Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Side 8

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Side 8
DV. MÁNUDAGUR 20. FEBRUAR1984. Útlönd Útlönd Útlönd Útlönd — þegar franskir vörubflstjórar lögðu trukkum sínum í allar akgreinar aðalvega Í3ja daga mótmælum Stjornarhermenn í Líbanon skýla sér fyrir áhlaupi drúsa og múslima. Sækja ísraelar á ný til Beirút? —f réttir f rá Líbanon herma f rá tveim ísraelskum herdeildum 6 km sunnan við höf uðhorgina Franskir vörubílstjórar hættu í gær aö tálma umferö á aöalvegum, eftir að hafa í þrjá daga sett flestar samgöng- ur úr skoröum meö mótmælaaögerö- um sínum. — Stjórnin bauö aö hefja á morgun viöræöur við þá um umkvört- unarefni þeirra. Maurice Voiron, leiötogi vörubíl- stjóra, sagði við blaðamenn eftir fund meö erindrekum stjórnarinnar í gær aö hann heföi taiið vörubílstjóra á aö aflétta tálmunum. Staöfesti lögreglan í gærkvöldi aö víöa væru bílstjórar fam- ir aö færa trukka sína burt af vegunum. — Þar hafa bílarnir staðiö í löngum rööum síöustu daga. Voiron sagði aö samgönguráöherr- ann hefði heitið alvarlegum viöræöum en búist er við aö þaö taki aö minnsta kosti sólarhring aö rýma vegina. — Þessa daga fór í hönd aðal vetrarorlofs- tími Frakka og höföu mótmælaað- geröir vörubílstjóranna gert mikinn skurk í samgöngum á landi. Vörubílstjórar krefjast bóta vegna tafa sem þeir uröu fyrir í síðustu viku, þegar tollþjónar beggja vegna landa- mæra Frakklands og Italíu hófu hæga- gansvinnubrögö til aö fylgja eftir kröf- um um bætta vinnuaðstööu og hærri laun fyrir yfirvinnu. Sömuleiöis krefj- ast bílstjórar meira eftirlits meðtollaf- greiöslunni og lækkunar tolla á olíu. Þeir eru einnig óánægöir með þaö sem þeir kalla ofsóknir og áreitni frönsku lögreglunnar gegn þeim. Margir þeirra höföu tafist í þrjá og fjóra daga vegna aðgerða tollvaröa á landamærunum og svall þeim hugur í brjósti þegar lögreglan reyndi aö draga bíla sumra þeirra burt af vegun- um á laugardaginn. Kom þá oft til handalögmála. Umferðarhnútar mynduöust víöa á vegunum vegna aögeröa vörubílstjóra og ökumenn margra einkabíia uröu að láta fyrirberast í bílum sínum eöa fengu inni í skólum og opinberum byggingum í nærliggjandi þorpum. Stjómarher Líbanon háöi tveggja stunda bardaga viö varðliöa stjómar- andstæðinga (drúsa og múslima) í hæðunum við höfuöborgina í nótt. Fréttir berast af því aö um leið hafi tvær herdeildir Israela sótt aö sunnan í átt til höfuöborgarinnar og ættu aðeins sex km ófama aö bækistöðvum drúsa við ströndina sunnan Beirút. Talsmenn Israelshers í Tel Aviv bera þó á móti þeim fréttum en Beirút- útvarpið og útvarpsstöö drúsa héldu þessu stööugt fram í fréttaút- sendingum í nótt. Bardögunum linnti loks þegar líöa tók á nóttina og var sagt aö drúsum heföi ekkert miðað í sókn sinni á hendur stjómarhemum. Misstu þeir þrjá eldflaugarskotvagna. Fyrr í gær höföu ísraelskar herþotur haldið uppi loftárásum á þeim slóöum þar sem herdeildimar tvær era sagðar komnar núna. Segja ísraelsmenn aö þær árásir hafi verið á bækistöövar hryöjuverkamanna. — Timburverk- smiöja varö fyrir einni sprengjunni og eyöilagöist en þar fórast þrír af 13 starfsmönnum sem komnir voru þang- aö til starfa frá Pakistan og Bangla- desh. Síðustu tilraunir til að koma á friði í Líbanon að tillögu Saudi Arabíu fóra út um þúfur fyrir helgi, þegar flestir stjómarandstæöingar og eins margir kristnir höfnuðu tillögunum. Brottflutningur ítalska friöargæslu- liösins í Beirút er þegar hafinn. Indlandi 4 drepnir í róstum á Framkvæmd leikanna í Sarajevo til fyrirmyndar Vetrarólympíuleikunum í Sarajevo lauk í gær og mátti sjá á heima- mönnum að allir önduöu léttar en aökomumenn ljúka allir miklu lofsoröi á gestrisnina og framkvæmdimar á íþróttaleikunum. Juan Antonio Samaranch, formaöur ólympíunefndarinnar, sagði aö vetrar- leikarnir í Sarajevo hefðu verið þeir bestu í allri sögu vetrarleikanna. Ibúar Sarajevo virtust mjög samtaka um að reyna að láta leikana • heppnast vel. Þykir þama skjóta mjög skökku viö vetrarleikana viö Lake Placid í Bandaríkjunum 1980, þar sem sagt var aö einu réttu áhugamennimir á þeim leikum hefðu verið skipuleggj- endurþeirra. Aðkomumenn tóku eftir því í Sarajevo aö verslunareigendur og greiðasölueigendur fylgdu vel fyrir- mælum um aö halda veröbólgu niöri. Þeir fáu sem reyndu aö okra á að- komumönnum máttu sæta lokun. öryggisvarsla þótti hafa fariö vel úr hendi og var haft á orði aö skipuleggj- endur ólympíuleika í framtíöinni gætu margt af Júgóslövum lært. — Nefnd manna frá Kanada var í Sarajevo þess aö fylgjast með framkvæmdunum en vetrarleikarnir 1988 veröa í Calgary íKanada. Júgóslavar era mjög vongóöir um aö leikarnir hafi oröiö til þess aö Sarajevo geti endurheimt sinn fyrri tíma sess meðal vinsælustu vetrarorlofsstaöa Evrópu. Fjórir vora drepnir og um 25 særö- ust í gær-þegar indverska lögreglan hóf skothríö til þess aö dreifa mann- fjölda í noröurhéraðinu Haryana, sem hefur veriö óeiröasamt. — 28 lögreglu- menn uröu sárir af grjótkasti í bænum Panipat. Rósturnar í gær hófust eftir aö einn haföi látið lífið þegar tveir hópar í mót- mælaaögeröum mættust. — Fyrr um daginn hafði opinberum embættis- manni, kjömum, verió sýnt banatil- ræöi í nágrannahéraðinu Punjab, en hann sakaði ekki. Tólf leiötogar sikka í Nýju Delhí vora settir í gæsluvaröhald í gær þegar síkkar geröu tilraunir til þess aö hengja upp í höfuðborginni áróöurs- spjöld, þar sem krafist var almenns fundar til þess að f jalla um ástandið í Punjab, þar sem ekki hefur síður verið róstursamt en í Haryana. Sikkaleiötogar hafa ákveöiö að sniö- ganga viðræður við landsstjórnina, sem áttu aö miöa að því aö friða síkka. Segja þeir aö áform stjórnar Indíru Gandhí séu þau að útrýma þeim og byggöarlögum þeirra. — Það eru tólf milljónir síkka á Indlandi, flestir í Punjab, þar sem hindúar eru í minni- hluta, þótt hindúar séu í yfirgnæfandi meirihluta annars staðar á Indlandi. Hundruð vörubfla tepptu samgöngur

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.