Dagblaðið Vísir - DV


Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Qupperneq 9

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Qupperneq 9
, WP í .OS HUOAOtlVIÁM .VG DV. MÁNUDAGUR 20. FEBRUAR1984. Útlönd Útlönd Kosningar á Filippseyjum síðasta tækifæríð Leiðtogi stjómarandstöðunnar á Fil- ippseyjum, Salvador Laurel, sagði í gær aö landið rambaöi á barmi borg- arastyrjaldar. Lýsti hann þing- kosningunum fyrirhuguðu þann 14. maí sem síöasta tækifærinu til friðsamlegrar lausnar. Þetta kom fram í ræðu sem Laurel flutti í San Francicso á fundi hjá sam- tökum Filippseyinga, sem andvígir em stjóm Ferdinands Marcosar. Laurel var fangelsaður í Manila í síðustu viku, eftir að fundist hafði skammbyssa í farangri hans, en hann var látinn laus strax morguninn eftir. Sjálfur sagði hann að byssunni hefði verið komið fyrir af öðrum til þess að búa til sakir á hendur honum. Laurel varði í ræðu sinni ákvörðun 12 stjórnarandstööuflokkanna um að sniöganga ekki kosningarnar en sú ákvörðun hefur orðið til þess að kljúfa andstæðinga Marcosar forseta. Forkosn- ingar ídag Demókratar ganga til forkosninga í Iowa í dag en það em fyrstu forkosn- ingamar í langri lotu sem nú fer í hönd. Átta einstaklingar berjast um að hljóta útnefningu demókrataflokksins til forsetaframboðs en Walter Mon- dale, fyrrum varaforseti þykir líkleg- astur til þess að hreppa hnossið. Jackson, eitt framboðsefna demókrata, stígur í vænginn við eina aöalkvenréttindakonuna í Bandarikj- unum. TARTARIFANG- ELSAÐUR FYRIR ANDSOVÉSKAN ÁRÓDUR Einn af mannréttindafrömuðum tartara á Krímskaga hefur verið fangelsaður fyrir andsovéskan áróður. Blaðið Pravda Vostoka (Pravda aust- ursins), aðalmálgagn Sovétstjómar- innar í lýðveldinu Uzbekistan, segir að Mustafa Dzhemilyov hafi hljóðritað út- lendar útvarpssendingar og dreift segulspólum og afritum meðal ungs fólks. Dzhemilyov (40 ára) hefur síðustu 18 árin dvaliö að minnsta kosti 10 ár í hegningarbúðum vegna baráttu sinnar fyrir réttindum tartara á Krímskaga og leyfi til þess að þeir flyttu á upp- hafsslóðir sínar við Svarta hafið. — Þaðan vom tartarar fluttir nauðungar- flutningum 1944, sakaöir um að hafa átt samvinnu við innrásarlið nasista. Keflavíkur- ganga á Spáni Tugir þúsunda manna tóku þátt í mótmælagöngu í miðborg Madrid til þess að krefjast úrsagnar Spánar úr NATO og brottflutnings bandarískra herstöðva í landinu. Var gengið úr mið- bænum og til nærliggjandi herstöðvar flughers Bandaríkjanna, tólf km leið. Göngumenn sögöu sjálfir að um 55 þúsundir heföu tekið þátt i göngunni sem tók fjórar klukkustundir. Bám þeir spjöld meðáletrunum eins og „Við munum vinna þjóðaratkvæð- ið”. . . „Natonei! Herinnburt!”. Spánn gekk í NATO 1982 en ríkis- stjórn sósíalista, sem kom til valda síðar það ár, sló á frest fullnustu hernaðaraðildar Spánar að bandalag- inu og hét því að efna til þjóðarat- kvæðagreiðslu um máliö. Ekki hefur enn verið ákveðið hvenær hún fer fram. Síðustu skoðanakannanir gefa til kynna að flestir Spánverjar mundu vilja hætta í bandalaginu. BEINT FUJG I SOLINA .FERDA AÆTLUN 1984 4' FERÐAMIÐSTOÐIN kynnirferða- áætlun 1984 til BENIDORM, Costa Blanca strandarinnar á Suðausturströnd Spánar. Eins og áður er aðeins flogið leiguflug í góða veðrið. GÓD GISTING Á HÓTELUM EÐA ÍBÚDUM Gististaðir eru allir fyrsta flokks: íbúðir með 1-2 svefnherbergjum, Studíó-íbúðir eða hótel með fæði. BENIDORM ferðirnar eru 2ja-3ja vikna og brottfarardagar eru: 18. apríl (2ja vikna páskaferð), 2. maí, 23. maí, 20. júní, 11. júlí, 1. ágúst, 22. ágúst, 12. sept. og 3. október. Áætlað verð í sumar miðað við gistingu í íbúðum: Frá kr. 18.400., gisting á hótelum m/fæði frá: Kr. 24.200. FM-FERÐALÁNIN Staðfestingargjald við pöntun kr. 2.500. Síðan mánaðarlegar greiðslur allt frá kr. 1.000 í 3-6 mánuði fyrir brottför og lánar þá Ferðamiðstöðin allt aö sömu upphæð í jafn langan tíma, sem greiðist með mánaðar legum afborgunum eftir heimkomu. Verðhækkanir sem verða á sparnaðartímanum af völdum gegnisbreytinga ná ekki til þess hluta heildarverðsins sem greitt hefir verið. Dæmi: 4 mánaðarlegar greiðslur fyrir brottför kr. 2.000, — samtals kr. 8.000, -, lánar þá Ferðamiðstöðin þér allt að sömu fjárhæð kr. 8.000, -, er greiðast til baka með jöfnum mánaðarlegum greiðslum, eftir heim- komu á jafnlöngum tíma. FM greiðslukjör Staðfestingargjald kr. 2.500, - við pöntun u.þ.b. helmingur af heildarverði greiðist 30 dögum fyrir brottför og eftirstöðvar með jöfnum afborgunum á 3 mánuðum eftir heimkomu. Staðgr.afsl. 5%. Verðlisti fyrirliggjandi Þeir, sem hafadvaliðá BENIDORM ströndinni hrósaveðrinu, verðlaginu, matnum, skemmtistöðunum, skoðunarferðunum og traustri þjónustu FERÐAMIÐSTÖÐVARINNAR. BEINT FUJG I SÖLINA OG SJÓINN IjSj FEROA IeUI miðstodin AÐALSTRÆTI 9 S. 28133

x

Dagblaðið Vísir - DV

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.