Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 4
4
DV. MIÐVIKUDAGUR 25. JANUAR1984.
Norðmenn felmtri slegnir
vegna njósna Ame Treholts
I Noregi eru menn felmtri slegnir þessa dagana, bæði stjórnvöld og almenningur, vegna
njósnamáls Arne Trehoit sem handtekinn var fyrir helgi sakaður um njósnir í þágu
sovésku leyniþjónustunnar. Fyrir mánuði síðan tók Arne Treholt við starfi skrifstofustjóra
í norska utanríkisráðuneytinu. Hann var áður fulltrúi i fastanefnd Noregs hjá Sameinuðu
þjóðunum og þar áður aðstoðarráðherra Jens Evensen hafréttarráðherra.
Arne Treholt sem er rúmlega fertugur hefur legið undir grun um njósnir sl. áratug og
fylgdist bæði bandaríska leyniþjónustan CIA og alríkislögreglan með honum þegar hann
var íNew York.
í yfirheyrslum undanfarna daga hefur Arne Treholt viðurkennt að hafa átt marga fundi
með KGB, afhent aðUum þar mikilvæg skjöl og skýrt frá margvíslegum ríkisleyndarmál-
um.
-HÞ
Á myndinni stendur Arne Treholt, þá aðstoðarráðherra og pólitískur ráðgjafi Jens Evensen hafréttarráðherra, að
baki Evensen sem er að undirrita fiskveiðisamning við Svia í desember 1976.
Hans G. Andersen:
„Kom vel fyrir”
„Hann kom vel fyrir en þaö var ekk-
ert persónulega sérstakt við mann-
inn,” sagði Hans G. Andersen, sendi-
0
Hans G. Andersen.
herra Islands í Washington, um norska
utanríkisþjónustumanninn sem sak-
aður er um njósnir fyrir Sovétríkin.
„Eg kannast vel við hann frá haf-
réttarráðstefnunni. Mann grunaöi ekk-
ert. En þetta voru svo sem engin
leyndarmál sem við meðhöndluðum
þar.”
-HÞ
-ÞóG
Guðmundur Eiríksson:
ÓLÍKLEGT AÐ HANN
HAFIRÁÐIÐ MIKLU
, jEg get vel skiliö að fjölmiðiar geri
sér mat úr þessu máli með Arne Tre-
holt og nafn hans á eflaust eftir að
hljóma eins og Quisling í Noregi næstu
áratugina. Hins vegar dreg ég það
sterklega í efa að hann hafi haft Jens
Evensen eitthvað í vasanum eins og
sumir gera því skóna,” sagði Guð-
mundur Eiríksson, þjóðréttarfræð-
ingur og starfsmaður utanríkisþjón-
ustunnar, í samtali viö DV.
„Já, ég hitti hann oft í New York í
tengslum viö hafréttarráðstefnuna.
Hann var pólitískur ráðgjafi Jens
Evensen og sem slíkur hafði hann ekki
yfir sér þennan embættismannablæ
þannig að það má segja að hann hafi
ekki beinlínis tilheyrt þeirri klíku sem
manni fannst skipta mestu máli í liöi
Norðmanna. Þetta er ósköp alúölegur
og vingjarnlegur maður, hár og
myndarlegur. Eg hélt að hann ætti
pólitíska framtíð fyrir sér og varð því
hissa þegar ég frétti að hann fór yfir í
utanríkisþj ónust una.
Eg man aldrei eftir því að hafa
heyrt hann flytja ræðu á ráðstefnunni.
Og ég fæ ekki séð að Treholt hafi ráðiö
einhverju í samninganefnd Norð-
manna, allavega ekki fræöilega. Tel ég
það mjög ólíklegt að reyndur maður á
borð við Jens Evensen hafi hlustað á
svona strák. Evensen var annars ásak-
aður um að hafa verið of linur gagn-
vart Rússum og hann sagði sjálfur að
ihaldsmenn hefðu stungið sér ofan í
skúffu, varöandi aðild að hafréttar-
málum, eftir að þeir komu til valda.
En ég þekki samninganefnd Norð-
manna mjög vel, hverjir hata hverja
o.s.frv. Hef ég aldrei séð neitt óeðlilegt
Guðmundur Eiríksson.
við starfsemi nefndarinnar og hvaö
þá að einhver einn aðili hafi ráðið ferö-
inni þar.
Jens Evensen haföi ákveðinn stíl í
samningaviöræðunum. Hann lagöi
fram það sem honum fannst sann-
gjarnt og endaði þar.
Þá fæ ég ekki séð hvernig Treholt á
að hafa getað n jósnað að gagni ef hann
hefur legið undir grun árum saman.
Og hvers konar fréttamennska er það
nú að segja aö hann hafi stungið skjöl-
um í tösku, stimpluðum ríkisleyndar-
mál í bak og fyrir — setti hann ekki
líka epli í töskuna? spyr Guömundur
og hlær.
„Eg hélt að það væri ekkert
launungarmál að Rússar sem fleiri
stunda njósnir og að áður en mörg
hugmynd fæðist er hún jafnvel komin
til Moskvu. Þannig að ég er að velta
því fyrir mér hvaða upplýsingum að
gagni Treholt hafi komið yfir til KGB,”
sagðiGuðmundurEiríksson. -HÞ
j dag mælir Dagfari_____________j dag mælir Dagfari_______ í dag mælir Dagfari
HRÓKERINGAR Á RÁÐHERRUM
Miklar vangaveltur eru nú uppi
um eftirmann Magnúsar heitins
Jónssonar frá Mel i bankastjórastöð-
una í Búnaðarbankanum. Ekki þarf
að spyrja að þvi að samtrygging
stjóramálaflokkanna og helminga-
skiptaregla Framsóknar og íhalds
mun halda það lögmál í heiðri að
sjálfstæðismaður skipist i stöðuna.
Hvorki Hannes Pálsson né Stefán
Valgeirsson munu sjá ástæðu til að
sækja um, enda báðir flokksbundnir i
Framsóknarflokknum og sá siðar-
nefndi meira að segja mesti fram-
sóknarmaður i heimi að eigin sögn.
Þetta tók Stefán sérstaklega fram,
þegar hann lagði áherslu á, að ekki
væri nóg að vera framsóknarmaður
yst klæða og vildi þar með sanna
ágæti sitt til bankastjóratignar, með
nekt sinni og holdafari.
Og þar sem Framsóknarmafían lét
það uppskátt á dögunum, siðast
þegar slegist var um bankastjórastól
í Búnaðarbankanum, að „menn úti í
bæ” (átti þá við bankaráðið) ættu
ekki að ráða bankastjóraveitingum,
hefur Framsókn auðvitaö ekkert við
það að athuga, að ákvörðun um
næsta bankastjóra i Búnaðarbank-
anum verði tekin í Valhöll.
Nú er mönnum ekki kunnugt hvaða
aðferðir sjálfstæðismenn hafa til að
ganga úr skugga um flokksþægð eða
þegnskap væntanlegra vonbiðla.
Aldrei hefur þó heyrst, að sjálf-.
stæðismenn teljl nauðsynlegt að
fletta sig klæðum svo flokkshollustan -
komi i Ijós eins og heimsins mesti
framsóknarmaður telur þarft í
sínum flokki. En aðrar aðferðir og
önnur sjónarmið koma einnig til
greina og má þar sfn mest, hvað
hentar flokksformanninum hverju
sinni.
Þannig stendur nefnilega á, að for-
maður Sjálfstæðisflokkslns þarf á
ráðherrastól að halda til að gera sig
gildandi i pólitikinni. Þess vegna er
nærtækast fyrir formanninn að
skáka einhverjum ráðherranna yfir í
Búnaðarbankann, losa þannig ráð-
herrastól og slá tvær flugur í einu
höggi.
Vandinn er hins vegar sá, hver
ráðherranna er tilbúinn til að slá til.
Fyrir suma þeirra er það sennilega
ekki nógu fint að ganga úr ráðherra-
stól fyrir bankastjórastöðu. Og þar
sem stjórnmálamönnum er annt um
virðlngu sina geta þeir ekki tekið
niður fyrir sig, jafnvel þótt banka-
stjórastaða sé í boði. Sérstaklega af
því að Búnaðarbankinn er ekki eins
fínn og Seðlabanki og Landsbanki.
Aliir era ráðherrarair þó nefndir
nema Ragnhildur. Henni er sagt
margt betur gefið en úthluta lánum
svo ekki sé fleira upp talið.
Einkum berast þó böndin að
Matthiasi Mathiesen, sem bæði er
bankamálaráðherra og mun hafa
setið um árabil i bankaráði Lands-
bankans og sparisjóðsstjóm i
Hafnarfirði. Að visu fara sögur af þvi
að Matthías viti því minna um
bankamál sem hann situr lengur i
lánastofnunum og ráðuneyti. En eins
og allir vita skiptir þaö ekki höfuð-
máli hjá Sjálfstæðisflokknum hver
er hæfastur, heldur hitt hver er
næstur i röðinni. Matthias er búinn
að sitja lengst á þingi af ráðherrum
flokksins og þess vegna getur bæði
flokkurinn og Matthías haldið þvi
fram með réttu að röðin sé komin að
honum þegar úthluta þarf bitlingum
í kerfinu fyrir langþreyttan stjóra-
málamanu.
Allavega má telja það fullvist, að
Búnaðarbankinn gjaldi þeirra hrók-
eringa sem í uppsigiingu eru í Sjálf-
stæðisflokknum til að koma for-
manninum á réttan stað í valda-
taflinu. Dagfari.