Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 4

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 4
4 *-í úT'tPprnj'q' . * DV. MANUDAGUR 20. FEBRÚAR1984. Höfrungur - næsta þyrla Gæslunnar? Dauphin eöa Höfrungur veröur liklegast næsta björgunarþyrla Islendinga. Þyrlunefnd sem for- stjóri Landhelgisgæslunnar skipaöi telur aö SA 365N Dauphin sé hag- stæöasti kosturinn. Dauphin er framleidd af Aeor- spatiale í Frakklandi, sama fyrir- tæki og tók þátt í smíöi Concorde- þotunnar hljóöfráu og Airbus, evrópsku breiöþotunnar. Umboös- maður á Islandi er Gunnar Ásgeirsson. „Eg er bara meö þyrlumar og litlar flugvélar,” sagði Gunnar Asgeirsson í samtali viö DV. Hann kvaðst hafa verið meö umboðið frá því í aprílmánuði í fyrra. Þá hefði komið hingaö for- stjóri frá fyrirtækinu í tengslum við komu Pumaþyrlanna, sem einnig eru frá Aeorspatiale. „Fyrirtækið vantaöi tengiliö. Eg tók þetta aö mér. Eg hef þetta nánastsemhobbý.” DV spuröi Gunnar hvaö hann fengi umboðslaun fyrir aö selja þyrlur hérlendis: „Því get ég ekki svarað. Eg veit þaö ekki,” svarði hann. Dauphin fiaug fyrst áriö 1978. Lítil reynsla er komin á N-gerð þyrlunnar, sem Gæslan sækist eftir. N-geröin er hins vegar þróuö af C-gerðinni, sem er mikið flogin, þó þriöjungi minna en Sikorsky S- 76. Þyrlunefnd I-andhelgisgæslunn- ar lagöi mikla áherslu á aö afla slysaskýrslna um þær fjórar þyrlu- tegundir sem mest voru athug- aöar: Dauphin, Sikorsky, Westland og Agusta Bell. Helsta einkenni Dauphin er stélið. Stélskrúfa hennar er frábrugðin öðrum á þann hátt að hún er byggö inn í stélið og virkar eins og vifta. Þykir þaö stór kostur viö Dauphin áð ef stélskrúfan bilar þarf ekki aö nauölenda þyrlunni samstundis heldur er hægt aö fljúga henni til næsta flugvallar, hafi hún verið á iágmarkshraöa þegar bilunin varð. Áöur hefur komiö fram aö Land- helgisgæslan vill að tvær þyrlur veröi keyptar til aö fá aukið rekstraröryggi. Fjárveitingar- valdiö hefur síðasta orðiö um það. Alþingi hefur þegar samþykkt heimild tii að taka lán vegna kaupa á einni björgunarþyrlu. -KMU. i' Keppendur í skíöagöngukeppni Skíðafélags Reykjavíkur og DV ræstir é Miklatúni í gær. Gangan tókst með ágætum, enda var blíðskaparveður. DV-myndGVA. Skíðagöngukeppni DV ogSkíðafélags Reykjavíkur: HEPPNAÐIST MEÐ AGÆTUM Skíöagöngukeppni Skíöafélags Reykjavíkur og DV fór fram í blíöskaparveöri á Miklatúni í gærdag. Keppt var í þremur aldursflokkum pilta og stúlkna 14 ára og yngri og voru þátttakendur 24 alls. Keppnin hófst klukkan 14 og voru tveir og tveir keppendur ræstir í einu. Genginn var tveggja kílómetra hring- urá Miklatúninu. I flokki stúlkna tíu ára og yngri sigraði Sigríöur Pétursdóttir en hún gekk tvo kílómetrana á 10.41 mínútu. önnur varö Lísa Kristjánsdóttir á tímanum 11.10 mínútum. Engin þriöju verölaun voru veitt í þessum aldurs- flokki stúlkna þar sem keppendur voru aöeins tveir. I flokki stúlkna 11—12 ára sigraöi Hildur Hjörleifsdóttir á tímanum 10.11 mínútur en önnur varö Þórdís Þor- steinsdóttir á tímanum 10.18 mínútur. Sama varö upp á teningnum í þessum flokki og yngri flokknum, aðeins tveir keppendur. Engin stúlka var skráð til keppni í 13—14 ára flokki og einungis fimm drengir. Sigurvegari varö Þórir Olafs- son á tímanum 6.58 mínútur, annar varö Már Erlingsson á tímanum 7.04 minútur og þriöji varö Kristbjörn Guö- mundsson á 8.17 mínútum. I flokki drengja 11—12 ára sigraði Sveinn Matthiasson á 8.04 mínútum, annar varö Hannes Högni Vilhjálms- son á 8.17 mínútum og þriöji varö Sveinn Ingi Andrésson á 8.44 mínútum. Og í yngsta flokki drengja, flokki tíu ára og yngri sigraði Andrés Jón Fjell- heim á 8.19 mínútum, annar varð Einar Sigurðsson á 9.00 mínútum og þriöji varö Steinar Páll Landru á 9.02 mínútum. Verölaunin voru verðlaunapeningar sem DV gaf til keppninnar. -SþS. Bruni að Rútsstöðum i Svínadal: UM HUNDRAÐ GRIPIR DRAPUST Tugir kinda, nautgripir og hænsni drápust er eldur kom upp í f jósi á Rúts- stööum í Svínadal um hádegisbil á laugardag. Rútsstaöir er fremsti bær í Svínadal og um þrjátíu kílómetra frá Blönduósi. Þegar slökkviliöiö á Blönduósi kom á staðinn voru bændur úr nágrenninu komnir og björgunarstarf hafiö. Eldur logaði í fjósi og tveimur hlööum sem standa hvor sínum megin viö þaö. Greiðlega gekk aö slökkva eldinn og uröu ekki miklar skemmdir á mann- virkjum. Þrír nautgripir sem voru í fjósinu og 10 hænsni drápust og tals- vert brann af heyi í hlööum. Reykinn af eldinum lagöi í fjárhús vestan viö hlööumar og fjósiö og drap um níutíu af um 300 kindum sem þar voru. I gær voru líkur taldar á aö fleiri kindur ættu eftir að drepast af völdum reykeitrunar. Taliö er sennilegt að kviknaö hafi í út frá rafmagni en þaö er ekki fullkannað ennþá. -SGV. I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari I dag mælir Dagfari íslenska krónan eftirsóttur ránsfengur Islendingar eru ekki þjófóttir. Þeir hafa heldur ekki verið þjófhræddir. Satt aö segja fer engum sögum af ránum hér á landi, síðan Kambsrán var framið í tíð Þuríðar formanns, og þykir sá atburöur reyndar svo merkilegur, að hans er getið í sér- stökum kafla í íslandssögunni, og hefur verið hafinn yfir pólitískar deilur um sögukennslu. Hvorki Eiður Guðnason né Guðrún Helgadóttir hafa gert tillögu um að Kambsrán verði máð úr íslandssögunni og get- ur sú frásögn þó varla flokkast undir það trúboð sem felst í þeirri sögu- kennslu að efla „trú á landiö”. Yfirleitt þykja það stórtíðindi hér heima, þegar íslendingar eru rændir erlendis. Þannig voru það forsíðu- fréttir þegar portúgalskt ferða- mannahótel var rænt í fyrrahaust og greipar látnar sópa um eignir islenskra ferðamanna, sem þar bjuggu þjófunum aö óvörum. Sömuleiðis reka tslendingar upp stór augu, þegar handtöskur eru rifnar af löndum þeirra á götum New York borgar og verst eru óþokka- brögðin, þegar það spyrst aö tslendingar séu rændir aleigunni, fvrir haft pfo J-*-' r.V Víll du uena i almennilegt fyllirí á næturbúllum stórborganna. Allt eru þetta þjófnaðir, sem vekja undrun og reiði hér á landi, og taldir bera vott um lágt menningarstig og lítið velsæmi þjófa. En nú bregður svo við, aö tvö meiriháttar rán eru framin í Reykja- vík með stuttu millibili. Fyrst labbar sig maður inn í útibú Iönaðarbank- ans, af öllum bönkum, og treður inn á sig tæplega fjögur hundruö þúsund krónum meðan starfsfólk semur útlitslýsingu á gestinum. Það þykir flestum nokkuð fyndið og það þá sérstaklega fyrir þá sök, aö þjófurinn skýldi andliti sinu með lambhúshettu og var tekinn fyrir sendil. tslendingar bera respekt fyrir svona sniðugum innbrotum og naga sig aðallega í handarbökin yfir aö hafa ekki sjálfir látiö sér detta þaö sama í hug. Annað mál er þaö þegar vopnað rán er framið og það á miöjum Laugaveginum og tveim milljónum stolið á gangstéttinni. Þá er alvara á ferðum. Fór þar salan úr Áfenginu á LÍnHarffKh.~-‘ c ____0u,uuui i emu vetfangi og má Ríkið sjálfu sér um kenna. Heldur hefðl ránsfengurinn orðið rýrari í hor/1 ---L " tasn et áfengisverslunum hefði ekki verið bannað að taka við ávísunum. Þá hefði gúmmíið verið litllu 1 • ______ i uunaum þjófsins, sem nú getur hróðugur talið peningaseðlana, sem fóru í brennivínskaupin um helgina. Einhver kann að segja að farið hafi fé betra. Rikissjóður eigi hvort sem er engan rétt á því að græða á brennivínsdrykkju. Ríkisstjórninni sé líka gott mátulegt, að auka svo verðmæti íslensku krónunnar, að hún er orðin freisting fyrir þjófa. Þegar verðbólgan var og hét, hefði engum manni dottið í hug, að vaða um Laugaveginn með haglabyssu og hóta vegfarendum lífláti, til þess eins að stela verðlausum peningum upp á tvær milljónir. Ekki er því að neita, að kenningin um að efla trú á landið, hefur fengið nýja merkingu, þegar í ljós kemur að févana menn hafa öðlast svo mikla trú á verðgildi krónunnar, að þeir sparka leigubilstjórum út úr bílum sinum í Nauthólsvikinni og heimta peningana eða lífið uppi á Lauga- vegi. Nýr kafli hefur verið skrifaður í tslandssöguna og það áður en Al- þingi hefur ákveðið hvað skuli standa í henni. Þetta kemur mönn- um í onnn - - ■•• ..__uajtuuu. iviætu ekki næst biðja ræningjana að gera vart við sig fyrirfram, svo enginn meiðist eða móðgist aðóþörfu?! Dagfari.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.