Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Page 4

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Page 4
4 DV. FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR1984. SÆNSKUR SÉRFRÆÐ- INGUR RÁÐINN — til að auka markaðshlutdeild íslendinga á Norðurlöndum Innan skamms veröur hafist handa viö að efla kynningu og markaössetn- ingu á íslenskum vörum og þjónustu á Noröurlöndum. Til verksins veröur fyrst um sinn fenginn sænskur markaðssérfræðingur sem gjörþekkir Norðuriandamarkaöinn og honum til aöstoðar verða íslenskir aðilar. Veröur þetta gert í samráði við íslenska út- flytjendur. Viðskiptahalli Islands við hin Norðurlöndin kom til umræðu á fundi viöskiptaráðherra landanna í Stokk- hólmi í byrjun desember og lýstu þeir sig samþykka því að Norræna ráð- herranefndin veitti fé til ofangreinds verkefnis. Allar líkur benda nú til aö á fjárlögum nefndarinnar þetta árið verði veittar 500 þúsund norskar krónur til þessa. Þá er þess einnig vænst að íslenskir aðilar leggi fé á móti. Að sögn Ulfs Sigurmundssonar hjá Utflutningsmiðstöð iðnaðarins h'st mönnum þar vel á aö fá aukið fé til markaðsöflunar fyrir íslenskar vörur, en hann sagði að margir heföu þó kosið að íslenskur maður væri fenginn til að stjórna því. Þaö heföi sína galla aö þetta væri erlendur maður. Hann þyrfti að hafa mikið fyrir því að setja sig inn í íslensk málefni. Kostimir væru hins vegar þeir aö maðurinn stæði nær markaöinum sem ætti að komastinná. -GB. Islendingur á Akur- eyri íhugar stækkun — útgáfa sjónvarpsblaðs einn af möguleikunum „Við erum að kanna ýmsa mögu- leika í rekstrinum og eitt af þvi, sem hefur komið til tals, er útgáfa á blaði þar sem sjónvarpsdagskránni yrðu gerð góð og rækileg skil,” sagði Hall- dór Halldórsson, ritstjóri Islendings á Akureyri, þegar hann var spurður hvort í uppsiglingu væru breytingar á blaðinu. Halldór sagði aö þetta yrði þó aöeins viöbót við blaðið, það myndi halda áfram aö flytja fréttir eins og áður. Ef af þessu yrði myndi upplag blaðsins hins vegar veröa aukið verulega og því jafnvel dreift ókeypis. Halldór sagði aö rekstur Islendings gengi vel og þetta væri aöeins ein hug- mynd af mörgum um stækkun. önnur væri sú aö fjölga útgáfudögum og fara í áskriftarherferð. Ekki vildi Halldór tímasetja þessar breytingar ef í þær yrði ráöist. -GB. Þessi skothylki komu fyrir skömmu i troll hji bátí á Grundorfirði. Bfmynd- in prentost vel má sjá að þau eru frá árunum 1943 og 1944. Kúlurnar voru enn á hylkjunum þegarþau komu úr hafdýpinu. DV-mynd Bæring Ceciisson. FORSETAKJÖR Á LAUGARDEGI Samkvæmt stjómarfrumvarpi, sem lagt var fram á Alþingi í gær, munu forsetakosningar fara fram á laugardegi í staö sunnudags eins og veriö hefur. Samkvæmt núgildandi lögum skal reglulegt forsetakjör fara fram síöasta sunnudag í júnimánuði. Ákvæðum laga um kosningar til Al- þingis og um sveitarstjórnarkosn- ingar hefur hins vegar verið breytt þannig að kjördagur verði á laugar- degi i staö sunnudags áður. Er þetta frumvarp lagt fram til að sama skipan verði höfö á viö forsetakjör. -ÖEF. Um helgina eiga allir leigubílstjórar erindi í Lágmúla 5, því við kynnum hinn frábæra Citroén BX Diesel lauqardaq 4/2 frá kl. 13 til 18 oq sunnudaq 5/2 frá kl. 13 til 18. Citroén BX Diesel er tvímælalaust einn ódýrasti og hagkvæmasti bíll sem hægt er að fá til leigu- aksturs á íslandi og samt sem áður ríku- lega búinn: 1905 cm3, 65 DIN hestafla, 4ra strokka, vatnskæld vél, 5 gíra kassi, framdrif, vökvastýri, diska- bremsur á öllum hjólum, litað gler, rafdrifnar rúður og læsingar, loftnet og 4 hátalarar, þurrka á afturrúðu, snúnings- hraða- og smurmælir og kvartsklukka. Citroén BX Diesel með ofangreindum búnaði ásamt skráningu (án þungaskatts) og 6 ára ryðvarnar- ábyrgð kostar aðeins kr. 359.260,- til leigubílstjóra. G/obusf LÁGMÚLI5, SÍMI81555 CITROÉN *

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.