrir svigskiði, skó og stafi er 360 krónur fyrir fyrsta daginn og 200 krónur fyrir hvern aukadag. Leiga á gönguskíðum og bamaskíðum er 290 krónur fyrir fyrsta dag og 150 krónur fyrir hvem dag aukalega. Bindingar eru á verðbilinu 1.280 til 4.400 krónur hjá Skíöaleigunni. Skíða- stafir kosta frá 290 til 460 krónur. Tecnica skíöaskór frá Italíu kosta 3.480 á f ulloröna og 1.280 á börn. Erbacher svigskíði frá Vestur- Þýskalandi kosta frá 4.950 til 8.250. Verðið fer eftir gæðum. Dýmstu skíðin eru keppnisskíði. Skíðaleigan selur austurrísk barna- og unglingaskíði að nafni Riesinger frá 1.280 til 2.790 kr. Finnsk gönguskíði eru á boðstólum frá Kuusisto frá 1.770 til Þau hjón Einar Eiríksson og Guflrún Axelsdóttir mefl Erbacher skifli sem eru vestur-þýsk. 2.660 krónur. Skíðaleigan viö Hringbraut hefur aöra afgreiðslutíma en hinar hefð- bundnu verslanir vegna leigunnar. Op- ið er virka daga frá 10 til 18.00 og um helgar frá 10.00 til 14.00 og frá 18.00 til 20.00. JI Skíðaleigan v/Hringbraut Útilíf verslar með Nordica skiðaskó. (JTILÍF I Utilífi í Glæsibæ er hægt að finna Blizzard skíði frá Austurríki, Nordica skíðaskó frá Italíu og Look skiðabindingar frá Frakklandi. Blizzard bamaskíði 90—175 cm Blizzard bamakeppnisskíði 140—175 cm Blizzard fullorðinsskíði 175—200 cm Blizzard keppnisskíði Nordica skíðaskór fyrir börn nr. 24—39 Nordica barnakeppnisskór kr. 1.785-2.988 kr. 6.420 kr. 3.790-7.935 kr. 9.775 kr. 1.060-1.410 kr. 2.150-2.700 Nordica fullorðinsskór em í fjórum verðflokkum: 1.660, 2.300, 2.800 og 4.300 kr. Keppnisskór fyrir fulloröna em á 5.628 krónur. Look barnabindingar kosta 1.250 og 1.570 krónur. Look bindingar fyrir full- orðna kosta 1.250, 1.790 og 2.700 krónur. Keppnisbindingar kosta frá 3.850 til 4.250 krónur. Gönguskiði, sem ekki þarf að vaxbera, kosta frá 2.280 til 3.278 krónur. Svipuð skíði með stálköntum kosta 5.195 krónur. Gönguskíði, sem þarf að vaxbera, eru frá 1.560 til 3.570 krónur. Gönguskíðabindingar eru á bilinu 220 til 395 kr. Gönguskíðastafir kosta 330 til 654 krónur. Göngukeppnisskíðaskór kosta 1.870 krónur í Utilífi. JI. Jóhann Hákonarson selur Elan skiði hjó Sport, Laugavegi 13. SPORT I Sport á Laugavegi 13 er Elan alls- ráðandi i skíöum. Skíðaskór eru aftur á móti frá Alpina og bindingar koma frá Silvretta. Sport selur plast- bamaskíðasett fyrir 2.159 og annars konar skiðasett f yrir böm 2 til 4 ára á 893 krónur og er hið síðarnefnda fyrir venjulegaskó. Verðlag á Elan skíðum er eftirfarandi: Elan skíði með kristals- sóla 175-190 cm kr. 3.705 Eian barnaskiöi kr. 2.545 Elan unglingaskíöi m/kristalssóla kr. 3.664 Elan gönguskiði kr. 1.990 Pilz gönguskíði m/rifluðumsóla kr. 2.246 Alpina skíðaskór: Fullorðinsskór kr. 2.169 Barnaskíðaskór kr. 1.495 Unglingaskíðaskór kr. 1.730 Gönguskíðaskór úr leðri kr. 1.399 Barnaskíðastafir eru á 275 og ungl- inga- og fuUorðinsstafir kosta 404 hjá Sport. Silvretta bindingar fyrir fullorðna kosta 1.159. Fyrir böm kosta bindingar 728 og fyrir unglinga kosta þær 1.078. Gönguskíðabindingar kosta 277. JI.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.