Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 30

Dagblaðið Vísir - DV - 20.02.1984, Blaðsíða 30
30 DV. MÁNUDAGUR 20. FEBRUAR1984. Rakarastofan Klapparstíg Sími 12725 Hárgreiðslustofa Klapparstíg Tímapantanir 13010 10ER1IK0NJ FROWIG - 160 DC - H, EIIMS FASA, léttbyggð og fullkomin hátíðni - Tig - vél sem sýður ryðfrítt stál á full kominn hátt. Þreplaus týristorstýring á startstraumi, suðustraumi, lokahástraumi og gaseftirflæði. Ennfremur pinnasuðuvél með alla góðu eiginleika jafn- straumsvélanna. Verð án söluskatts. M/vagni kr. 39.955,- Án/vagns kr. 36.335,- 2 ára ábyrgð. J. HINRIKSSON HF. Súflavogi 4.104 R. S-84677 - 84559. Sérfræðingar í einnota vörum. Besti bar í bænum! Á DUNI kaffibarnum eru 80 bollar sem aldrei þarf að þvo upp. Sterk hulstur (í ýmsum litum) og að sjálfsögðu hólf fyrir teskeiðar og sykur. DUNI kaffibarinn getur staðið á borði eða hangið á vegg, þannig að ekki standa þrengsli honum fyrirþrifum. DUNI — kaffistofa í hverjum krók! STANDBERG H.F. Sogavegi 108 Símar 35240 - 35242. Þeir tóku þátt í umræðunum. Frá vinstri: Sigmundur Guðbjarnason, Guðni Alfreðsson, Jónas Hallgríms- son, Páll Skúlason, formaður félagsins, Páll Theódórsson, Jón Hjaltalín Magnússon og Guðmundur Magnússon háskólarektor sem er að flytja framsöguræðu sina. Ljósm.: G.T.K. Fundur Félags háskólakennara: Eykur Háskólinn þátttSku sína í atvinnulíf inu? Ráðgjöf og nýting áhættufjármagns til umræðu Mlkil umræða fer nú fram innan Há- skóla fslands um það hvort stofnunin eigi að auka beina þátttöku sína í at- vinnulífi landsmanna. Bent er á að þau fyrirtæki sem Háskólinn reki séu til fyrirmyndar, eins og t.d. Háskóla- happdrættið, Háskólabíó, Reiknistofn- un og Reykjavíkurapótek, auk þess sem þau skili stofnuninni talsverðum tekjum. Háskólinn hafi sérfræðiþekk- inguna og aðstöðuna, hvers vegna eigi hann þá ekki að nýta sér þetta til að auka getu sina á menntunar- og rann- sóknarsviði sinu sem er auðvitað markmið stofnunarinnar? Aörir vara við þessu og segja að þetta gæti bitnað á kennslu og rann- sóknarhlutverkinu. Ekki væri eölilegt að fræðimenn væru á kafi í atvinnulíf- inu, auk þess sem ríkisvaldiö myndi fljótt ganga á lagið með minnkandi fjárveitingar til stofnunarinnar ef þetta kæmist á í auknum mæli, bentu skólanum bara á að auka framleiðslu- tekjur sínar þegar hann bæði um fé. Á fimmtudag í síðustu viku gekkst Félag háskólakennara fyrir umræðu- fundi um þessi mál eða tengsl Háskól- ans við fyrirtæki og stofnanir. Rektor Háskólans, dr. Guðmundur Magnús- son próf., haföi framsögu um efniö og kynnti það sem á döfinni var á þessu sviði. I máli rektors kom fram að háskólar sæktu nú í auknum mæli verkefni og fé til annarra en ríkisvaldsins og þá beint til atvinnulífsins og fyrirtækja. Þessi þróun væri einnig mjög til umræðu inn- an Háskóla Islands, og hvaö væri heppilegast fyrir Háskólann að gera í þessum efnum. Skólinn fengi nú 76,3% af fjárþörf sinni beint frá ríkinu, um 15% kæmi frá Happdrættinu og af- gangurinn af öðrum þjónustutekjum. Rektor bar saman tvö svæði, þ.e. rík- ið Massachusetts í Bandaríkjunum og Svíþjóð hins vegar og hver væri af- staöa þarlendra til háskólanna. Greini- legt væri aö greiðari aðgangur væri að fjármagni í Bandaríkjunum auk þess sem háskólamenn hefðu betri tengsl sín á milli og upplýsingastreymið væri greiðara. Áberandi væri t.d. í Svíþjóð að þar kæmu stórfyrirtæki til skjal- anna í stað hins almenna fjármagns- markaðar í Bandaríkjunum. Þetta væri mjög áberandi í þróun hátækni- iönaöar en vaxtarbroddur hans væri greinilega i smáfyrirtækjum. Þessi fyrirtæki væru verktakar stórfyrir- tækjanna í Sviþjóð en í Bandaríkjunum keyptu stórfyrirtækin þessi hug- myndaauöugu smáfyrirtæki og létu þau síðan sjálfráð með starfsemina þótt þau fjármögnuöu hana. Rektor f jallaði um könnun á því sviði hvar hugmyndir yrðu til í þjóðfélaginu. Samkvæmt könnuninni )rðu um 60% allra nýrra hugmynda til vegna beiðni kaupenda og vegna óska þeirra um einhverja ákveðna þjónustu. Tæplega 30% nýrra hugmynda yröu til hjá há- skólum og afgangur nýrra hugmynda sem nýttust kæmu frá sjálfstæðum hugvitsmönnum. Greinilegt væri að nálægð við mennta- og tæknisetur skipti máli aö þessu leyti, hvar hug- myndiryrðutil. Rektor varpaði næst þeirri spurn- ingu fram hvemig standa ætti aö þess- um málum við Háskóla Islands. Ætti t.d. aö stofna þróunarfyrirtæki eða sér- skrifstofu innan skólans sem gæti að- stoðað og flýtt fyrir rannsóknum og þeim verkefnum sem væru í gangi? Hvar ætti þá að fá peninga til starf- seminnar og starfslið? Rektor lagði áherslu á að ef þessi mál ættu að þróast eitthvað frekar þá yrði að bregðast fljótt við og finna heppilegustu leiðirnar til þess að leysa þessi verkefni. Stjómskipulag Háskól- ans væri þó þungt í vöfum, svona vinna kreföist oft skjótrar ákvörðunartöku og skipulagðra vinnubragða, sem auk þess fæm fram með leynd, þar sem mikið áhættufé væri í húfi. Háskólinn væri auðvitað samkvæmt eðli sínu al- gjörlega opin stofnun, allar umræður þar fæm fram fyrir opnum tjöldum og auk þess væri stofnuninni bannað að taka lán. Eðli þessarar atvinnustarf- semi væri þó það að vera í samkeppni við aðra aðila markaðarins, bæði er- lenda og innlenda. Á hinn bóginn væri þaö fyrsta krafa á þær stofnanir, sem ynnu fyrir ríkisfé, að þær stæðu þannig „Við undirritaðir íbúar á Flateyri mótmælum þeim gifurlega háa raf- orkukostnaði sem er að sliga alla þrátt fyrir þá ófullnægjandi lækkun sem gildi tók um síðustu áramót,” segir í texta undirskriftalista. 171 íbúi á Fiat- eyri skrifaði undir. „Bendum við á þá byggðaröskun sem óbreytt ástand hlýtur að hafa í för að málum að aldrei væri hægt að bera þeim á brýn óheiðarlega samkeppni. I almennum umræðum á eftir ræöu rektors kom fram aö mikill vilji væri fyrir því að Háskólinn legði út á ein- hverja þá braut sem skyti stoðum undir rekstur hans. Björn Kristinsson benti þó á að væri tilgangurinn að þéna fé þá ætti Háskólinn einfaldlega aö snúa sér að innflutningi og verslun. Það gæfi greinilega mest af sér í aöra hönd, síðan kæmi framleiðsla af ein- hverri tegund. Vísindarannsóknir væru aftur greinilega á móti bein leið til fátæktar fyrir þá sem stunduðu þær. Páll Theódórsson sagði að tilfinnan- lega vantaöi tæknisjóð við Háskólann til þess að styrkja efnilega menn og rannsóknir sem lofuðu góðu. Vegna smæðar íslensks þjóðfélags myndi Há- skóli Islands alltaf hafa sérstöðu meðal háskóla í stærri löndum. Benti síðan á mörg fyrirtæki sem hefðu þró- ast farsællega undir handleiðslu eðlis- fræðistofu Háskólans. Sigmundur Guðbjarnason rakti þró- un þessara mála í Bandaríkjunum og sagði urmul fyrirtækja þar sem hefðu þróast beint frá þarlendum háskólum. Spurningin væri bara alltaf sú hver staða einstaklingsins, og þá háskóla- borgarans, yrði í þessari þróun. Venju- lega sæti háskólaborgarinn uþpi.hieð heiðurinn af uppfinningunni en aðrir með peningana sem af henni rynnu. Jónas Hallgrímsson benti á að þátt- taka háskóla í atvinnulífinu og fram- leiöslu hefði oft orðið til góðs. Fram- leiöslan tæki fjörkipp og nýjungar kæmu í ljós. Fjallaði síöan um rekstur Reykjavíkurapóteks og þær nýjungar í lyfjagerð sem þar færu fram undir handleiðslu eins prófessors skólans, dr. Vilhjálms Skúlasonar. G.T.K. með sér verði ekki gengið til róttækrar lækkunar á raforkuverði. Ekki teljum við að lán til orkusparandi aðgerða leysi vandann heldur sé eina raunhæfa lausnin aö lækka raforkuverö til hús- hitunar verulega. Skorum við því á Al- þingi að lagfæra þetta misrétti sem fyrst og standa við áður gefið fyrir- heit,” sögðu Flateyringar. -KMU/Reynir Traustason. íbúar á Flateyri mótmæla orkukostnaði

x

Dagblaðið Vísir - DV

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Dagblaðið Vísir - DV
https://timarit.is/publication/255

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.