Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Side 5
DV. FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR1984.
Útvarpslagafrumvarpið:
„Ég er mjög
svartsýnn”
— segir fulltrúi Framsóknarflokks
Olafur Þ. Þórðarson, fulltrúi
Framsóknarflokks í viðræðum um
útvarpslagafrumvarpið og nýjustu
útgáfu þess, sagði við DV í gær að
hann kannaðist ekki við að sendar
hefðu verið tillögur frá þingflokki
hans til Sjálfstæðisflokks vegna nýju
útgáfunnar af frumvarpinu. En frétt
útvarpsins í fyrrakvöld sagði aö
bráðlega mætti vænta svars Sjálf-
stæðisflokks viö slíkum tillögum.
I umræddri frétt útvarpsins sagði
m.a. að þingflokkur Framsóknar-
flokks hefði sent þingflokki Sjálf-
stæðisflokks tillögu að frumvarpi til
útvarpslaga og þar sé hafnað
ákvæðum i áliti útvarpslaganefndar
um að einkaaðilum verði leyft aö
stunda útvarpsrekstur meö
þráðlausum hætti. Enn fremur sagði
aö öll ákvæði um útvarpsréttamefnd
hafi verið strikuð út en ekki yrði
amast við kaplasjónvarpi.
Þá sagði í umræddri frétt aö Sjálf-
stæðisflokkur hafnaöi þessum til-
lögum Famsóknarflokks og búist
væri brátt við gagntillögum hans.
Haraldur Olafsson, annar fulltrúi
Framsóknarflokks í viöræðunum um
•útvarpslagafrumvarpið sagðist ekki
vita hvaðan útvarpið hefði þessa
frétt — hann kannaðist ekki við að
Framsóknarflokkurinn hefði sent inn
tillögur til Sjálfstæðisflokks af þessu
tagi. Ragnhildur Helgadóttir hefði
sent þingflokknum í siöustu viku
nýja útgáfu af frumvarpinu og eftir
því sem hann besti vissi (og staöfest
var af Páli Péturssyni þingflokksfor-
manni í DV í gær) væri vart byrjað
að fjalla um hina nýju útgáfu
frumvarpsins af hálfu framsóknar-
manna. Hins vegar sagði Haraldur
að Framsóknarmenn hefðu lýst yfir
sínum hugmyndum um kapla-
sjónvarp og útvarp með þráðlausum
hætti í byr jun desember, en það hefði
ekki verið endanlegt.
Olafur Þ. Þórðarson sagði í
samtali við DV að það hefði verið
fjaliaö lítilsháttar um hina nýju út-
gáfu útvarpslagafrumvarpsins á
þingflokksfundi Framsóknarflokks í
fyrradag.
,,Ég vil undirstrika aö þaö er ekki
rétt, sem kemur fram í þessari út-
varpsfrétt, að við höfum sent inn til-
lögur til Sjálfstæðisflokks um okkar
hugmyndir. Okkar hugmyndir hafa
aðeins verið settar fram i viðræðum
við fulltrúa Sjálfstæðisflokksins og
þeir hafa hafnað okkar hugmyndum
áöur en við höfum náð því stigi að
geta rætt t.d. kaplasjónvarpið. Hins
vegar fer umrædd útvarpsfrétt að
einhverju leyti nálægt því sem komið
hefur fram í viðræðum á milli full-
trúanna en ég vil ekki tjá mig mikið
meira um þetta,” sagði Olafur og
bætti við: „Ég er mjög svartsýnn.
Það kemur fram hjá sjálfstæðis-
mönnum í endurskoðuðu útgáfunni
að frumvarpinu, m.a. hugmyndir um
auglýsingar, sem ég held að við
eigum mjög erfitt með að sætta
okkur við.” Þá sagði Olafur aö ekki
væri mikil breidd á milli hans og
Haralds Olafssonar í afstöðunni til
þessa máls. „En ég er þeirrar skoð-
unar að við eigum að fella niður tolla
af myndsegulböndum þannig að fólk
geti labbað út og leigt sér myndbönd.
A Islandi er ekki rekstrargrund-
völlur til að reka fleiri útvarps-
stöövar,” sagði OlafurÞ. Þórðarson.
DV náði tali af Friðriki Sophussyni
í gærmorgun og kvaðst hann ekki
hafa heyrt frétt útvarpsins en væri
það rétt að framsóknarmenn hefðu
gefið út yfirlýsingu af því tagi aö þeir
væru mótfallnir útvarpi með þráð-
lausum hætti væri þeim rétt lýst.
„Þetta er táknrænt afdalasjónar-
mið,” sagði Friðrik og bætti við:
„Þetta eru svo miklir sveitamenn.
Séu þeir á móti útvarpi með
þráðlausum hætti sýnir það aö
ekkert má gera fyrir þéttbýlið. En
slfkt útvarp yrði hagkvæmt í þétt-
býli. Sagði Friðrik jafnframt að í
endurskoöaðri útgáfu útvarpslaga-
frumvarpsins, sem Ragnhildur
Helgadóttir hefði sent þingflokkun-
um í síðustu viku, kæmu sjálfstæðis-
menn til móts viö framsóknarmenn
með því að helga fyrsta kafla
frumvarpsins algerlega ríkisút-
varpinu. „Framsóknarmenn vilja
gera því hæst undir höfði og við
höfum fallist á þaö. En án þess aö
þeir hafi svarað þessari nýju útgáfu
þá veit ég að það hefur ekki fengið
glimrandi undirtektir hjá þeim sú
skoðun okkar sjálfstæöismanna að
skipa eigi útvarpsréttamefnd emb-
ættismönnum en ekki aö kjósa í
hana, eins og útvarpslaganefnd lagði
til,” sagði Friðrik Sophusson. -HÞ.
SEINASTIFRESTUR
TIL AÐ BORGA
JÓLAGJAFIRNAR
Nú, nk. mánudag, er seinasti frestur
aö gera upp skuldir sínar við greiöslu-
kortafyrirtækin. En um jólin var
mönnum tíðrætt um að greiðslukorta-
eigendur hefðu bjargað jólavertíðinni
með því að kaupa jólagjafirnar upp á
krit. Margir töldu þetta vera skamm-
góöan vermi og það kæmi að því að f ólk
yrði í vandræðum með að gera skil. Aö
sögn beggja forráðamanna greiöslu-
kortafyrirtækjanna, sem hér eru starf-
andi, viröist sem flestir hafi verið
hóflegir í úttektum og ekki nema örfáir
sem hafa farið yfir leyfilega úttekt. En
þar með er ekki öll sagan sögð,
erfiðleikarnir geta verið fyrir hendi að
greiða þessar upphæðir, þar sem fyrir-
hyggjan hefur ekki verið í fyrirrúmi. I
flestum tilfellum er úttektarheimildin
20 þúsund krónur sem getur verið
ofviða mörgum á þessum seinustu og
verstu tímum.
-APH.
t
KAIMGOL , ^
Alpahúfur —
angóruhúfur —
filthattar
túrbanar —
angóruhattar —
regnhattar. — Pepe
<>0
derhúfur
HATTA- OG GJAFABÚÐIN
FELL
Frakkastíg 13, sími 29560.
„ALDREI
IMYRKRI
- nokkrir þingmenn vilja
dragaúrveiðumí
svartasta skammdeginu
Þingmennirnir Eyjólfur Konráð
Jónsson, Egill Jónsson, Halldór
Blöndal, Pétur Sigurðsson og Arni
Johnsen hafa lagt fram þings-
ályktunartillögu þess efnis aö rikis-
stjómin beiti sér fyrir að fiskveiðar
verði mjög takmarkaöar í svartasta
skammdeginu.
Máli sinu til stuönings segja þeir
veiðamar óhagstæðastar og hættuleg-
astar á þessum tíma, fiskvinnslan
óarðbær og atvinna við hana stopul.
Vilja þeir stööva veiðar og láta dytta
að sem flestum húsum og skipum á
meðan á tímabilinu frá miðjum desem-
ber fram í miðjan janúar. Sjómönnum
'og fiskvinnslufólki verði tryggð
einhver laun á meðan meö því t.d. að
greiðaþeimúthlutaorlofs. -GS.
Fáskrúðsfjörður:
Aukin atvinna
Frá Ægi Kristinssynl, fréttaritara DV
á Fáskrúðsflrðl.
Skuttogarinn Hoffell landaöi 100
tonnum af blönduöum fiski á
fimmtudag eftir viku útivist. Ljósafell
SU landaði 65 tonnum fyrr í vikunni.
Nú eru 5 manns á atvinnuleysisskrá
á Fáskrúðsfirði, en voru mest 90 um
áramót. GB.
<
”>
(D
O
>
00
Q
<
D
H
0C
LU
I:
<
H
00
Q
<
D
t
oc
<
n.
I
<
ui
oc
00
D
I-
VILTU BREYTA - ÞARFTU AÐ BÆTA —ERTU AO BYGGJA - VILTU BREYTA-U
LITAVER -■ AUGLÝSIR
NÚ VORUM VIÐ AÐ BREYTA OG
BÆTA, NÝ, GLÆSILEG MÁLNINGARDEILD,
VERIÐ ÁVALLT VELKOMIN
• Hefurþúkynnt
þér afslátt og
greiðsluskilmála
okkar?
0piðtilkl.7
á föstudögum
og hádegis
á laugardögum.
MÁLNINGARTEG.:
• Kópal
• Pólitex
• Hörpusilki
• Vítretex
• Spred-Satin
• Nordsjö
Hreyfilshúsinu Grensásvegi. Sími 82444.
33
3
C
>
o
00
fe
H
>
I
m
30
H
C
>
o
oo
<
Q
O
(_
>
C
00
33
m
<
> vpððab av n±M3 - v±3^a av n±duvd - v±A3us n±iiA - vpðða'i gv n±ua