Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Blaðsíða 11

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Blaðsíða 11
DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR1985. 11 1 Bretlandi er fimmti hver háskóla- stúdent nemandi í svokölluöu Open University, sem er háskóli fyrir heimanám. Sá háskóli er samtengd- ur bréfa- og sjónvarpsskóli. Meö vaxandi samskiptatækni á sviöi sjón- varps og tölvu er reiknaö meö þvi að vegur Open University muni fara mjög vaxandi á komandi árum, en nú þegar er O.U. verulegt afl í menntamálum á Bretlandi eins og nemendafjöldi sýnir. Einnig virðist það nám sem boðið er upp á i O.U. vera fyllUega boðlegt háskólanám. A framhaldsskólastigi hjá Bretum eru góðir möguleikar til að ljúka slíku námi í kvöldskólum og með nám- skeiðum ýmiskonar. Það gerir máliö að vísu einfaldara að hver nemandi lýkur mun færri námsgreinum í framhaldsskóla í Bretlandi heldur en hér á landi gerist, en engu að síður er möguleiki á því að manneskja geti farið í gegnum framhaldsskólann og hálskóla án þess aö setjast nokkum tima í formlegan skóla. Þetta fyrir- komulag hefur tíðkast um nokkurt skeið og sem fyrr segir er því spáð að með tölvutækni og sjónvarps- og vídeótækni fari vegur þessa náms- forms enn vaxandi. Bretar eru engin sérstök forystu- þjóö í skólamálum og því sýna slík dæmi hve aftarlega við Islendingar erum í þróun okkar skólakerfis, einkum ef mið er tekið af þvi hve það hentar illa í fámennu og strjálbýlu þjóðfélagi. Lausnir á borð við O.U. og óformlegan framhaldsskóla ættu því að vera mjög til umræðu í íslenskum skólamálum. Því er ekki að fagna, heldur er þrasað um fer- metra í skólahúsnæði, um það hvorir eru betri, menntaskólar eða fjöl- brautaskólar, svo ekki sé minnst á framhaldsdeildir, og háskólinn hugsar vart um annað en aögangs- takmarkanir, svo mikil framsýni semþaðgetur nútalist. Nýjar aðferðir í skólamálum Við Islendingar eigum það á hættu að dragast aftur úr í þróun mennta- kerfis og atvinnulífs (og þetta tvennt hangir mjög náiö saman) sakir sofandaháttar um þróun nýrrar tækni, þekkingar og framleiðslu. Það er því mjög brýn nauðsyn að ný- sköpunarandi verði ríkjandi í málefnum framhaldsskólans á næstu misserum og í enn meiri mæli í mál- efnum háskólans. Við þurfum að byggja upp þjóð- skóla á framhalds- og háskólastigi. Skóla sem leitar til þjóðarinnar með fjölbreytt námstilboð, en bíður ekki aögerðalaus álengdar eftir því að ENGILBERT GUÐMUNDSSON KENNARI VIÐ > FJÚLBRAUTASKÓLANN Á AKRANESI þjóðin komi skokkandi. Við þurfum að hefja þróun fulloröinsfræðslu, eftirmenntunar og endurmenntunar í framhaldsskólanum. Þar þurfum við að nota tölvur, sjónvarp, útvarp, bréfaskóla og námskeiðahald til að ná sem bestum árangri og ná til sem flestra. Það þarf aö virkja þaö fólk sem nú starfar viö f ramhaldsskólana í landinu til að byggja upp þessa starfsemi fremur en að beina því í einhverja ráöuneytistengda stofnun suður í Reykjavík. Sem dæmi um þær hugmyndir sem uppi eru í þess- um efnum og skoða þyrfti með já- kvæðum huga vil ég nefna hugmynd um að setja á stofn fullorðinsfræðslu í sveitum, eins konar sambland öldungadeildar og bréfaskóla. Þar yrði um það að ræða að fólki yrðu send kennslugögn heim, lesefni og verkefni, sem það leysti og sendi til kennara í framhaldsskóla viðkom- andi kjördæmis. Þetta kennsluefni gæti auöveldlega einnig samanstaðið að tölvuefni (enda er tölvuvæðing sveitaheimila nú þegar hafin), þar sem verkefni væru leyst í tengslum við tölvuna. Einnig væri hægt að senda efni á vídeóspólum, t.d. fyrir- lestra og annað skýringarefni. Reglubundið gæfist nemendum þessum kostur á þvi að koma í skól- ann og hitta kennara að máli, ræöa lausnir á verkefnum og fá frekari út- skýringar. Og í lok hverrar annar kæmi nemandinn til skóla og lyki prófi með hefðbundnum hætti, til að tryggja (svona upp á sálarheill tor- trygginna) að námið væri sambæri- legt við hefðbundið framhaldsskóla- nám. Með námi af þessu tagi gæti fólki til sveita gefist kostur á því að stunda nám í framhaldsskóla, nokk- uö sem vart er mögulegt í dag. Námsefni sem samið væri fyrir svona skóla myndi síðan geta nýst hinum heföbundna framhaldsskóla mjögvel. Ég hef hér tekið eitt dæmi um framþróun í framhaldsskólanum (dæmi af tillögu sem ég ásamt öðr- um sendi menntamálaráðuneytinu fyrir nokkrum árum og hef ekki frétt af síðan). Það eru nógar hugmyndir á kreiki í skólakerfinu. Það gerist hinsvegar mjög lítið og á meðan drögumst við aftur úr. Verstu dæmin um það hve við erum að dragast aft- ur úr í framþróun skólakerfisins er vafalaust að finna í iðnfræðslunni, en þar eru stjómvöld á góðri leið með að eyðileggja hina góðu hugmynd um verknámsskóla meö nánasarlegum fjárveitingum til kennslutækja (gild- ir jafnt um núverandi ríkisstjórn og þá sem á undan henni sat). Sem dæmi má nefna að tölvustýrðar vélar eru vart finnanlegar í verknáms- deildum tréiðna og málmiðna i land- inu, og það á miðri tölvuöld í þessum greinum um allan heim. Hvernig ætla menn síðan að byggja upp fram- sækinn iðnað þegar þannig er búið að menntun þeirra sem í honum eiga að starfa! Opinn háskóli og endurmenntun Háskólastigið þarf einnig að þróa kennsluform sem flytur skólann út til fólksins, í stað þess aö eyöa orkunni í þaö hvort takmarka á aðgang að ein- stökum deildum skólans (sem í mennta- og atvinnupólitisku tilliti er hreint alveg ótrúleg afturhalds- semi). Háskólinn hefur yfir kennslu- kröftum að ráða, tækjum og tækni til aö koma slíkri kennslu á laggirnar. Auðvitað þarf eitthvað að fjölga stöðugildum til að koma á opnum há- skóla, en ég er sannfærður um að kostnaður á hvem nemanda yrði mun lægri í slíkum skóla heldur en með núverandi formi. Og stór hluti þeirrar þróunarvinnu sem færi í upp- byggingu opins háskóla myndi nýt- ast í almennri kennslu háskólans. Inn í uppbyggingu hins opna há- skóla gæti endurmenntun háskóla- manna fallið að verulegu leyti. Þannig myndi langt í frá aUur kostnaður sem í slíka þróunarvinnu færi verða viðbótarkostnaður. Opinn háskóli gæti dregið verulega úr byggingarþörf háskólans varðandi kennsluhúsnæði og þar með losað um fjármagn sem nauðsynlega þarf til að byggja upp rannsóknir við skólann. Og opinn háskóli myndi væntanlega einnig geta dregið úr álagi á Lánasjóð íslenskra náms- manna og þannig létt á ríkissjóði. En það er í raun aukaatriði að létta byrðum af ríkissjóði í þessu sam- hengi, og vart við öðru að búast en að heUdardæmið hlyti að þýða ein- hvern útgjaldaauka fyrir ríkissjóð. En framþróun í menntamálum, eink- um þeim hluta sem menntar fólk til þátttöku í atvinnulífi og eykur við almenna akademiska þekkingu þjóðarinnar, er eitthvert mesta nauðsynjamál í islensku þjóðlifi um þessar mundir. Ef við höldum áfram að láta okkur nægja tiu ára gamlar kópíur af enn eldri amerískum lausn- um í skólamálum þá getur ekki ann- að gerst en að við drögumst aftur úr á sviði almennrar þekkingar og við drögumst aftur úr á sviði almennrar velmegunar. Engilbert Guðmundsson. SANNGIRNISMÁL • „Um er að ræða nokkuð stóran hóp einstæðra foreldra, sem ekki eiga rétt samkvæmt ákvæðum barnalaganna varðandi umrædd framlög ..." I 19. grein barnalaga, sem sam- þykkt voru á Alþingi 15. apríl 1981, eru ákvæði sem kveða á um heimild til að ákveða framlag frá meðlags- skyldum aðila til menntunar- og starfsþjálfunar barns til 20 ára aldurs svo og ákvæöi um að heimilt sé að úrskurða framfærsluskyldan aðila til að inna af hendi framlög vegna sérstakra útgjalda við skím barns, fermingu, vegna sjúkdóms eða greftrunar eða af öðru sérstöku tilefni. Ljóst er að þessi ákvæði barnalag- anna eru mjög mikilvæg og geta oft. ráðið úrslitum, t.a.m. um framhalds- menntun eða starfsþjálfun bama einstæðraforeldra. Einstæðum foreldrum mismunað Þegar ofangreind ákvæði voru lög- fest var ekki hugað að því að tryggja sambærilegan rétt eða stuöning við einstæöa foreldra eða böm þeirra, ef meðlagsskyldur aðili er látinn eða af öðrum ástæðum reynist ókleift að innheimta greiðslur vegna ákvæða þessarar greinar barnalaganna. Hér er því um að ræða augljóst ranglæti og mismunun í aðbúnaði og kjörum einstæðra foreldra. A Alþingi hafa þingmenn Alþýðuflokksins lagt fram frumvarp sem á aö tryggja þeim einstæðu foreldrum, sem ekki hafa til neins meðlagsskylds aðila aö Kjallarinn JÓHANNA SIGURÐARDÓTTIR ÞINGMAÐUR FYRIR ALÞÝÐUFLOKKINN leita, sambærilegt framlag og að ofan greinir. Frumvarpið kveður á um að ef meðlagsskyldur aðili er ekki á lífi eða af öðrum ástæðum reynist ókleift samkvæmt úrskurði valdsmanna aö innheimta framlög vegna menntun- ar eða starfsþjálfunar, svo og fram- lög vegna sérstakra útgjalda viö skírn bams, fermingu, vegna sjúk- dóms eða af öðru sérstöku tilefni, þá skuli lífeyrisdeild Tryggingastofn- unar ríkisins greiða umrædd fram- lög. Stór hópur Um er að ræða nokkuð stóran hóp einstæöra foreldra, sem ekki eiga rétt samkvæmt ákvæðum bamalag- anna varðandi umrædd framlög, þar sem ekki er til neins meðlagsskylds aðilaaðleita. Samkvæmt upplýsingum Trygg- ingastofnunar ríkisins fengu 834' einstæðir foreldrar greiddan bamalífeyri með börnum sínum yngri en 18 ára vegna andláts annars hvors foreldris. Hér er um að ræða stóran hóp eða 14—15% af einstæðum foreldrum í landinu. Þessir 834 ein- stæðu foreldrar hafa að meðaltali 1,4 börn á framfæri sínu eða 1167 böm. Það er því stór hópur einstæðra for- eldra og barna þeirra, sem ekki njóta réttar samkvæmt ákvæðum 17. og 19. gr. barnalaganna, þ.e. vegna menntunar eða starfsþjálfunar barna eftir 18 ára aldur né vegna þeirra útgjalda sem áður era talin í 17. gr. barnalaganna. Sömu möguleika Þó hér sé ekki um háa fjárhæð að ræða eða nú um 2600 kr. á mánuði, þá getur hún haft veruleg áhrif á það hvort börn einstæðra foreldra, sem ekki geta leitað til meðlagsskylds aðila, hafi möguleika til framhalds- náms, ekki sist þegar einstæð for- eldri hafa mörg böm á framfæri sínu. Með samþykkt þessa frumvarps Alþýðuflokksins yrði tryggt að böm sem aðeins eiga annað foreldri á lifi hafi sömu möguleika og böm ann- arra einstæðra foreldra og að ein- stæðum foreldrum yrði ekki mis- munað að því er varðar þann rétt og stuðning sem 17. og 19. gr. barnalag- anna gefur einstæðum foreldrum. Hér er um sanngirnismál að ræða, sem Alþingi ber vonandi gæfu til að samþykkja á yfirstandandi þingi. Meðlagsgreiðslur Á Alþingi liggur einnig fyrir annaö frumvarp frá Alþýðuflokksmönnum um skylt málefni. I lögum um tekju- og eignarskatt er heimilað að meðlagsgreiðendur fái frádrátt frá skatti sem nemur helmingi greiddra meðlaga með barni til 17 ára aldurs. Þegar bamalögin voru samþykkt á Alþingi í apríl 1981 með þeim nýmæl- um aö lengja framfærsluskyldu meðlagsgreiðenda úr 17 í 18 ára, svo og að framfærsluskylda getur staðið í 20 ár ef þörf krefur vegna menntun- ar eða starfsþjálfunar barns, var ekki hugað að því að breyta ákvæð- um tekjuskattslaga, þannig að meðlagsgreiðslur eftir 17 ára aldur yrðu einnig frádráttarbærar til skatts. Það verður að teljast rétt og eðli- legt, þar sem löggjöfin hefur þegar samþykkt aö helmingur meölags- greiðslna sé frádráttarbær frá skatti til 17 ára aldurs, að það ákvæði tekju- skattslaga taki einnig breytingu til samræmis við lengri framfærslu- skyldu, en um það f jallar frumvarp þingmanna Alþýöuf lokksins. Ljóst er að samþykkt þessa frum- varps mun kosta ríkissjóð sárah'tið en getur haft töluverð áhrif til skattalækkunar fyrir meðlagsgreið- endur. Jóhanna Sigurðardóttir.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.