Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Side 9

Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Side 9
DV. MIÐVKUDAGUR 25. JANUAR1984. 9 Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd Andropov býður sættir ef USA stígi fyrsta skref ið Yuri Andropov, leiötogi Sovétríkj- anna, hefur skoraö á Bandaríkjamenn aö stíga fyrsta skrefið til þess aö taka uppaðnýjuviðræðurausturs og vest- urs og heitir því aö Sovétríkin muni bregöa við. I svari viö áskorun Reagans Bandaríkjaforseta á dögunum um aö draga úr spennu milli þessara risa- velda, sagöi Sovétforsetinn aö hann væri sammála því aö taka þyrfti upp sambandiö aö nýju og að Moskvu- stjórnin biöi þess aö sjá í verki ein- hvern vott um velvilja vesturvelda. Þykir ljóst af þessu svari, sem birtist í skriflegri yfirlýsingu frá Andropov í dagblaðinu Pravda, aö Kremlstjórnin hyggst ekki taka upp viöræöur um kjarnorkuvopnatakmarkanir nema Bandaríkin slaki í einhverju til fyrst. I yfirlýsingunni þykir kveða viö nokkuö annan og mildari tón en til dæmis í árásum Gromykos utanríkis- Yuri Andropov lætur i veðri vaka að fíússar muni strax setjast að samningum ef Reaganstjórnin sýni einhverjar tilslakanir. ráðherra á Stokkhólmsráðstefnunni. Þykir mega finna á milli línanna meiri sáttfýsi en annars hefur gætt í orða- skiptum risanna og beinlínis gefið í skyn, aö Moskvustjórn muni strax senda fulltrúa til viðræðna, ef Washington leggi eitthvaö nýtt fram til vopnatakmörk unarviöræönanna. I yfirlýsingu Andropovs segir hann að Bandaríkin gæti til dæmis sýnt vilja sinn meö því að bregða viö ýmsum síö- ustu uppástungum Moskvu eins og til dæmis tillögunni um frystingu kjarn- orkuvopnabirgöa. Þetta er fyrsta meiri háttar yfir- lýsing Andropovs um utanríkismál síöan hann i nóvember skýröi þá ákvöröun Sovétmanna aö ganga burt frá viðræöunum í Genf um meöal- drægu eldflaugamar. Hann hefur sjálfur ekki sést opinberlega síöan í ágúst en ýmsar yfirlýsingar hafa verið gefnar út á prenti í hans nafni. Sá lamaði fær að gifta sig eftir allt Kaþólska kirkjan í Bretlandi til- kynnti öryrkja í Nottingham aö hann mætti kvænast, en honum haföi áöur veriö meinaö kirkjulegt brúökaup þar sem hann var talinn ófær um aö hafa samræði viö konu. I slysi á leikfimisæfingu í hernum lamaöist maðurinn fýrir neöan mitti en í síöustu viku var honum og unnustu hans tilkynnt af kirkjulegum yfir- völdum kaþólskra aö þau gætu ekki giftsigíkirkju. Safnaöarráö haföi orö læknis fyrir því að öryrkinn gæti aldrei fullnægt hjónabandsskyldunum og hjónabandiö því aldrei oröið fullkomið en þaö gerir kaþólska kirkjan að skilyrði fyrir eöli- legu hjónabandi. Biskupinn i Nottingham tók fram fyrir hendur safnaðarráöinu og sendi hjónaleysunum bréf í gær þar sem þeim var tilkynnt að kirkjan mundi gifta þau ef þau óskuöu. Talsmaður kirkjunnar sagöi aö bisk- upinn heföi leitaö umsagna fleiri lækna og aö þeim fengnum ákveðið fyrri tálmanir á hjónabandinu væru ekki fyrir hendi. Kohlíísrael: Frammistaða Breta i Falklandseyjastriðinu kom á óvart og var uppörvandi fyrir bandamenn þeirra i NA TO, segir Luns framkvæmdastjóri. BRETAR SPJÖRUÐU SIG VEL VIÐ FALK- LANDSEYJAR, segir Joseph Luns Joseph Luns, sem senn lætur af störfum framkvæmdastjóra NATO, segir aö Bretar hafi spjarað sig ótrú- lega vel í Falklandseyjastríðinu 1982 og aö það hafi verið uppörvandi fyrir bandalagið. Luns, sem víkur fyrir Carrington lávarði í júní í sumar eftir 13 ára starf sem framkvæmdastjóri, lét þessi ummæli falla í viðtali í Brussel við breska vikuritið „ Jane’s defence”. Kínverji fær ekki pólitískt hæli Kínverskum vísindamanni, sem reyndi aö fá hæli sem pólitískur flótta- maöur í Bandaríkjunum fyrir tveimur árum, hefur veriö neitaö um slíkt og sagt að snúa aftur til Kína. Eölisfræðingurinn Xia Yuren, fimmtugur kom til ræöismannsins í San Francisco og baö um hæli. Banda- rískum yfirvöldum hefur hins vegar ekki þótt hann bera fram nægilega sterkar ástæöur fyrir beiöni sinni. Xia segist veröa tekinn af lífi snúi hann afturtilPeking. Xia þessi hefur í tvígang veriö ákæröur í Bandaríkjunum fyrir að leita á konur og var fangelsaður í þrjá mánuöi. Xia mun áfrýja þeim dómsúrskuröi sem kveðinn var upp sl. föstudag og mun þvi dvelja í Bandaríkjunum enn um skeiö meðan leyst er úr þessum málum. Mótmæli gegn vopna sölu til Saudi Araba Helmut Kohl, kanslari V- Þýskalands, heldur áfram viöræöum sínum viö leiðtoga í Israel á öörum degi heimsóknar sinnar í landinu. Við komu hans til landsins var efnt til mót- mælaaðgerða og tilhæfulaus viövörun um sprengj u var send hótelinu þar sem hann býr. Eftir aö and-þýskir mótmæl- endur tóku á móti Kohl á flugvellinum sagöi kanslarinn aö hann væri fulltrúi nýs Þýskalands og hann vonaði að hann gæti brúaö hyldýpisgjá fortíðar- innar. Kohl er annar kanslari V- Þýskalands sem heimsækir Israel og hann sagöi í gærkveldi aö Þýskaland nasista heföi valdið mannkyninu æru- missi. „Mannsandinn var svívirtur í nafni Þýskalands og það er okkur ómögulegt aö ímynda okkur hvað gerö- ist þá,” sagöi kanslarinn í ræöu sem hann hélt í kvöldverðarboði Yitzhak Shamir, forsætisráðherra Israels. Kohl, sem var 15 ára þegar stríöinu lauk, sagöi að yngri kynslóð Þjóöverja neitaöi aö taka á sig hlut ábyrgðar- innar á geröum f eöra sinna.” I viöræöum kanslarans og ísraelska forsætisráöherrans, sem haldiö veröur áfram í dag, er búist við að Shamir ítreki andstööu Israelsmanna viö vopnasölu Þjóðverja til Saudi-Arabíu. Þá er búist við aö leiötogarnir ræði tengsl þjóöa sinna og tengsl Israels viö Efnahagsbandalag Evrópu. Þegar Kohl og fylgdarlið hans komu að Yad Vashem minnismerkinu um fómarlömb nasista í gær voru þar fyrir mótmælendur klæddir í einkennisbún- inga fanga í gereyðingarbúðum nasista. Þeir mótmæltu vopnasölunni til Saudi-Arabíu. Árás með 10 framhlaðningum Kona, vopnuö tíu framhlöönum hennar.Hafði hún skotiö nokkrum pístólum, hóf skothríð á þrjá menn skotum að mönnunum, sært prófess- viö Kölnarháskóla í gær og særði orinn alvarlega og annan lítils prófessor einn í gyðingafræðum. háttar. Hún var yfirbuguö af lögreglunni Okuniiugterhvaðkonunnigekktil. og pístólumar teknar úr vösum Málverk af Thatcher vekur athygli Á málverkasýningu, sem opnuð var í Tate-gallerí í London, er þaö málverk af Margaret Thatcher í himinbláum kjól sem mesta athygli vekur. Málverkiö þykir sýna fremur harö- lyndiö í „jámfrúnni”. Þaö er málaö eftir ljósmyndum en listamaðurinn, Hans Haacke (48 ára), frá V-Þýska- landi, segir aö málverkiö dragi fram sterkan vilja hennar og tillitsleysi. Hann sagöist hafa málað Thatcher sitjandi á stól frá tíma Viktoríu drottn- ingar því að mörgum þyki Thatcher „viktoríönsk” í gildismati og anda. Málverk af Thatcher á sýningu i London vekur athygli fyrir hvað hún er sýnd þar harðleit og ströng i bragði.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.