Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Page 7
DV. FOSTUDAGUR 3. FEBRUAR1984.
7
Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd
Páll Ásgeir sendiherra vakti lukku
norskra blaðamanna.
íslenski sendiherrann og njósnamálið
Islenski sendiherrann í Noregi,
Páll Asgeir Tryggvason, hefur
heldur óvænt komist á síður flestra
norsku dagblaðanna í dag í sam-
bandi við njósnamál Treholts.
Þannig var að Olafur konungur
hélt sína árlegu veislu í gærkvöldi
þar sem hann býður sendiherrunum í
Osló. Fyrir utan konungshöllina
hafði safnast saman mikill skari
ljósmyndara og blaðamanna til að
fylgjast með því hvort rússneski
sendiherrann kæmi í veisluna.
Þegar Páll Asgeir kom munduöu
ljósmyndararnir „flashljós” sín en
Páll Asgeir, sem er gamansamur
maður og skildi hvað hékk á spýt-
unni, sagði: „Strákar mínir, ég er nú
barafrá Islandi.”
Þótti blaðamönnum þetta fyndiö
en skömmu síðar kom sá sovéski í
veisluna og þótti mörgum furðulegt,
svo skömmu eftir ótíðindin í sam-
skiptum Noregs og Sovétríkjanna,
þar sem níu samstarfsmönnum hans
hefur verið visað úr landi.
-Jón Elnar i Osló.
NJÓSNUÐU UM
OLÍUVINNSLU
NORÐMANNA
Tveir þeirra níu Sovétmanna sem
vísað hefur veriö úr landi í Noregi eru
taldir hafa stundað iðnnjósnir. Annar
þeirra, Mikhael Utkin, mun hafa mest
njósnað um olíuvinnslutækni Norð-
manna og reyndi meðal annars að afla
sér upplýsinga um Norsk Hydro.
Leyniþjónustan norska mun hafa
fylgst meö Utkin síðan hann kom til
landsins 1981.
Tilkynnt var í Osló í gær að aflýst
heföi verið fyrirhugaðri heimsókn
norsku þingmannanefndarinnar til
Sovétríkjanna en áöur hafði Odvar
Nordli, sem átti aö vera formaður
nefndarinnar, sagst hættur við að fara
vegna n jósnamálsins.
I tilkynningunni var sagt að stór-
þingið norska hefði í bréfi til sovéska
sendiráðsins í Osló tekið sérstaklega
fram að hætt væri við heimsóknina í
kjölfar þess aö sovésku diplómötunum
var vísað úr landi og af sömu ástæðum.
Þetta er í annað sinn sem þessari
þingmannaferð, er ákveðin var á árinu
1980, hefur verið frestaö eða aflýst. I
fyrra skiptið var það vegna innrásar
Sovétmanna í Afghanistan.
Kaare Willoch forsætisráðherra
sagði í gær að njósnamálið hefði að
vísu spillt mjög sambúð ríkjanna en í
samskiptum sínum yrðu þau þó að
sinna nauösynjaverkum og að ráða-
menn yrðu, þegar þörf krefði, að ræða
saman um sameiginleg hagsmunamál
eins og ekkert hefði í skorist.
-Jón Einar í Osló.
Trudeau er
ánægður með
Evrópuför
Pierre Trudeau.
Pierre Trudeau, forsætisráöherra
Kanada, lét í gær í ljósi ánægju með þá
ákvörðun sína að halda áfram viðræð-
um við fulltrúa Varsjárbandalags-
ríkja.
Trudeau lét þessa ánægju sína í ljósi
á fundi með fréttamönnum í Búkarest í
gær eftir að hann haföi áöur heimsótt
Austur-Þýskaland, Tékkóslóvakíu og
Rúmeníu þar sem hann reifaði hug-
myndir sínar um hvernig heimsfriður-
inn yrði best tryggður.
Trudeau færðist undan því að svara
spurningum fréttamanna um hvort
árangur heföi orðið af Evrópuför hans
og sagöi aö það yrðu gagnrýnendur
hans að dæma um. En hann bætti því
við að nú þegar afvopnunarviðræður
Sovétmanna og Bandaríkjamanna
lægju niðri þá væri ákaflega mikilvægt
að minni ríkin innan varnarbandalag-
anna beggja tækju frumkvæðið. „Eg
er mjög ánægður með þá ákvörðun
mina að halda ekki einungis áfram viö-
ræðum við aðildarríki Atlantshafs-
bandalagsins og óháð ríki heldur
einnig við þau ríki sem eru í bandalagi
gegn okkur,” sagöi Trudeau.
HVER ER ÞINN LUKKUDAGUR?
Vinningar daglega
allt áriö 1984.
366 vinningar.
Vinningsnúmer
birtast
daglega
á baksíðu
DV fyrir
ofan LOKA.
Mánaðarlega
dregin út Datsun
Micra bifreið árg.
'84 frá Ingvari
Helgasyni.
VERÐMÆTI VINWINGA 5,5 MILLJÓN KR.
VERÐKR.300 VERÐKR.300
Vinningar
fyrir alla
fjölskylduna
12 bílar
12 videotæki
12 stereosamstæður
24 reiðhjól
24 skíði
24 ferðaútvörp
258 aðrir
eigulegir
vinningar
V VINNINGAR
Aprll
1984
HJÍJKRUNARVÖRIIR
LlMOGLlMBÖNI)
SNYRTIVÖRUR
Hansaplasf
stnps
SUN MÁN ÞRI MIÐ FIM FÖS LAU
1 2 3 4 5 6 7
8 9 10 11 12 13 14
15 16 17 18 19 20 21
22 23 24 25 26 27 28
29 30
I _ - ■: .■ ■■ J.S. HELCASON HF. ....... I
I * " . j r « n ” 2' !i
HÓTELIÐ í HJARTA HÖFUÐBORGARINNAR
Morgunverður og rjúkandi kaffi frá kl. 8 á hverjum morgni. HÓTELBORG
VINNINGSNLMI.RIN
BIRTAST DAGLKCíA I
5«, sin :sm
Askriflarsíminn
cr27022
Selt af íþróttafélögum um
land allt, bókabúðum Penn
ans og Eymundsson.
Upplýsingar í
símum 20068,
81325 og 84459.
Iþróttafélög athugið
að enn er hægt
að fá spjöld.
Björn Guðbjörnsson,
vinnusími 24349.