Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Page 11
DV. MIÐVKUDAGUR 25. JANUAR1984.
11
Þorri blótaður
íDalasýslu
Frá önnu Flosadóttur, fréttaritara DV
í Búðardal.
Þorrablót Dalamanna eru nú aö
hefjast af f ullum krafti. Alls eru haldin
fjögur blót í sýslunni og hafa þeir i
nógu að snúast sem sækja þau öll.
Fyrsta blótiö, þorrablót Laxdælinga,
verður haldið í Dalabúö laugardaginn
28. janúar og hefst með boröhaldi kl.
20.30. Fjölbreytt skemmtiatriöi verða
á meðan setið er undir borðum og síðan
veröur stiginn dans fram eftir nóttu.
Síðar á þorranum verða svo haldin
þorrablót Suöur-Dalamanna, Saur-
bæinga og Fellsstrendinga.
-GB
ILátið ávallt vita um ferðir ykk-j
ar — bröttfor og komutíma.
„Þá fer ímyndunar-
aflið í gang”
— segir Margrét Björgótfsdóttir sem hefur borðað heilsufæði
í 10 ár og framleiðir nú morgunkom
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSALA
ÚTSflLA
ÚTSALA
„Hingað til hefur ekki neitt ís-
lenskt morgunkorn verið á markaðn-
um, aðeins geysilega margar
tegundir af erlendu korni, og ég vil
endilega reyna að framleiða allt á
Islandi og helst betra.”
Þetta sagði Margrét Björgólfsdótt-
ir í samtali við DV en Margrét hefur
hafið framleiðslu kornblöndu fyrir
morgunveröarboröið sem hún nefnir
Morgungull. Hún hefur jafnframt
stofnað fyrirtæki um framleiðsluna
og það heitir að s jálfsögðu Gott fæði.
Morgungullið dregur dám af er-
iendum kornblöndum eins og Gran-
ola og Músli. I því er haframjöl,
sesamfræ, sólblómafræ, kókósmjöl,
rúsínur og mólassasykur. Ætlar
Margrét sér kannski að bæta
morgunverðarsiði Islendinga?
„Ekki endilega,” sagði hún. „Það
fæst alveg jafngott erlent kom. En ef
ég get komið með hollan islenskan
mat á markaðinn, og sem er ódýrari,
eru meiri h'kurtiiað fólk borði þetta í
staðinn fyrir eitthvað sem er óhollt. ”
— Hefurðu lengi haft áhuga á
svonahollufæði?
„Eg er búin að vera á jurta- og
heilsufæði í tíu ár og hef mikinn
áhuga á öllu sem því við kemur. ”
Margrét sagði að hún hefði ekki
endilega farið að borða jurtafæöi af
heilsufarsástæðum en heilsan hefði
komið í framhaldi af því.
— Þú ert þá á því að þér líði betur
en áður?
„Já, mér persónulega en þetta er
einstaklingsbundið. Ég er ekki á því
að allir eigi að fara inn á þetta. Það
veröur hver aö finna sitt. ”
— En verður þetta ekki heldur
einhæft fæði?
„Nei, það er misskilningurinn.
Þegar maður hættir aö borða þetta
hefðbundna, soðna ýsu og lambalæri,
fer maður að leita fyrir sér og
ímyndunaraflið fer í gang.”
Margrét var spurð hvort hún lifði
af þessu fyrirtæki sínu.
„Það er stefnan að hafa lifibrauð
af þessu en ég lifi ekki alveg af þessu
Vilhjálmur Svan fyrir utan diskóbilinn svokallaða en hann er notaður til að
aka unglingunum til og frá skemmtistaðnum D 14 iKópavogi.
Nýr unglingaskemmtistaður við Laugaveginn:
„Opnum ekki fyrr
en við njótum sömu
kjara og hinir”
— segja eigendurnir sem einnig reka
D-14 í Kópavogi
„Ég er ekki á þvi að allir eigi að fara inn á heiisufæði. Það verður
hver að j finna sitt, "segir Margrét Björgólfsdóttir.
DV-mynd GVA
í dag. Og stefnan er að koma meö
meira af hohu fæði sem er jafnframt
ódýrara en innflutt.”
Margrét er að mestu ein i f yrirtæk-
inu en nýtur þó aöstoðar eiginmanns,
vina og bakarans í Kökuvali þar sem
hún vinnur Morgungullið. Þá flytur
hún sjálf allt hráefni inn frá Eng-
landi.
— Þannigaöþúertbarabjartsýn?
,,Já, við vonum það bara,” sagði
Margrét Björgólfsdóttir. -GB
Eg sé ekki fram á að viö opnum
þennan nýja staö á næstunni eða í það
minnsta ekki að óbreyttu ástandi,”
sagði Vilhjálmur Svan Jóhannsson,
annar eigandi aö unglinga-
skemmtistaönum D 14 í Kópavogi, er
viö spurðum hann hvenær nýi staður-
inn að Laugavegi 116 yrði opnaður.
Hann og Gunniaugur Ragnarsson
Selfoss:
Langlegudeild
fyriraldraða
— íbyrjun febrúar
Langlegudeild fyrir aldraða á Sel-
fossi tekur til starfa í byrjun febrúar.
Þar er rúm fyrir 26 sjúklinga í tíu
tveggja manna herbergjum og sex eins
manns herbergjum.
Gamla sjúkrahúsiö á Austurvegi 26 á
Selfossi er mjög flott og þar er mjög
góð vinnuaðstaða. Þá hefur lyfta verið
sett i það í fyrsta skipti. Matur og
þvottur kemur allur frá hinu nýja
Sj úkrahúsi Suöurlands.
Tuttugu manns fá heilsdagsvinnu á
langlegudeildinni að mér er sagt og
minnkar þá atvinnuleysi á Selfossi.
Hér eru 100 manns atvinnulausir og
hafa þeir aldrei verið fleiri. Mér er
sagt að útlit sé fyrir að atvinnuleysi
aukist næstu vikumar.
Hér er besta veður í dag, mánudag,
en í gær var glórulaus blindbylur. Sel-
fossrútan var sex tíma frá Reykjavík
til Selfoss í stað þess að vera rúman
klukkutíma.
-Regína/Selfossi.
eru að láta innrétta þar í kjallaranum
mjög smekklegan skemmtistað sem
þeir ætluðu að reka meö sama sniði og
D14 — þ.e.a.s. vínlausan unglinga-
skemmtistað.
„Við treystum okkur ekki til þess að
opna staðinn með þeim gjöldum sem
það opinbera fer fram á. Við þurfum
aö borga 86 krónur af hverjum miða
sem unglingamir kaupa í söluskatt og
skemmtanaskatt. En hver miði kostar
200 krónur,” sagði VilhjálmurSvan.
„Þetta er mikið óréttlæti því á sama
tíma þurfa aðrir unglinga-
skemmtistaðir, sem reknir eru á
vegum Æskulýðsráðs og borgarinnar,
ekki að borga neitt og vínveitinga-
staðirnir þurfa ekki að borga nema
8,90 krónur af hverjum miða sem þeir
selja í svokallað rúllugjald.
Það er verið að vinna að því að fá
þetta leiðrétt og hefur bæjarfógetinn í
Kópavogi m.a. verið okkur mjög innan
handar í því sambandi viö D 14. Við
höfum enn ekki fengið neina leiðrétt-
ingu og á meðan að svo er ekki
treystum við okkur ekki til að opna
nýja staðinn á Laugaveginum,” sagði
hann.
-klp-