Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Síða 3
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR1984.
3
Það er slíkur atburður sem Daily Express segir að gerist daglega í
Reykjavík. DV-myndS.
Æsifréttaskrif Daily Express um hundamálin:
Segir aftökusveitir
íögreglu skjótandi
hunda í Reykjavík
Bresk blöö hafa f jallað mikiö um
hundamál fjármálaráðherra, aö
sögn Einars Benediktssonar, sendi-
herra í London. Aðallega hafa þau
vitnað í tilmæli Alberts Guðmunds-
sonar að hann muni flytja af landi
brott fái hann ekki haldið hundinum.
Þó hefur eitt blað skorið sig úr.
Það er Daily Express sem flutti á
laugardag heilsíðufregn um aftöku-
sveitir, „ extermination squads”,
lögreglu sem hér gangi um og skjóti
þá hunda sem í náist. Jafnframt birti
blaðið myndina frægu sem tekin var
í sambandi við Framnesvegarmálið
svokallaða af lögreglumönnum að
skjótahund.
,,Eg hef reynt tvisvar að fá leið-
réttingu á þessu,” sagöi Einar. ,,Eg
talaði við ritstjóra og sagði að þetta
væri allt meira og minna rangt. Þeir
báðu mig afsökunar og buöu mér aö
koma leiðréttingu á framfæri en ekk-
ert hef ur verið birt ennþá.
Þeir birtu nú síðast frétt frá
fréttaritara sínum í Reykjavík þar
sem sagt var að það væri baráttu
Daily Express að þakka að borgar-
stjóri og bæjaryfirvöld væru eitthvað
að sjá sig um hönd í málinu.”
Einar sagði að fólk hefði hringt og
í sendiráöið hefði komið slangur af
bréfum vegna hundamálsins. I bréf-
unum segir fólk að það ætli sér ekki
að heimsækja landið vegna þessa.
„Þetta er slæmt atriði fyrir Island
á meðan verið er að kynna Jandið
sem ákjósanlegt feröamannaland,”
sagði Einar.
-ÞóG
Hálkumælingabíll á
ReykjavíkurfíugvöH
— kostaði tvær milljónir króna án aðflutningsgjalda
.JBíllinn kostaöi okkur í kringum
tvær milljónir króna. Við fengum að-
flutningsgjöld niðurfelld,” sagði Pétur
Einarsson flugmálastjóri um nýjan
Saab 900 turbo sem kominn er á
Reykjavíkurflugvöll.
„BíUinn kom til landsins í ágúst síð-
astliðnum en við vorum að leysa hann
úr toUi. Það þurfti að endumýja
brautarbíl og bremsumæli,” sagði
Pétur.
Nýi bíUinn mun þjóna tvenns konar
hlutverki. Annars vegar verður hann
notaður tU almenns eftirlits á flug-
brautunum. Hins vegar til aö mæla
hálku og bremsuskilyrði fyrir flugvél-
ar.
Gamli bremsumæUrinn er í sér-
stakri kerrru sem tengd var aftan í
annan bU þegar mæla þurfti bremsu-
skilyrði. Nýi mælirinn er innbyggður í
Saabinn og mun nákvæmari en sá
gamli.
Mælirinn er aftast í Saabnum, undir
skottinu. Þegar hálkan er mæld er lítið
hjól sett niður á brautina. Tíu prósent
tregða er á mUU þessa mæUngahjóls og
afturhjóla bilsins. BUnum er síðan ekið
eftir flugbrautinni á 90 kUómetra
hraða á klukkustund, sem er besti
mæUngahraðinn. Tölva sér um að
vinna úr upplýsingunum. Niðurstaðan
kemur út sem Unurit á strimli.
Saab mun vera eini aöUinn sem
býður upp á bUa með þessum útbúnaöi.
Sams konar bíU er á KeflavUturflug-
veUi.
-KMU.
Bremsuskilyrði eru mæld með því að aka bdnum á 90 kUómetra hraða á klukku-
stund eftir fiugbrautinni. DV-myndir Loftur.
Bremsumælirinn er í skottinu. Lítið hjól, sem maðurinn bendir á, er sett niður á
brautina.
SALURINN
Á 3. HÆÐ í FIAT HÚSIIMU
EV-SÉRKJÖR
LÁNUM í 3, 6, 9 EÐA
JAFNVEL 12 MÁN^^íTqOO _
NOTAÐIR BILAR I
BILAR I
EIGU UMBOÐSINS
____ swS°*5*^LU''
300
1929 ALLT Á SAMA STAÐ 1984
-EGILL VILHJÁLMSSON HF. -
Smiðjuvegi 4c — Kópavogi __ Sími 79944