Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Blaðsíða 28

Dagblaðið Vísir - DV - 22.01.1984, Blaðsíða 28
,, 28 DV. ÞRIÐJUDAGUR 22. JANUAR1985. Sviðsljósið Sviðsljósið Sviðsljósið Eins og alþjóð veit er Ryan O’Neal og Farrah Fawcett afskaplega vel tll vina, svo vel að nú eiga þau von á bami saman. En þar stendur ein- mitt hnífurinn í kúnni, því þau deila hart um nafn væntanlegs barns. Vili Ryan að eftirnafnið verði O’Neal en Farrah Fawcett-O’Neal. Enn er verið að framleiða Dallas- þætti. Nýjasta þáttaröðin gerist fyrir fimmtiu árum þegar Miss Ellie giftist Jock og J.R. var í heim- inn fæddur og svo framvegis. Eru leikarar allir nýir, sem ekki hafa komið fram í þáttunum áður. Brooke Shields er svo gott sem trú- lofuð um þessar mundir. Sá iukku- legi heltlr Michael Ives og starfar sem tískusýningarherra. .j. Ollvia Newton—John gekk í það heilaga á dögunum. Það þótti tiðindum sæta að leikkonan keypti sjálf giftingarhringinn sinn sem er alsettur demöntum. Og svo lét hún einkaritarann sinn sjá um að sækja hann i verslunina daginn fyrir gift- inguna. Eiginmaðurinn vlrðist því hvergi hafa komið þar nærri, eins og venjan er þó. Boy George hefur veriö komið upp í brúðumynd á vaxmyndasafni Madame Tussaud í Lundúnum. En einhver hefur gert sér lítið fyrir og stolið höfði brúðunnar og hefur ekkertspursttilþesssíðan. ^ Brigitte Bardot varð býsna reið á dögunum er hún komst að því, að sonur hennar, Nicholas Charrier, 24 ára gamall, hefði verið glftur i tvo mánuði án þess að iáta svo lítið að segja henni frá því. Móðir Napóleons var 18 ára þegar hún átti hann. Þegar hún var gengin sex mánuði á leið tók hún þátt í uppreisn á Korsiku, barðist með kjafti og klóm á hestbaki og var i fremstu viglinu. Móðir Georges III. Englands- konungs var kölluð nornin af samtíðarmönnum sinum. Sumir segja að hatur Hitlers só tilkomið vegna þess að móðir hans lést i umsjá læknis af gyðingaættum. Svona er að eiga skrýtna mömmu Skýringuna á háttum allra helstu harðstjóra sögunnar er að finna í einkennilegu lífshlaupi mæðra þeirra. Klara, móðir Adolfs Hitlers, varð til aö mynda þriðja eiginkona frænda síns eins. Þaú voru þremenningar en hann var 23 árum eldri en hún. Kynni þeirra hófust þegar hann réði hana sem vinnukonu á heimili sitt. Og hún kallaði hann alltaf Alois frænda. Hitler varð ávöxtur þessa skrýtna hjónabands. Sem bam var hún eini vinur hans og hann bugaðist gersam- lega þegar hún dó úr krabbameini þegar hann var 18 ára. Læknir hennar, Eduard Bloch, var gyðingur. Margir vilja meina að hatur Hitlers á gyðingum megi rekja til þess aö hann sakaöi Bloch um að hafa ekki gætt móður hans nógu vel. Agrippinu, móður Nerós, var nauög- að af bróður sínum, Caiigula, þegar hún var 12 ára og hann 15. Hún gifti sig fyrst 13 ára. Sagan segir að hún hafi eitraö fyrir eiginmann númer tvö til að giftast frænda sínum, Kládíusi 1. Síðar eitraði hún líka fyrir hann til að Neró kæmist í keisarasætið. Móðir Napóleons giftist 13 ára gömul. Sagan segir að þegar hún var gengin sex mánuði með keisarann til- vonandi hafi hún tekið þátt í uppreisn á eynni Korsíku og verið í fremstu víg- línu á hestbaki. Þegar hún var 34ra ára voru bömin orðin 12. Georg III. Englandskonungur var sonur Agústu prinsessu af Wales. Þegar hún var 16 ára lék hún sér enn að brúöum er hún kom fram opinber- lega. Hún var sínöldrandi í Georg og stjómaði honum gersamlega alla tíð. Svo rammt kvað að afskiptasemi hennar að samtíðarmenn hennar köiluðu hana nomina. Brooke Shields sýnir á sér nýja hlifl um þessar mundir. Hún er farin að koma fram sem poppsöngkona og er bara látifl vel af því. Segja kunn- ugir afl vinir honnar tveir, Michael Jackson og Julio Iglesias, hafi hvatt hana til þessa. Peggy Spencer, þriðja frá hægri á myndinni, leiðbeinir nemendum Dansskóla Heiðars Ástvaldssonar í svokölluðum formation-dansi efla mynsturdansi eins og hann hefur verið kallaður á íslensku. DV-mynd S. Heimsfrægur dans kennari kennir landanum sporið „Við reynum að fá erlenda dans- kennara til okkar á hverjum vetri,” sagði Heiðar Ástvaldsson, en fyrir skömmu var Peggy Spencer, einn frægasti danskennari veraldar, stödd hér á landi og leiðbeindi kenn- urum og nemendum Dansskóla Heiðars í dansi. „Peggy hefur ámm saman rekið dansskóla í Lundúnum. Hún hefur getið sér mjög gott orö, meðal ann- ars sá Bretadrottning ástæðu til að veita henni orðu fyrir vel unnin störf, ” sagði Heiðar. Hann sagði að Peggy hefði unnið til fjölda viðurkenninga fyrir dans- kennslu sína og afskipti sín af því máli. Hún hefði ferðast út um allan heim til að kenna fólki réttu sporin, meðal annars hefðu margir nemend- ur hennar orðið heimsmeistarar í dansi. — En hvernig gengur að reka dansskóla á Islandi í dag? „Það gengur ágætlega. Aösóknin nú í vetur er mun meiri en hún hefur verið lengi, enda er þetta ódýr skemmtun. Það er ódýrara fyrir par að koma í danstíma en að fara í bíó. Eg hef líka haft það að keppikefli að hafa þetta ódýrt svo enginn þurfi að neita sér um þessa skemmtun,” sagöi Heiðar. — Og hver er svo vinsælasti dans- inn í dag? „Ætli það sé ekki skrykkurinn. Annars held ég að hann lognist út af frá og með þessum vetri. Það kemur alltaf upp einhver tiskualda. Það kemur eitthvað annað næsta vetur,” sagði Heiðar Astvaldsson. Larry Hagman, betur þekktur sem JR, hélt upp á 30 ára brúflkaups- afmæli fyrir stuttu. Auflvitafl voru „báflar eiginkonur" hans til staflar, þafl er afl segja eiginkona Larry Hagman, Maj, og eiginkona JR, Sue Ellen efla Linda Gray. Doris Day braut allmörg rifbein á dögunum þegar hundurinn hennar flaöraöi upp um hana svo að hún féll við. Hún er sögð vera að hjarna við.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.