Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Blaðsíða 5
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR1985.
5
Opinn bill við barnaheimilið Fálkaborg. Betra að vera vel á verði og
DV-mynd GVA
læsa bilnum.
Foreldrar fómarlömb
þiófa við bamaheimili
Borið hefur á því að undanfömu
að þjófar stundi iðju sína fyrir utan
barnaheimilið Fálkaborg við Arnar-
bakka í Breiðholti. A morgnana,
meðan foreldrar fara inn með böm-
in, læðist þjófurinn í bíla og stelur
handtöskum og öðm verðmætu.
Samkvæmt upplýsingum ‘frá
rannsóknarlögreglunni vora fimm
tilfelli kærð í síðustu viku. Þá gerðist
það fjóra daga í röð að stolið var úr
bilum á bílastæðinu við Fálkaborg.
Hafði þjófurinn sex þúsund krónur
upp úr krafsinu i eitt skiptiö.
Bílastæðið, sem um ræðir, er við
enda bamaheimilisins og í hvarfi við
húsið. Þar er því gott fyrir þjófinn að
athafna sig í morgunskimunni.
Að sögn er það algengt að fólk sé í
tímaþröng þama á morgnana. Skilja
sumir bíla sína eftir ólæsta og jafn-
vel í gangi. Það eru eindregin tilmæli
frá lögreglu að þeir sem leggja leið
sína að Fálkaborg séu vel á verði og
læsi bílum sínum.
-EH.
Frá Ólafi B. Thoroddsen, Dalvik: Kiwanisklúbburinn Hrólfur á Dalvík gaf
stórgjöf til landssöfnunar Hjálparstofnunar kirkjunnar, Brauð handa
hungruðum heimi, nýlaga. Eins og undanfarin ár hefur Kiwanisklúbburinn
verið með flugeldasölu milli jóla og nýárs. Að jiessu sinni var ákveðið að
allur ágóðinn rynni til Eþíópiusöfnunarinnar. Agóðinn af flugeldasölunni
að þessu sinni var 76 þúsund krónur. Sóknarprestinum, sóra Jóni Helga
Þórarinssyni, var afhent þessi upphseð. Á myndinni sést formaður flug-
eldanefndar, Sigurður Jónsson, afhenda sára Jóni ávísunina. Á myndinni
eru einnig Jón Geir Jónatansson, Geir Guðsteinsson og Gunnar Aðal-
bjömsson. EH/DV-mynd Ólafur B. Thoroddsen.
Þau eru mörg undrin. Kalt úti,
hlýtt inni. Eins gott að vera réttu
megin við rúðuna á sporttreyj-
unni sinni. DV-mynd GVA
Rás tvö líklega
norður um
mánaðamót
Horfur eru á að rás tvö nái til
Norðurlands um mánaðamótin. Að
sögn Haralds Sigurðssonar, yfirverk-
fræðihgs hjá Pósti og síma, er sendir-
inn, sem verður settur upp á Vaðla-
heiði, kominn til landsins en ekki búið
að setja hann upp. Hins vegar hefur
hingaö til staðið á dagskrárflutnings-
tækjum sem þjóna þeim tilgangi að
flytja dagskrána norður í land á
örbylgju. Þessi búnaöur er enn allur í
tolli. „Von okkar er að ef réttir hlutir
koma upp úr kössunum þá verði þetta
um mánaðamótin,” sagði Haraldur.
Starfsmenn Pósts og síma vora í síð-
ustu viku við mælingar á Akureyri
vegna staöbundna útvarpsins sem á að
fara af stað í byrjun mars. Haraldur
sagði að mælingunum væri lokið en
niðurstöður ekki komnar. Þær yrðu
lagðar fyrir útvarpsráð í vikunni.
JBH/Akureyri.
5. Áður 2.890,
6. Áður 3.560,
7. Áður 670,
8. Áður 1.285,
9. Áður 1.885,
10. Áður 2.285,
11. Áður 3.360,
12. Áður 1.185,
14. Áður 870
15. Áður 1.195,
16. Áður 570
Nú 1.995,
Nú 2.495,
Nú 350,
Nú 895,
Nú 1.385,
Nú 1.785,
Nú 1.995,
Nú 895,
Nú 250,
Nú 995,
Nú 298,
Póstsendum
1. Áður 3.495,- Nú 2.595,
2. Áður 2.965,- Nú 1.995
3. Áður 3.495,- Nú 2.595
4. Áður 3.560,- NÚ2.495
Skóverslun
Þórðar Péturssonar
Laugavegi 95, sími 13570 —
Kirkjuhvoii 8, simi 14181.