Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Qupperneq 6
6
> «• r, r rS \ T T C*" C* rr.rrr p m Tr> \ ■ “TTjrr r>£' CT
DV. FOSTUD AGUR 3. FEBRUAR1984.
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
ÞRIR FRANSKIR ÞING-
MENN HÝRUDREGNIR
Franska þíngið greiddi því atkvæði í
gær að þrír þingfulltrúar skyldu hýru-
dregnir í refsingarskyni fyrir óvirð-
ingu við Frakklandsforseta Francois
Mitterrand. A það sér ekkert fordæmi
i sögu þingsins.
Dreginn skal helmingurinn af þing-
launum þessara þriggja fyrir næsta
mánuö þar sem þeir neituöu aö taka
aftur ummæli sem þingmennimir þrír
höföu látið falla um feril Mitterrands á
hernámsárum nasista.
Höföu þremenningarnir dregið í efa
að Mitterrand hefði verið svo óhollur
nasistum eins og hann sjálfur vildi
vera láta. Mitterrand fékk á sínum
tima heiöurspening fyrir sitt framlag
til andspyrnuhreyfingarinnar.
Þegar úrslit lágu fyrir í gær var
mikið púað af stjórnarandstæöingum
og einn hinna hýrudregnu sakaöi
vinstri öflin um að reyna að beina at-
hygli kjósenda frá því, sem hann kall-
aði getuleysi sósialista til að stjórna.
Sættirí
deilu Times
Sættir tókust í gær í vinnudeilunni
við Lundúnablaðið Times og mun
blaðið koma út á morgun en útgáfa
þess hefur stöðvast í átta daga.
Prentarar Times staðfestu í gær
samkomulag sem náðist milli útgef-
enda blaðsins og leiðtoga landssam-
taka prentara þar sem báðir aðilar
slökuðunokkuötil.
Deilan hófst á því að blaðiö réð einn
úr prentarafélaginu til að vera safn-
vörður, án samráðs við félagiö sem
hefur rétt til að ákveða í hvaða verk
meðlimir þess gangi.
750 prentarar lögðu niður vinnu en
útgáfan rak þá alla með tölu, setti
verkbann á aðra og lokaði. Sunday
Times kom heldur ekki út 29. janúar.
— Þaö var í fimmta sinn að útgáfa
blaösins stöðvaðist á síðustu þrem
árum, síðan ástralski blaðakóngurinn,
Rupert Murdoch, keypti útgáfuna.
Verkalýöserjur hafa mjög sótt á Times
og hefur útgáfan stöðvast alls tólf
sinnum á síðustu fimm árum og kom
blaðið ekki út nærfellt í heilt ár (’78—
’79).
Prentarafélagið samþykkti í gær
bókavarðarskipanina og rétt fyrir-
tækisstjórnarinnar til að veija úr utan-
aðkomandi umsækjendum fyrir 40 aðr-
ar stöður hjá fyrirtækinu. En útgáfan
samþykkti að nýráðnir mundu þurfa
að ganga í prentarafélagið.
PERKINS SEKTAÐUR FYRIR LSD
Leikarinn Anthony Perkins var
dæmdur í 100 sterlingspunda sekt í
gær fyrir að hafa smyglað LSD og
kannabis til Bretlands. Höföu
fundist 3 LSD-töflur og 8 grömm af
kannabis á Perkins þegar hann
kom á sunnudaginn á Heatrow-
flugvöll frá Los Angeles.
Perkins vinnur við gerð
sjónvarpsþátta sem kallast „The
Glory Boys” og er hluti þeirra tek-
inn í Bretlandi. Hófst vinnsla
þeirra í desember.
Thatcher heimsækir
Ungverjaland og Kadar
Bretland:
/I tvinnuleysi eykst að nýju
Atvinnuleysi jókst á ný í Bret-
landi síðastliðinn mánuð eftir að
það hafði minnkað næstu þrjá
mánuðina á undan.
Atvinnulausir Bretar eru nú
þrjár milljónir og tvö hundruð þús-
und eða 120 þúsund fleiri en í
desembermánuði. Alls eru nú 13,4
prósent vinnufærra manna í Bret-
landi atvinnulaus.
Margaret Thatcher, forsætisráð-
herra Bretlands, kom til Búdapest í
gær í sina fyrstu heimsókn til austan-
Thatcher virðist njóta nokkurrar
aðdáunar Ungverja af blaðaskrifum
að dæma vegna helmsóknar hennar
þangað.
tjaldsríkis og mun hún eiga í dag fund
með Janos Kadar, leiðtoga Ungverja-
lands, um þörfina fyrir átak til varð-
veislu heimsfriðarins.
,,Við eigum ekki nema 16 ár eftir í
næsta árþúsundiö, og við verðum að
gera eitthvað til þess að viðhalda
friðnum þangað til,” sagði hún við
komuna til Búdapest.
Þetta er fyrsta heimsókn bresks
forsætisráðherra til Ungverjalands og
er hún þar eystra túlkuð sem vottur
um hugsanlega þíöu í samskiptum
austurs og vesturs eftir kaldastríðs-
ástand síðustu mánaða.
Heimsókn Thatchers hefur hlotið
mikla umfjöllun í ungverskum blöðum
og hefur verið daglega á forsíöum og í
forystugreinum. Virðist af ummælum
sem „járnfrúin” njóti töluverðrar
aðdáunar hjá Ungverjum.
34 FÓRUSTí
ÓVEÐRI í AFRÍKU
34 eru taldir hafa f arist í f lóðum sem
fylgdu í kjölfar mikils hvirfilvinds sem
gekk yfir Mozambique og Suður-Af-
ríku. Orhellisrigningar í þrjá daga
samfleytt leiddu til flóðanna þar sem
hundruð manna misstu heimili sín.
Ein af þverám Incomati-árinnar
flæddi yfir bakka sína í gær og ein flóð-
bylgjan reif með sér tólf manns.
Þaö stytti loks upp í gær um leið og
hvassviðrið fjarlægðist land en víða
voru bæir einangraðir bæði í Mozam-
bique og Suður-Afríku.
Ósk
Walesa
um
viðræður
haf nað af
stjórninni
Pólsk stjómvöld höfnuðu í gær ósk
Lech Walesa, leiðtoga Einingar, um
viðræður. Var samtimis skýrt frá
trúnaðarbréfi er Walesa hafði ritað til
Jaruselskis forsætisráöherra og óskað
eftir samstarf i í þágu Póilands.
Walesa lét og í ljósi ótta um aö
stjómvöld ætluðu sér að útiloka hann
algjörlega frá allri þátttöku á stjórn-
málasviðinu. Hann sagði ennfremur að
hann og fjölskylda hans hefðu sætt
margs konar harðræði af hálfu yfir-
valda.
Svar stjórnvalda var á þá leið að
ásakanir hans væm úr lausu lofti
gripnar og settar fram í auglýsinga-
skyni. Svar stjórnvalda var stílað til
„borgarans” Lech Walesa en það orða-
lag nota pólsk stjómvöld að sjálfsögöu
í þeim tilgangi að sýna að Walesa hafi
ekki lengur neinu hlutverki að gegna í
pólsku stjómmálalíf i.
YokoOno
lifirí
stöðugum
óttaog
martröð
„Þegar John var myrtur hélt ég að
þaö væri það versta sem gæti gerst. En
það reyndist bara byrjunin. Þau þrjú
ár sem síðan em liðin hafa verið ein
samfelld martröð,” sagði Yoko Ono,
ekkja Johns Lennons, í viðtali við
timaritið Playboy á dögunum.
Hún segir að ekki sé nóg með að
ókunnugt fólk og starfsfólk hennar hafi
stolið frá henni heldur hafi einnig fólk
sem hún taldi góða vini sína stolið frá
henni og svikið hana á allan hátt. Og
mitt í allri sorginni fékk hún bréf frá
Mark Chapman — moröingja Lennons
— þar sem hann fór fram á aö hún
legði blessun sína yfir aö hann skrifaöi
bók um John Lennon. Tekjurnar af
bókinni áttu að fara til velferðarmála.
Auk alls annars lifa Yoko og Sean,
hinn átta ára gamli sonur hennar, í
stööugum ótta við að verða myrt. Lög-
reglan í New York hefur og staðfest að
mörg dularfull innbrot hafi átt sér stað
í íbúð Yoko í Dakota-byggingunni þar
sem John var myrtur.
Schliifer
tók
reið-
hjólið
með
ífríið
Poul Schliiter, forsætisráðherra
Danmerkur, hefur síðustu daga dvalið
á Kanaríeyjum og hvílt sig eftir
árangursríka kosningabaráttu og frá
því að stýra dönsku þjóðarskútunni.
Eini ferðafélagi hans til Kanaríeyja
var reiðhjólið hans.
„AðaltUgangurinn meö ferðinni er
að komast í góða líkamlega æfingu. Eg
ætla mér að hjóla um eyjuna og njóta
þess aö vera langt í burtu frá hinni
leiðinlegu dönsku veðráttu,” sagði
danski forsætisráðherrann við frétta-
menn er fylgdust með er hann kvaddi
konu sína á flugvellinum.
„Eg hef ekki tekið neitt frí í tvö ár og
hlakka því mjög til fararinnar,” sagöi
hann áður en hann steig um borð í flug-
vélina á leiö í sólina á Kanaríey ium.