Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Blaðsíða 14
14
ÐV. MlÐVKUB'XtiUft 25. JANOAft 1964.
Menning Menning Menning Menning
Helgi Björnsson og Arnór
Benónýsson í hlutverkum
sínum.
Frumsýning hjá
Stúdentaleikhúsinu:
Jakob
og
meist-
arinn
—eftir Milan
Kundera
„Þaö er gaman aö setja upp verk áriö
1984, eftir mann sem ekki er til. Það er
eins og úr skáldsögu Orwells,” segir
Siguröur Pálsson, sem leikstýrir
uppfærslu Stúdentaleikhússins á leik-
riti Milan Kundera, Jakob og meist-
arinn. Leikritið er gert uppúr sögu
Denis Diderot, „Jakob örlagatrúar”
og jafnvel þar er að finna merkilega
tilviljun, því á þessu ári eru liðin 200 ár
frá því Diderot dó, en hann var einn
helsti snillingur Frakka á átjándu öld.
„Þeir héldu báöir, Diderot og
Voltaire, að þaö af verkum þeirra, sem
myndi lifa, yrðu leikrit þeirra. En þaö
eru einmitt leikritin sem eru ófrum-
legust verka þeirra og daufust,” segir
Sigurður. ,,En skáldsagan Jakob
örlagatrúar eftir Diderot er mjög
merkileg. Hún er mjög nútímaleg í
uppbyggingu og rithætti. Þaö væri
kannski fulllangt gengiö aö segja aö
hún sé fyrirrennari nýju skáld-
sagnanna, en þaö er þó stutt í það.”
Efnisþráður leikritsins er frjálsleg
frásögn af ferðalagi meistarans og
Jakobs i gegn um 3 ástarsögur. Þar er
farið frjálslega meö tíma, staö og rúm,
og rekast oft á fleiri en ein f rásögn.
Kundera sjálfur segir í formáia aö
leikritinu, aö upphaflega hafi leikstjóri
nokkur, vinur hans, beðiö sig að skrifa
leikgerð að ,,Fiflinu”, hinni frægu
skáldsögu Dostojefskí. Þetta var
skömmu eftir innrás ftússa 1968. Kund-
era segir aö hann hafi endurlesiö
skáldsögu Dostojefskí og komist aö
þeirri niöurstööu, aö hann gæti ekki
unnið úr henni leikgerð þó hann aö
öörum kosti dræpist úr hungri. Hann
stakk þess í staö upp á því aö gera leik-
gerö úr skáldsögu Diderots, Jakob
örlagatrúar, en því hafnaði leik-
stjórinn kunningi hans.
Kundera neitar því þó, aö viðbrögð
hans viö skáldverkinu „Fíflið”, hafi
stafaö af andrússneskum tilhneiging-
um. En, hannsegir: „Þaösemangraöi
mig hjá Dostojefskí var andrúmsloft
bóka hans; veröld þar sem allt veröur
að tilfinningu, eöa meö öðrum orðum:
þar sem tilfinningar eru hafðar upp og
geröar að viðmiöi verðmæta og sann-
leika.”
Tilfinninganæmi er manninum
ómissandi, segir Kundera, en veröur
ógnvaldur, veröi þaö mælikvaröi allra
hluta. „En frá og meö Endurreisninni
hefur tilfinninganæmiö vegið salt meö
ööru andrúmslofti: meö skynseminni
og vafar.um, meö leiknum og afstæöi
allra mannlegra hluta. Þaö var þá sem
Vesturlönd risu hæst. Þegar þrúgandi
óskynsemi Rússa lagðistyfir landmitt
fannst mér ósjálfrátt ég þurfa aö
anda aö mér slíku lofti og teyga þaö.
Og mér virtist sem hvergi vseri jafn-
mikiö af því á einum stað og í þessari
veislugleði gáfna, kímni og hugarflugs
sem „ Jakob örlagatrúar” er.”
Hvaö varðar leikgeröina sjálfa á
sögu Diderots, segir Kundera: ,J>á
siöur að gera útdrátt úr og samantekt
á verkum rithöfunda speglar
trúveröuglega eina djúpstæöa tilhneig-
ingu í samtíma okkar og vekur þá
hugsun með mér að dag nokkum verði
búiö aö endurrita alla liöna menningu
og hún veröi þá fullkomlega fallin í
gleymsku að baki umskriftarinnar.
Kvikmyndir og leikrit sem færa
merkar skáldsögur yfir í sitt form eru i
sjálfu sér ekkert annað en slíkur sam-
dráttur og samantekt. ”
Þetta finnst Kundera að sjálfsögöu
slæmt og tekur þaö skýrt fram, aö
„Jakob og meistarinn” sé hans eigið
leikrit. Hans eigið „tilbrigöi við Dider-
ot”, og allt eins skrifað til heiöurs
Diderot. „Eg skrifaði því ekki einasta
„til heiðurs Diderot”, heldur einnig
„til heiðurs skáldsögunni” og reyndi
um leiö aö ljá gamanleik mínum þetta
frelsi í forminu, sem skáldsagna-
höfundurinn Diderot fann upp, en sem
leikskáldiö Diderot kynntist aldrei”.
Um uppfærslu Stúdentaleikhússins
á þessu leikriti veröur lítiö sagt fýrr en
almenningi veröur hleypt inn. En
Siguröur Pálsson leikstjóri segir að
Stúdentaleikhúsið sé undarlegt áhuga-
leikhús og að því hafi reynst best aö
takast á viö óvenjuleg verkefni.
Þýðinguna á leikritinu gerði Friðrik
Rafnsson, og leikmynd Guðný B.
Richards. Lýsingú annast Lárus
Björnsson. Aðalhlutverk leika Helgi
Björnsson, sem leikur Jakob, Amór
Benónýsson, sem leikur meistarann og
Kjartan Bjargmundsson og Bjöm
Karlsson, en þessir fjórir em nýút-
skrifaöir úr leiklistarskóla num. Þá
leika Aslaug Thorlacius og Ingileif
Thorlacius stór hlutverk. Alls koma
fram í sýningunni um 20 manns. Fmm-
sýning verður fimmtudaginn 26.
janúar. -Obg.