Dagblaðið Vísir - DV - 25.01.1984, Qupperneq 33
DV. MIÐVKUDAGUR 25. JANUAR1984.
33
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Sviðsljósið
Veiðimennívanda
með ■■■■•■
vodka
og
snæri
Rússar hafa gaman af því aö
sitja á ísilögöum vötnum og draga
fisk upp um vök sem þeir sjálfir
gera í klakann. Hafa þeir gjarnan
vodkaflösku viö hönd og vök og
þykir þetta hin þjóðlegasta iðja.
Um síöustu helgi munaöi þó
minnstu að illa færi fyrir 200 slik-
um veiðimönnum þar sem þeir sátu
á ísnum. Isinn losnaöi nefnilega frá
landi og rak á haf út meö 200 veiði-
menn og álíka margar vodkaflösk-
ur. Þurfti sovéska strandgæslan aö
senda flotann á eftir ísbreiðunni til
aðbjargaþegnunum.
OCRMltRC fOITIOM
§tMmh
Myndir í
Le
Monde
Hið mjög svo alvörugefna og
ábyrga franska dagblað, Le
Monde, sem rekiö hefur verið með
miklu tapi undanfarin tvö ár, ætlar
nú að snúa vöm í sókn. Einn liður-
inn í þeirri viðleitni er að hefja birt-
ingu ljósmynda en þær eru teljandi
á fingrum nokkurra handa sem
birst hafa á síöum blaðsins þau 40
ársem þaðhefurkomið út.
Upplag Le Monde er 400 þúsund
eintökdaglega.
langferð
— frá Stykkishólmi
til Lúxemborgar
Valgeir Sigurðsson, veitinga-
maður í Lúxemborg, og Sigurvin
kokkur hans færðu hertoganum í
Lúxemborg óvenjulega gjöf í
fyrra: Risalúðu af Islandsmiðum
sem dregin var á land í Stykkis-
hólmi. Ekki fylgir fréttinni hvort
lúðan komst inn um dyr hertoga-
hallarinnar né hvort hertoginn
varð glaður eða dapur þegar hann
sá skepnuna. Alla vega hefur hann
orðið hissa.
Myndin af Valgeiri, Sigurvin og
risalúðunni er tekin fyrir framan
hertogahöllina í Lúxemborg.
wm
íééé
EFTIR EINN EI AKI NEINN stendur á gríðarstóru skilti við áfengisverslunina í Lindargötu í
Reykjavík. Á myndinni er risaglas þar sem í eru iskubbar og heil bifreið á floti og í öllu saman er svo
hrært með hauskúpupinna.
Þessi myndskreyting fór eitthvað fyrir brjóstið á góðkunningja „ríkisins” sem átti leið þama fram
hjá á dögunum og heyrðist hann umla í barm sér: DREKKTU TVO OG AKTU SVO....
Elil KERUNG LAGDI
TARZAN AÐ VELU
Johnny Weissmuller (Johnny fiskur) látinn
Það var mál manna að Johnny fisk-
ur hefði ekki veriö mikill leikari þegar
hann tók að sér Tarzanhlutverkið. En
það gerði ekki svo mikið því Tarzan
var ekki beinlínis málóður í fyrstu
myndunum (You Jane, me Tarzan) en
líkamsburðirnir og fimin sviku engan.
Kvikmyndaframleiðendur létu hann
meira að segja rveifla sér í ljósakrón-
um stórhótela tii aö sýna blaöasnápum
og öðrum fram á að maðurinn tilheyrði
frekar frumskóginum en hinum sið-
menntaða heimi.
Eftir að Johnny hætti að leika
Tarzan varð auðurinn fljótt uppurinn.
Hann lifði hátt og vel, kvæntist 6 sinn-
um en komst þó bærilega af með því að
reka sundskóla og sinna starfi mót-
tökustjóra í Cæsar Palace spilavítinu í
Las Vegas. Ariö 1977 fékk hann slag og
var sjúklingur upp frá því. Dvaldi
hann lengst af á einkasjúkrahúsi i Los
Angeles en varð að fara þaöan að kröf u
eigenda sjúkrahússins eftir nokkur
frábær Tarzanöskur sem hann lét
dynja á starfsfólki og sjúklingum
spítalans öllum til mikillar skelfingar.
Vöktu þessi síðustu öskur Johnny fisks
heimsathygli og eru enn í minnum
höfö.
Síöustu ár ævi sinnar dvaldi
Weismuller ásamt sjöttu konu sinni í
Acapulco í Mexíkó og þar lést hann á
laugardaginn var.
Er Johnny Weismuller lét af
störfum sem Tarzan í kvikmynda-
verunum var hann beöinn um að gefa
eftirmanni sínum gott ráð. Og þá svar-
aði Johnny: — Aöalatriöið er að sleppa
ekki takinu á kaðlinum þegar feröin er
hvaðmest.
Þegar Johnny Weismuller fæddist í
Chicago í júní 1904 var hann svo veik-
buröa að læknar hugðu honum vart líf.
Var foreldrum hans því sagt aö láta
strákinn synda ef þaö gæti bætt honum
upp máttleysiö. Og Johnny tók sund-
tökin svo um munaöi, strax árið 1922
var hann búinn aö slá öll heimsmet í
'sundi á vegalengdunum frá 45—450
metra og í kjölfarið fylgdu svo 4 gull-
verðlaun á ólympíuleikunum 1924 og
'28. Svo mjög synti strákurinn að hann
fékk viðumefnið Johnny fiskur.
Ekki var hann þó líkur neinum
þorski í laginu, 1,90 á hæð og glæsileg-
asti líkaminn í Ameríku sögöu kvik-
myndaframleiðendur þegar þeir buðu
honum hlutverk Tarzans í trjánum
árið 1932. A næstu 16 árum lék Weis-
muller í 19 Tarzanmyndum og grædd-
ist stórfé.