Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Page 28

Dagblaðið Vísir - DV - 03.02.1984, Page 28
36 DV. FÖSTUDAGUR 3. FEBRUAR1984. WAYLON JENNINGS - WAYLON AND COMPANY: DREYFBYLISTÓN- | YES- 90125: | ÁGÆTASTA ENDURKOMA Já, já, einmitt, Yes eru byrjaðir aft- ur og satt að segja byrja þeir nokkuð vel með þessari plötu, 90125. Liðs- skipanin er að mestu gamalkunn, Anderson, Squire, White og Kaye (Rick Wakeman leysti Kaye af hólmi forðum daga) en Steve Howe heldur sig fjarri illu heilli en í hans stað er kominn Trevor Rabin. Tónlistin hljómar kunnuglega oft á tíðum þótt auðvitað megi greina vissar breytingar. Lögin eru ívið poppaðri en hér í eina tíö þótt kaflaskiptingar séu allnokkrar i flestum laganna og ekki eru þau vel danshæf nema að litlum hluta. Lögin eru annars öll mjög fram- bærileg og þau bestu teljast fyrsta flokks. Þar vil ég fyrst nefna hitlagið Owner Of a Lonely Heart en miklu munar að hlusta á lagið í heymartækj- um eða með öðru eyranu í rás 2. Þá má nefna lögin Changes og City Of Love en í þvi síðarnefnda má finna gott dæmi um það hve oft er stutt yfir í mun Nýjar plötur haröara rokk, jafnvel bárujárnskennt. Lögin semja þeir félagar flest í sam- einingu en mest ber þar á Anderson og Rabin. Rabin er í mörgu ekki ósvipað- ur gítaristi og Howe; báðir eru einkar fingraliprir „og vaða oft upp og niður hálsinn” eins og eitt sinn var tekið til orða. Anderson, með sína hljómþýðu rödd, sér að mestu um sönginn. Honum hættir til að veröa leiðingjam ef hann þarf alfariö að sjá um sönginn en það er leyst með því aö gefa öðrum með- limum færi á míkrófóninum og ferst þeim það vel úr hendi. Annars er ekki ástæða til að geta svo mjög um tónlistarleik; hann er í einu orði sagt frábær. Lítið ber þó á Kaye en því meira á þeim Rabin, Squire og White. 90125 má því teljast ágætasta „kombakk” þótt að sjálfsögðu sé það af sem áður var. Yes hefur oft gert bet- ur en þetta. Eg kysi helst af öllu að sjá Wakeman á ný í þessum f ríða hópi. -TT LIST EINS OG HÚN GETUR BEST ORÐH) Waylon Jennings er einn af þessum gömlu góða kúrekasöngvurum sem alltaf fá gömlu sveitaslagarana til að hljóma eins og nýir væru. Hann, ásamt Willie Nelson, em hinir sannkölluðu „útlagar” villta vestursins í dag. Rólegir og yfirvegaöir, sama hvað gengur á, og halda sínu striki þrátt fyr- ir ýmsar tilhneigingar til að gera sveitatónlistina nútímalegri. Waylon Jennings er búinn að vera á ferðinni um Bandaríkin í hátt á þriöja áratug. Hann ferðaðist um með Buddy Holly á sínum tíma en var þó alltaf með annan fótinn í sveitatónlistinni og hefur aldrei viljað kalla sig annað en sveitasöngvara þótt hann einstaka sinnum hafi tekið hliðarspor á ferli sín- um. unnar eins og á þeirri fyrri. 11 May Be Used (But Baby I An’t Used Up) er Waylon Jennings einn á ferð. Gott lag og vel flutt. Sight For Sore Eyes og I’ll Find It Where I Can era bæði í rólegri kantinum. The Conversation er eitt athyglisverðasta lagið á plötunni. Þar eiga þeir samræður, Waylon Jennings og Hank Williams jr., um föður þess síðarnefnda sem var einn þekktasti kúrekasöngvari á sínum tíma og hafði mikil áhrif á síðari tíma menn. Waylon spyr og Hank svarar. Platan endar á Mason Dixie Lines þar sem Mel Tillis tekur lagiö meö Waylon. Waylon And Company er góö plata, þar sem Waylon Jennings nýtur aðstoöar hóps af góðu fólki sem ásamt honum gerir hana eftirminnilega. ALBERT LINPER ÁSAMT SIWFÓNIUHUÓMSVEIT GAUTABORGAR: „STÓRDANIBLÁSANDIÁ HORN" Nýjasta platan hans, Waylon og Company, sver sig í ætt viö fyrri plöt- ur hans, róleg og þægileg áhlustunar og lögin, gömul og ný, hin ágætustu. Það er ekki amalegt lið sem stendur undir nafninu Company. Það er hver stórstjarnan í sveitatónlistinni af ann- arri sem tekur lagið með honum. Má þar nefna meðal annarra Jerry Reed, Hank Williams jr., Emmylou Harris, Willie Nelson, Mel Tillis, allt nöfn sem unnendur sveitatónlistar þekkja vel. Einnig syngur meö honum í einu lag- anna James Gamer sem er þekktari fyrir að klæðast kúrekafötum fyrir framan kvikmyndavélarnar en að raula kúrekalög. Platan byrjar á hinum „klassíska” óö Hold On, I’m Comin’ og fara þeir á kostum í laginu Waylon og Jerry Reed og hefur þessi þekkta melódía sjaldan hljómað betur þótt uppranalega hafi hún verið samin með soul-söngvara í huga. Hank Williams jr. syngur dúett með Waylon í lagi sínu Leave Them Boys Alone. Síðan kemur perlan á plöt- unni. Það er söngur Emmylou Harris og Waylons í hinu þekkta lagi, Spanish Johnny. Sérlega fer Emmylou Harris vel meö þetta dramatíska stef. Just to Satisfy You og So You Want To Be A Cowboy Singer eru frumsamin lög og nýtur Waylon aðstoöar Tony Joe White íseinnalaginu. Það era fimm lög á seinni hlið plöt- Aibert Linder, hornieikari, leikur mefl Sinfónki- hijómsveit Gautaborgar, undir stjórn: Zdenek Macal, Charles Dutoit og Górard Oskamp. Verkefni: Bernard Crusell: Sinfonia Concert- ante; Kurt Atterberg: Hornkonsert a-moll, op. 28; Hans Eklund: Hornkonsert (1979). Tekifl upp í Göteborgs Konserthus undir stjórn Sven Kruckenberg og Hakan Edlón. Tœknistjóri: Michael Bergek. Útgófa: Caprice CAP1144. Umboð ó fslandi: Fólkinn. Þegar rótað er í plötubunkunum í hillum verslananna rekst maður inn á milli allra stóru nafnanna, á plötur frá fyrirtækjum, sem ekki hafa sama um- fang og heimsfyrirtækin. Þó eru þessi „litlu fyrirtæki” oft á tíðum hreint ekki svo smá í sniöum. Eitt þeirra er til dæmis Caprice, hljómplötuútgáfa Svenska Rikskonserter. Einhverju sinni heyrði ég ársútgjöld Ríkiskon- sertanna nefnd, svelgdist á og hugsaöi að eitthvað smáræöi mætti afreka fyrir þá upphæð. En Rikskonsérter hafa í mörg horn að h'ta og eitt þeirra er Caprice. Á umræddri plötu er sýndur þver- skurður af því sem sænsk tónskáld hafa ritað fyrir hom í nærri tvær aldir, og byrjað með Sinfonia Concertante eftir Bernhard Crusell. Æviferill Berndts Henrics, eða Bemhards Crusell er ævintýri líkastur. Hann ólst upp i fá- tækt í Pori, eða Bjamarborg. Þrettán ára gamail hlýddi hann á virkisblásarana í Sveaborg, varð gjörsamlega heillaður af og var áður en langt um leið einn af þeim. Og hann átti eftir að ná lengra. Um fjöratíu ára bil var hann hirð- músíkant, virtur og dáöur. A Parísar- reisu var honum boðin staða klarín- ettuleikara viö Itöisku óperuna í París, en hann hafði skyldum að gegna við konung og þjóð og sneri heim til sinna starfa. Undir áhrifum af Parísardvöl- ■inni samdi hann Sinfonia Concertante, sem telja má öllu fremúr tríókonsert. 1 upphafi nítjándu aldar áttu Svíar sem sé við konungshirðina ljómandi tón- skáld sem htt er munað eða þekkt utan heimaiandsins. Með Linder blása þeir Olle Schill klarínettuleikari og Arne Niison fag- ottleikari einleiksraddirnar í Sinfonia Concertante. Undir stjórn Zdenek Macal leikur hljómsveitin dálaglega. Það ér að segja; eitthvað pinuhtiö meira en með þessum gegnumheila ofurvandaöa, en ósköp htið spennandi blæ sem svo ríkur er hjá sænskum hljómsveitum. Sá velþekkti blær fær svo aftur aö rikja á hinni hlið plötunnar, í konsertum Atterbergs og Eklunds. En þá er það einleikur Alberts Linder sem málum bjargar. Og maður spyr sjáhan sig, hvers vegna þessi f irnagóði blásari leiki akk- úrat með þessari hljómsveit?, horn- leikari sem gæti valið um stööur á heimsmarkaði. I konsertum Atter- bergs og Eklunds koma yfirburðir Linders skýrt í ljós og einleikur hans er eiginlega það eina sem virkilega er hlustandi á. Annars er hinn síðróman- tíski konsert Atterbergs að mörgu leyti athyglisverð smíð. Atterberg var raf- magnsverkfræðingur að mennt. Hann taldist á sinum yngri árum dálitið framúrstefnulegur, en það eltist af honum. Hann var, og er hkast til enn, eitt þekktasta tónskáld Svía út á við og barðist, líkt og Jón Leifs, fyrir rétt- indum tónskálda og var einn stofnenda ISCM. Hans Eklund samdi homkonsert sinn árið sjötíu og níu að beiðni Riks- konserter og þó að ekki sé þess sér- staklega getið hygg ég að upptakan sé frá frumflutningi verksins. Homist- anum era veitt blessunarlega rík tækifæri til að sýna fæmi sína, og Ek- lund hefur eyra fyrir sönghæfni homs- ins en er meira og minna þræil sinnar theoríu. Albert Linder kvittar fyrir tækifærin meö ghmrandi leik. Fæddur í Danmörku, blásandi í Svíaríki og orðinn þarlendur borgari, en metinn að verðleikum meðai blásara í öllum löndum og aufúsugestur í hverri tón- leikahöll, er og veröur Albert Linder ætið það sem einn mætur blásari sagði eitt sinn um hann, — ,,Stór-Dani, blás- andiáhorn”. BRONCO 1982 sem nýr. Þessi glæsivagn er til sýnis og sölu á Bílasölunni Skeif- unni, símar 84848 — 35035. Hjúkrunarfræðingar Sjúkrahús Siglufjarðar óskar að ráða hjúkrunarfræðing í fast starf sem fyrst eða eftir nánara samkomulagi. Einnig hjúkrunarfræðinga til vetrar- og sumarafleysinga. Nánari upplýsingar gefa hjúkrunarforstjóri og fram- kvæmdastjóri í síma 96-7166. Sjúkrahús Siglufjarðar.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

If you want to link to this newspaper/magazine, please use these links:

Link to this newspaper/magazine: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link to this issue:

Link to this page:

Link to this article:

Please do not link directly to images or PDFs on Timarit.is as such URLs may change without warning. Please use the URLs provided above for linking to the website.