Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 23

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 23
DV. MÁNUDAGUR 20. FEBRUAR1984. 23 íþróttir íþróttir íþróttir — Finninn íalgjörum sérflokki ískíðastökki Flnnskl skíðastökkvarinn Matti Nykaenen hafði gífurlega yfirburði í keppninni af 90 metra palli í Sarajevo á laugardag. Stökk lengra en nokkur annar í báðum stökkum sínum og var næstum 18 stigum á undan næsta kepp- anda. Slíkir yfirburðir eru fáheyrðir, hvað þá í ólympíukeppni. I fyrra stökki sínu stökk Matti 116 metra eða sjö metrum lengra en næsti maður. Hann þurfti því lítið annað en að standa í síðara stökkinu. En það var einnig langbest, 111 metrar. Matti hefur um árabil verið einn fremsti stökkvari heims. Vakti heimsathygli 18 ára, þegar hann varð heimsmeistari — sá yngsti til þess. Og nú tvítugur er hann einnig oröinn ólympíumeistari. Hefur þó nokkuð staöið í skugga Jens Weissflog, A-Þýskalandi, síðustu vik- urnar í keppni heimsbikarsins. Jens varð annar á laugardag — hins vegar ólympíumeistari af 70 m palli fyrr í keppninni. Þá varð Matti annar. Urslit. 1. Matti Nykaenen, Finnl. 231,2 2. Jens Weissflog, A-Þýsk. 213,7 3. PavelPloc, Tékkósl. 202,9 4. Jeffrey Hastings, USA, 201,2 5. Jari Puikkonen, Finnl. 196,6 6. Armin Kogler, Austurríki, 195,6 Jens stökk 107 og 107,5 m en Pavel 103,5 og 109 m, sem var annað lengsta stökkiö í keppninni. -hsím. 1» Matti Nykaenen, ótrúlegir yfirburðir. AFKOMA ÞÍN BYGGIST Á BÍLNUM Bílar þurfa viðhald. Smurstöð okkar við Höfðabakka í Reykjavík er ein stærsta smurstöð landsins. Þar er hægt að taka inn allar stærðir bíla - jafnvel stærsta flutningabíl með tengivagni. Á smurstöðinni er lögð áhersla á að vinna verkið fljótt og vel, því að við vitum, að afkoma atvinnubílstjórans byggist á bílnum. BIFREIBADEILD SAMBANDSINS HÖFÐABAKKA 9 <^85549 Verð kr. 50 Með áletrun og borða. Sendum burðargialdsfrítt um allt land. Pantið tímanlega. GULLSMIÐIR SIGTRYGGUR &PÉTUR BREKKUGOTU5 600 AKUREYRI- 23524 Auglýsingastofa Einars Pálma.

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.